Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 9
> > I Magnús Björgvin Sveinsson verður í gæsluvarðhaldi í 49 daga vegna meintra fjársvika Nýbergs. Þau munu nema tugmilljónum enda lifði Magnús kóngalífi áður en spilaborgin féll. Hann var á leið úr landi þegar hann var handtekinn en talið er að fjármunum hafi verið komið til Flórída Enn eru að bæt- ast við nöfn sem koma til með að taka þátt í uppfærslu Flugfé- lagsins Lofts á Rocky Horror Picture Show sem frumsýndur verður í Héðinshús- inu í lok júlí. Nýjasta nafnið sem pósturinn hefur fengið staðfest- ingu á að verði þar í stóru hlutverki er Davíð Þór Jónsson Górilluforingi og Radíusbróðir með meiru. Nú kunna margir að spyrja; hvað vill vita laglaus maður eins og Davíð upp á dekk í söng- leik; maður sem bæði þykir hafa sýnt það og sannað með lögum á borð við Planet Earth og Úti í Hamborg að söngur er ekki hans sterk- asta hlið. Málið er mun einfaldara en svo því Davíð Þór þarf ekkert að brýna söngröddina í sýn- ingunni heldur verð- ur hann þar í hlut- verki sögumanns. Þótt ekki verði söngnum fyrir að fara hjá Davíð verður hlutverk hans í Roc- ky Horror ansi krefj- andi enda kemur hann til með að prýða sviðið allan tímann. Eftir þvi sem næst verður komist verður sögumannin- um komið fyrir í hægindastól með vindil og viskiglas, þaðan sem hann mun krydda söguna með þeirri frásagnar- tækni sem honum er einum lagið... Bíldshöfði 12 þar sem Nýberg var til húsa. Lögreglan furðar sig á hve svikin ná víða og margir hafi látið plata sig. „Við urðum að stoppa mann- helvítið af og fá ráðrúm til að rannsaka þetta almennilega," sagði háttsettur maður innan RLR i samtali við póstinn. Hann er þar að vísa í það að gæslu- varðhald yfir Magnúsi Björgvin Sveinssyni var framlengt um 42 daga ofan á vikugæsluvarðhald sem áður hafði verið fengið. Magnús situr því í gæsluvarð- haldi í 49 daga eða til 4. ágúst. Vonast menn til þess að ranri- sókn málsins verði lokið fyrir þann tíma en dómur verður aldrei fallinn svo líklega verður Magnús settur i farbann í kjöl- far gæsluvarðhaldsins. Enn hafa fleiri ekki verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald þótt flestir telji Magnús peð í mál- inu. UFÐI EIIUS OG GREIFI Magnús Björgvin Sveinsson er skráður eigandi, stjórnarfor- maður og prókúruhafi Nýbergs hf. en rannsókn málsins bendir til þess að tugmilljóna fjársvik hafi verið gerð í nafni fyrirtækis- ins. Að langmestu leyti er hér um verðlausa pappíra og ávís- anir að ræða en aðrar leiðir voru notaðar. Magnús var með tvo snjósleða og jeppa sem hann notaði hverja einustu helgi og voru þeir reknir fyrir svokölluð fyrirtækjakort olíufé- laganna. Það var skráð á fyrir- tækið og í nafni þess var tekið út bensín á fjölda bíla og einnig vörur í verslununum. Það var einmitt Olíufélagið sem varð fyrst til þess að leggja fram stefnu vegna slíkrar skuldar upp á nærri hálfa milljón króna. Þeir sem til þekkja segja að Magnús hafi lifað eins og greifi síðustu mánuðina og virst hafa ótakmarkað fé á milli handanna. Hann er einungis 28 ára gamall en hann hefur ekki hlotið neinn dóm um ævina og nafn hans og fyrirtækisins Nýbergs voru í góðu lagi. Finnbogi Stefánsson er einnig skráður fyrir fyrirtækinu og er nafn hans einnig „hreint“. Hann hefur engan dóm á bakinu. Hins vegar er ákveðin óánægja með hliðarstarfsemi hans hjá Nýju sendibílastöðinni því þar keyrir hann sendibíl en viðskiptavin- irnir eru margir hverjir í hópi þeirra sem hafa farið illa út úr viðskiptum sínum við Nýberg. TUGMILUOIUIR FRA APGÆSLUJLAUSUM FORIUARLOMBUM pósturinn hafði verið með málið í skoðun um nokkurt skeið og birti frétt af hinum meintu svik- um þann 15. júní. í kjölfar þess bókstaflega rigndi kærum inn til RLR og daginn eftir að blaðið kom út var Magnús Björgvin kominn í gæsluvarðhald. Hjá RLR fengust þær upplýsingar að enn væru að berast kærur frá fyr- irtækjum sem væru að uppgötva að þau væru fórnarlömb við- skiptasvikanna. Það er i raun ótrúlegt hve víða Nýberg hefur getað komist í þessum meintu svikum og Hörður Jóhannesson hjá RLR segist furða sig á aðgæsluleysi seljenda. Upp- haflega voru skuldabréf gefin út í stórum stíl en skömmu áður en spilaborgin hrundi var keyrt á óhemju mikilli útgáfu ávísana. Eins og áður segir hefur Olíufé- lagið stefnt Nýbergi vegna van- goldins skuldabréfs upp á nærri hálfa milljón króna sem er til komin vegna gríðarlegra úttekta á svokallað fyrirtækjakort. Ný- berg virðist hafa tekið út hús- gögn í stórum stíi og bara í þeim geira hefur blaðið fengið staðfest að ógreiddar skuldir séu upp á vel á aðra milljón. Tveimur vik- um fyrir gæsluvarðhaldsúr- skurðinn keypti Magnús forláta Winchester-sófa af húsgagna- versluninni Öndvegi fyrir 350 þúsund. Hann fékk 5 prósenta staðgreiðsluafslátt þar sem hann borgaði með tveimur ávísunum sem hann skrifaði undir sjálfur en fengust aldrei greiddar. Þá keypti hann alls kyns tæki og lag- era sem aldrei hafa fengist greidd. Þannig keypti hann á síð- ustu dögunum heimilistækjalag- er fyrir 400 þúsund af heildversl- uninni Veitir með ávísun sem aldrei fékkst greidd og nú finnst lagerinn hvergi. Dæmi af þessum toga eru óþrjótandi en flestir við- mælendur vildu alls ekki láta blanda fyrirtækjum sínum í mál- ið þótt þeir viðurkenndu að hafa tapað hundruðum þúsunda á viðskiptunum. Lögreglan hefur leitað góssins en talið er að langflestu hafi þeg- ar verið komið í verð. Ekki er blaðinu kunnugt um hvort leitað hefur verið í iðnaðarhúsnæði í Kópavoginum þar sem Magnús og Finnbogi hafa haft aðstöðu. segir RLR, sem furðar sig á aðgæsluleysi fórnarlambanna. festi úrskurðinn og þá aðeins til einnar viku. Síðar var það fram- lengt um 42 daga. Rannsókn lögreglunnar beinist ekki síst til Bandaríkjanna en umsvif Sigurðar Ólasonar og fé- laga hans hafa verið skoðuð sér- staklega. Talið er að umtalsverð- ir fjármunir séu þar og hafa við- skipti við ákveðna bankastofnun þar verið skoðuð sérstaklega. Auk þess er fuilyrt að þeir ráði yfir fasteign með nokkrum íbúð- um í Flórída og leið Magnúsar Björgvins hafi einmitt legið þangað þegar hann var handtekinn. Sömu að- ilar fullyrða að Magnús hafi allan tímann vitað að spilaborgin myndi hrynja en þegar það gerð- ist myndi hann játa alit, fara úr landi og lifa góðu lífi í Flórída. ■ TEYGIRAMGA SIIUA VH9A Þetta mál er talið teygja anga sína víða. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga er í skoðun vegna þessa máls og má þar nefna Nesjar, Jón V. Arason, Magnús B. Sveinsson, Rim hf., Magnús Magn- ússon, Sigurð H. Ólason, Tré- smiðju AKK, G.Ó verktaka, Marmara, Torrek hf. og Frömuð. Rannsóknin beinist ekki síst að því hverjir standi á bak við þetta svindl þar sem fullvíst er talið að Magnús sé einungis peð í þessu máli. Rannsóknin hefur einkum beinst að Sigurði Óla- syni, Magnúsi Magnússyni og Erni Karlssyni. Eins og áður segir hafa Magn- ús Björgvin og Finnbogi hreina sakaskrá. Hins vegar hefur Sigurður Ólason verið dæmd- ur í 10 mánaða fangelsi fyrir „tékkasvik og aðra tékkamis- notkun" eins og segir í ákærunni. Um er að ræða áfengiskaup á árun- um 1992 og 1993 þeg- ar hann var stjórnar- formaður og eini pró- kúruhafi Laugakaffis hf. sem rak Hressingarskáiann og Berlín í þrjú ár. Fyrir þau svik var hann dæmdur í 10 mánuði, þar af sjö skilorðsbundið til tveggja ára f september síðast- liðnum. Hann er því á skilorði nú. Hins vegar var hann sýknað- ur af líkamsárásarkæru en að auki hefur Sigurður fjórum sinn- um gengist undir sektargreiðslu fyrir umferðarlagabrot og bíður nú dóms vegna þess konar máls. Örn Karlsson hefur síðustu tvo mánuðina dvalið á Kvíga- bryggju fyrir að brjótast inn í Bláfell-Heimaland sem var í eigu Magnúsar Karlssonar til þess að fá tjónið bætt í gegnum trygg- Sigurður Ólason er vott- ur af fjölda skuldabréfa sem tengjast málinu en hefur neitað allri aðild. Rannsókn lögreglunn- ar beinist ekki síst af tengslum hans og meintum fjármunum hans á Flórída. ingar. Hann var á sama tíma dæmdur fyrir fleiri innbrot en samtals var hann dæmdur í 8 mánaða fangelsi vegna brota á skilorði en hann hafði áður 10 sinnum sætt refsingu. HÚS OG PENINGAR I FLORIDA Eins og fram hefur komið í PÓSTINUM var Magnús Björgvin handtekinn að morgni 16. júní þegar hann var á leið til Dan- merkur. RLR krafðist tveggja vikna gæsluvarðhalds en það var ekki fyrr en seint það kvöld að héraðs- dómur s t að-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.