Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 19
!FI M MTmD'A*GUR~24TTJuÍrnr9*9’5' 19 \ Keanu fær hausuerk JOHIUniY MMEMOIUIC LAUGARÁSBÍÓ ★ í óræðri framtíð, á öðrum ára- tug næstu aldar, er heiminum skipt í tvennt: Meginþorri mann- kyns er lýður sem má éta skít og sætta sig við að sýkjast unnvörp- um af dularfullum taugasjúk- dómi (sem hlýst af því að tæknin er orðin svo yfirgengileg að and- rúmsloftið er ofhlaðið bylgjum). Hinir hafa það alveg ágætt, Óþarft ámlogg DOLORES CLAIBORME REGNBOGINN ★ Myndin hlunkast áfram í tvo klukkutíma og kortér, þá er mað- ur löngu búinn að missa meðvit- und úr leiðindum. Þegar þarna er komið sögu hefur heldur ekki neitt komið manni á óvart síðan í blábyrjun myndar, er Kathy Bates stendur með kökukefli yfir hausamótunum á vinnuveitanda sínum, farlama kerlingu sem er nýdottin niður stiga — hún reið- ir til höggs. En ekki lemur hún, enda er hún ekki sama sturlaða morðkvendið og í Misery, hinum Stephen King-þrillernum sem hún lék einu sinni í, heldur bara feit og einmana kona á miðjum aldri sem hefur verið grunuð um að hafa átján árum áður fyrirkomið fyllibyttunni eiginmanni sínum. íbúar í ljótu og leiðinlegu þorpi við sjávarsíðuna hafa kon- una að blóraböggli, unglingar gera að henni hróp og illgjarn lögreglumaður með bólgið nef, leikinn af Christopher Plummer, er að reyna að klína á hana að hafa myrt kerlinguna - - svona fyrst honum tókst ekki að loka hana inni fyrir að hafa kálað eigin- manninum. Nú kemur á vettvang dóttir konunnar sem er þunglynd, drekkur sig fulla og hakkar í sig pillur, en veit ekki af hverju. Þetta veit móðirin hins vegar vel, enda er það náttúrlega lausnin á „ráðgátunni" sem myndin snýst um. Til að undirstrika hversu þungt er yfir öllu er mikið af myndum af dimmu skýjafari og einmana mávum sem voka yfir eyðilegri strönd. Það er heldur ekki reynt að fríkka leikarana: Kathy Bates er þrútin í framan og gráhærð og það hvín í henni þegar hún talar. David Strathairn leikur eiginmanninn og er lág- stéttardóni af ömurlegustu sort. Dóttirin, Jennifer Jason Leigh er svartklædd, föl og baugótt. Eftir því sem myndin dregst á langinn sér maður betur hvað Ieikararnir eiga í agalegum brösum með að komast í gegnum þetta. Verst er þó Jason Leigh; hún getur ekki dulið hvað henni leiðist. Kannski hefði myndin skánað ef Kathy Bates hefði þrátt fyrir allt verið geðbiluð ofbeldiskona, eltandi alla með blóðugum köku- keflum. í staðinn þarf maður að sitja undir þreytandi alvöru- þrungnu innleggi í endalausa umræðu um kynferðislegt of- beldi, sjálfsagt vel meinandi — en það eru konurnar í Stígamót- um náttúrlega líka. -EGILL HELGASON svona mitt í allri hátækninni, og til að gæta þess að skítapakkið ráðist ekki inn í betri stofurnar hafa þeir fengið austurlenska vígamenn til að passa sig, al- gjöra þrjóta. Lágstéttin er afar illa þvegin og klippt, fremsti full- trúi hennar er lce T með rasta- greiðslu; hástéttin skartar vönd- uðum merkjafatnaði og snyrti- legum hárgreiðslum. Snyrtilegastur af öllum er Ke- anu Reeves, óvenju sléttur og felldur náungi. Hann er þó um margt viðsjárverður karakter; heilabúið á honum er nefnilega útbúið eins og öflugur tölvudisk- ur. Lifibrauð sitt hefur hann af því að fara í hættuferðir með heilann fullan af mikilvægum upplýsingum; í þetta skiptið er heilinn óvenju fullur og upplýs- ingarnar svo merkilegar að vandi er að finna neinn sem ekki ágirnist þær. Ekki bætir það úr skák að Keanu er með þrálátan hausverk af allri vitneskjunni - - raunar er það svolítið þver- sagnakennt að hugsa sér að heil- inn á náunga eins og Keanu sé að springa af viti, að minnsta kosti er ekki að sjá mikil merki um vitsmunalíf í augunum í honum. Annars er mestanpart um- horfs í heiminum eins og í Blade Runner, nema hvað öngstrætin eru ennþá sóðalegri. Áþekkt og þar er sumt fólkið líka endur- bætt með alls kyns vélarpörtum; tröllið Dolph Lundgren, sem stig- magnar gagngeran kjánaskapinn þegar hann birtist í hlutverki of- beldissinnaðs trúboða, er eigin- lega ekkert nema ál og plast. Bar- bara Sukowa, eftirlætisleikkona Fassbinders forðum, fær hins veg- ar það hlutverk að vera aftur- ganga í tölvuheimum, nokkurs konar tölvuvírus í mannsmynd. Að öðru leyti eru illmennin ská- eygir djöflar; komplexar Amerík- ana gagnvart Japönum ríða ekki við einteyming — fremur en til dæmis í Rising Sun. En Keanu má svo sannarlega eiga það að hann reynir, hann reynir svo átakanlegt er á að horfa, en þegar allt kemur til alls er hann eiginlega talsvert ófim- ari leikari en höfrungurinn Jones - - sem reynist vera tölvuséníið í myndinni (sic!). Kannski átti Ke- anu sínar fimmtán mínútur í Spe- ed og kannski eru þær liðnar. Eða verður honum fyrirgefið þetta, og þá í leiðinni að vera kannski hommi? -EGILL HELGASON KINA VEISUIR 06 PARTY FYRIRTÆKI - FJÖLSKYLDUR - STARFSMANNAHÓPAR Fiábæi maiui á qóöu vciði Okkar veislum fylgir ýmislegt til að skapa rétta stemmningu; M.a. spákökur - heitar handþurrkur kínversk stjörnuspeki á diskamottum og að sjálfsögðu prjónar og ofl. og ofl. Leitið tilboða - Sendum frítt heim. * i «1 1 \ i l Metnaður í matargerð Suðurlandsbraut 6 - Pantanasími 588 9899 - Fax 588 9997 Bréftil blaðsins Ég verð nú að leggja orð í belg eftir að ég las grein í Helg- arpóstinum fimmtu- daginn 17. ágúst síð- astliðinn undir fyrir- sögninni „Vill koma Tælendingunum burt“. Ég hélt að íslend- ingar væru ein af fá- um þjóðum sem væru þroskaðri en þetta, allavega státa þeir sig af því að hér ríki ekkert kynþátta- hatur. Mér finnst þetta til háborinnar skammar. Eru Tæ- lendingar ekki mann- eskjur eins og við þó svo að litarhátturinn sé dekkri? Er ekki meirihluti íslensku þjóðarinnar að rembast við að verða brúnn með óteljandi ljósatím- um? Hver er munur- inn? Ef ég væri Tælend- ingur væri ég hreyk- in af því að vera ekki íslendingur ef þróun- in stefnir eingöngu í þessa átt. Það ákveður eng- inn einn einstakling- ur hvernig hann lítur út, hvort sem hann er svartur, gulur, rauður eða hvítur. Við erum nú öll einu sinni manneskj- ur. R. Step.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.