Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 14
'FIMMTÚD7reajRw6TTiUÍ:rr9'9'51 Einar Steinn: Hvaða bók er- uð þér að lesa núna? Björn: Þaðer meðal annars bók sem heitir Veröld Soffíu og fjallar um heimspeki og erskrifuðaf Norðmanni. Einar Steinn: Já, hún. Við erum að lesa hana í Heim- spekiskólan- um. Björn: Hún er ábyggilega gagnleg fyrir þá sem hafa áhugaá heimspeki. Éggetsagt yður að ég sé að lesa hana núna fyrir utan margt annað sem liggurá borð- inu hjá mér. Hvað gerir menntamálaráðherra og hvenær undirritaði hann síðast samning? Þetta vildi Einar Steinn Valgarðsson, 10 ára, vita, fór á fund menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, og fékk svör við forvitnilegum spurningum sínum, öllum nema einni... stæður leikhússins. Mér er sagt að það kunni að vera í fyrsta sinn í sögu þjóðleikhússins sem menntamálaráðherra komi sér- staklega í heimsókn af þessu tagi, til þess að skoða húsið hátt og lágt og starfsemina þar. Mig minn- ir að síðasta leikritið sem ég sá hafi verið í Frú Emilíu, þar sem sýnd var ópera eftir Hjálmar H. Ragn£U"sson. Einar Steinn: Hvernig fannst yður hún? Björn: Hvernig fannst yður hún? Mér fannst hún mjög góð og ég heid að það sé rétt hjá mér að það hafi verið síðasta sýning sem ég sá en ég sá líka sýninguna í ís- lensku óperunni. Þetta eru alla- vega síðustu verk sem ég hef séð. Einar Steinn: Hvað höfðuð þér fyrir stafni í gærdag? Björn: Ég var að vinna hér í ráðuneytinu í góða veðrinu, fram eftir degi en síðan fór ég að slá garðinn minn og raka. Einar Steinn: Hver var síðasti samningur sem þér undirrituðuð? Björn: Ég man ekki eftir að hafa undirritað samn- ing nýlega, ekki síðan ég kom í menntamálaráðu- neytið. Ég verð að viður- kenna að ég get ekki svar- að þessari spurningu, þetta eru flóknar og erfið- ar spurningar hjá yður. Ég vil ekki skýra neitt rangt frá í þessu viðtali svo ég þyrfti að láta fara fram einhverja rannsókn til að geta svarað þessu. Einar Steinn: Hver er uppáhalds bók yðar? Björn: Nú er erfitt að svara. Þessar spurningar eru svo erfiðar að það er ekki gott að svara þeim nákvæmlega. Ég svara ekki svona spurningum, þær eru of persónuiegar. Einar Steinn: Ég er líka með aðra spurningu, hvaða bók eruð þér að lesa núna? Björn: Það er meðal ann- ars bók sem heitir Veröld Soffíu og fjallar um heim- speki og er skrifuð af Norðmanni. Einar Steinn: Já, hún. Við erum að lesa hana í Heimspekiskólanum. Björn: Hún er ábyggilega gagnleg fyrir þá sem hafa áhuga á heim- speki. Ég get sagt yður að ég sé að lesa hana núna fyrir utan margt annað sem liggur á borðinu hjá mér. Einar Steinn: Fólk hefur verið að deila um hvort það eigi að byggja tónlistarhús, hvað segið þér um það? Björn: Mér heyrist að fólk hafi ekki verið að deila um hvort eigi að byggja tónlistarhús. Flestir eru þeirrar skoðunar að það eigi að byggja húsið. Niðurstaðan er sú, eins og ég hef sagt í viðtölum eftir að ég tók við þessu embætti, að það þarf að nálgast málið og taka ákvörðun um það, á þessu kjör- tímabili, hvort við byggjum þetta hús. Mér finnst það nauðsynlegt að hafa hér aðstöðu til tónlistar- iðkunar. Einar Steinn: Ætlið þér að segja eitthvað að lokum? Björn: Ég vil þakka yður fyrir þessar ágætu spurningar, ég held ég hafi getað svarað þeim öllum nema einni. ■ Þegar pósturinn spurði Einar Stein Valgarðsson, 10 ára, hvort hann langaði að taka viðtal við einhvern nefndi hann nokkra til og meðal annarra Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Þegar hann var spurður hvers vegna hann langaði að tala við menntamála- ráðherra svaraði hann; „Ég gagn- rýni harðlega að fá ekki að læra skrifstafi og ég vil spyrja hann af hverju ég fæ það ekki.“ Einari Steini var fleira hugleikið, hann langaði meðal annars að vita hvað ráðherranum fyndist um heilræð- in aftan á mjólkurfernunum, hvaða leiksýningu hann sá síðast, hvað honum fyndist um skólakerf- ið og hvaða bók menntamálaráð- herra væri að lesa núna. Einar Steinn sá sér leik á borði, ákvað að þéra ráðherrann og læra þann- ig þéringar í eitt skipti fyrir öll. Hann fékk vitanlega svör við vandlega ígrunduðum spurning- um sínum og komst að því að hann og Björn eru að lesa sömu bókina þessa dagana. Einar Steinn: Hvað gerir menntamálaráðherra? Björn: Menntamálaráð- herra sinnir störfum sam- kvæmt lögum landsins. Hann er einn af tíu ráðherr- um í ríkisstjórninni og fer með menntamálin, menn- ingarmálin, íþróttamálin, rannsókna- og vísindamál- in og æskulýðsmálin, þann- ig að undir hann heyra mjög mörg mál og það eru mörg verkefni sem hann þarf að sinna. Ég held ég fari ekkert út í smáatriði, því það yrði svo langur lestur að blaðið myndi ekki duga til þess eða tíminn. En menntamálaráðherra hefur mjög mörgum skyld- um að gegna, lögum sam- kvæmt, hann ber ábyrgð gagnvart Alþingi og þarf að standa Alþingi reiknisskil gjörða sinna. Einar Steinn: Fyrir nokkr- um árum hættu að vera kenndir skrifstafir og ítalska skriftin tók við. Hvernig væri að láta aftur kenna skrifstafi? BjÖRN: Ég verð að viður- kenna að ég hef ekki fræði- lega þekkingu til að segja nákvæmlega hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Þegar ég var í skóla var hvoru tveggja kennt og ég held að það væri gagnlegt að kunna hvoru tveggja. Þetta er mjög misjafnt eft- ir löndum, hvernig kennslu er hagað í þessum efnum. Ég get ekki svarað því hvers vegna þessi breyting var gerð og því get ég ekki heldur svarað því hvort það sé hægt að taka kennsluna upp aftur en ég hafði gagn af því að læra hvoru tveggja, það get ég sagt yður. Einar Steinn: Hvað er vinnudagur yðar langur? Björn: Vinnudagurinn hefst yfir- leitt klukkan hálf níu á morgnana, þá er ég kominn á skrifstofuna, og hann stendur til sex eða sjö á kvöldin, en svo getur tekið eitt- hvað við eftir kvöldmatinn líka. Þannig að vinnudagurinn er mjög langur og um helgar þarf ég einn- ig að sinna margvíslegum verkefn- um, því menntamálaráðherra þarf að sækja sýningar og menningar- viðburði sem gerast yfirleitt um helgar. Um síðustu helgi var ég til dæmis í Skálholti á laugardaginn að fylgjast með tónleikum, fór síð- an á Laugarvatn á listsýningu og á sunnudaginn var ég á Seyðisfirði til þess að taka þátt í hundrað ára afmæli staðarins og sótti fjölmarg- ar listsýningar sem þar eru, þann- ig að ég þarf ekki að kvarta undan því að vita ekki hvað ég eigi að gera við tímann. Einar Steinn: Hver eru stærstu verkefni sem þér hafið unnið að síðcm þér tókuð við sem ráð- herra? Björn: Það er erfitt að flokka það þannig, hver eru stærstu verkefn- in. Það sem hefur kannski verið einna vandasamast eru málefnin í Reykholti þar sem blasti við að kynni að verða mjög hatrömm deila út af því að þar var ágrein- ingur varðandi skólastjórnarmál. Það þurfti að leysa úr því og sem betur fer hefur náðst samkomulag um það. Stærsta einstaka verkefn- ið sem blasir við hérna í ráðu- neytinu núna lögum samkvæmt, sem ráðuneytinu er skylt að sinna, er flutningur grunnskól- anna frá ríki til sveitarfélaga og samkvæmt lögum þá ber að fram- kvæma það fram til ágústmánaðar 1996 og ég ber ábyrgð á því að að því sé unnið. Að vísu sinni ég því ekki daglega sjálfur heldur hef ég menn til þess en ég tek ábyrgð á þv! að skipulega sé að verkinu staðið. Ég held, af þeim verkefn- um sem ég hef tekist á við, sé þetta kannski það stærsta, að velta því fyrir mér hvernig best megi standa að því að flytja skól- ana frá ríkinu til sveitarfélaganna. Einar Steinn: Hvað finnst yður um skólakerfið? Björn: Um það má mjög margt segja og margt gera til þess að færa það til betri vegar. Á síðasta þingi voru samþykkt, eins og ég sagði yður, ný lög um grunnskól- ana, að flytja þá til sveitarfélag- anna. Nú liggja líka fyrir hug- myndir um að breyta framhalds- skólunum og er frumvarp til laga um það. Mér finnst að það eigi að huga að skólakerfinu þannig hér á landi að það hvetji til náms og stuðla að læra dönsku og ensku? Björn: Þetta er samkvæmt náms- skránni eins og hún er. Eins og við vitum þá eru ýmsar almennar ákvarðanir teknar með námsskrár og því sem kallað er viðmiðunar- stundaskrá. Þetta eru stjórntæki. Samkvæmt reglunum, eins og þær eru núna, þá er gert ráð fyrir að tungumálanám hefjist við þennan aldur. Það hafa verið rökræður um það hvort ætti að byrja á dönsku eða ensku en ég er í hópi þeirra sem telja að það eigi að byrja á dönsku. En hvort það á að vera á þessum aidri eða öðrum er matsatriði. Sums staðar byrja krakkar tungumálanám yngri en ég held að þetta sé eitt af þeim málum sem taka þarf til skoðunar. Það stendur núna til að taka fyrir efni á námsskránni og þá kann þetta mál að vera tekið fyrir. Það fer eftir þroska krakka og skóla- barna hvaða ákvarðanir eru tekn- ar. Ég held að kynni íslenskra barna af erlendum tungumálum hafi aukist síðustu árin, að bömin séu farin að læra erlend tungumál yngri og það þarf að fara yfir námsskrána með tilliti til þess. Því verður ekki breytt nema tekn- ar séu almennar ákvarðanir og þá þurfa menn líka að vega og meta hvað slíkar breytingar kosta. Einar Steinn: Hvað finnst yður um heilræðin aftan á mjólkurfernun- um? Til dæmis um íslenska staf- rófið? BjöRN: Mér finnast þau mjög góð og ég verð að viðurkenna að ég les þau oft. Mér finnast þau snið- ug og margt gott sem þar er sagt. Það er nauðsynlegt að vekja at- hygli á fjölbreytileika íslenskrar tungu með þessum hætti. Það ættu fleiri að taka þetta upp. Öll útbreiðsla á íslensku máli er til góða og ég fagna þessu framtaki hjá Mjólkursamsölunni, að efla þannig málkenndina. Eins og við vitum var útkoma á íslenskupróf- inu á samræmdu prófunum ekki mjög góð. Það eru vafalaust marg- ir þættir sem koma þar til skoðun- ar, þegar menn velta fyrir sér hvers vegna hún var ekki betri. Einn þátturinn er reyndar að ung- lingar og börn lesa ekki eins mikið og áður heldur eru frekar að horfa á sjónvarp eða gera eitt- hvað annað. EiNAR Steinn: Hver eru áhugamál yðar? Björn: Þau eru mjög mörg. Ég hef áhuga á mörgu sem tengist mínu starfi, stjórnmálum, stjórnmála- hreyfingum og stjórnmálastarfi. Ég hef líka haft áhuga á bókum, blöðum og blaðaiestri. Ég var blaðamaður um langt skeið, þann- ig að áhugamál mín byggja yfir- leitt á því sviði sem ég er að sýsla við og hef verið að sýsla við und- anfarin ár, þau tengjast mjög starfinu. Áhugasvið mitt tengist þannig líka menningarmálum, list- um, utanríkismálum og alþjóða- málum. Einar Steinn: Hvenær fóruð þér síðast í leikhús og á hvaða sýn- ingu? BjöRN: Síðast fór ég í leikhús á fimmtudaginn var, að vísu ekki á neina sýningu heldur var ég í boði Þjóðleikhússins að kynna mér að- því að fólk geti lært með svipuð- um hætti og alls staðar annars staðar þannig að íslendingar drag- ist ekki aftur úr í menntamálum. Þær kröfur eigum við að gera til skólakerfisins. Ef það virkar ekki með þeim hætti að skila þeirri menntun, sem dugar þjóðinni til þess að við séum samkeppnishæf við aðrar þjóðir, tel ég að við sé- um á hættubraut. Ég vona að slík hætta skapist ekki og skólakerfið geti verið virkt og síðan sé hægt að fylgjast með starfinu innan skólanna, meðal annars héðan úr ráðuneytinu, og það metið þannig að kröfurnar séu alltaf nægar, þær skilmerkilega útfærðar þann- ig að við getum lagt það til sem þarf að laga. Einar Steinn: Af hverju byrja krakkar ekki fyrr en ellefu ára að

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.