Helgarpósturinn - 08.06.1995, Side 11
FIMMTuDAGuR
■LT.í 1
Jósteinn Krist-
jánsson. „Hauga
helvítis blaður,"
segir hann um
fullyrðingar
kokkanna
tveggja um
ástandið á hót-
elinu og aðra
atburði því
tengdu.
„Hótelið var
vaktað undir
lokin, bæði af
eigendunum og
fulltrúum fyrir-
tækjanna sem
seldu þeim
græjurnar. Þegar
búið varað veð-
setja fyrstu tvær
loftkælingarnar
komu menn frá
söluaðilunum
og fjarlægðu
það sem eftir
var. Gestirnir
sátu eftirsjón-
varpslausir í
svitakófi."
Annar Islendingur, sem var
þarna í íhlaupavinnu og átti að fá
5000 BHT (um það bil 12.500
krónur) á mánuði fékk heldur
ekkert greitt."
Jósteinn vísar þessum ásökun-
um einnig eindregið á bug.
„Þetta er svo mikið bull að ég á
ekki orð til yfir það. Það var allt
gert upp, hver einasta króna.“
Að sögn kokkanna var fjár-
hagsstaða hóteisins mjög slæm
þann tíma sem þó tókst að halda
því opnu. „Það kom ósjaldan fyr-
ir að það var ekki einu sinni kló-
settpappír á herbergjunum. Við
vorum að fara út í búð einu
sinni, tvisvar á dag að kaupa
þetta eitt epli, hálfa gúrku, þrjá
tómata, hundrað grömm af kjöti
og svo framvegis. Svona var
þetta rekið. Það kom fyrir að
þeir fengu lánaða peninga frá
gestunum til að halda þessu
gangandi. Þetta voru yfirleitt
fastagestir frá L.A. Café heima.
Það var enginn peningur til að
gera neitt og stundum var varla
til morgunmatur handa gestun-
um.“
„Það var eflaust hægt að setja
út á eitthvað, en það var haldið
þannig á spöðunum að það
þurfti enginn að vera óhress,“
segir Jósteinn. „Það er alveg rétt
að fjárhagurinn var ekki alltaf
sem bestur, en það fengu allir
mjög vandaðan og góðan morg-
unmat sem þarna voru. Það kom
upp óánægja með hótelið, það er
ekkert launungarmál, en sú
óánægja stafaði fyrst og fremst
af því að þar var stolið peningum
frá fólki.“
PENINGASKÁPUR
RÆIVIDUR
„Það var allt saman borgað af
okkur á staðnum," segir Jósteinn
um hina stolnu fjármuni gest-
anna. „þetta var nokkuð sem við
réðum ekki við og það kom í ljós
að það voru tælenskir starfs-
menn sem gerðu þetta. En þetta
er þekkt vandamál úti um allan
heim og ekkert bundið við þetta
hótel umfram önnur."
Það kom hins vegar einnig fyr-
ir oftar en einu sinni að pening-
um væri stolið, þrátt fyrir að þeir
væru geymdir í öryggisskáp hót-
elsins, sem aðeins tveir menn
áttu að hafa aðgang að, þeir
Kristján og Ingvi Már Guömunds-
son, sem gegndi starfi veitinga-
stjóra. „Eftir að Ingvi fór hafði
konan hans, sem varð eftir í Tæ-
landi þegar hann neyddist til að
yfirgefa landið, líka lykil að
skápnum," segir annar kokk-
anna. „Ég ætla ekkert að fullyrða
að þau hafi stolið þessu, en þetta
voru einu lyklarnir sem voru í
gangi."
„Jú, jú, þau voru þau einu sem
höfðu lykil, það er alveg rétt,“
staðfesti Jósteinn. „En þetta var
víst ekki merkilegri skápur en
svo að það gat greinilega hver
sem er opnað hann. En þetta var
allt saman borgað og þetta voru
ekki háar upphæðir.“
KRISTJÁIU í FAIUGELSI
Einu sinni var þó stolið 1000
dollurum frá tælenskri konu sem
dvaldi á hótelinu ásamt íslensk-
um eiginmanni sínum. „Það voru
auðvitað ekki til neinir peningar
til að endurgreiða henni þetta,"
segir kokkurinn, sem reyndar
heldur því fram að aðrir þeir
sem stolið var frá hafi ekki feng-
ið endurgreitt á staðnum og
stundinni, eins og Jósteinn held-
ur fram, heldur seint og um síðir
og jafnvel ekki fyrr en heim var
komið.
„Hún þekkir hins vegar að
sjálfsögðu vel til í Tælandi og
veit hvernig hlutirnir ganga fyrir
sig. Hún kallaði á lögguna og
Kristjáni var stungið inn í tvo
tíma, þangað til hann gaf leyfi til
að veðsetja tvær loftkælingar til
að geta borgað henni. Það var í
framhaldi af því sem restin af
loftkælingunum var fjarlægð og
sjónvörpin líka.“
„Þetta eru fréttir fyrir mig og
sjálfsagt Kristján líka. Það er rétt
að það hurfu 1000 dollarar úr
skápnum á óskiljanlegan hátt, en
konan fékk þá til baka án vand-
ræða. Og ég endurtek bara það
sem ég sagði áðan, við létum
ekki veðsetja nokkurn skapaðan
hlut. Við keyptum þessi tæki,
borguðum þau og seldum svo
aftur það sem við gátum þegar
ég hætti rekstrinum og það er
ekkert óeðlilegt við það.“
VEfTIIUGASTJÓRAJVUM
BJARGAÐ UR LAIMDI
Að sögn kokkanna var Ingva
Má bjargað snarlega úr landi
nokkrum vikum áður en hótel-
Vilhjálmur Ástráðsson. Fór
til að reyna að bjarga því
sem bjargað varð, en var
lokaður úti passaíaus og
allslaus ásamt þremur öðr-
um þegar hótelinu var lok-
að að sögn kokkanna
tveggja, sem yfirgáfu svæð-
ið kvöldið áður.
inu var lokað, þar sem hann átti
fangelsisvist yfir höfði sér að
öðrum kosti.
„I Tælandi er hægt að stinga
mönnum inn ef þeir gefa út inni-
stæðulausar ávísanir upp á
meira en 50.000 BHT [125.000
krónurj. Og þeir verða að dúsa
inni þangað til gert hefur verið
upp. Ingvi var búinn að gefa út
gúmmítékka á vegum fyrirtækis-
ins uppá 75.000 BHT og það var
vitað að honum yrði stungið inn
daginn eftir þannig að honum
var komið úr landi hið snar-
asta.“
Jósteinn segir þessar fullyrð-
ingar kokkanna helbera lygi og
þvætting. „Þetta er eins og hvert
annað bull. Ingvi var ekki að
flýja eitt eða neitt, hann var ein-
faldlega að koma heim af því við
vorum hættir. Sonur minn varð
eftir til að ganga frá okkar mál-
um þarna úti og hann gerði það
með stakri prýði. Og ég vissi
ekki um nein leiðindi í kringum
þennan rekstur fyrr en núna.“
Eftir stendur þó að Ingvi hvarf
aftur til íslands nokkru áður en
hótelinu var endanlega lokað.
FERÐABÆR FAERDI
FERÐAMEIUIU
Jósteinn leitaði samstarfs við
ferðaskrifstofuna Ferðabæ hér á
segja kokkarnir
tveir sem unnu
fyrir Jóstein í Tæ-
landi. „Hauga hel-
vítis blaöur," segir
Jósteinn og er
stoltur af tilraun
sinni til að reka
hótel fyrir íslend-
inga í Asíu.
landi, og fyrsti hópurinn sem
keypti gistingu á L.A Café í gegn-
um Ferðabæ fór til Tælands um
jóiin. Það slitnaði þó fljótlega
upp úr samstarfinu því kvörtun-
um rigndi yfir ferðaskrifstofuna.
Þá var gripið til þess ráðs að
flytja þá sem það vildu yfir á
annað hótel, og rúmlega helm-
ingur hópsins nýtti sér þann
möguleika.
Jósteinn mun hafa lofað end-
urbótum á aðstöðunni og því
var haldið áfram að bóka þá ís-
lendinga inn á hótelið sem slíkt
vildu út janúar. Endurbæturnar
létu hins vegar á sér standa og
kvartanirnar héldu áfram að
berast. í byrjun febrúar var þol-
inmæði Ferðabæjarmanna á
þrotum og þeir hættu alfarið að
selja gistingu á L.A. Café.
Eitt af því sem fór fyrir brjóst-
ið á ferðalöngunum var síma-
leysið í herbergjunum, auk þess
sem áður er upp talið.
„Eins og ég sagði, þá kom upp
óánægja með hótelið, ég dreg
enga dul á það,“ segir Jósteinn
um þetta. „Hins vegar skiptust
menn alveg í tvo hópa, menn
voru ýmist bara nokkuð ánægð-
ir eða óánægðir. Það er bara
eins og gengur og gerist með ís-
lendinga, sérstaklega erlendis,
það er mjög erfitt að þjóna
þeim. Við vorum aldrei með
neitt lúxushótel og gáfum það
aldrei í skyn. Auðvitað voru eng-
ir símar á herbergjunum, ég veit
ekki hvað fólk hefur haldið að
það væri að kaupa. Veistu hvað
gistingin kostaði hjá okkur?“
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins kostaði gisting á fullu verði
650 BHT (um það bil 1.600 krón-
ur), en fyrir það verð má fá gist-
ingu á ágætis hóteli á Tælandi
sem býður upp á töluvert meiri
þjónustu og þægindi en L.A. Ca-
fé gerði, jafnvel þegar rekstur-
inn gekk hvað skást.
JÓSTEIIUIU STOLTUR
„Þetta var fyrst og fremst leik-
araskapur þegar ég ákvað að
fara út í þetta," segir Jósteinn
um ástæðuna fyrir því að hann
hóf hótelreksturinn á Tælandi.
„Ég tók enga fjárhagslega
áhættu, enda leigði ég húsnæð-
ið. Síðan kom einfaldlega í ljós
að það er afskaplega erfitt að
fjarstýra þessu héðan frá ís-
landi. Við kláruðum önnina eins
og við ætluðum en framlengdum
síðan ekki samninginn. Það er
allt og sumt. Það var enginn
óheiðarleiki í gangi í sambandi
við þennan rekstur og ég tel mig
ekki þurfa að skammast mín fyr-
ir neitt."
Hótelinu var hins vegar lokað
í febrúar, hvort sem það var að
frumkvæði Jósteins eða leigu-
sala hans, en þá er aðal ferða-
mannatíminn í Tælandi langt í
frá liðinn.
Allt það sem kokkarnir tveir
og aðrir heimildarmenn PÓSTS-
INS hafa haldið fram hér að ofan,
segir Jósteinn vera lýsandi
dæmi um lífseiglu og áhrifa Gróu
á Leiti.
„Ég held að það sé hvergi í
heiminum meiri söguburður í
gangi en hér á íslandi. Það sem
við gerðum var einfaldlega að
opna L.A. Café úti í Tælandi af
því okkur langaði til að prófa
það og við sjáum ekki eftir
neinu. Eg tapaði akkúrat engu á
þessu og aðrir ekki heldur, hvað
sem hver segir. Þetta var að
mörgu leyti skemmtilegt tímabil
en því miður treysti ég mér ekki
til að halda þessu áfram, fjar-
lægðarinnar vegna. En ég reyndi
þetta og er bara nokkuð stoltur
af þeirri tilraun.B
„Það erbara
eins og gengur
og gerist með
íslendinga, sér-
staklega erlend-
is, það er mjög
erfitt að þjóna
þeim. Við vorum
aldrei með neitt
lúxushótel og
gáfum það aldr-
ei í skyn. Auðvit-
að voru engir
símará her-
bergjunum, ég
veit ekki hvað
fólk hefur haldið
að það væri að
kaupa. Veistu
hvað gistingin
kostaði hjá okk-
ur?"