Helgarpósturinn - 08.06.1995, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 08.06.1995, Qupperneq 13
FlmMTaDAGtlR STÍIclNI” 995 IILMAR SlGURÐSSON, grafísk- ur hönnuður og formaður félags íslenskra teiknara, er nú á leið til Ítalíu þar sem hann ætlar að „meika það“. Ferð- inni er heitið til Mílanó sem á þessu sviði er höfuðborg, ásamt New York og London. Hilmar hefur átt fimmtungshlut í auglýsinga- og hönnunarstof- unni Grafít, ásamt Finni Malmquist, Önnu Sigríði Guðmundsdóttur, Önnu Svövu SVERRISDÓTTUR Og HÖLLU HelgadÓTTUR en ætlar nú að selja þann hlut. Hilmar er í viðræðum við þau fjögur um kaup á sínum hlut en samkvæmt heimildum blaðsins ber enn talsvert í milli hvað verð varðar. Ferðin kom upphaflega tii af því að hans heittelskaða, Hrafnhildur Stef- ÁNSDÓTTIR, er að fara í fjögurra ára nám í sviðsmyndahönnun í Mílanó. Hilmar fór út og hefur þegar verið boðin vinna hjá nokkrum af stóru nöfnunum... Odrengileg framkoma KR- inga í leiknum við Fram á mánudag virðist ætla að draga nokkurn dilk á eftir sér. Málavextir voru þeir að Framarar höfðu spyrnt boltanum af leik- velli svo hægt væri að huga að meiðslum KR- ingsins Heimis Porcha, sem lá á vellinum. Á meðan læknir KR-liðsins stumraði yfir Heimi tóku félagar hans, þeir Þormóður Egilsson og Mihajlo Bibercic, sér stöðu við hliðarlín- una og ræddu saman. Þegar dómarinn flautaði til leiks á ný bjuggust Framarar við því að Þormóður myndi kasta boitanum til þeirra eins og hefur hingað til verið óskrifuð heiðursmanna- regla. En hann kastaði á Bibercic sem var fljótur að koma boltan- um fyrir markið þar sem KR-ing- ur kom aðvífandi og skoraði. Samkvæmt heimildum PÓSTSINS hafa forráðamenn fyrstudeildar- liða rætt hvernig bregðast eigi við. Niðurstaðan varð sú að spila bara áfram þótt einhver KR-ingur liggi meiddur... X r J GEVALIA tAFFI 500,0 KÓLÓMBÍUKAFFI Afburða Ijúffengt hreint Kólonibíukaffi með kröftugu og frískandi bragði. Kaffið er meðalbrennt sem laðar fram hin fínu blæbrigði í bragði þess. Kólombíukaffi var áður í hvítum umbúðum. ml:ðalbrennt Einstök blanda sex ólíkra kaffitegunda. Milt Santos kaffi frá Brasilíu er megin uppistaðan. Kólombíukaffi gefur ilminn og frísklegt, kröftugt bragð. Blandan er loks fullkomnuð með kostakaffi frá Mið-Ameríku og kjarnmiklu Kenýakaffi. 'II lUl.llltK^NT gevalia lx A i’ r I 5 0 o G ÉÉlilílL ■ ■ ■ E-BRYGG sérblanda Kaffi sem lagað er í sjálfvirkum kaffikönnum þarl’ að búa yfir sérstökum eiginleikum til að útkoman verði eins og best verður á kosið. Gevalia E-brygg er blandað með sjálfvirkar kaffikönnur í liuga. Aðeins grófara, bragðnúkið og ilmandi. MAXWELL HOUSE Fádæma gott kaffi frá eyjunni Java í Indónesíu. Bragðið er mjúkt, hefur mikla fyllingu og sérstaklega góðan eftirkeim sem einkennir Old Java. Kaffi sem ber af. HOÍB GEVALIA -Það er kaffið! oidjava Mc/íartronot Kaffe •« B*tta Kvalitet 1/2 kilo ' ÓDÝRASTI HAPPDRÆTTISMIÐINN Á LANDINU 13 EI heppnin er með þér vinnur þú flug til Parísar fyrir tvo með Heimsferðum í sumar Spurningin í dag er: í hvaða hverfi Parísar er Sorbonne-háskóli? r 11 Nafnið þitt: _ ÍBHeimilisfang: ISPóstnúmer: _ |m[ðann.ut gg sendið Ojíkur_____________________^ Símanúmer: | Setjið í umslag og skrifið utan á: Feröahappdrætti I Helgarpósturinn Rétt svar: Vesturgötu 2-101 Reykjavík téttur leikor I júnímánuði birtast spurning- ar um París í IViánudags- og Helgarpóstinum. Með því að svara einni spurningu fer nafn- ið þitt í pott sem dregið verður úr í byrjun júlí. Með því að svara öllum níu spurningunum átt þú nífaldan möguleika á að fijúgatil Parísar í sumar. HEIMSFERÐIR S ölmiðlar ALÞINGI POPPAÐ UPP Þær eru hálf tilbreytinga- lausar útsendingarnar frá Alþingi í Ríkissjónvarpinu. Ekki mikið í þær lagt. Vél- in er frosin á ræðumanni sem horfir niður yfir sal- inn en aldrei upp í vélina. Að horfa á þetta er svip- að og að vera á gægjum. Maður er ekkert sérlega velkominn. En þetta er alls ekki svo galið sjónvarpsefni samt. Og með því að flíkka að- eins upp á þessar útsend- ingar mætti jafnvel hafa þær þannig úr garði gerð- ar að þær myndu létta veiku fólki og lasburða stundirnar á meðan það er að ná heilsu á ný. Það mætti til dæmis nota tölvurnar sem íþrótta- deildin hafði þegar hún sýndi frá heimsmeistara- keppninni í handbolta. Með þeim gæti útsend- ingarstjórinn sýnt manni hversu lengi hver ræðu- maðurværi búinn að tala, hvað hann hefði set- ið lengi á þingi, hvað hann væri hárog þungur, hve mörg atkvæði væru á bak við hann, hversu oft hann hefði tekið til máls é yfirstandandi þingi og svo framvegis. Einnig mætti með skýringa- myndum sýna hvernig rík- isstjornin kemur sínum málum í gegnum þingið, hvernig hún fær einn til að skipta um skoðun með loforði um bitiing eða stuðning í einhverju kjör- dæmamálinu og hótar öðrum. En það sem helst myndi gera þessar útsendingar skemmtilegar og gagn- legar væri ef neðst í horn- inu vinstra megin væri rammi sem sýndi hvað það sem ræðumaður leggur til myndi kosta skattborgara ef það kæmist til framkvæmda. Þe.ssi gluggi gæti verið svipaður og sá sem sýnir hversu hár gulipotturinn í Gullnámu happdrættis Háskólans er hverju sinni. Og það er ekki svo galið að halda einhverjum myndrænum skyldleika þarna á milli. Þingfundir eru nefnilega eins og óhappdrætti skattborgar- anna. Stundum sleppa þeir með skrekkinn ef þau mál sem þingmenn mæla fyrir ná ekki fram að ganga. En stundum sitja þeir í súpunni og þá ervanalega ekki um neina smá óvinninga að ræða. GUNNAR SMÁRI EGILSSON

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.