Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 15 Aðstoðarkokkur og uppvaskari ðddi kryddar tilver „Austurlenskur matur og gamlar hryllingsmyndir eru mitt uppáhald. Ég býð fólki í mat og við horfum á spólur með gömlum Hammer horror," segir Oddi Karls krydd- keri, aðstoðarkokkur og uppvaskari á veitingastaðnum Við Tjörnina. Öddi hefur unnið við hlið Rúnars Marvinssonar matreiðslumanns í hátt í tvo áratugi og tók virkan þátt í að gera Hótel Búðir að einum besta veitingastað landsins. Að- spurður segist hann „ekki nenna“ að opna veitingastað sjálfur, það sé svo gott að vinna með Rúnari og Siggu. Alls kyns íslenskar villijurtir settu svip sinn á matargerðina á Hótel Búðum en öddi segist helst nota þær þegar hann býr til te. „Ég gerði það stundum þánnig' að ég tók pott, labbáði hringinn í kringum hótelið og týndi í hann þær jurtir sem urðu á vegi mínum. Það var þá gjarnan blóðberg, ljóns- löpp, marjurt, smá maríustakkur, hundasúra og Ólafssúra, gulmara, og annað sem óx í næsta nágrenni. Þessu henti ég saman í pott, sauð aðeins upp af því og úr þessu varð til mjög góður drykkur.“ I seinni tíð hefur Öddi hneigst æ meira að karríum og á listanúm yfir þær tíu kryddtegundir sem hann notar mest eru allt krydd sem hann notar í karrí. Tælensk fiskisósa og chili „Það krydd sem ég nota mest í dag er chili og vil helst hafa það rautt og ferskt,“ segir Öddi. „Ég kaupi það í Kryddkofanúm og frysti það. Þeir fá það frá Tælandi á hálfsmánaðar fresti og ég fylgist vel með því. Ég nota chili í nánast allt og vil hafa matinn heitan og kraft- mikinn. Mér þykir. íslenskur matur mjög góður en hann er svakalega þungur svo ég er búinn að venja mig á hrísgrjónin og borða mest Asíumat þegar ég elda heima. Ég geri mikið af karríum og chili er ómissandi „ingrídíent" í alvöru karrí. Þegar maður kemur á mark- aðina í Tælandi þá er hver kerling með sína eigin tegund af rauðu og grænu karríi og svo framvegis. Karrí eru kryddblöndur og ég er farinn að impróvisera karrí en nota einnig stundum tilbúin þykkni sem hægt er að kaupa í verslunum. Ég gáði einhvern tímann í orðsifjabók og orðið „karrí“ er komið úr tamíl og jjýðir „blanda". I stað venjulegs borðsalts notar Öddi tælenska fiskisósu og hún er það krydd sem skipar annað sætið á listanum yfir kryddin hans. „Sósan 1 Chili 3 Hvítlaukur 4 Enqifer 5 Kóríander 6 Galanqal 7 Kúmen 8 Kapi 10 Svkur kemur í flöskum og er notuð á svipaðan hátt og sojan nema hún er búin til úr fiski,“ segir Öddi. „- Þetta er nokkurs konar safi af saltfiski og hún gefur breið- ara bragð heldur en salt. Ég veit ekki hvort þessi sósa er eins óholl og salt en engu áð síður er hún salt. Ég er ekta Is- lendingur og algjör saltfíkill. Yfirleitt enda ég matseldina á að krydda matinn, nema ef hann þarf að' malla þeim mun lengur, eins og súpur og karrí og annað slíkt, þá enda ég með því að bæta við salti og sykri.“ Engifer og rósadjús „Sykur er krydd og kílóið endist mér í svoita tvo mánuði," segir öddi. „Hann kemst þó ekki í þriðja sætið en þar er hvítlaúkurinn. Ég nota hann eiginlega alltaf og alls staðar við eldamennsku og það er annarra problem að hafa áhyggjur af lyktinni. Mér finnst hann ómiss- andi hvort sem um fisk eða kjötrétti er að ræða en magnið er mjög mis- munandi sem fer í réttina. Mér finnst hann náttúrlega bestur fersk- ur en ég á samt alltaf duft sem ég nota afar sjaldan. Ef ég þarf að hafa hvítlaukinn eins fínan og hægt er þá nenni ég ekki að taka hann alveg í mauk í mortelinu og nota duffið.“ öddi er „vitlaus í engifer," eins og hann orðar það, og engifer er í fjórða sæti á listanum. „Ég kaupi hann ferskan og tek hann í morteli ef ég er að gera karrí eða „stir fry“ en hef hann í sneiðum í súpur og annað í þeim dúr. Svo er líka hægt að skera hann í strimla með pönnusteiktum réttum og nota hann eins og hvert annað grænmeti. Það er mjög gott. Mér finnst lifur mjög góð með engifer. Fyrst brúna ég hvítlauk og kóríand- errót á pönnu. Þá steiki ég liffina með smá fíntskornu selleríi og engifer skornum eins og eldsspýtur. Síðan set ég smá chili því mér finnst þessi réttur ekki góður of heitur. Svo enda ég á að setja ostrusósu út í en hún er sölt svo ekki þarf að hafa frekari áhyggjur af saltinu. Engifer er líka ómissandi með sushi en ég geri það bara í vinnunni, þá setjum við engiferinn í rósadjús og með smá sítrónu. Rósadjúsinn gefur bæði skemmtilegan keim og falleg- an lit á diskinn.“ œoM.id®öqq®öq kryddin hans Odda Kars 2 Tælensk fiskisósa (salt) 9 Makrút kaffír lime-lauf Tmsög^HfnT a f nýju timbri Kóríander er mikið notaður í indverskri matargerðarlist og víðar um suðaustur Asíu. „Ég fæ hann ferskan og frysti hann en mér finnst kóríander ómögulegur ef hann er þurrkaður,“ segir Öddi. „Ég elda laufin mikið með heldur set þau á síðast til að þau haldi útlitinu en þau mjög falleg. Kóríanderfræ eru aftur á móti hentug í kárrýin og þau þurfa töluverðá steikingu.“ Galangal heitir kryddið sem skipar sjötta sætið á lista ödda en það er náskilt engifer. „Það er svona soldið meira eins og timbur, eða lyktin af nýju timbri," segir hann. „Galangal er rót sem fæst bæði þurkuð og stundum fersk en hún kemur frá Asíu eins og engifer- inn. Annars hefur engifer líka verið notaður í EVrópu frá miðöldum. Galangal er gott í súpur og karrí. Ég nota kúmen einnig talsvert, bæði hið indverska jeera og þetta venjulega sem vex á Islandi. Það er töluverður bragðmunur á þessum tegundum en í báðum tilfellum er um fræ að ræða. Kúmenið er í sjö- unda sæti á listanum. Ég hef prófað að nota íslenska kúmenið í karrí og annað sem maður á að nota jeera í og mér finnst það afskaplega gott og blanda þeim oft saman. Það gef- ur smá extra vídd. Kúmen er líka afskapklega gott á kartöflur steikt- um i olíu.“ Kapi er rækjumauk og það er í áttunda sæti listans. „Þetta er svona grunnur í öllum karríum og fleiri réttum og sósum,“ segir Öddi. ,,Kapi er í öllum tæ- lenskum karríum og er einnig mik- ið notað í Malasíu, Singapore og víðar í Asíu. Það er svakaleg lykt af kapi en það er þykkni. Þetta eru rækjur og salt sem er maukað sam- an og þurrkað. Það er endurtekið ddi Karls. „Austurlenskur matur og gamlar hryllingsmyndir eru mitt uppáhald." nokkrum sinnum. Síðan er það sett í dúnk og látið standa í tvo mánuði. Það stinkar alveg ótrúlega en lyktin er kannski ekki alveg eins ísmeygi- leg og hákarlslykt og heldur sér að- eins meira í skefjum. Makrút kaffír lime-lauf, kryddið í níunda sætinu, gefa sætan, falleg- an og mjög góðan keim og ég dreifi þeim fínskornum yfir marga rétti þegar þeir eru að öðru leyti tilbún- ir. Þau eru soðin með í súpum og henta vel með bæði fiski og kjöti." Af illri nauðsyn er sykur í ío sæti listans. „Ég er 30 kílóum of þungur og er frekar illa við sykur og er búinn að venja mig að miklu leyti af hon- um,“ segir öddi. „Hánn er samt nauðsynlegur til að balansera af karrí og allt sem er sterkt. Þetta þarf allt smá sykur til að ná jafnvægi og hvítur sykur er því í tíunda sæti yfir þau krydd sem ég nota mest við matargerð.“ Öddi fór á dögunum til Tælands í þriggja vikna ferð til að „ná úr sér mesta frostinu,“ eins og hann orðar það sjálfur. Hann er nú í fimmta sinn í Tælandi en heimsótti landið fyrst árið 1988. Þegar hann rifjar upp þá ferð segist hann hafa verið svo óvanur sterkum mat að hann hafi verið mállaus fýrsta mánuðinn. I fýrri ferðum hefur hann stundum leigt sér íbúð og eldað sjálfur og lært mikið af innfæddum vinum sínum en í þetta sinn ætlar hann að hafa ferðina öðruvísi. „Núna ætla ég bara að vera í Pattaya túristabæl- inu, búa á hóteli með tæmar upp í loftið og ekki elda neitt sjálfur.“ ■ Það telst til tíðinda þegar jafn ágætt skáld og Ingibjörg Haraldsdóttir sendir frá sér Ijóðabók. Höfuð konunnar er splunkuný Ijóðabók og pósturinn fagnaði útkomu hennar með því að láta skáldkonuna, sem einnig erformaður Rithöfundasambandsins, taka stöðuna á hinum ýmsu málum. Ingibförg ó'iFT-FI konunnar Þótt staða konunnar sé augljós- lega engin forstjórastaða og launin séu ennþá svívirðilega lág, eins og dæmin sanna, er ég samt viss um að hún er skemmtilegri en staða karls- ins, án þess að ég geti útskýrt það frekar, enda hef ég litla sem enga reynslu af stöðu karlsins og vantar því samanburð. Ég hef líka grun um að staða konunnar sé engan veginn eins lárétt og menn vilja vera láta — oftar er hún skáhöll, eða jafhvel lóðrétt. En það er auð- vitað persónubundið. Ijóðsins Ljóðið stendur fyrir sínu og stendur sig vel, nema stundum. Það ratar til sinna, eins og skáidið sagði. Fleiri mættu þó kaupa ljóðabækur en raun ber vitni. Þá liði skáldun- um betur — og útgefendunum. Og kaupendunum gæti líka liðið al- deilis bærilega, einkum ef þeir færu beint heim úr bókabúðinni, drægju bomsurnar af sínum lúnu löppum, kæmu sér þægilega fýrir inni í stofu með nýkeypta bókina og læsu ljóð- in — fýrst í hljóði fyrir sjálfa sig og svo upphátt fýrir konuna, köttinn og krakkana. Þá fyrst færi fjöl- skyldulífið að blómstra. Og íslensk menning. Staða skáldsögunnar Um skáldsöguna gildir auðvitað það sama og þegar hefur verið sagt um ljóðið. Það verður þó að viður- kennast að skáldsagan selst yfirleitt betur. Þar held ég að ráði mestu fyrirferðin (veglegri pakki) og svo þessi eilífa forvitni lesandans: hvað gerist næst? Staða skáldsögunnar í okkar bókmenntaheimi er að ég held mjög traust og verður það áfram meðan Svava, Fríða, Vigdís og Steinunn og allar hinar stelp- urnar endast til að skrifa fýrir okk- ur þessar dásamlegu sögur... já, og strákarnir auðvitað líka. Nema hvað. Rithöfunda- sambandsins Þann dag sem skáldin skilja að Rithöfundasambandið var stofnað fýrir 20 árum til þess að þau gætu tekið höndum saman og unnið glaðbeitt og sameinuð að bættum hag bókmenntanna í þessu landi, snúið bökum saman og barist gegn drekunum sem allt vilja skattleggja og allt vilja í askana láta, þann dag sem skáldin segja eins og Dagur heitinn Sigurðarson „saman um- framallt saman“ — þann dag verð- ur gaman. Staða I gagnrýnenda Gagnrýnendur eru í vondum málum, það vita allir. Þeirra staða er afleit og spurning hvort ekki er tímabært fyrir suma þeirra að finna j tekur stöðuna sér eitthvað þarfara að gera. Ein- hverjir gætu þó bætt stöðu sína verulega ef þeir sæju að sér og reyndu að hrista af sér fordóma- slenið, sjálfsdýrkunina og subbu- skapinn. Hitt er svo annað mál að rithöfundar geta alls ekki án gagn- rýnenda verið, og öfugt. Milli þess- ara hópa ríkir svokölluð ástarheift. Ást rithöfunda kviknar við lestur skarprar og vel ígrundaðrar gagn- rýni, en heiftin blossar upp þegar gagnrýnendur beita sleggjunni. Það skiptir auðvitað máli í þessu sam- bandi hvort dómurinn er jákvæður eða neikvæður (við erum öll mann- leg) en þegar upp er staðið vegur það þyngst að tjallað sé um bók- menntirnar af einhverju viti. -KB Bréf til blaðsins Um bamavemdamiál —frá Bamavemdarráði I tiiefni af umfjöllun Morgunpósts- ins hinn 12. janúar sl. um barnavernd- armál er þess hér með farið á leit að blaðið birti eftirfarandi athugasemdir Bamaverndarráðs. Með þessari umfjöllun virðist til- gangur blaðsins vera að upplýsa lesend- ur um meðferð barnaverndarmála. f fýrirsögn Kemur fram að tilgangurinn sé að varpá ljósi á „hvers vegna barna- verndarmál á fslandi eru í jafn ströng- um hnút og raun ber vitni". Með þessu er gefið til kynna að blaðamaður hafi kynnnt sér meðferð barnaverndarmála og ætla má að hann hafi gert það í sam- ræmi við Siðareglur blaðamanna (sam- þykktar á aðalfundi Blaðamannafélags fslands 1991). Við lestur greinarinnar kemur. hins vegar í ljós að svo er ekki. Upplýsingar eru mjög einhliða og í sumum tilfellum rangar sem ekki getur talist í samræmi við góð vinnubrögð og þtfer skyidur sem blaðamanni ber að virða. Fullyrt er að stríðsástand ríki í með- ferð barnaverndarmála á íslandi. Ekki kemur fram á hverju þetta er byggt. Barnaverndarráði þykir mjög brýnt að almenningur fái upplýsingar um að mikill fjöldi foreldra nýtur aðstoðar barnaventdarnefnda og í langflestum tilfellum er góð samvinna milli starfs- mannanefndanna og foreldra. Eins og franr kemur í ársskýrslu Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur fyrir árið 1993 eru langflest barnaverndarmál unnin af starfsmönnum fjölskyldudeildar í sma- vinnu við foreldra og koma ekki til um- fjöllunar barnaverndarnefndar (Árs- skýrsla Félagsmálastofmmar Reykjavík- ur 1993, bls. 26). Fullyrðing blaðsins unr að stríðsástand ríki í meðferð barna- verndarmála verður í ljósi þessa að telj- ast röng. í þessu sambandi má einnig benda á blaðagrein eftir dr. Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing Barna- verndarráðs, en hún birtist í Morgun- blaðinu 14. febrúar sl. Þar segir m.a. um bamaverndarstarf á íslandi: „Starfið er unnið samkvæmt lögum frá árinu 1992 um vemd barna og ungmenna. Mark- mið laganna er að tryggja bömum og ungmennum viðunandi uppeldisskil- yrði. Yfirleitt næst þetta markmið með stuðningi barnaverndaryfirvalda við uppeldishlutverk fjölskyldunnar og í góðri samvinnu við foreldra. Á því eru þó, því miður, undantekningar. Þá get- ur þurft að grípa til úrræða sem mögu- lega em foreldri ekki að skapi“. Þá er fullyrt í umfjöllun Morgun- póstsins að þeir sem starfi að félagsmál- um stundi valdníðslu í skjóli 5. gr. laga um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992 og komist þannig hjá því að færa rök fyrir embættisfærslum sínum. í stuttu máli er hið rétta í þessu efni að ákvarðanir barnaverndarýfirvalda um þvingunaraðgerðir verða samkvæmt lögum að vera rökstuddar. öllum slík- um málum er unnt að skjóta til Barna- vemdarráðs. I lögum um vemd bama og ungmenna em mjög strangar reglur um meðferð mála hjá barnaverndaryf- irvöldum, en lög þessi tóku gildi 1. janúar 1993. Rangfærsla blaðsins í þessu efhi er til þess faílin að veikja tiltrú al- mennings á þeim stofnunum sem hafa það hlutverk að vemda böm og ung- menni sérstaklega. Hún er einnig ósanngjörn vegna þess að hún bitnar á þeim bömum sem þurfa á hjálp yfir- valda að halda. I kaflanum sem ber yfirskriftina Nokkur barnaverndarmál eru raktar glefsur úr málum en nokkur þeirra hafa vérið til umfjöllunar hjá Barnaverndar- ráði. Þar koma ffarn rangfærslur sem verða raktar til þess að upplýsingaöflun hefur verið ófullnægjandi. I þeim tilfell- um hefði blaðamaður getað kynnt sér með einfbldum hætti mikilvæg atriði, en gerði ekki, sem verður til þess að ranglega er skýrt frá staðreyndum. Því hefur blaðamaðurinn ekki vandað upplýsingaöflun, úrvinnslu og fram- setningu og hann hefur ekki sýnt fýllstu tillitsemi í umfjöllun sinni um barna- verndarmál eins og Siðareglur blaða- manna kveða skýrt á um. Barnaverndarráð telur umfjöllun Morgunpóstsins um meðferð barna- vemdarmála, eins og rakið hefur verið, alvarlegt brot á Siðareglum blaða- manna. Em þessi vinnubrögð til þess fallin að rýra virðingu manna fýrir blaðamannastéttinni. Blaðamenn og aðrir sem hafa hagsmuni blaðamanna- stéttarinnar að leiðarljósi eru beðnir að taka þetta til athugunar. Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Jón Kristinsson Guðfinna Eydal

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.