Helgarpósturinn - 31.07.1995, Blaðsíða 14
IÞROTTIR
Tryggvi Guðmundsson
Fimm mörk
gegn Val
Tryggvi Guðmundsson skoraði
fjögur mörk í fyrstu umferðinni
gegn Val, hann skoraði svo eitt
mark gegn Val á fimmtudag í 3-1-
sigri á ÍBV. Það er merkilegt að
þessi mikli markahrókur hefur
skorað fimm af sex mörkum sín-
um gegn Val. Það verður þó að at-
huga að Tryggvi hefur spilað á
vinstri vængnum síðastliðna sex
leiki. Þótt Tryggvi hafi ekki skorað
mikið að undanförnu hefur hann
spilað geysivel fyrir liðið. Vegna
stöðu sinnar í liðinu hefur Tryggvi
ekki fengið mörg færi og því ekki
hægt að saka hann um að hafa
klúðrað færum. ■
Pétur Guðmundsson
Skiptir um
kaststíl
Pétur Guðmundssson kúluvarpari
er nú búinn að breyta yfir í svo-
kallaðan bakstíl að nýju, en hann
hefur notað snúningsstíl undan-
farið eitt og hálft ár.
„Ég var búinn að nota bakstílinn
í eitt og hálft ár og fannst það ekki
ganga nógu vel, þrátt fyrir bronsið
á EM í París í fyrra. Þegar ég
meiddist á heimsmeistaramótinu
innanhúss í mars ákvað ég að
nota tækifærið og skipta aftur yfir
í bakstílinn. Bakstíllinn gefur meiri
möguleika á risaköstum," segir
Pétur. Pétur er að fara ásamt öðr-
um íslenskum frjálsíþróttamönn-
um á heimsmeistaramótið í
Gautaborg.
„Ég hef lítið keppt að undan-
förnu og býst nú ekki við miklu á
HM. Ég ætla að reyna að komast í
úrslit en á ekki von á að ná verð-
launasæti. Meiðslin sem hafa
hrjáð mig eru ekki algjörlega gróin
en ég mun enga áhættu taka og
ætla að hætta við keppni ef mér
líst þannig á,“ segir Pétur. „Annars
hefur mér gengið mjög vel og er í
góðu formi. Eg hef orðið tölu-
verða reynslu í svona stórmótum
og býst við að hún eigi eftir að nýt-
ast mér vel.“ ■
Patrice Loko sér fram á allt
aö tveggja ára fangelsi
UMFB 3 - Akranes 23
„Það má segja að þetta hafi ver-
ið óþarfa gestrisni hjá okkur, en
þeir eru ansi góðir," segir Sigurður
Gunnarsson, leikmaður með knatt-
spyrnuliði Ungmennafélags Bol-
ungarvíkur, sem tapaði 23-3 fyrir
íslandsmeisturum ÍA á laugardag í
vígsluleik nýs grasvallar í Bolung-
arvík.
Staðan í léikhléi var 11-1, en
heimamenn skoruðu fyrsta mark
leiksins. Víkarar bættu síðan við
tveimur mörkum eftir hlé og mis-
notuðu að auki vítaspyrnu og
nokkur ágætis færi. Markahæsti
maður leiksins var sementskögg-
ullinn Ólafur Þórðarson, sem skor-
aði fimm mörk. Tvíburabræðurnir
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir léku
sinn fyrsta leik með Skagaliðinu í
tæp þrjú ár og gerðu mikinn usla í
vörn heimamanna, en Arnar setti
þrjú mörk og Bjarki tvö.
Sigurður Gunnarsson leikur
stöðu „svípers" í liði Víkara og
héinn segir að nóg hafi verið að
gera hjá sér í leiknum.
„Þetta var mjög erfitt, það var
aldrei friður,“ segir Sigurður og
neitar því alfarið að hafa borið of
mikla virðingu fyrir leikmönnum
Akraness.
Að sögn Sigurðar hefur Ung-
mennafélag Bolungarvíkur ekki
tekið þátt í deildarkeppninni í
knattspyrnu frá því 1992.1 ár hefur
liðið hins vegar leikið í Vestfjarða-
keppninni ásamt sjö öðrum íiðum
og á góða von um sigur í sínum
riðli.
Sigurður segir að hinn nýi gras-
völlur sé gjörbylting fyrir knatt-
spyrnumenn í Bolungarvík, sem
ætla að mæta ótrauðir til leiks í
fjórðu deildinni á næsta ári. ■
Ingi Björn og Bjarni Jóhanns velja sín landslið
Vígsluleikur Ungmennafélags
Bolungarvíkur og íslandsmeistaranna
vegi aö skoða val á landsliðinu og rýna í liðið. Eftir ágæt úrslit í
tveimur síðustu leikjum hlýtur krafa um sigur að vera réttmæt. í
gegnum tíðina hefur mörgum orðið hált á því að gagnrýna lands-
liðið, þeir hinir sömu hafa oftar en ekki verið sakaðir um niðurrifs-
starfsemi. En eins og þjálfari fyrstudeildarliðs sagði þá getur það
ekki gert illt að gagnrýna landsliðið, þetta er jú lið allra lands-
manna og það er engum greiði gerður með því að fjalla ekki um
það.
Það ber þó að hafa í huga að
að endingu velur einn maður lið-
ið, en til að velta upp öðrum
möguleikum fékk Pósturinn tvo
landskunna þjálfara, þá Bjarna
Jóhannsson og Inga Björn Alberts-
son, til að vejja sín landslið og
spá í spilin. í ljós kom að þeir
voru sammála um að velja ekki
þá Þorvald Örlygsson, Friðrik Frið-
riksson og Kristján Jónsson. Þá
vekur athygli að Hlynur Stefáns-
son hlýtur ekki náð fyrir augum
þeirra.
ÁSGEIR GAGNRÝNIVERÐUR
Þótt Ásgeir Elíasson sé um
margt hæfur þjálfari hafa ekki
allar gjörðir hans fallið í góðan
jarðveg. Hann hefur prufað ýmis-
legt, m.a. að spila með fjóra í
vörn, þriggja miðvarða kerfi o.fl.
Það er mál margra að Ásgeir
hefði átt að setja Óla Adolfs um
ári fyrr í liðið en hann gerði, þar
á meðai er Bjarni Jóhannsson.
„Tilkoma Óla gefur nýja vídd í
föstum leikatriðum eins og horn-
um og aukaspyrnum. Með sterka
menn eins og Óla, Sigga, Eyjólf
og Guðna mættum við leggja
meira upp úr því að hirða seinni
boltann frá þeim. Það vantar að
við vinnum betur úr seinni bolt-
anum.“ Væntanlega háir það Ás-
geiri að hann sér ekki nægilega
mikið til þeirra leikmanna sem
spila erlendis, hann hefur þó
verið duglegur að heimsækja
flesta landsliðsmennina. Annað
atriði sem vert er athygli er að
íslenska landsliðið ferðaðist um
hálfan hnöttinn til að spila við
Chile. Sá leikur var síðasti æf-
ingaleikurinn fyrir Svíaleikinn.
Ólafur Adólfsson var ekki einu
sinni valinn í hópinn en byrjar
svo inn á gegn Svíum. Þetta
þættu einhvers staðar léleg vís-
indi.
AUÐVELDARAí AÐ
KOMAST EN UR?
Andstætt reynslu Óla hefur
verið sagt um landsliðið að það
sé auðveldara í að komast en úr.
Fyrir mörgum er þetta eina
ástæðan fyrir veru Kristjáns Jóns-
sonar í landsliðinu. Leikmaður
fyrstudeildarliðs segir það í
máta undarlegt ef mið sé
tekið af þeim leikjum sem hann
hefur spilað undanfarið ár. Það
sé dularfullt að maður sem ekki
kemst i lið hjá Bodo/Glimt skuli
komast í landsliðið. Það er rétt
að Ásgeir þekkir vel til Kristjáns
og Kristján hefur þjónað vel,
hans tími er einfaldlega liðinn.
STEFNULEYSI HJÁ KSÍ?
Það skýtur skökku við að
Gunnar Oddsson, fyrirliði Leifturs,
sem reyndar stendur alltaf fyrir
sínu, skuli hafa verið annar af ný-
liðunum í landsliðshópnum fyrir
leikinn gegn Færeyingum. Gunn-
ar er vissulega feikigóður leik-
maður, en við eigum einfaldlega
betri menn í hans stöðu. Atla Eö-
valdssyni var skipt út úr Iandslið-
inu á sínum tíma því menn töldu
þörf á nyju blóði, aukinheldur
sem það var sagt að halfsentar
eins og Atli væru tímaskekkja.
Óli Adólfs er ekki ósvipuð týpa
og Atli og fáránlegt að hann skuli
ekki hafa fengið sénsinn fyrr.
Hann hefur sýnt að hann er fyili-
lega traustsins verður. Annað
sem vert er að skoða er að Friðrik
Friðriksson, sem gerði sig sekan
um algjör byrjandamistök gegn
ÍA á dögunum, er varamarkvörð-
ur íslenska landsliðsins. Væri
ekki nær að gefa yngri mönnum
tækifæri, eins og t.a.m. Þórði
Þórðarsyni, Ólafi Gottskálkssyni
og/eða Kristjáni Finnbogasyni?
Þótt súpermann sjálfur, Birkir
Kristinsson, verji markið, þá er
næsta víst að hann verður varla í
boltanum til eilífðarnóns. ■
brotnar
0 Patrice Loko, einn dýrasti og efnilegasti
leikmaður Frakka, sér nú fram á að þurfa
hugsanlega að sitja af sér tveggja ára fang-
elsisdóm aðeins örfáum vikum eftir að hann
skrifaði undir samning við Paris Saint
Germain. í ofanálag fékk Loko taugaáfall,
svo það lítur ekki beint út fyrir að hann
muni gera miklar rósir í fótboltanum næsta vetur.
Þessi 440 mílljóna króna
leikmaður er ekki á æfing-
um eins og félagar hans,
heldur er hann í sálfræði-
legri endurhæfingu eftir
taugaáfall sem fékk í kjölfar
þess að vera ákærður fyrir
Ííkamsárás, skemmdarverk
og ósiðlega framkomu. Skilj-
anlega hafa menn ekki
sömu trú á piltinum eftir
þetta og fyrir aðeins fáein-
um vikum.
í MEÐFERÐ HJÁ SÁL-
FRÆÐINGIFELAGSINS
Eftir handtökuna var
Loko vistaður á geðsjúkra-
álmu lögreglustöðvar í París
áður en hann var látinn laus
gegn tryggingu og í umsjá
framkvæmdastjóra Saint
Germain, Jean-Francois Dom-
erque.
Hinn 25 ára Loko, sem átti
stóran þátt í að gera Nantes
að meisturum á síðasta
tímabili og varð markahæst-
ur í frönsku deildinni með
22 mörk, reynir nú að taka
sig saman í andlitinu til að
geta farið með hinum nýju
félögum sínum að sækja
fyrrverandi félaga sína í
Nantes heim á föstudaginn
kemur. Domerque fram-
kvæmdastjóri og sálfræð-
ingur félagsins, sem tóku
ábyrgð á piltinum, segjast
ekkert geta sagt til um hvort
hann verður orðinn keppn-
isfær. Meðferðin sem hann
er í byggist á því að gera
Loko færan um að standa
undir þeirri frægð og vel-
gengni sem hann hefur mátt
baða sig í á undanförnum
árum, en sem virðist hafa
gersamlega kippt fótunum
undan honum á sama tíma.
w Loko klessu-
keyrði bílinn
sinn og eyði-
lagði í leiðinni
nýjan BMW. Síð-
an réðst hann á
þrjá lögreglu-
þjóna og girti
loks niður um
sig fyrir framan
kvenlöggu sem
ætlaði að taka af
honum skýrslu.
KEYRÐIA, LAMDILOGGU
OGGIRTINIÐURUMSIG
Loko var bjartasta von
Frakka allt þar til klukkan
þrjú aðfaranótt 20. júní síð-
astliðins þegar hann, eftir
rifrildi við bílastæðaþjón
fyrir utan vinsælan nætur-
klúbb í París, gereyðilagði
bílinn sinn og annan BMW
til viðbótar, réðst á þrjá lög-
regluþjóna og girti síðan
niður um sig fyrir framan
kvenlöggu sem ætlaði að
taka af honum skýrslu. Loko
sat í steininum næsta dag,
en þá héldu félagar hans til
Noregs að leika vináttuleik,
sem hann missti að sjálf-
sögðu af.
Formaður Saint Germain,
Michel Denisot, hefur sagt að
félagið muni standa með
Loko, en hann fær um 1,3
milljónir í laun hjá félaginu
fyrir hverja vinnuviku. Den-
isot segir að Loko þurfi frek-
ar á leiðsögn að halda en
refsingu.
EBFIÐIR SAMNINGAR
LOGÐUST A HANN
Þeir sem þekkja Loko
segja að sjá hefði mátt fyrir
að hann spryngi einn dag-
inn. Samningar Nantes og
Saint Germain gengu ein-
staklega erfiðlega fyrir sig
og Saint Germain hætti þrá-
faidlega , við á síðustu
stundu. Á þessum tíma fór
Loko til dæmis til heima-
bæjar síns, Sully sur-Loire,
að veita ungum drengjum
verðlaun fyrir frammistöðu
í knattspyrnuskóla.
„Hann virtist allur eins og
dreginn upp á þráð,“ segir
Marcel Leveillée, fyrsti þjálf-
ari Loko hjá bæjarliðinu.
„Hann var heltekinn af því
hversu illa samningar fé-
laga gengu og algjörlega
friðlaus."
Þegar samningamir voru
loks í höfn og hann spilaði
fyrsta leikinn með sínu nýja
félagi var honum skipt út af
þegar átta mínútur voru
liðnar af seinni hálfleik.
Hann var ekki í neinum
takti við leikinn.
ÆTLAOIAÐ REKA
LOGGUNA
Þegar hann kom til París-
ar var honum fenginn
Frontera-jeppi með drifi á
öllum hjólum. Hann fúlsaði
hins vegar við honum og
sagðist vilja fá sjálfskiptan
bíl.
Sami hroki gaus upp í
honum á lögreglustöðinni
þegar hann var handtekinn
í júní. Þar þrumaði hann yf-
ir lögreglumönnum að
hann skyldi sjá til þess að
þeir misstu vinnuna. Hann
þekkti ýmsa menn á réttum
stöðum til að fá því fram-
gengt.
Þetta hefði hann ekki átt
að segja, því hugsanlegt er
að ákæruatriði um að hafa
hótað að bola lögregluþjón-
um úr starfi verði bætt við
syndalista Loko. Þá gæti
hann þurft að sitja inni jafn-
vel lengur en tvö ár. ■