Helgarpósturinn - 31.07.1995, Side 12
MEIRA
MÁNUÐAGUR 31. JÚLÍ 1995
HRUTURINN
Róleg vika er framundan hjá
flestum hrútum. Þörfin fyrir
réttlæti verður sterk og gæti
komið til togstreitu hjá nokkr-
um ykkar á milli vinnu og
einkalífs. Um helgina getur þér orðið hætt
við að verða stórhuga og byggja loftkastala.
NAUTID
Varaðu þig á að sýna óþolin-
, mæði þótt hlutirnir gangi ekki
aö öllu leyti eftir þinni forskrift.
Árangur af mikilli vinnu verður
í sjónmáli. Helgin verður
ánægjuleg hjá þeim sem eru í föstu sam-
bandi en ef þú ert á lausu máttu búast við
því að verða óvenjulega tilfinninganæm(ur).
TVlBURINN
Varastu að láta sögusagnir
koma þér í vont skaþ. Taktu
ekki mark á þeim. Pér er ráö-
lagt að taka þér tak í sambandi
viö peningamálin. Ef þú hefur
ekki ákveðið hvað þú ætlar að taka þér fyrir
hendur á næsta vetri máttu búast við að
frétta um eitthvað skemmtilegt sem þú get-
ur lært eða unnið við. Helgin verður
skemmtileg en varastu óþarfa fjárútlát.
KRABBINN
í þessari viku mega flestir í
þessu merki eiga von á upp-
1 sveiflu í fjármálum. Varastu
eyðslusemi og safnaðu til
mögru áranna. Ef þú ert ekki í
föstu sambandi getur sameiginlegt áhuga-
mál leitt til meiri og nánari kunningsskapar
en verið hefur. Helgin verður friðsæl hjá
þeim sem eru í föstu sambandi.
LJÓNIÐ
Valdamikil persóna á eftir að
gera þér greiða. Um miðja vik-
una skaltu hafa augun opin
fyrir tækifæri sem færir þér
tekjur.
Um helgina hefur sólin sterk áhrif á merkiö
þitt, sem leiðir til þess að þú átt gott með
að kynnast fólki. Ef þú hefur verið í flækju
með ástamálin hefurðu tök á aö koma þeim
í lag um helgina.
MEYJAN
Sterkir straumar frá Venus
gera það að verkum að þú
hefur góð áhrif á fólk. Jákvæð-
ar fréttir sem tengjast persónu
sem þú hefur áhuga á berast
til þín um miðja vikuna. Ný þróun á vinnu-
stað hefur jákvæð áhrif á þig. Helgin verður
vænleg til að treysta vináttubönd.
VOGIN
Góður tími er framundan hjá
+ _ þeim vogum sem þurfa að
jrl í jafna ágreining við nákomna
^ persónu. í þessari viku verður
þér mest ágengt með því að
fylgja straumnum og láta aðra um forust-
una. Pér getur orðið hætt við að ofbjóða þér
með vinnu og þér gengur ekki vel að láta
aðra axla sína ábyrgð.
SPORÐDREKINN
Þú verður með hugann við
fjármálin og átt eftir að finna
leið til að auka tekjurnar. Hjá
t sporðdrekum í sambúð verður
heimilið með forgang og þú
forðast að eyða í óþarfa. Þessa viku hvílir
dulúð yfir flestum í þessu merki, sem gerir
þá heillandi.
BOGMAÐURINN
Það dregur úr áhrifum frá Sat-
úrnusi eftir því sem líður á vik-
una. Þú færð endurgoldið að
hafa sýnt öðrum skilning og
greiðvikni. Þér gengur flest vel
sem þú tekur þér fyrir hendur og það eru
góðir straumar í kringum þig.
STEINGEITIN
Sjálfstraust þitt fer vaxandi og
þú ert vel undir það búin(n) að
þurfa að taka talsvert á. Þú
sérð fyrir endann á erfiðleikum
f máli sem líefur angrað þig
um tíma. Um helgina eiga tilfinningar þínar
eftir að þróast á annan hátt en þú bjóst við.
VATNSBERINN
Þú mátt eiga von á að annað
fólk geri miklar og óréttmætar
kröfur til þín en hæfileikar þin-
irtil samninga munu hjálpa
þér. Stjörnurnar eru þér mjög
jákvæðar en hætt er við að um helgina ei-
girðu eftir að þjást af fullkomnunarþörf og
ekkert verði nógu gott fyrir þig.
FISKURINN
Sveiflukennt tímabil er senn á
enda og við tekur meiri stöð-
ugleiki. Þú hefur sennilega
eytt um efni fram og þarft
núna að taka á honum stóra
þínum til þess að koma fjármálunum í lag.
Ef þú ert ekki í föstu sambandi verðurðu
móttækileg(ur) fyrir persónu af gagnstæðu
kyni sem sýnir þér áhuga.
[Ævintýrabragur á Tunglinu
Svo sem sæmir á föstudegi streymdi mannfjöldi aö miðbæjarmörkunum
um helgina og troðfyllti Tunglið. Það var mikið líf í tuskunum og nokkrar
flíkurnarfengu aðfjúka...
1. Tunglið, tunglið taktu mig: Nafnlaus þokkadís tilbiður mekka næturltfsins við
dansgólfið. 2. Sunna heitir hún þessi, með niðurgirtan streng um mitti og latex-
límd læri. 3. Bleikir tónar líföldunnar léku um baksvip þeirra Önnu og Ragnars í
Tunglinu og léttu þeim lund. 4. Þær bera þjóðleg nöfn þessar; Magga og Þórunn
litu mannþvöguna andartak augum en létu sem ekkert væri. 5. Áslaug Hansen,
þokkadís og þægilegasta kona, skrapp inn og lamdi með lurkum frá sér karlpen-
inginn, en stúlkan er á lausu og þarf því
slæg að vera. 6. Lokkaflóð þessa mislita
tríós lagði land undir fót, þau Hrafnhild-
ur, Þóra og Gummi.
Taktu þátt í léttum leik!
Ef heppnin er með þér vinnur þú Lundúna-
ferð fyrir tvo með Emerald Air í sumar.
Það eina sem þú þarft að gera er að svara laufléttri spurningu og senda
svarið til Mánudagspóstsins, Vesturgötu 2. Rétt svör fara í pott sem
dregið verður úr þann 7. ágúst næstkomandi. Nafn vinningshafans verð-
ur birt í Mánudagspóstinum 8. ágúst.
Spurningin í dag er:
Af hverjum er styttan á Trafalgar-torgi?
É
wmSssgr -
■ ■ ■
piippið mitaují jig Dkkur_
[ Nafnið þitt: _
l Heimilisfang:
j Póstnúmer:_
I Setjið í umslag og skrifið utan á:
.Símanúmer:________
Ferðahappdrætti
Mánudagspósturinn
Vesturgötu 2
101 Reykjavík
Rett svar:
+