Helgarpósturinn - 08.06.1995, Síða 4
Hhl'.t-IB
AMAL RÚN QASE
Þegar kemur að
ástinni eru íslending-
ar öðruvísi en aðrar
þjóðir sem ég hef
kynnst. íslenskum
karlmönnum finnst
oft erfitt að tjá tilfinn-
ingar sínar nema
undir áhrifum áfeng-
is. Hvort þetta hefur
að gera með uppeldi,
feimni eða hræðslu
við höfnun er ekki
gott að segja. Mér
virðist eins og þeim
finnist það niðurlægj-
andi að konur hafni
þeim. íslenskar kon-
ur kvarta óspart und-
an því hvað íslenskir
karlmenn eru óróm-
antískir, tilfinninga-
lausir og jafnvei
ruddalegir. En
gleyma um leið að
það eru þær sem ala
þessa menn upp.
Vilji konur hafa karl-
menn opnari tilfinn-
ingalega ættu þær að
ala þá þannig upp að
það sé ekki til minnk-
unar að láta í ljós til-
finningar sínar og að
það beri ekki vott um
Íitla karlmennsku.
dálkurinn er skrifað-
UR AF FÓLKI SEM A RÆTUR
SlNAR AÐ REKJA ERLENDIS
EN ER BÚSETT A ÍSLANDI.
IS
aö
Póstinum
og ferð til
Parísar
Strætisvagnabílstjóri hjá SVR sagt upp eftir 25 ára óaðfinnanlegan starfsferil
Þann 30. maí síðastliðinn kall-
aði Lilja Ólafsdóttir, forstjóri
Strætisvagna Reykjavíkur, Sig-
urð Árnason vagnstjóra á sinn
fund og sagði honum upp störf-
um. Sigurður á að baki 25 ára
óaðfinnanlegan starfsferil hjá
SVR en ástæðu uppsagnarinnar
sagði Lilja vera þá að Sigurður
hefur samhliða starfi sínu hjá
SVR verið í annarri vinnu. Lilja
tók það fram við Sigurð að vel
væri af honum látið og hann
væri talinn mjög góður starfs-
kraftur.
Eins og gefur að skilja finnst
Sigurði þetta kaldar kveðjur frá
SVR eftir langt starf hjá fyrirtæk-
inu.
„Þann 9. júlí næstkomandi
verða 25 ár liðin frá því ég hóf
störf hjá SVR. Á þeim tíma var
erfitt að fá menn til þess að
keyra strætó því flestir meira-
prófsbílstjórar voru að vinna við
virkjanir eða aðrar stórfram-
kvæmdir á landinu, sem miklu
meira var að hafa upp úr. Þannig
að manni finnst þetta frekar
skrítið."
Heimildamaður PÓSTSINS úr
röðum vagnstjóra SVR sagði í
samtali við blaðið að starfs-
menn fyrirtækisins væru orð-
lausir af undrun yfir þessari
framkomu í garð Sigurðar, sem
er einn af elstu starfsmönnum
fyrirtækisins.
„Ég veit að þegar Sigurður var
boðaður á fund forstjórans
héidu menn að það ætti að fara
að heiðra hann fyrir vel unnin
störf, með gullúri eða einhverju
í þá veru, en það bjóst enginn
við því að hann fengi uppsagnar-
bréf,“ segir þessi vagnstjóri sem
vill ekki láta nafns síns getið.
Aðspurður segir Sigurður það
vissulega rétt að hann hafi ekki
búist við uppsagnarbréfinu.
„Maður hefði nú verið sáttari
ef það hefði verið gullúr.“
Sú stefna SVR að starfsmenn
fyrirtækisins megi ekki gegna
öðrum störfum virðist vera ný af
nálinni því Sigurður hefur sam-
hliða starfi sínu þar starfað hjá
Skólaskrifstofu Reykjavíkur í
rúmlega 20 ár athugasemda-
laust þar til nú. Þess má geta að
Lilja Ólafsdóttir er þriðji for-
stjórinn sem stýrir SVR í tíð Sig-
urðar hjá fyrirtækinu.
Sigurður segist ekki vera bú-
inn að ákveða hvernig hann
bregst við uppsögninni þar sem
hún sé svo nýtilkomin, en hann
segir að starfsmissirinn muni
hafa mikil áhrif á afkomu sína.
„Manni þótti orðið mjög vænt
um þetta starf. Ég hafði byggt
mitt lífsmunstur upp á þennan
veg svo það mun hafa mikil áhrif
á líf mitt þegar ég hætti
þarna.“»
„Það var hringt í mig og
mér var boðin ókeypis áskrift
í mánuð,“ segir Eiríkur Nielsen,
bakari og nýbakaður vinn-
ingshafi maímánaðar í áskrift-
argetraun PÓSTSINS. Allir
áskrifendur blaðsins eru með
í potti sem dregið er úr mán-
aðarlega en í pottinum eru
svör við laufléttri spurningu
sem er að finna á blaðsíðu 12 í
blaðinu. Áskrifendur eiga
einnig kost á að vinna stór-
glæsilegan bíl sem dreginn
verður út í júlí.
Eiríkur vann sér inn ferð
fyrir tvo til Parísar með
Heimsferðum og hyggst
dvelja þar í sumarfríinu sínu.
Hann er danskur að uppruna
en hefur búið á íslandi í 35 ár.
„Áður en ég fékk áskriftar-
tilboðið keypti ég PÓSTINN í
lausasölu en nú er ég ákveð-
inn í að halda áskriftinni
áfram. Ég hef aldrei farið til
Parísar áður en alltaf langað
til að koma þangað.“
Þetta er í fyrsta skipti sem
Eiríkur vinnur í happdrætti
en áður hefur hann fengið
smávinninga í getraunum og
lottóinu.
Andri Ingólfsson, forstjóri
Heimsferða, sem afhenti Ei-
ríki farseðlana, segir Parísar-
ferðir fyrirtækisins njóta æ
meiri vinsælda enda komist
fáar borgir í hálfkvisti við
hana varðandi menningu og
mannlíf. ■
Heppinn áskrifandi Póstsins, Eiríkur Nielsen, tekur við
farseðlum fyrir tvo til Parísar úr hendi Andra Ingólfsson-
ar, forstjóra Heimsferða.
Neyðarþjónustan 112 í gagnið um áramótin
Vari
i eitft
„Já það er alveg rétt. Við höf-
um setið á tíðum fundum til þess
að undirbúa þetta hlutafélag. Það
er alveg ljóst að við munum
verða í umtalsverðu samstarfi út
af þessari stjórnstöð sem mun
svara í neyðarsíma," segir Viðar
Ágústsson, framkvæmdastjóri og
eigandi öryggisþjónustunnar
Vara.
Viðar staðfesti að Vari og Secu-
ritas hefðu verið á stífum fundar-
höldum upp á síðkastið og verið
væri að vinna að samtengingu á
þeirra kerfum og þjálfun starfs-
manna til að taka við sameigin-
legum verkefnum. Hann neitaði
þó alfarið að Securitas væri að
kaupa vaktþjónustu Vara og
sagði að engar slíkar viðræður
hefðu farið fram. Viðar keypti
reyndar nýverið Vara af bróður
sínum, Baldri Ágústssyni.
Ástæðan fyrir samvinnu þess-
ara tveggja fornu fjenda á mark-
aðinum eru lög sem samþykkt
voru í vor um samræmda neyð-
arsímsvörun. Lögin gera ráð fyrir
að komið verði upp samræmdri
neyðarsímsvörun fyrir allt landið
til að sinna viðtöku allra neyðar-
tilkynninga í einu símanúmeri,
112, sem gildir fyrir allt landið.
Lengi hafi staðið til að koma á
slíku neyðarsímanúmeri, og með
EES- saningunum skuldbatt ís-
lenka ríkið sig til að taka upp
sameiginlegt evrópskt neyðar-
númer fyrir árslok 1995. Kostn-
aður verður greiddur að hálfu af
ríkissjóði og að hálfu af sveitafé-
lögum. í fylgiskjali með lagafrum-
varpinu er gert ráð fyrir að stofn-
kostnaður verði 50 milljónir og
árlegur rekstrarkostnaður verði
50 milljónir.
„Félögin sem standa að þessari
samvinnu eru Vari, Securitas,
Slökkviliðið í Reykjavík og Slysa-
varnafélag íslands. Við sendum
sameiginlegt tilboð í útboði í vet-
ur til þess að taka að okkur þetta
verkefni og nú eru samningar í
burðarliðnum við dómsmála-
ráðuneytið,“ segir Viðar. Hann
segir að reiknað sé með að þessi
fjögur stofnfélög komi með sína
starfsemi inn í þessa sameigin-
legu stjórnstöð og samnýti þann-
ig neyðarsímsvörun. -pj
Jóhann Óli Guðmundsson.
Securitas, Vari, Slökkvistöð-
in og Slysavarnafélagið sjá
um neyðarsímsvörun í síma
112 sem tekur gildi um ára-
mótin í kjölfar EES.