Helgarpósturinn - 03.04.1995, Qupperneq 7
TOPRI [■MMN UJ ÐWGIU R1
FRETTIR
Friftriifí fjármálaráðherra stefnt
Ekkert að marka
veðbokarvottorðið
Friðriki Sophus-
syni hefur verið
stefnt vegna mis-
taka starfsmanna
hjá sýslumannin-
um íKópavogi.
Hér er um próf-
mái að ræða og
það mun því fara
aila leið, það er
til Hæstaréttar.
•Icemac hf. hefur stefnt Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkisins, vegna meintrar handvammar hjá sýslumanns-
embættinu í Kópavogi.
Icemac var að reyna að inn-
heimta um 500 þúsund króna
skuld eins viðskiptamanna
sinna. Gerð var kyrrsetning í
íbúð viðskiptavinarins, en áður
en það var gert sóttu forráða-
menn fyrirtækisins veðbókar-
vottorð yfir íbúðina.
Þar kom í ljós að með kyrr-
setningunni ættu þeir ágæta
möguleika á að tryggja kröfu
sína. Síðar kom í ljós að hjá emb-
ætti sýslumanns hafði misfarist
að skrá lántöku inn á veðbók
íbúðarinnar. Þegar það uppgötv-
aðist var lánið fært fram fyrir
kyrrsetningu Icemac.
Þessu vill Icemac ekki una og
hefur því stefnt fjármálaráð-
herra. Gunnlaugur Ingvarsson hjá
Icemac segist ekki vongóður um
að fá allan skaðann bættan, en
telur að hann verði bættur að
hluta. Hann sagði jafnframt að
þetta væri prófmál og því sjálf-
sagt að láta á málið reyna, það er
hvort ríkið sé ekki ábyrgt fyrir
mistökum sem þessum.B
Matthías Riarna<;nn á fnndi hjá Eggerti Haukdal
ðrugglega í andstöðu við Þorstein
„Þetta er personulegur
stuðningur við Eggert. Ég ræði
ekki um málefni listans eða
kjördæmisins. Við Eggert erum
góðir vinir,“ sagði Matthías
Bjarnason, fyrrverandi alþingis-
maður.
Matthías var meðal ræðu-
manna á samkomu hjá Suður-
landslista Eggerts Haukdals í
gær.
Einar K. Guðfinnsson, alþingis-
maður og arftaki Matthíasar á
Vestfjörðum, hefur lýst yfir að
hann styðji ekki ríkisstjórn sem
heldur í óbreytta sjávarútvegs-
stefnu.
„Ég skil Einar. Ég hef aidrei
stutt núverandi sjávarútvegs-
stefnu. Ég vona að hann standi
við þetta,“ sagði Matthías.
„Það sem ég ræði um sjávar-
útvegsmál á fundinum hjá Egg-
erti, verður örugglega í and-
stöðu við stefnu Þorsteins Páls-
sonar, Halldórs Ásgrímssonar og
Kristjáns Ragnarssonar sem ég
geri ekki upp á milli.“B
Matthías talaði á fundi
hjá lista Eggerts.
„Ég hef líka farið til
Svíþjóðar þangað sem
dóttir mín býr og
kynnt mér málstað
þjóðernissinna þar-
lendis. Þetta er ósköp
svipað í öðrum lönd-
um, held ég. Við er-
um bara ekki aiveg
jafn langt gengin í
smituninni og ná-
grannalönd okkar.“
eftir kosningar. Þá er aldrei að
vita nema þessir menn vilji
spjalla við þig um málin og út-
skýra fyrir þér málstað okkar. En
þetta eru viðkvæm málefni og
það er miserfitt fyrir fólk að
koma fram og standa með sínum
skoðunum í fjölmenni. Ef þessir
félagsmenn okkar kæmu fram
væri nokkur hætta á því að þeir
myndu enda á götunni með tann-
burstann í hendinni.“
Einar segir að samtökin mæti
mikilli vanþekkingu hér heima.
„Fyrir helgina kom ég í hús þar
sem húsfreyjan sótti fast að mér
að útskýra hvers vegna í ósköp-
unum við værum að þessu. Ég
svaraði henni því hvað hún myndi
gera ef dóttir hennar kæmi heim
með einn þeldökkan upp á arminn
og segðist ætla að giftast honum.
Konan svaraði mér engu. Þetta
fólk bara skilur ekki hvað málið
snýst um.“
Éinar segist hafa ferðast um
allan heim og verið á vegum
Sameinuðu þjóðanna í Afríku fyr-
ir nokkrum árum þar sem hann
vann við áveituskurði. Þar sagð-
ist hann hafa séð margt.
„Við höfum tengst öðrum
þjóðernissamtökum erlendis og
kynnt okkur málstað þeirra sem
berjast gegn lögleiðingu fóstur-
eyðinga. Ég trúi ekki á ofbeldi, það
er stór misskilningur að við séum
öfgafull samtök en við beitum hins
vegar friðsamlegum aðgerðum til
varnar óæskilegum áhrifum sem
streyma inn í landið og smita þjóð-
arstofninn. Og hvernig við förum
að því er með þrotlausri vinnu og
miklu skipulagi. Við höfum okkar
leiðir til þess að ná okkar fram.
Meðal annars með stuðningi stjórn-
málamanna sem sitja á þingi nú.
Þeir styðja okkur margir hverjir og
nú eru þeir fjórir eða flmm í núver-
andi stjórn sem styðja okkar mál-
stað.“
FERILL FORMANNSINS
En þegar blaðamenn PÓSTSINS
kynntu sér feril Einars kom
margt í ljós varðandi viðskipta-
siðferði hans. Eru hér nefnd
nokkur staðfest dæmi. Fyrir
nokkru síðan keypti Einar ódýrt
hús á Eyrarbakka, þar sem
brunabótamat var nokkuð hátt,
talsvert hærra en kaupverðið.
Einar fékk síðan óreglumenn,
sem ekki höfðu lent í vanskilum
þar sem þeir höfðu ekki tekið á
sig neinar fjárhagsskuldbinding-
ar, til að vera greiðendur á bréf-
unum, en þau voru tryggð með
1. veðrétti í Eyrarbakkahúsinu.
Bréfin notaði Einar síðan til
bílakaupa. Hann átti til að yfir-
bjóða ásett verð bílanna og segja
má að hann hafi þar með spilað inn
á græðgi fólks. Eftir að Einar komst
yfir bílana setti hann þá á nöfn
vina og jafhvel ættingja. Þegar upp
komst um hversu lítið verðgildi
var í bréfunum var of seint fyrir
seljendur bílanna að gera nokkuð
þar sem þeir voru þá eignir ann-
arra og jafnvel búið að selja þá og
fá út úr þeim peninga. Fyrir þessa
viðskiptasveiflu var Einar kærð-
ur til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins.
Fyrir fáum árum keypti Einar
íbúðarhúsnæði í Njarðvík. Hann
stóð ekki í skilum, greiddi
reyndar aldrei nema lítinn hluta
kaupverðsins. Það varð til þess
að að nauðungaruppboði kom
þar og seljandinn varð að leysa
eignina til sín aftur.
„Ég vil engum manni illt. Það
getur kannski ekki átt við um
þennan mann, þar sem hann
hefur farið það illa með marga.
Móðir mín, sem er nokkru eldri
en Einar, kynntist honum. Hún
varð mjög hrifin af þessum
„góða“ manni, en hann hafði
sagt henni að hann væri prests-
lærður og starfaði sem fast-
eignasali. Hann fékk móður
mína til að kaupa íbúð. Taldi
henni trú um að þannig ætti
hún helst að ávaxta peningana
sína. Fasteignasalinn sem seldi
íbúðina hafði uppi á bróður
mínum þar sem fasteignasalan-
um leist ekkert á að eldri kona
væri í slagtogi með þessum
manni. Eftir að íbúðarkaupin
voru um garð gengin gekk móð-
ir mín frá óskoruðu umboði til
Einars til að ráðstafa íbúðinni.
Sem betur fer tókst að taka um-
boðið til baka. Einar samdi
þannig við móður mína að hann
fengi hlutfall af því sem hægt
væri að lækka íbúðina frá
ásettu verði. Fyrir það eitt varð
hún að borga honum 50 þús-
und. Það verður að segjast eins
og er að hann kom vel fyrir og
það er ekkert skrítið þó eldri
kona hrífist af manni sem hon-
um. Það var ósjaldan sem hann
bauð henni í mat eða kaffi á hót-
elum og hann gerði allt til að
heilla hana,“ sagði dóttir eldri
konu sem átti samskipti við Ein-
ar S. Jónsson.
„Systir mín bjó með Einari í
tvö ár og það má segja að hún
hafi sloppið vel miðað við allt.
Hún átti íbúð þegar þau hófu
sambúð og hélt henni þrátt fyr-
ir að hafa verið í talsverðum
ábyrgðum fyrir Einar, aðallega
vegna víxla. Þá vantaði eitthvað
af innanstokksmunum sem hún
átti eftir að sambúðinni lauk,“
sagði bróðir konu sem bjó með
Einari, þannig að ljóst er að for-
maður Norræns mannkyns er
mörgum kunnur. Hann neitaði
hins vegar að ræða um sinn
persónulega feril.B
„Við komum því nú til
leiðar á sínum tíma að
Víetnamarnir sem
streymdu hingað inn,
voru takmarkaðir með
landvistarleyfi og feng-
um það gegnum ágætan
félagsmann okkar á
þingi, fyrrverandi ráð-
herra sem var meðlimur í
Norrænu mannkyni.
Meira get ég ekki sagt
þér um það mál því að
það eru viðkvæmir tímar
framundan fyrir okkar
ágætu stjórnmálamenn
vegna komandi kosn-
inga. En það er aldrei að
vita hvað gerist eftir
kosningar."
gep
■
vegna þess að þær eru, sam-
kvæmt öllum trúarbrögðum
heimsins, skyldaðar til að ala
manni sínum börn og sjá um
heimilið. Og svo kemur þetta
fólk hingað og hreiðrar um sig
með sína siði og venjur. Brátt
verður svo að þetta fólk kemur
sér upp eigin dómstólum og
dæmir eftir eigin lögum í okkar
landi án þess að við getum
nokkuð við gert. Þetta er málefni
sem varðar okkur öll og eftir tíu til
fimmtán ár mun almenningur átta
sig. En það er sami tíminn og tekur
fyrir þau erlendu börn sem hafa nú
nýflutt hingað, að verða kynþroska
og komast á mökunaraldur. Þetta
er staðreynd og fólk á eftir að
átta sig.“
FYLGISMENN VÍÐA
En Einar heldur því fram að
samtökin eigi fylgismenn víða.
„Við komum því nú til leiðar á
sínum tíma að Víetnamarnir
sem streymdu hingað inn, voru
takmarkaðir með landvistarleyfi
og fengum það gegnum ágætan
félagsmann okkar á þingi, fyrr-
verandi ráðherra sem var með-
limur í Norrænu mannkyni.
Meira get ég ekki sagt þér um
það mál því að það eru við-
kvæmir tímar framundan fyrir
okkar ágætu stjórnmálamenn
vegna komandi kosninga. En
það er aldrei að vita hvað gerist
Berglind Ólafsdóttir
Fúlar
DROTTNINGAR
Titill Ungfhí Reykjavíkur
gekk út síðastliðið
fímmtudagskvöld á Hátel
íslandi og hafnaði hann í
höndum Berglindar Ólafs-
dóttur, 17 ára gamallar
hafnfírskrar meyjar, sem
að vonum var ánœgð með
úrslit keppninnar þegar
niðurstaða dómnefndar
lá fyrir. Aðsókn að
keppninni var þó droem
og eftir margra mánaða
œfíngar stúlknanna
máttu þœr líða fyrir
skipulagsleysi og tœknileg
vandrœði innanhúss þeg-
arstóra stundin loks
rann upp. Máþarnefna
skort á sviðslýsingu og
Ijósabúnaði, lélega til-
fínningu skipuleggjanda
fyrir tímasetningu tón-
listar, sem myndaði frem-
ur vandrœðalega heild
óhappa og vörpuðu
skugga á Ijóma kvöldsins.
Almenn óánœgja mun
ríkja meðal keppenda og
mun það auðskilið hvers
vegna. ■
■'illlJIIJfi
GLUSSABADI
Það er margt sem hendir
frambjóðendur á at-
kvœðaveiðum. Ólafur G.
Einarsson menntamála-
ráðherra varð fyrir
óhappi á dögunum.
Hann, ásamt öðrum
frambjóðendum Sjálf-
stœðisflokksins, var á
ferð í Grindavík. Fram-
bjóðendurnir fóru meðai
annars um borð í loðnu-
skipið Háberg. Eftir að
hafa rœtt við áhöfnina
var œtlunin að fara aft-
ur upp á bryggju.
Þegar Ólafur, sem fór
fyrstur sinna manna sem
oddvita sœmir, gekk
undir afturgálgann á Há-
bergi sprakk glussas-
langa með þeim afleið-
ingum að glussi þeyttist
út úr slöngunni ogyfír
ráðherrann í miklum
mœli. Varla var þurr
þráður á ráðherranum
þegar hann kom bros-
andi undan olíunni.
Karlamir á Háberginu
höfðu á orði að Ólafur
þyrfti ekki að setja brillj-
antín í hárið það sem
eftir er af öldinni. ■