Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 17
17 ■B . a b | a ■■V'v BJörns Þörs Sigbjörnssonar og Axels Axelssonar Björn Þór og Axel fjalla um allt sem máli skiptir á léttan og hispurslausan hátt. Gestir morgunútvarpsins koma úr öllum áttum og ræða málin yfir rjúkandi kaffibolla. Tónlistin sem hljómar er vönduð og hressandi í morgunsárið. Fréttir, fólk, mannlíf og málefni líðandi stundar - allt á einum stað, í bítið á FM 957. Vaknaðu, stilltu á FM 957 og byrjaðu daginn með Birni Þór og Axel. Þeir bjóða til morgunfundar á hverjum virkum degi og þú verður vel vakandi allan daginn og með á nótunum. HLUSTAÐU! Islandsmót í svifdrekaflugi fór fram í Landsveit fyrr í vikunni og vildi þá svo leiðinlega til að einn keppenda fótbrotnaði í lend- ingu. Sá óheppni heitir KristjÁn RlCHTER og rekur fyr- irtækið K. Richter í Garðabæ. í frétt Morgunblaðsins af slysinu segja félagar hans svo frá að þeg- ar þeir hafi komið á staðinn hafi Kristján verið hinn rólegasti og sagt brandara. Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvaða brandara Kristján sagði og hafði PÓST- URINN því samband við félaga hans. í Ijós kom að einn þeirra hafði rekið augun í sár á enni hans og því spurt: „Er ekki í lagi með hausinn á þér?“ Kristján svar- aði að bragði: „Ég veit það ekki. Hann er eins og hann hef- ur alltaf verið.“ Þegar haft var sam- band við Kristján sjálfan, þar sem hann liggur á Borgar- spítalanum, sagði hann: „Ég reytti bara af mér það sem mér datt í hug. Það var bara einhver della“... Cötuleikhús leikur lausum hala í miðbæ Reykjavíkur á morg- un og eru þar á ferð- inni Utileikhópurinn og Leiksmiðja Hins hússins sem bæði eru á vegum íþrótta- og tómstundaráðs og hafa staðið fyrir ýmsum uppákomum í sumar. Leikstjórar eru þau Guöjón Sig- valdason, Anna Borg, Steinunn Knútsdóttir og Rúnar Guöbrands- son...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.