Helgarpósturinn - 08.06.1995, Síða 25
geraa
Gisu Rúriar Jónsson, hrútur.
„Það sem ég óttast mest í lífi og starfi, þó aðallega starfi, er endurtekning. Hverslags endurtekning er
eitur í mínum beinum og ég er svo hræddur við hana að það jaðrar við fælni. Þannig að það má eiginlega segja
að ég vilji ekki gera neitt aftur sem ég hef gert áður.“
Kjartan Gudjónsson, naut.
„Ég fer aldrei í tjaldferðalag til Parísar. Ég og félagar mínir gerðum það fyrir stuttu og það var nóg. Við skruppum niður í
bæ eftir að hafa tjaldað og komið okkur fyrir. Þegar við snerum aftur fundum við ekki tjaldstæðið, við leituðum og leituð-
um, spurðum fólk en sáum aldrei tjaldstæðið, tjaldið eða eigur okkar aftur.
HELGI PÉTURSSON, TVÍBURl.
„Taka þátt í svoköiluðum prófkjörum innan fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík. Ég hef tekið þátt
í einu slíku og orðið vitni að öðru og líkaði ekki það sem ég sá.“
Helgi Björnsson, krabbi.
„Að vera nakinn á Snæfellsnesi í marsmánuði og reyna að húkka mér far í bæinn. Það hef ég reynt einu
sinni og finnst það ýfrið nóg.“
Rósa Ingólfsdóttir, ljón.
„Ég mun aldrei aftur nota rauða gíróseðla; rauður kostar 50 krónur en grænn ekki neitt,
samt gera báðir sama gagn.“
Magnús Jónsson, meyja.
„Ég fæ mér aldrei aftur húðflúr."
Kolhnna Baldvhusoóttir, vog.
„Ég ætla aldrei aftur að raka af mér hárið. Maður er berskjaldaður svona hárlaus; mér finnst þægilegra að geta
falið ákveðin svipbrigði með dökkum tælandi lokkum.“
JÓN L. Árnason, sporddreki.
Mér varð það á einu sinni, á Reykjavíkurskákmótinu á hlaupársdag 1980, að hlaupa illilega á mig og gefast upp í jafntefl-
isstöðu á móti Robert nokkrum Byrne. Síðan hef ég alltaf hugsað mig tvisvar um þegar mér finnst fokið í flest skjól.“
ÁGÚSTA JOHNSON, BOGMAÐUR.
„Ég ætla aldrei aftur að leggja af stað austur á land um miðja nótt án þess að athuga bensínmælinn. Ég gerði það
einu sinni og það endaði með því að ég var strandaglópur í niðamyrkri og grenjandi rigningu víðs fjarri öllum manna-
byggðum. Sem betur fer kom bíll eftir hálftíma og bjargaði okkur úr þessum hremmingum, en þetta var lengsti
og svartasti hálftími sem ég hef upplifað og ég vil ekki endurtaka hann.
HENNÝ HBtMANNSDÓTTIR,
„Ég hef búið í pappakössum í fimm ár og var að flytja í síðasta sinn.
Ég ætla aldrei að flytja aftur. Ég er alsæl.“
Frdrk Ólafsson, vatiusberj.
Að falla í sömu gildruna tvisvar í skákinni. Ég ætla aldrei að gera það, en það tekst bara ekki alltaf. Þau eru býsna
mörg skiptin, svo dæmi sé tekið, sem ég hef heitið sjálfum mér því að passa upp á klukkuna og lenda ekki í
tímahraki. En þegar út í leikinn er komið gleymir maður þessum fyrirheitum og áður en maður veit af er
maður við það að falla á tíma.“
Hannes Hólmstbnn Gissurarson, fiskur.
„Menn eiga víst aldrei að segja aldrei, svo að ég ætti ekki að svara þessari spurningu. En ég held að ég eigi
ekki eftir að kaupa mér bíi aftur. Þetta er ekki mælt af neinni andúð á bílum, því að ég er hlynntur þeim
sem slíkum. En ég bý nánast við hliðina á vinnustað mínum, Háskólanum, og hef gott af því að ganga
í vinnuna. Auk þess ienti ég í því leiða óhappi með mína bíla, að einhverjir sjálfboðaliðar rispuðu þá og
dælduðu hvað eftir annað. Ég átti tvo bíla, sem ég var mjög ánægður með, en þeir hlutu báðir
þessi örlög. Ég kalla útgjöldin, sem bíleigendur verða
fyrir af þessu, öfundarskattinn." ■
Skandinavía vekur áhuga Breta eftir 30 ára hlé
a skandinavíski
eina merkileqa
Flestir breskir lesendur kunna
ekki skil á því hvað er danskt,
norskt, sænskt, finnskt og hvað
þá íslenskt. Á þessu kann þó að
verða breyting áður en langt um
líður því samkvæmt tískusér-
fræðingum bresku útgáfunnar af
tímaritinu Vouge er allt það sem
flokkast undir að vera skandin-
avískt á leið inn úr kuldanum —
eftir 30 ára hlé. Það er einkum og
sér í lagi góð sala á bókunum
Veröld Soffíu og Lesið í snjóinn í
Bretlandi sem þykja til marks
um það að Bretar séu aftur farnir
að horfa norður á bóginn.
Á fjórða áratugnum litu Bretar
til Skandinavíu sem mekka vetr-
aríþróttanna, eða tímum Sonju
Henie og Gretu Garbo, 30 árum
síðar urðu Danir til þess að vekja
athygli Breta á Norðurlöndunum
með ódýrri húsgagnafram-
leiðslu. Og það sem vakti ekki
minni athygli voru skandinavísk-
ar au-pair stúlkur sem þá fóru í
stríðum straumum til Bretlands.
Þær þóttu „sérlega haftalausar á
kynlífssviðinu."
Nú, þrjátíu árum síðar, er það
ekki frjálslyndið
sem heillar Breta
heldur heim-
speki norrænna
rithöfunda. Þar
fyrir utan fer afar
gott orð af skand-
inavískum fyrir-
sætum sem þykja
dáfallegar, há-
fættar með mjall-
hvítar tennur og
ekki síst dugnað-
arforkar. Jafn-
framt sem þykir
þeim til hróss að
þær víla ekki fyr-
ir sér að fara í
lýtaaðgerðir ef
þess með þarf.
Skandivískir
tískuhönnuðir
eru einnig sagðir
afar frumlegir.
Norrænn húmor
þykir hins vegar
ekki upp á marga
fiska.
Einnig er haft á
orði í greininni að
Hin hálfsænska
Uma Turman og
tenniskappinn Stef-
an Edberg þykja,
auk bókarinnar,
Veröld Soffíu, eftir
norska rithöfundinn
Jostein Gaarder,
merki um það að
Skandinavía er aft-
ur að komast á
kortið.
Björk tjáir sig í breska Vouge þar
sem hún segir íslendinga ekki eiga
neina list; hvorki málara né dans-
ara.
vilji fólk alls ekki
komast I gott
skap ætti það að
bregða sér á
finnska kvik-
myndahátíð.
Allmargar nor-
rænar núlifandi
hetjur eru taldar
upp í þessu sam-
hengi, þar á
meðal tennisleik-
arinn Stefan Ed-
berg, Uma Turman
sem er dóttir
sænskrar fyrrum
toppfyrirsætu,
Helena Christan-
sen danskt súp-
ermódel, Vendela
sem einnig er
sænsk. Ekki
þykja Skandina-
var beisnir á
popptónlistar-
sviðinu ef frá er
tali sænska sveit-
in Abba. Sænska
sveitin Roxette
sem nýlega
terroriseraði kínversk stjórn-
völd þykir að mati Vouge hvorki
fugl né fiskur.
Eina sem talið er til fyrirmynd-
ar á tónlistarsviðinu í Skandinav-
íu er Björk Guðmundsdóttir (en
þess má geta að löngum hefur
verið gengið fram hjá íslending-
um í umfjöllunum sem þessari).
Fyrir utan það að vera heims-
fræg segja þeir Björk þjóðhetju á
íslandi, og það verði allir íslend-
ingar^em ná að skapa sér eitt-
hvert nafn í útlöndum.
í lok greinarinnar er þetta haft
eftir Björk: „Á íslandi eigum við
enga iist; hvorki málara né dans-
ara,“ segir hún, hvorki meira né
minna og bætir við; „Ef íslenskir
unglingar reiðast stofna þeir
ekki pönk-bönd heldur beita þeir
fyrir sig pennanum og skrifa
skáldskap.
Og þegar þeir verða drukknir
öskra þeir hverjir á aðra.“ Að
þessu leyti eru íslendingar ólíkir
öðrum Skandinövum, bætir
greinarhöfundur við, en að öðru
leyti eru þeir hefðbundir Skand-
inavar.B
■ lU J 'J
Hafrót ruggar duggunni
Kaffi Reykjavík í kvöld svo
tekur undir í Vesturbæn-
um.
In Bloom, Tin, Bar-
acuda, Lipstick Lovers,
Dead sea apple og fleiri
hljómsveitir verða með
risa-risa-risa rokktónleika í
tilefni af stofnun Rokk-
klúbbs (slands á Tveimur
vinum í kvöld.
sunnudagur
Guðni Franzson klarin-
ettuleikari er einn hinna
fjölmörgu sólóista á Sólon
Islandus.
SVEITABÖLL
Réttin, Úthlíð fyrsta
sveitaball sumarsins með
hljómsveitinni Hafrúnu. Frá
og með þessum laugardegi
getur sumarleyfisfólk í Út-
hlið skellt sér á eldfjörug
sveitaböll í Réttinni.
Sindrabær, Höfn
Hornafirði GCD leikur á
glimrandi sveitaballi.
Bæjarbarinn, Ólafsvik
GCD með sitt annað
sveitaball þessa helgina.
Hótel Lækur, Siglufirði
sjómannadagssveitaball
með GCD.
Ýdalir, Aðaldal fyrsti sól-
bruni SSSólar í sumar á
sveitaballamarkaðnum,
eða hinn árlegi júnídans-
leikur. Davíð Magnússon
Bubblefluga er sérstakur
gestagítarleikari með
hljómsveitinni í sumar.
Sjallinn, Isafirði Snigla-
bandið ætlar að hía á (s-
firðinga með nýjustu afurð
sinni, Gull á móti sól,
föstudags- og laugardags-
kvöld.
Félagsheimilið Bolung-
arvík Sniglabandið í góðu
skapi á sjómannadag.
Miðgarður, Varmahlíð
Sálin hans Jóns míns held-
ur áfram að grafa sína eig-
in gröf í vegavinnu sumars-
ins. Stefán Hilmars og
kompaní þar á föstudags-
kvöld að viðstöddum hópi
vísindafólks sem ætlar að
efna til efnafræðitilraunar í
leikhléi.
Festi, Grindavík Sálin
hans Jóns míns verður
komin aðeins nær mölinni
á laugardagskvöld. Þá er
bara að skella sér í Kefla-
víkurrútuna og bregða sér
á sveitaball.
Félagsheimilið, Nes-
kaupstað hljómsveitin
Stjórnin tekur völdin á sjó-
mannadaginn.
Inghóll, Selfossi hljóm-
sveitin Tweety á sérstöku
Bónusballi. Miðaverð 799.-
fyrir miðnætti en hækkar
svo í 1200. Frábær sveit á
frábæru verði.