Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 17.15 Einn-x-tveir (e) 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Ævintýri Tinna 19.00 Ferðaleiðir 19.30 Gabbgengið 20.00 Fréttir & veður 20.35 Hvíta tjaldið 20.55 Veiðihornið 21.05 Maria Frönsk/belgísk mynd um rótlausa unglingsstúlku sem þvælist um og lendir í vafasömum félags- skap. 22.35 Vitnið Ungur gyðingadrengur fylgist með nasista færa fanga i gas- klefa. Nasistinn þolir ekki návist drengsins og... 23.00 Ellefufréttir FÖSTUDAGUR 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Draumasteinninn 19.00 Væntingar og vonbrigði 20.00 Fréttir & veöur 20.40 Sækjast sér um likir 21.15 Lögregluhundurinn Rex 22.05 Við Marilyn S jónvarpsmynd um Marilyn fyrir frægðina. Mýgrútur lygasagna um konuna og feril hennar verð- ur nú leiðréttur. 23.40 Bonnie Raitt á tónleikum Pabbi Raitt, John Raitt, og blús- arinn John Lee Hooker koma fram með söngkonunni. LAUGARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.55 Hlé 16.30 Hvita tjaldið (e) 16.50 Á hestum á Hornafirði (e) 17.30 Iþróttaþátturinn 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Flauel 19.00 Star Trek 20.00 Fréttir & veður 20.35 Lottó 20.45 S impson 21.15 Flóttaleiðin Kanadísk mynd um svarta þræla sem taka upp á því að flýja, með aðstoð kjarkaðs fólks, frá Suður- ríkjunum til Kanada. 22.55 Kraftaverk Um mann sem fellur flatur fyrir leyndardómsfullri konu og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Breskt. SUIUMUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.30 Hlé 18.10 Hugvekja 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Knútur og Knútur 19.00 Úr rfki náttúrunnar Fjallarefurinn skoðaður i návígi 19.25 Roseanne 20.00 Fréttir & veður 20.35 Áfangastaðir Fjallað verður um fyrirbrigði i ís- lenskri náttúru sem talin eru óteljandi. Oularfullt dagskrárefni. 21.00 F inlay læknir Skotinn er kominn aftur og nú fáum við að kynnast betur sam- skiptum hans við bæjarbúa Tannochbrae. 21.55 Helgarsportið 22.15 Himnasending Spænsk/perúsk gráglettnisleg harmsaga sem gerist I Líma. Leiðindapúkar í afneitun Hvernig er að vera svona ' Sigurjón Bjarnason, verkstjóri hjá Bifreiðaskoðun íslands. „Ég er ekkert leiðinlegur." Sumt fólk gengst upp í að vera leiðin- legt við samborgara sína á starfsvettvangi sínum. í þeim störfum sem það velur sér felst yfirleitt eitthvað óskeikult vald sem það beitir miskunnar- laust á meðbræður sína oft með að því er virðist tilviljanakennd- um hætti. Svo þegar þetta fólk leyfir sér að vera leiðinlegt við okk- ur hin þá þykist það ekki bera ábyrgð á gerðum sínum og seg- ist gera þetta allt í þágu samfé- lagsins og stóra bróður. En hvað er það sem fær viðkomandi til að vera svona leiðinlegur? Er hér um hreinan kvikindisskap að ræða eða eru það einhverjar aðrar af- brigðilegar hvatir sem ráða ferð- inni? Blaðamaður PÓSTSINS var leiðinlegur og spurði nokkra leið- indapúka hvernig það væri að vera svona leiðinlegur. Fyrstur fyrir svörum varð Sigurður Péturs- son stefnuvottur en hann horfir á heim fjölda „sakleysingja" hrynja á degi hverjum þegar hann demb- ir framan í þá stefnum frá Pétri og Páli út í bæ. HITTIR SKEMMTIUEGT FOLX „Það er mjög fjölbreytt og við- burðaríkt starf að vera stefnuvott- ur,“ segir Sigurður. „Þó svo að mörgum finnist heimsóknir mínar leiðinlegar þá hef ég hitt mikið af skemmtilegu fólki. Það fær enginn Sigurður Pétursson stefnu- vottur. „Það kemur fyrir að það rumskar eitthvað í sam- viskunni við að vera svona leiðinlegur við fólk en það er ekki oft." Stefán Valdimarsson, eftir- litsmaður vínveitingahúsa. „Ég hef ekkert hugsað út í að fá mér starf þar sem ég væri skemmtilegri við fólk." Hjálmar Björgvinsson, varðstjóri í mótorhjólalögreglunni. „Kannski kemur upp einhver vonska en ég gegni starfi mínu með góðri samvisku og við gerum það allir sem erum á hjólunum." ástæðulausu og flest- ir taka þeim af karl- mennsku og rósemi. Það kemur fyrir að það rumskar eitt- hvað í samviskunni við að vera svona leiðin- legur við fólk en'það er ekki oft.“ EKKERT ÓÞÆGI- IpEGT AÐ VERA OVIIUSÆLL Þegar skemmtistað- ur slær í gegn og er troðfullur út úr dyrum eða þegar unglingarnir finna sér stað sem þeir loks- ins komast inn á skírteinis- lausir, kemur Stefán Valdi- marsson eftirlitsmaður vín- veitingahúsa og lokar búllunni. Hann segist vera búinn að vera í iv bransanum í 19 ár og yfirleitt ekki verða j þess var að hann sé talinn leiðinlegur. „Ég held að það sé teljandi á fingr- um annarrar handar þar sem ég hef orðið fyrir óþægindum vegna óvinsæMa," segir hann. „Ég gegni því starfi mínu með góðri sam- visku og finnst ekki leiðinlegt þó veitingahús þurfi að loka í kjölfar heimsókna okkar. Þetta er bara eins og hver önnur atvinna og er tekið sem slíkri af viðkomandi að- ilum. Ég hef ekkert hugsað út í að fá mér starf þar sem ég væri skemmtilegri við fólk.“ SEKTA MEÐ GODRI SAMVISKU Það er óþolandi þegar maður keyrir yfir á bleiku eða aðeins yfir hámarkshraða og er stoppaður að því er virðist tilviljanakennt af löggunni, en næsti maður á eftir manni fær að keyra áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hjálmar Björgvinsson, varðstjóri í mótorhjólalögreglunni segir að þorri „viðskiptavina" hans sé „mjög jákvæður" en einstaka aðil- ar séu þó ósáttir. „Ég gef mér þá bara tíma til að tala við viðkom- andi og hann fer ekki fyrr en fullri sátt er náð,“ segir Hjálmar. „Þetta tekst í 99 prósenta tilfella. Hins vegar veit maður ekkert hver við- brögðin verða þegar viðkomandi fær sektina. Þá kemur kannski upp einhver vonska en ég gegni starfi mínu með góðri samvisku og við gerum það allir sem erum á hjólunum." „ÉG ER EKKERT LEIÐIIULEGUR" Það er óþolandi þegar maður fer með gamla skrjóðinn sinn í skoðun og einhver kall setur á hann miða sem gerir það að verk- um að maður verður að henda þúsund- köllum í hræið sem er og verður verðlaust hvort eð er. Sigurjón Bjarnason, verkstjóri hjá Bifreiðciskoðun íslands, er í forsvari fyrir sveinana sem út- deila grænu og rauðu miðunum. Aðspurður um hvernig það er að vera svona leiðinlegur segist hann ekki geta svarað því vegna þess að hann sé ekkert leiðinleg- ur. „Fólk skilur yfirleitt vel ef það fær grænan miða og kemur Það raunar sárcisjaldan fyrir að við gefum rauðan miða. Skoðana- mennirnir útskýra fyrir fólki ef eitthvað er að og flestir taka því með jcifnaðargeði. Þetta var öðru- vísi þegar við vorum að tcika núm- er af og svona hjá Bifreiðaeftirlit- inu, þá urðu sumir sárir.“ -LAE Sigurjón Kjartansson, sem lengst af hefur veríð eini fasti punkt- urinn og stundum eini meðlimur stórsveitarinnar Olympiu, ætlar að koma fram fyrir skjöldu og kynna nýja afurð sína, Universal, í Leikhús- kjallaranum í kvöld. Átta laga smá- skífa, sem að mestu er byggð upp á hefðbundnu rokki, kom út í vikunni og af því tilefni heldur Sigurjón hefð- bundna útgáfutónleika. „Eitt lag- anna er fiftíslegt á meðan annað er furðuleg útgáfa af Madonnulaginu Like a Preyer, „útskýrir Sigurjón um lagasmíðar sínar á Universal, en þess má geta að öll lögin eru frum- samin utan Madonnulagsins. Enga Möggu Stínu er að finna í bandi hans nú, en þar eru hins vegar Pétur Hallgrímsson, Flosi Þor- geirsson, Hlynur Aðils og Matt- hías Hemstock. Og þótt Sigurjón sé að gefa út skífu nú, eins og svo margir, merkir það ekki það sama og hann sé á leið upp í sveitaballa- rútuna, nema hvað á Kirkjubæjar- klaustri verður hann að sjálfsögðu um verslunarmannahelgina. ■ Olympia gefur út Universal Dúi ( Sjallanum, Ísafirði „Jú, ég finn fyrir uppsveiflu hérna. Liðið er mjög já- kvætt; það er enginn að barma sér núna enda er hér stöðug atvinna. Skemmt- anabransinn er búinn að vera mjög „steady" dæmi, gott innstreymi og fólk skemmt sér mjög vel. Við höfum meðal annars fengið Milljónamæringana, Tweety og Sixties að spila hér og Vinir vors og blóma og Sálin eru væntanlegar. Þetta lítur bara mjög vel út. Það er gaman að lifa." Kristrún Anna Konráðsdóttir, VEITINGASTOFUNNI V0GI [ FLATEY „Jú, jú, það er allt að glæð- ast hérna. Fólk er farið að mæta í húsin um helgar og fjörið eykst eftir því sem líður á sumarið. Það verður auðvitað ekkert í líkingu við þrítugsafmælið hans Tryggva hérna um árið; í það minnsta fá Vinir vors og blóma ekki að koma hingað aftur, eyjan bara þolir það ekki. Þetta er svona passlegt eins og þetta er." Hallbjörn Hjartarson, KÚREKI Á SKAGASTRÖND „Fyrst þú orðar þetta þann- ig verð ég að segja það, ég held að þetta sé allt að koma. Sumarið er loksins farið að láta sjá sig. Það er búið að vera frekar kalt og leiðinlegt veður en fólk verður bara að drífa sig af stað strax ef það ætlar ekki að missa af sumrinu. Ég er yfirleitt í góðu sambandi við veðurguðina og býst við að veðrið verði gott það sem eftir er; í það minnsta verður gott veður hér um verslunarmannahelgina því þá höldum við þriðju kántrýhátíðina hér á Skaga- strönd." Ólafur Sæmundsen, FRAMKVÆMDASTJÓRI BlÁA LÓNSINS, GrindavIk „Jú, þetta fer stighækkandi. Það komu þúsund manns í sólbað í dag, mánudag. Það er fín stemmning á svona sólardögum." Ari á Bautanum, Akureyri „Jú, hvað heldur þú? Það er reyndar svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég er svolítið úr sambandi við það sem er almennt að ger- ast í bænum. Það er mjög mikið af ferðamönnum hér á Akureyri núna, bæði ís- lendingum og útlendingum. Þegar íþróttamót eru í gangi þá fyllist hér allt af fólki. Þannig á þetta auðvit- að að vera á sumrin." Þóra Bergný Guðmundsdóttir, FARFUGLAHEIMILINU HAFÖLDUNNI á Seyðisfirði „Við erum svolítið þreytt eftir hátíðahöldin. Kaup- staðurinn varð 100 ára um helgina og það er búin að vera ofsaleg stemmning. Það var gott veður alla helgina og í gærkvöldi sát- um við úti og borðuðum þykkar steikur í flauels- mjúku veðri. Hátíðinni lauk svo með því að 100 kertum var fleytt á lítilli tjörn sem ég hannaði." slí) j <1> J J J2JV

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.