Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 32
KÓPAVOGI OPNAR í SEPTEMBER AVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra var illa fjarri góðu gamni fyrir tveimur vikum síðan þegar veiðifélagar hans til nokkurra ára voru við veiðar í Haf- fjarðará. Þessi óformlegi hópur mun hafa farið til veiða í ánni nokkur síð- ustu ár í boði,leiguhaf- anna, þeirra Óttars Ing- varssonar hjá Útflutnings- miðstöðinni og PÁLS PÁLS- SONAR í Pólaris. Hópurinn var við veiðarnar í tvo daga og sagt vel hafi verið gert við menn í mat og drykk og ekkert til sparað. Meðal veiðifé- laga Davíðs munu vera JÓN SlGURÐSSON, fyrrver- andi ráðherra og bankastjóri Norræna fjárfestingabankans, VlLHJÁLMUR H. VlLHJÁLMSSON, tannlæknir, Haraldur Blöndal lögmaður, JÓN Steinar Guð- laugsson lögmaður, Karl Ósk- ARSSON hjá Bifreiðum og land- búnaðarvélum og Guðbjartur ÁSGEIRSSON skipstjóri. Þótt Dav- íð hafi ekki átt heimangengt að þessu sinni mun hann hins veg- ar hafa mætt í fyrrasumar. Þrátt fyrir að áin hafi verið full af laxi var hann tregur að taka og veið- in mun ekki hafa gengið nógu vel, en eingöngu er veitt á flugu í Haffjarðará. Veiðin mun þó hafa verið mjög góð í sumar enda áin taiin vera ein af betri laxveiðiám landsins og veiðileyf- in rándýr eftir því... Síðasta sunnudag mættu knattspyrnukapparnir í KR á Hótel Örk í Hvera- gerði til þess að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Gre- venmacher frá Lúxemborg. Leikurinn fór fram á þriðju- dag og sigraði KR nokkuð örugglega. Vistin á Örkinni hef- ur augsýnilega farið betur í læri- sveina GuðjÓns Þórðarsonar heldur en handboltalandsliðs- mennina sem dvöldu þar á með- an HM stóð, en Þorbergur Að- ALSTEINSSON sendi sína menn heim í faðm fjölskyldunnar þeg- ar Iandsliðið fór að tapa hverj- um leiknum á fætur öðrum. Vesturbæingunum líkaði vistin reyndar svo vel á Örkinni að þeir ætla að mæta þangað aftur á laugardag og gista nóttina fyr- ir bikarúrslitaleikinn gegn Fram á sunnudag... Greiddu atkvæði! 39,90 kr. mtnútan símanúmer frá 3. iúní 90-4-15-16 Síðast var spurt: Á að reka Ásgei landsliðsþjálfa\ I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 904 1516. Núerspurt: Á að einkavæða ríkisbankana? 1-Já 2. nei V«rfl tfflktmín Næsti PÓSTUR kemur út fimmtudaginn 31. ágúst.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.