Helgarpósturinn - 16.03.1995, Page 11

Helgarpósturinn - 16.03.1995, Page 11
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN 11 Málfar DAVIÐ „Af formönnum flokkanna er helst að finna bögur í málnotk- un Davíðs. Hann er hraðmæltur og ef honum liggur mikið niðri fyrir verður það meira áberandi. Þá verður hann óskýrmæitur og þvoglumæltur og það er næstum jafn slæmt og þegar menn nota vitlaust fall eða ranga setningagerð. Indriði Guðmundsson klæðskeri. Utgeislun Sérkenni nn kækir Veturiiði Óskarsson íslenskufræðingur a leiksviði kom- lokið ekki HALLDOR Halidór hefur að ákveðnu leyti þessa framsóknarmanna-fram- sögn. Það er að segja, hann kemur fyrir eins og hann sé svolítið undrandi. Hann virkar oft í vörn en er yfirleitt áheyri- legur og þersónulega er ég mjög hrifinn af honum sem stjórnmálamanni. Hann hefur þó hvorki hrífandi framsögn né orðar hugsun sína á hrífandi hátt. Ég hef oft hlustað eftir merkjum um skaftfeliskan fram- burð hjá Halldóri en ekki orðið var við það. Hann talar bara eins og ósköp venjulegur lin- mæltur Sunnlendingur. DAVIÐ „Davíð á það til þegar verið er að taka við hann viðtöl að loka alveg augunum og glenna upp augnatótturnar og hreyfa hausinn til vinstri um leið og hann svarar. Orðfarið, fasið og hreyfingarnar gera manninn að því sem verður þegar ég líki eftir honum. Setningar Davíðs eru stuttar og svörin snögg. Það eru ein- kenni orðfars hans. Hann not- ar til dæmis mikið setningar eins og „til að mynda“ og „slag í slag.“ „Davíð hefur farið mikið fram klæðaburði frá því hann var borgarstjóri. Allt of löngu ermarnar eru horfnar og það er mikill lcttir. Nýi Davíð verð- ur þó að passa nýju sportlegu tilhneiginguna og muna að forsætisráðherraembættið er eitt af fáum embættum sem ríma við „pin-stripe“. JON BALDVIN Fyrsta þætti stjórnmálanna fyrir andi kosningarer en lúðrarnir hafa þagnað. Sviðið hefur færst frá Austurvelli í sjónvarpið og inn á framboðsfundina. Flokkarnir eru byrjaðir að viðra skrautfjaðrir sínar og hinn pólit- íski boðskapur skiptir oft litlu máli í hlutfalli við þær umbúðirsem hann er pakkaður í. PÓSTURINN fékk sjö sérfræðinga varð- andi útlit og framkomu til að meta hvar for- ystumenn flokkanna dúxa og hvernig þeir fúxa í glans- myndinni. JON BALDVIN Jón Baldvin er kannski sérstak- astur af þessu fólki. Hann hefur tekið upp vestfirskan framburð að einhverju leyti og er mjög skipulagður í því sem hann seg- ir. Stundum þannig að það verður hálf hjákátlegt en hann talar samt oft býsna skemmti- lega. í hinum eilífa hanaslag á milli Jóns Baldvins og Davíðs hefur Jón Baldvin yfirleitt vinn- inginn varðandi framsögnina. Þegar Jón Baldvin er enn að hugsa á meðan hann er að svara þá fer hausinn aftur, hægri augabrúnin niður og sú vinstri upp. Hann hefur ekki sérstakar hreyfingar nema puttahreyfingar sem bera þess merki að hann var kenn- ari í heila öld áður en hann fór á þing. Hann hallar sér líka mikið aftur. JÓN BALDVIN Jón Baldvin virðist heilmikill „dandí" í eðli sínu en vantar því miður þungann sem klass- ísku fötunum fylgir. Þar fellur hann í sömu grifju og allt of margir þingmenn, reyndar finnst mér stakur jakki í ríkis- stjórn óþolandi hver sem að ber hann. „Davíð er einn mest sjarmerandi íslendingur sem nú er uppi. Hann er andlegur þungavigtar- maður, jafnvígur á glens og al- vöru, og þekkir sín takmörk á þáðum sviðum. Hann er fæddur svona og hefur ekkert fyrir þessu. Davíð hefur borið gæfu til að láta þetta flæða. Fyrir vikið er hann afskaplega sjarmerandi og það hentar honum vel í hinum grimma heimi stjórnmálanna. Út- geislun Davíðs er fólginn í því að hann er svo óþvingaður og þetta er honum svo eðlislægt. JON BALDVIN Jón Baldvin er miðaldamaður sem passar ekki inn í nútimann. Hann er rúbínflúraða gullmennið og eini pólitíkusinn sem þolir skartgripi. Hann er eins og sjó- ræningi frá tímum Captain Kid, maðurinn sem var í hvitu skyrt- unni með blúnduköppunum nið- ur í káetu og drakk romm með páfagauk á öxlinni og lepp fyrir auganu. Um leið er stutt yfir í rokokkótýpuna því hann hefði þess vegna getað verið við hirð Lúðvíks XIV. Jón Baldvin er ekta þOþplín og jurtalitamaður og einn af fáum pólitíkusum sem geta notað regnhlíf og skóhlífar. Hann gæti deilt fataskáp með Hjörleifi Guttormssyni. HALLDÓR HALLDOR OLAFUR RAGNAR OLAFUR RAGNAR Ólafur Ragnar var kennari og hefur náttúrlega gífurlega reynslu í að tala. Hann getur verið mjög skýr en mér finnst stundum vaða á honum. Ef ég ber hann saman við Halldór Ás- grímsson þá hljómar Halldór oft í undrunarkenndri vörn en Ólaf- ur í svona reiðilegum ham. Hann er sækjandi í eðli sínu og telur sjálfsagt að sókn sé besta vörnin. Stundum kemur hann með svolitlar fjólur, einhvers konar undarlegar setningar og löng þunglamaleg nafnorð. Hann kemst þó ekki í hálfkvisti við Svavar Gestsson í að fela það sem hann ætlar að segja. JÓHANNA Það er einkennilegt með Jó- hönnu að hún er afskaplega óá- heyrileg og furðulegt hvað hún hefur orðið vinsæl með þessa framsögn og frásagnaraðferðir. Ég held að hún gangi þvert á allar kenningar varðandi slíkt, ef þær eru til. Hún hefur þó sama eiginleika og Friðrik Sophusson að því leyti að maður fær á til- finninguna að þau séu að segja satt. Jóhanna er einlæg og það skiptir máli og ég man ekki eftir að hafa heyrt hana láta út úr sér neina alvarlega málvillu. Setningin „með einum eða öðrum hætti" einkennir Ólaf Ragnar Grímsson. Hann end- urtekur sömu meininguna með nýjum orðum og hreyfir aðra hendina þannig að fyrst snýr lófinn niður og fingurnir eru aðeins bognir og svo end- ar setningin þannig að iófinn snýr upp. Þá er hann ekki lok- aður lengur og Ólafur er að segja okkur „sannleikann." HALLDÓR Halldór hefur ekki mikið af sérkennum nema puttarnir eru beinir þegar hann talar og hann slær hendinni tvo senti- metra upp og tvo sentimetra niður. Hann lyftir augabrúnun- um einnig með sérstökum hætti og teygir á efri hluta augnlokanna eins og Davíð gerir stundum. Halldór hefur örugglega ekki mikinn áhuga á fötum. Það er greinilegt að þau eru valin á hann af kaupmanni, útlitsráð- gjafa eða konunni hans. Hann minnir alltaf á togarasjómann í fermingarveislu eins og hann sé í jakkafötum í fyrsta sinn. OLAFUR RAGNAR Olafur Ragnar er líklega best eða „réttast" klæddi flokks- formaðurinn. Hann virðist allt- af vera í sömu fötunum, klassískum, einhvern veginn gráum og hálfleiðinlegum. Það tekur enginn eftir því hvernig hann er klæddur. KRISTÍN Kristín Ástgeirsdóttir er mál- efnaleg og hún er ekki eins mik- ill skemmtikraftur og Jón Bald- vin og Davíð. Þeir eru oft eins og leikarar og popparar og ann- að fólk í skemmtanaheiminum. Kristín og Jóhanna sýna meiri einlægni og þá sérstaklega Kristín. Ég get ekki sagt neitt um málfar Kristínar því ég satt að segja man ekki hvernig hún tjáir sig og talar. Ég held þó að hún sé sæmilega áheyrileg. Mér finnst formenn flokkanna mun áheyrilegri en margir þingmenn- irnir. Kristín er ekki mjög eftir- minnilegur karakter, hvorki í út- liti né [ því sem hún segir.‘ JÓHANNA Jóhanna er dálítið hvefsin svona greyið og ekki með sérstakan stíl. Hún notar alls ekki húmor, bros eða mýkt, sér og sínum málstað til framdráttar. Hún hefur mæðulegt yfirbragð, aum- ingja stelpan, því hún þarf að berjast við karlaskrattana. Ég næ ekki að taka hana vel. Hún hefur ekki skemmtigildi af því hún er svo alvarleg. JÓHANNA Jóhanna er ómarkviss i klæðaburði. Stundum er hún alvarleg, dökk og virðuleg, eins og ráðherra sæmir, en annars er hún óþolandi skær. Ég sé ekki að nýja flokknum hafi tekist að breyta neinu að þessu leyti. Halldór er í sömu deild og Davíð. Þetta eru jarðfastir og traustir menn, svona landsfeður sem eiga eiginlega að klæðast bláum lit. Þetta eru svona stöðugir grá- bláir menn og ég treysti þeim. Þeir hafa ekta útgeislun leiðtoga og eru föðurlegar týpur sem maður ósjálfrátt hallar sér að. Halldór er afskaplega sjarmer- andi og traustvekjandi og það höfðar sterkt til kvenna. Halldór og Davíð hafa báðir sterka karl- mannlega nærveru. OLAFUR RAGNAR Ólafur Ragnar minnir mig á gustmikinn og ferskan fjallavind. Hann er svona tennis-týþa, svona tennis-kaðlaprjónspeysu- týpa. Ég vil fara að sjá hann í Levi’s gallabuxum og bláum blazerjakka. Það mundi fara vel við litarhaft hans og lífga upp á hann. Ég vil sjá hann meira í blá- um litum og í skyrtum úr grófu efni með flibba hnepptum niður á bringuna. Ólafur hefur örugg- lega útgeislun eins og Jón Bald- vin en þeir höfða ekki til mín. Kristín er bara j eins og þægi- leg mamma og, ég hef ekki tek-! ið eftir neinum' sérkennum hjá henni.“ KRISTÍN Kristín er eins og aðrar konur á þingi í allt of „ódýrum" föt- um. Hún virðist ekki hafa neinn persónulegan stíl. Krist- ín hefur þó sér til málsbóta að konur eiga ekki það úníform sem jakkafötin eru fyrir karla." Klædaburður JOHANNA Jóhanna virkar á mig sem karl- mannssál í kvenlíkama. Ég ber virðingu fyrir hennar baráttu, kannski vegna þess að hún fer í aðgerð. Hún fer í stígvélin. Hvort hún er að gera rétt, það er allt annað mál. Hún hefur það áræði sem kona þarf að hafa í pólitík- inni. Jóhanna er ekki sjarmer- andi og höfðar ekki til mín. Hún á þó til sínar hlýju hliðar og sýndi það meðal annars í þætt- inum hjá Hemma Gunn. Hún kemur ekki fyrir sem kona og út- geislunin verður því flöt. Ingólfsdóttir teiknari Jóhannes Krisljánsson eftirherma ■, Kristín býður upp á mjög skemmtilega möguleika. Hún hefur greinilega farið | nýlega í litgreiningu og það! klæðir hana vel að vera í mjúkum, létt- um litum. Kristín hef- ur yfir að ráða hlýjunni \ sem eríhennarætt.l bæði bróðir hennar og’1 pabbi hennar, Ási í Bæ, eru' svona. Kristín myndar mótvægi við karlana því hún hefur þessa kvenlegu og hlýju útgeislun. Hún styður þessa útgeislun með því að klæðast mjúkum, kvenlegum litum.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.