Helgarpósturinn - 31.07.1995, Page 2
FRÉTTIR
Minnihlutinn á Stöð 2 bíður eftir tékkanum
standa i bankanum
Nú 27. júlí liðu fyrri tíma-
mörkin vegna kauptilboðs í
hlutabréf minnihlutans í ís-
lenska útvarpsfélaginu. Svo
virðist sem eitthvað standi í
Chase Manhattan-bankanum
að klára málið, en minni-
hlutamenn hafa á orði að nú
bíði þeir bara eftir tékkan-
um. Sem kunnugt er fá þeir
um 30 milljónir í sekt ef ekki
tekst að ljúka málinu í tíma.
Þrátt fyrir að meirihluta-
menn hafi látið hafa eftir sér
að málið sé í höfn finnst
sumum það fullborginmann-
legar yfirlýsingar. Bankinn
hefur verið að kryfja málið
til mergjar og skilyrði hans
um tryggingar hafa sett nýja
óvissu í málið. ■
Jón Olafsson.
renna út.
Hallbjörn Hjartarson heldur eigin útihátíð
„Auðvitað stígur kántrý-
rinn á svið“
Það eru fíu ár síðan Hallbjörn
Hjartarson stóð síðast fyrir kántrý-
hátíð. Síðan er mikið vatn runnið
til sjávar, Hallbjörn hefur spilað
og sungið einhver lifandis býsn,
stofnað útvarp og gert eiginlega
allt sem einn maður getur gert í
fámenninu. Hann lætur ekki deig-
an síga og mitt í öllu útihátíðafarg-
aninu heldur hann kántrýhátíð á
Skagaströnd. Hátíðin er ætluð fjöl-
skyldufólki. Pósturinn hringdi í
hljóðver Hallbjörns og hitti á
kappann sjálfan og fékk þær upp-
lýsingar að meðal skemmtiatriða
yrði hljómsveitin Kúrekarnir og
Maggi Kjartans og, eins og Hall-
björn orðaði það: „Auðvitað stíg-
ur svo Hallbjörn kántrýkóngur á
svið, það er engin kántrýhátíð
nema frumherjinn í íslensku
kántrýi sé með.“
Hvað þarftu marga hátíðargesti
til að þetta standi undirsér?
„Þetta er spurning sem ég hef
aldrei spurt sjálfan mig. Ef ég
hefði gert það þá hefði ég aldrei
framkvæmt neitt af því sem ég hef
gert um ævina. Það er eldmóður-
inn við að koma hugsjónum sín-
um í gegn sem skiptir máli.“
Er þér þá alveg sama hversu
margir koma á svœðið?
„Mér er ekki alveg sama, ég
vona að sem flestir komi og þetta
fari á besta veg. En ég sætti mig
við útkomuna, hver sem hún
er.“ ■
Þetta var líka
í FRÉTTUM
Aftur jókst skjálfta-
virkni við Hveragerði
og er eins og skjálfta-
svœðið þokist vestur
á bóginn.
Búið er að bora eftir
heitu vatni í Krísuvík.
Tvœr ungar stúlkur
slösuðust í bilveltu í
Fljótum, þarafönnur
alvarlega. Varhún
flutt suður í þyrlu.
Leiguverð á rœkju-
kvóta hefur hœkkað
um 700 prósent.
Samningagerð vegna
Hvalfjarðarganga er
að hefjast og er und-
irbúningur hafinn í
fímm löndum.
Yfírvöld í Kópavogi
boða aðgerðir til að
leita að íbúum.
Austur-Skaftfellingar
íhuga útfíutning á
jökulís.
Æfíngum varnarliðs-
ins lauk á laugardag-
inn, degi fyrr en œtl-
að var.
Löggan
Drepur
risarottu
Lögreglan var í gærdag kölluð
að Hjarðarhaga í Reykjavík, en
þar hafði tröllvaxin rotta skotið
íbúum skelk í bringu. Lögreglan
brá við skjótt og sendi sérstaka
sveit manna á staðinn. Fljótlega
hafðist upp á hinu óvelkomna
nagdýri og styttu laganna verðir
því aldur með 22 kalíbera kinda-
byssu. Talið er að rottan hafi
komið upp um holræsi. ■
Stórslysalaus helgi
Gómuðu
sofandi þjóf
Helgin gekk stórslysalaust fyr-
ir sig á höfuðborgarsvæðinu
samkvæmt upplýsingum lögregl-
öpnar. Umferð og fóiksfjöldi í
miðbænum var innan viðráðan-
legra marka og ekki kom til telj-
andi uppþota meðal gesta mið-
bæjarins.
Þá keyrðu lögreglumenn fram
á hús í vesturbænum aðfaranótt
laugardags og urðu varir við að
útihurð féll ekki alveg að stöfum.
Eitthvað vakti grunsemdir lag-
anna varða og fóru þeir inn í
íbúðina. Þar gengu þeir fram á
mann sofandi í sófa og var hann
umkringdur góssi sem við frek-
ari athugun reyndist vera sam-
tíningur úr öllum helstu innbrot-
um á höfuðborgarsvæðinu und-
anfarnar vikur og mánuði. Var
maðurinn þegar í stað vakinn og
færður í fangageymslur þar sem
hann var yfirheyrður og beðinn
að gera grein fyrir þýfinu. Mað-
urinn hefur nú verið hnepptur í
gæsluvarðhald til 17. ágúst næst-
komandi, en ekki er enn upplýst
hvernig stóð á hinu stórfellda
magni þýfis í vistarverum
hans. ■
fFyrrverandi brunamálastjóri stórtækur
í sérverkefnum fyrir Brunamálastofnun
Þórir Hilmarsson.
Verkfræðistofa Þór-
is hefur fengið um
það bil þrjú hundr-
uð þúsund krónurá
mánuði í greiðslur
vegna sérverkefna
fyrir Brunamála-
stofnun, án útboðs.
a ari an uflnðs
Verkfræóistofa Þóris Hilmarssonar, fyrrverandi brunamálastjóra,
hefur fengið um það bil 3,5 milljónir króna á ári í greiðslu frá
Brunamálastofnun fyrir sérverkefni. Verkefnum þessum hefur
Þórir fengið úthlutað beint frá flokksbróöur sínum, Bergsteini
Gizurarsyni, án útboðs. Árið 1986 lét Þórir af starfi brunamála-
stjóra eftir að komst upp að hann hafði notað embættið til að
skara eld að eigin köku.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar
tekur yfir þrjú ár, frá 1992- 1994,
en á því tímabili hefur Verk-
fræðistofa Þóris fengið
10.505.000 krónur í greiðslur
fyrir sérverkefni án útboðs. Árið
4992 námu greiðslur tii Þóris
3.534.000 krónum, árið 1993
námu þær 3.579.000 krónum og
í fyrra fékk verkfræðistofa hans
13.391.000 krónur.
Ekki er Ijóst hvernig greiðsi-
Ium til Verkfræðistofu Þóris var
háttað fyrir 1992, en samkvæmt
|heimildum blaðsins bendir allt
|til þess að hann hafi fengið áiíka
greiðslur frá því að hann lét af
Istörfum brunamálastjóra 1986.
■ Þórir sagði á sínum tíma upp
Istörfum á meðan Helgarpástur-
inn vann að frétt um misnotkun
Ihans á embætti sínu, en blaðið
komst meðal annars að því að
IÞórir hefði notfært sér utan-
landsferðir á vegum embættis-
ins til þess að afla fjölskyldufyr-
■ irtæki sínu, Skanis hf., innflutn-
ingsumboða á sviði eldvarna.
Einnig varð Þórir uppvís að því
að stunda kennslu í Tækniskól-
anum í vinnutíma sínum sem
brunamálastjóri.
TENGSL.VIÐ
FRAMS0KNARFL0KKINN
Brunamálastofnun hefur löng-
um verið sérstakt vígi fram-
sóknarmanna og var háttalag
Þóris í starfi brunamálastjóra
mikið vandræðamál fyrir flokks-
bróður hans, Alexander Stefáns-
son, þáverandi félagsmálaráð-
herra.
En þegar Þórir sagði upp var
það einmitt Alexander sem skip-
aði Bergstein eftirmann hans.
Það er kaldhæðnisiegt að nú sit-
ur Páll Pétursson, annar fram-
sóknarmaður, í stóli félagsmála-
ráðherra og enn er flokksgæð-
ingur til vandræða í Brunamála-
stofnun.
Páll hefur reynt að gera sem
minnst úr þeim ávirðingum sem
LANGSTÆRSTI
UNDIRVERKTAKINN
Það er athyglisvert ai
Verkfræðistofa Þóris Hilm
arssonar er langstærst
undirverktaki Brunamála
stofnunar. Verkfræðistofai
hefur fengið tvöfalt hærr
greiðslur en þeir aðilar sen
næstir henni koma, en þei
eru Ástvaldur Eiriksson
varaslökkviiiðsstjóri .
Keflavíkurflugvelli, með 5,1
milljónir króna á skýrslu
tímabilinu og prentsmiðjai
Skák hf. með ríflega 5 millj
ónir króna.
í skýrslu Ríkisendurskoð
unar er vakin athygli á ac
ekki er auglýst eftir tilboð
um í þau verkefni sem þess
ir aðilar hafa haft me<
höndum, heldur hefu
brunamálastjóri einfaldleg;
-------;——-------------------------7- úthlutað þeim þessun
Bergstemn Gizurarson situr sem fastast i verkefnum. í skýrslunn
sæti brunamálastjóra þótt ávirðingar kemur fram að brunamála
hrannist upp vegna starfa hans. stjóri skýri þetta með þvf a<
umræddir aðilar séu alii
eru bornar á Bergstein í skýrslu
Ríkisendurskoðunar og sagt að
þar komi fram „nokkrar ábend-
ingar“ um það sem betur mætti
fara og að „fundið væri að
nokkrum atriðum“.
sérhæfðir og |wí ekki mög
legt að bjóða verkefnin formlei
út.
Þess má geta að Verkfræf
stofa Þóris er til húsa á Laug
vegi 59, — í sama húsi og Brun
málastofnun. ■