Helgarpósturinn - 03.04.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 03.04.1995, Blaðsíða 9
TOPRIffMiflN U ÐWGUJ R1 UTLOND g ,Svo ég er komin meö munk á listann hjá mér en ég sé ekki aö þaö sé neitt stór- mál.“ Þetta segir danski hörpuleik- arinn Eva Henriette Kaldan. Hún hefur gengist við því að hafa sængað með tælenskum búdda- munki sem hefur verið í fréttun- um að undanförnu fyrir að hafa verið kvensamari- en góðu hófi gegnir. Venjulega er búdda- munkum uppálagt að stunda skírlífi. Munkurinn, Pra Yantra Amaro, er 44 ára. Hann þykir mikill and- legur leiðtogi og á milljónir fylg- ismanna víða um heim. Eva, sem er 33 ára, vill sem minnst um málið tala en hún hefur sent bréf til stjórnar andlegs ráðs Itælenskra búddamunka þar sem húnhefur gagnrýnt Amaro harðlega. Hún segist mjög ósátt við umfjöllun fjölmiðla um mál- ið. • f ÝSNIRNAR TÓKU VÖLD Eva Henriette Kaidan hitti Amaro' á strikinu í Kaupmanna- höfn en þar var hann í heim- sókn. í upphafi var samband þeirra á andlegum nótum en smátt og smátt tóku líkamlegar fýsnir yfirhöndina. Um hríð áttu hörpuleikarinn og munkurinn í heitu og lostafullu sambandi. Áttu þau ástarfundi í musteri búddatrúarmanna í Dragör. Samkvæmt bréfinu krupu þau á kné og báðu guðina um fyrir- gefningu áður en þau berhátt- uðu og elskuðust. ENGINN MUNUR Eva Henriette Kaldan hefur Jtælenskra buddamunka þar Eva Henriette Kaldan hefur venjulegur maður.B verið spurð að því hvort hún hafi fundið einhvern mun á því að njóta ásta með munki en með venjulegum karlmanni. Hún veltir vöngum og roðnar en svarar svo: „Nei, það held ég ekki.“ Að öðru leyti vill hún ekki tjá sig um málið sem hefur kom- ið sér afar illa fyrir Amaro og meira að segja nánast fellt ríkis- stjórnina í Tælandi. Einhverjir ráðherrar kunna að þurfa að segja af sér vegna málsins. „Málið snýst ekki um kynlíf, heldur um mannlega breytni,“ segir Eva Henriette Kaldan. „Um fjölda fólks sem fylgir leiðtoga sem svo reynist allt annar mað- ur en hann gaf sig út fyrir að vera. Hún leggur áherslu á að það hafi ekki verið neinn dýr- lingur sem skreið upp í til henn- ar við háttamál, heldur ofur- venjulegur maður.l Norðmenn treysta EKKI SJÁLFUM SÉR Norðmenn eru þekktir fyrir annað en velgengni í Evrópusöngvakeppninni og er árangur þeirra þar enn hrak- smánarlegri en íslendinga. Nú hafa íslendingar sem kunnugt er fengið út- lending til að semja lag fyrir sig og Norðmenn hafa gripið til svipaðs ráðs. Þeir fengu nefnilega þrjá íra til að sitja í nefndinni sem velja skyldi lagið sem þeir senda í keppnina. írar hafa unnið í keppninni sex sinnum og þykirþví skynsamlegt að leita ráða hjá þeim.U rEVO-STIK ÁRVÍK ÁRMÚU 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295 ÞRÆLSTERK OG VIÐURKENND LÍM TIL MARGVÍSLEGRA NOTA FYRIR TRÉIÐNAÐ VlCKY OG BARRY HLAKKA TIL AÐ EIGNAST BARN. Barnungir FORELDRAR Foreldrar gerast víst ekki öllu yngri en Barry Grubb og Vicky Reid sem búsett eru í Bonnybridge á Englandi. Þau eiga von á barni í september nœstkomandi. Vicky er aðeins þrettán ára en Barry er ári eldri. Eitt kvöldið voru þau orðin leið á því að kela og kyssast og ákváðu að fara ögn lengra, með áð- urnefndum afleiðingum. Þau segjast ekki hafa trúað að þetta gœti gerst en um jólin varð lát á því að Vicky hefði blœð- ingar. Móðir hennar sendi hana strax til lœknis sem sagði henni hvað vœri á seyði. Þetta var eðlilega nokkurt áfall en ungmennin hafa ákveðið að halda barn- inuM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.