Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 12
til að kætast því nú hefur verið gefin út bók um nesið í bóka- flokknum Á ferð um landið en það er býsna vinsæll bóka- flokkur hjá Máli og menningu. Þrjár bækur koma út í sumar og fjallar hver um sinn landshluta. Auk Snæfellsness eru nú teknir fyrir Dalir og Barða- strandasýslur ann- ars vegar og Skafta- fellssýslur hins veg- ar. Meðal annars er fjallað um helstu aksturs- og göngu- leiðir í hverju héraði og landslagi og sögu- stöðum lýst. Bæk- urnar eru í hand- hægu broti og því auðvelt að koma þeim fyrir ofan í bak- pokanum... Tíunda hvert barn verður fyrir kynferð- islegu ofbeldi sam- kvæmt erlendum rannsóknum. Þetta kemur fram í grein Halldóru Sigdórs- dóttur í Nýju lífi sem kemur út eftir helgi. Þar stendur einnig að hægt sé að gera ráð fyrir að einn nemandi í meðal- bekk á íslandi verði fyrir slíku ofbeldi... Ung kona, Brynja Grétarsdóttir, lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir ári þegar hún var að taka próf á mótorhjól. Kennarinn hafði látið dóttur sína, sem er ekki með kennararéttindi, kenna henni því hann hafði ekki tíma til þess. strákurinn ekki og þess vegna var ég látin hafa talstöðina og tók prófið ein. Ég byrjaði á að gera æfingar á plani og gekk það vel hjá mér. Svo héldum við út í umferðina. Ég var að aka eftir Sæbrautinni þegar kennarinn sagði: „Vinstribeygja" í eyrað á mér. Ég ætlaði að beygja inn á Borgartúnið en þar eru ekki beygjuljós. Ég stöðvaði á rauðu ljósi og drap á hjólinu. Þegar græna ljósið kom ók ég smáspöl áfram til vinstri og var tilbúin til að halda áfram þegar umferðin úr hinni áttinni tæki enda. Þá heyri ég ökukennarann arga í eyrað á mér: „Hvað ertu að gera, manneskja?“ Mér brá svo mikið að ég ók af stað og skall beint á bíl. Ég kastaðist upp á þakið á honum og dróst með honum nokkurn spöl. Ég var með meðvitund allan tímann og vissi hvað var að gerast. Ég von- aði að þetta væri aðeins vondur draumur." Brynja fann strax að hún hafði fótbrotnað. Hún fann til mikilla óþæginda því ólin á hjálminum strekkti að hálsinum á henni svo henni fannst hún vera að kafna. Hún tók hann því af sér. „Enginn hafði sagt mér að ekki mætti losa af sér hjálminn eftir slys fyrr en eftir sneið- myndatöku. Því síður hafði mér verið ráðlagt að vera í leðurföt- um á hjólinu. Ég hafði haft vit á því sjálf. Hefði ég ekki gert það væri ekkert eftir af fótunum á mér.“ „ÖKUKEIUNSLA EKKI UPP A MARGA FISKA" Brynja dvaldi á Borgarspítal- anum í tvær vikur og svo tók Grensásdeildin við. Hún átti erf- itt með að sætta sig við það sem gerst hafði. Það sem hjálpaði henni var að á Grensásdeildinni lágu þrír piltar sem einnig höfðu slasast í mótorhjólaslysum og þar af einn sem hafði lamast frá mitti. Þau styrktu hvert annað og halda sambandi enn þann dag í dag. „Kennarinn minn kom ekki að heimsækja mig fyrr en 45 dögum eftir slysið. Hann klappaði á kinnina á mér og spurði: „Hvern- ig hefurðu það nú, greyið?" Ég hafði engan áhuga á að láta tala við mig eins og krakka og sneri mér því undan. Ég hef ekki haft neinn áhuga á að tala við hann. Ég tek það þó fram að ég er ekki í stríði gegn þessum eina manni. Hver sem er hefði getað lent í slysi eins og ég lenti í því öku- kennsla er ekki upp á marga fiska hér á landi.“ Brynja segist ekki hafa orðið vör við nógu mikinn vilja hjá ökukennurum til að breyta vinnuaðferðum sínum. „Gott væri ef þeir myndu allir kenna á sama stað frekar en að vinna hver í sínu horni. Þá gætu þeir haft eftirlit með hverjum öðrum og komið í veg fyrir að einhver láti ættingja sinn hlaupa í skarðið fyrir sig.“ Sólveig Olga Sigurðardóttir, 21 árs, fékk líka að kenna á tíma- leysi kennara síns. Hún tók próf á mótorhjól úti á landi fyrr á þessu ári. „Ég var ánægð með verklegan hluta kennslunnar en kennarinn trassaði bóklega hlutann vegna á Brynja hefur unnið að því að bæta ökukennslu síðastliðið ár eða allt frá því að hún lenti í al- varlegu mótorhjólaslysi. Annar fótur hennar lærbrotn- aði á tveimur stöðum og jafn- framt ökklabrotnaði hún á báð- um fótum og ristarbrotnaði. Brynja rifbeinsbrotnaði og mjaðmagrindarbrotnaði og lungun mörðust. Auk þess togn- aði vinstri handleggurinn illa. Brynja er enn með 14 bolta í öðru lærinu og plastplötu. Fyrir nokkrum mánuðum fór hún í að- gerð þar sem bein var tekið úr mjaðmagrindinni og grætt í lær- ið. Slysið varð þegar Brynja var að taka próf á mótorhjólið undir leiðsögn ökukennara. Hún er ekki sátt við ökukennslu hér á landi. PRÓFLAUS DÓTTIRIIU LATIN KEIUIUA „Ég hafði margoft setið aftan á mótorhjóli og ferðast þannig um alla Evrópu. Ég hafði samt aldrei ekið mótorhjóli og var farið að langa til að taka próf. Ég ákvað því að fara í mótorhjóla- tíma og urðu þeir tíu talsins. Samkvæmt reglum þurfa allir að taka níu mótorhjólatíma áður en þeir fara í prófið." Brynju leist mjög vel á kenn- arann sinn í upphafi en svo fóru að renna á hana tvær grímur. „Hann var mjög stressaður og átti til að arga á mig. Mér geðj- aðist illa að því, enda var ég ekki að borga honum offjár fyrir að láta koma illa fram við mig. Hjólið sem hann lét mig aka á var í slæmu ástandi. Aftur- dempararnir og hraðamælirinn voru til dæmis ónýtir. Þegar ég hafði aðeins tekið tvo tíma lét kennarinn minn mig skrifa undir kennsluskýrsluna þar sem stóð að ég hefði tekið níu tíma. Botn- inn tók þó úr þegar kennarinn lét dóttur sína kenna mér því hann mátti ekki vera að því vegna þess að hann var að kenna öðrum. Dóttirin hafði tek- ið próf á mótorhjól ári áður og hafði engin kennsluréttindi. Hún var ekki örugg á ýmsum at- riðum sem hún átti að kenna mér, eins og til dæmis að sikk- sakka standandi á hjólinu. Sök- um anna fór kennarinn aldrei yf- ir bóklega hlutann með mér.“ „KEIUIUARIIUIU.ARGAÐI I EYRAÐ A MER" Verklegir mótorhjólatímar eiga að vera að minnsta kosti níu og er miðað við 45 mínútur í senn. Þar af á nemandinn að vera við stjórn hjólsins að minnsta kosti 7 og 1/2 tíma. Mótorhjólaprófunum er þannig háttað að nemandinn hefur tal- stöð í eyranu svo hann geti heyrt fyrirskipanir kennarans sem ekur í bíl við hliðina á hon- um. Nemandinn getur ekki talað við kennarann á móti. Brynja segir að í fyrstu hafi kennarinn ætlað að láta ungan pilt taka prófið með henni. „Strákurinn átti að hafa tal- stöðina en ég átti að elta hann. Kennarinn sagði að ég væri enn ekki nógu fær og treysti mér þar af Ieiðandi ekki til að aka á und- an stráknum. Samt fannst hon- um í lagi að ég færi í prófið. Þeg- ar á hólminn var komið mætti fETLAR AFTUR I PROFIÐ Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, studdu Brynju mjög mikið meðan á sjúkrahúsdvöl hennar stóð og bárust henni blóm og skeyti frá Sniglum víðs vegar um landið. Hún skráði sig litlu síðar í samtökin og var kos- in í stjórn nokkrum mánuðum síðar. Hún er líka fjölmiðlafull- trúi samtakanna. „Síðan ég lenti í slysinu hef ég eytt tíma mínum í að kynna mér réttindi mótorhjólanemenda og komist að því að þau eru afar lít- il. Ég var til dæmis dæmd í órétti þrátt fyrir að ég hafi ekki haft stjórn yfir hjólinu heldur kennar- inn. Til eru dæmi um að kennar- ar hafi allt að þrjá nemendur í einu í prófi þrátt fyrir að aðeins einn heyri í honum." Læknar spá því að Brynja losni við spelkuna eftir fjóra mánuði. Hún er ákveðin í því hvað verður eitt af því fyrsta sem hún tekur sér fyrir hendur: „Ég ætla að ljúka mótorhjólaprófinu." ■ annarrar vinnu," segir Sólveig. Hún var í hópi nemenda sem fékk gömul kennslugögn með út- runnum reglum, enda féll helm- ingur hópsins. „Við kvörtuðum við kennar- ann sem sagði Ökukennarafélag- ið eiga sökina. Við fengum þó ný gögn, tókum prófið aftur og náð- um því öll.“ Þórmundur Sigurjónsson tók að- eins tvo mótorhjólatíma áður en hann tók prófið. „Ég kunni skil á bóklega hlut- anum því ég var nýbúinn að taka bílpróf,“ segir hann. „Ég kunni líka ágætlega á hjólið. I öðrum mótorhjólatímanum mætti próf- dómarinn mér að óvörum. Ég spurði kennarann hvort honum fyndist ég tilbúinn til að taka prófið og hann játti því.“ Þórmundur tók prófið fyrir þremur árum, þá 17 ára gamall, en þá hafði sú regla ekki verið sett að nemendur yrðu að ljúka níu verklegum tímum áður en þeir tækju prófið. Hún gekk í gildi nokkru síðar. Brynja Grétarsdóttir: „Þá heyri ég ökukennarann arga í eyrað á mér: „Hvað ertu að gera, manneskja?" Mér brá svo mikið að ég ók afstað og skall beintá bíl."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.