Helgarpósturinn - 03.04.1995, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 03.04.1995, Qupperneq 12
 MANUDAGUR 3. APRIL 1995 Hrúturinn Á fyrstu dögum vikunnar gæti frétt af vini komið þér úr jafn- vægi. Um miöja vikuna verður þú fremur eirðarlaus en róast þegar líður á föstudaginn. Helgin verður skemmtileg en þú skalt ekki gera ráð fyrir miklum ævintýrum. Nautið Ríkjandi áhrifa gætir frá Sat- úrnusi og þú þarft að vara þig á þrjósku í samskiptum við ástvini. Ef þú hefurefasemdir um vinnu eða skóla er þér ráðlagt að skoða málin niður í kjölinn áður en þú tekur ákvörðun. Hugaðu að heilsunni og klæddu þig vel. Tvíburarnir Pér hættirtil að taka inn á þig mál sem koma þérekki við. Vonbrigði tengd ástarmálum gætu orðið en ef þú tekur á málum með skynsemi gæti komið í Ijós að um misskilning sé að ræða. Betur rætist úr helginni en þú áttir von á. Krabbinn Framan af vikunni skaltu forð- ast þá sem tefja fyrir þér. I þessari viku hefur þú tækifæri á að auka tekjurnar. Farðu varlega um helgina og taktu orð ókunnugra ekki of alvarlega. Gættu sparsemi með það sem þú hefur á milli handanna. Ljónið Þú hefur óvenjulega mikið innsæi þessa dagana og átt gott með að skynja það sem gerist á bak við tjöldin. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi að nákomin persóna ætlast til of mikils af þér. Reyndu að koma þessum aðila í skilning um að þú sért ekki almáttug(ur). Rómantísk helgi er í vændum. Meyjan Undanfarið hefurðu átt erfitt með að átta þig á vissum hlutum f umhverfi þínu en þetta ástand breytist til batn- aðar í þessari viku. Hlustaöu á það sem aðrir hafa að segja og sýndu nákvæmni í meðferð fjármuna. Farðu varlega í kynnum við nýtt fólk og haltu þig á heimaslóð um helgina. Ai VOGIN Þú bætir afköst þín á fyrstu dögum vikunnar. Ef þú hefur 1 að undanförnu glímt við erfitt verkefni séöu fram á lausn á síðustu dögum þessarar viku. Um helgina gæturðu staðið frammi fyrir erfiðri ákvarð- anatöku í vissu máli, er þér ráðlagt að bíða með ákvörðun til mánudags. Sporðdrekinn Gerðu ekki of mikið af því að segja fólki það sem þig langar 1 mest til að gera. Kappkostaðu að einbeita þér að einum hlut í einu. Um helgina gætir áhrifa frá Mars og því er þér ráðlagt að velja þér tómstundar- gaman sem kostar þig ekki mikið. Farðu ekki út með fólki sem vekur þér ekki áhuga. Bogmaðurinn Merkúr hefur áhrif á hugsanir þínar og þú forðast óþægindi. Það getur hins vegar leitttil þess að þú hlustir á ráðlegg- ingar frá fólki sem hefur ekki næga þekk- ingu á málunum. Þessi vika er góður tími til að ganga frá vissum hlutum f lífi þínu og þér er ráölagt að draga það ekki. Um helg- ina verða rómantískir straumar í lífi þínu. Steingeitin Ákafi og dugnaður einkenna þig framan af vikunni. En þér er ráðlagt að taka hlýða vio- vörunarboðum llkamans og hvíla þig meira en þú hefur gert aö undan- förnu. Fjármál ættu að komast í sómasam- legt horf fyrir helgina en varastu að eyða meiru en þörf krefur. Vatnsberinn Ef þérfinnst aö þér verði ekk- ert áaengt með það sem þú ert aö gera er þér ráðlagt að leita til sérfróðra manna. Þú finnur fyrir óþolinmæði en ert sterklega varaður/vöruð við því að taka fljótfærnis- legar ákvarðanir. Notaðu helgina til að treysta fjölskylduböndin. Fiskarnir Vertu ekki of mikið í þínum eigin hugarheimi. Þér hættir til að taka ekki eftir hlutum sem eru að gerast fyrir fram- an nefið á þér. Mundu að peningar eru ekki allt oa það er margt annað sem gleður. Notaou laugardagskvöldið til að heimsækja vini og vandamenn og á sunnudag ættirðu að fara í kirkju. Fegurðap Reykjavikur valin Berglind Ólafsdóttir, nýkrýnd feguröar- drottning Reykjavíkur, með Hrafnhildi Haf- steinsdóttur, sem var kjörin besta Ijós- myndafyrirsætan. Besta Ijósmyndafyrir- sætan, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, með foreldrum sínum, Haf- steini og Gunnhildi. Bjössi og Dísa í World Class skemmtu sér vel á verðlaunakvöld- inu. Jói barþjónn í Ing- ólfscafé kíkir á feg- urðardrottningarnar á meðan konan hans brosir fyrir Ijósmynd- arann. Gulli Helga var viðstaddur þegar feg- urðardrottning Reykjavíkur var krýnd á Hótel íslandi á fimmtudagskvöldið. Jonni Sigmars og Nína beibí að kynda upp á Kaffibarnum kvöldiö fyrir frumsýn- ingu súperfilmunnar Einnar stórrar fjöl- skyldu. Fréttamennirnir með börnin þrjú: G. Pétur Matthíasson með son sinn Hjalta Elías, þá Ólöf Rún með óskírðan son sinn og að lokum Logi Bergmann Eiðsson með Fanndísi dóttursína. RÚV skúbbar Stöð 2 Þrenna a írettastolunni ■ Það er ekki hægt að segja um. Febrúarmánuður var Iannað en að fréttastofa Ríkisút- óvenju gjöfull á fréttastofunni varpsins hafi heldur betur en þá eignuðust þrír frétta- -slegð Stöð 2 við á einu sviði menn börn. Það voru þeir G. ^undanfariðjjiefnneg^ameign^ PéturJMatthjasson^seir^eignað- ist son 12. febrúar, Logi Berg- mann Eiðsson sem eignaðist dóttur 22. febrúar og að sjálf- sögðu Ólöf Rún Skúladóttir sem ^eignaðjs^sj^U^fjórða barrjJL ÓDÝRASTIHAPPDRÆTTISMIÐINN Á LANDINU jxJ £j Mmm við Taktu þátt í léttum leik! Ef heppnin er með þér vinnur þú Barcelona- ferð fyrir tvo með Heimsferðum næsta sumar. Það eina sem þú þarft að gera er að svara laufléttri spurningu og senda svarið til Mánudagspóstsins að Vesturgötu 2. Rétt svör fara í pott sem dregið verður úr í byrjun maí. Nafn vinningshafans verður birt í Mánudagspóstinum 3. maí. Næsta mánudag, 10. apríl, birtist önnur spurning og með því að svara henni einnig eykur þú vinningslíkur þínar um helming. Spurningin í dag er: í hvaða landi er Barcelona? febrúar. Það er piltur sem ekki hefur verið skírður ennþá. Nú er bara spurningin; skyldi | Bogi vita af þessu? ■ ^ljppjðjniðamuúljtg^eadlðjikkur- Nafnið þitt: Heimilisfang: Póstnúmer: Símanúmer: Setjið í umslag og skrifið utan á: Ferðahappdrætti Rétt svar: Mánudagspósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík Vor í Barcelona ■ Þessi glæsilega borg við Mið- jarðarhafið er háborg menningar, lista og íþrótta á Spáni. Þar voru Ólympíuleikarnir haidnir 1992 og var borgin mjög fríkkuð af því tilefni. Þarna eru fræg söfn, til dæmis safn sem er helgað lista- manninum Míró og annað sem hefur að geyma verk Picassos. Hin- ar einstæðu byggingar arkítektsins Gaudi setja mikinn svip á borg- ina. Skemmtilegast er þó kannski að ganga um hinar stórkostlegu breiðgötur, setjast Inn á kaffihús og virða fyrir sér fjörugt mannlífið. Vor í Barcelona er ógleymanleg lífsreynsla, enda er þá loftslagið í borginni eins gott og kosið verður.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.