Helgarpósturinn - 03.04.1995, Qupperneq 15
Campos lék annan hálfleik í markinu en hinn í sókninni
Óvfrðing við aðra sóknaiieikmeni
sagði Hugo Sanches, frægasti knattspyrnumaður Mexíkó.
•Þjálfari knattspyrnulandsliðs Mexíkó, Miguel Mejia, hefur mátt
sæta þungri gagnrýni fyrir það tiltæki að taka Jorge Campos úr
markinu í hálfleik í vináttulandsleik Mexíkó og Chile í síðustu viku
og setja hann í stöðu framherja.
Jorge Campos er jaTnvigur á mark
vörslu og markaskorun. Hér sést
hann í hinum þekkta neonlita
markvarðarbúningi sínum.
Hugo Sanchez, frægasti knatt-
spyrnumaður Mexíkó, sagði
þetta tiltæki þjálfarans „óvirð-
ingu“ við aðra mexíkóska sókn-
arleikmenn og fjölmiðlar gagn-
rýndu frammistöðu varamark-
varðarins í síðari hálfleik.
Campos hóf leikinn í sínum al-
kunna neonlita markvarðabún-
ingi en skipti um búning á fyrstu
mínútu síðari hálfleiks og fór í
sóknina. Staðan var þá 1-1 en
leiknum lauk með sigri Chile 2-1
og skoraði markamaskínan frá
Real Madrid, Ivan Zamorano. sig-
urmarkið úr vítaspyrnu. Hugo
Sanchez, sem ekki var í liði Mexí-
kó, var þungorður í garð þjálfar-
ans Mejia og sagðist ekki geta
ímyndað sér hvernig sóknar-
manninum liði sem var skipt út
af fyrir Campos.
Campos hóf feril sinn sem
sóknarleikmaður en færði sig
síðar í markið. Hann hefur hins
vegar af og til spreytt sig í fram-
línunni, bæði með landsliðinu og
félagsliði sínu, og í fyrra skoraði
hann 13 mörk í deildarkeppninni
í Mexíkó. ■
Diego Armando Maradona, eitt sinn besti knattspyrnumaður
heims, er hundeltur af fjölmiðlum í heimalandi sínu þessa
dagana og á yfir höfði sér málsókn frá fyrrverandi sálfræð-
ingi sínum.
flltt verðjir Mara-
dana að ogæfa
• Líf Maradona, sem eitt sinn var besti knattspyrnu-
maður heims, er ekki beinlínis dans á rósum þessa
dagana. Fyrrverandi þjóðardýrlingur Argentínu getur
nú hvergi um frjálst höfuð strokið í heimalandi sínu
fyrir ágangi fjölmiðla. Og nýjustu fréttir herma að sál-
fræðingurinn hans ætli í mál við hann.
Það var fyrir rúmlega
viku sem Maradona lét sig
skyndilega hverfa frá heim-
ili sínu. Fjölmiðlar í Argent-
ínu veltu upp fjölmörgum
ástæðum fyrir hvarfi hans,
allt frá rifrildi við eiginkon-
una Ciaudiu til vistunar á
meðferðarstofnun fyrir
fíkniefnanotendur.
Eftir fjögurra daga
dauðaleit fjölmiðla fannst
Maradona síðastliðinn
fimmtudag á hóteli í Buen-
os Aires en þaðan flúði
hann umsátur fréttamanna
skömmu fyrir dagrenningu
á föstudagsmorgun. Mál
Maradona hefur vakið
mikla athygli í Argentínu
og hefur Carlos Menem, for-
seti Iandsins, meðal ann-
ars látið málið til sín taka
og lofað að útvega honum
hjálp.
Á laugardagkvöld birtist
síðan sjónvarpsviðtal við
Maradona tekið á heimili
hans, þar sem hann
útskýrði að hann hefði
farið að heiman í kjölfar
deilna við konu sína.
Maradona sagði að allt
væri fallið í ljúfa löð á
nýjan leik en fordæmt
fjölmiðla harðlega fyrir
framgöngu þeirra í málinu.
Hann sagðist þó hafa
lært sína lexíu og hyggðist
heimsækja skóla og flytja
fyrirlestra um hvernig fólk
eigi að takast á við
vandamál sín.
Maradona hefur orðið
ýmislegt til ógæfu undan-
farin misseri. Hann er enn-
þá að afplána 15 mánaða
keppnisbann, sem hann
fékk eftir að upp komst um
ólöglega lyfjaneyslu hans í
heimsmeistarakeppninni í
Bandaríkjunum síðasta
sumar, og bíður nú dóms
fyrir að særa tvo frétta-
menn með loftrifli fyrir ut-
an heimili sitt í febrúar í
fyrra.
í síðustu viku þyngdist
ógæfa Maradona enn þeg-
ar fyrrverandi sálfræðing-
ur hans lýsti því yfir að
hann hyggðist fara í mál
við goðið vegna vangold-
inna reikninga.
„Ég ætla að hefja mála-
ferli gegn honum og það
má segja að þau séu loka-
skrefið í meðferð hans, því
Diego gerir sér ekki grein
fyrir hvað aðrir gera fyrir
hann,“ sagði sálfræðingur-
inn Ruben Navedo við arg-
entíska blaðið Clarin.
Navedo, sem hafði haft
Maradona til meðferðar frá
1991 þegar samskiptum
þeirra lauk fyrir nokkrum
mánuðum, sagði að hann
hefði þá kenningu um
hegðun knattspyrnuhetj-
unnar að „maðurinn Di-
ego“ væri að reyna að tor-
tíma „helgimyndinni Mar-
adona“.
„Það lítur út fyrir að Di-
ego sé að reyna að snið-
ganga Maradona. Mann-
eskjan vill tortíma persón-
unni, goðinu. Þetta er
ómeðvitað fyrirbæri,"
sagði sálfræðingurinn.
Navedo gaf ekki upp
hversu háa fjárhæð hann
færi fram á frá Maradona
en sagði að um verulega
upphæð væri að ræða.
Þrátt fyrir fyrirhuguð mála-
ferli virðist Navedo ennþá
bera hlýhug til Maradona
því í viðtalinu við Clarin
sagði hann líka:
„Þegar maður kynnist
Maradona fer maður fljót-
lega að elska hann.“ ■