Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR 17.15 Einn-X-tveir 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós Ef það er sjónvarp í helvíti þá er þetta á dagskránni. 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Ævintýri Tinna Svartey - seinni hluti 19.00 Matador Danskur framhaldsmyndaflokkur. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Nýjasta tækni og visindi Richterinn veltir vöngum. 21.00 Veiðihornið Veiðidella á lokastigi. Fínn þáttur hjá Pálma Gunnarssyni og Co. 21.10 Áflótta Prestur á flótta í landi þar guðs- menn eiga við óvinsældir að stríða. Bandarisk frá árinu 1947. Henry Fonda í aðalhlutverki. 23.00 Ellefufréttir FOSTUDAGUR 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Draumasteinninn 19.00 Væntingar og vonbrigði 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Kjól og kall 21.15 Lögregluhundurinn Rex Ætli Rex semji handritið sjálfur? 22.05 Brostnar vonir Bandarisk bíómynd sem segir frá stormasömu sambandi hjóna. 23.40 The Highwaymen Tónlistarþáttur með Kris Kristof- ferson, Waylon Jennings, Johnny Cash og Willie Nelson. 00.40 Útvarpsfréttir LAUGARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.55 Hlé 16.20 Heimsmeistaramót islenskra hesta 17.00 Mótorsport Tætum og tryllum. 17.30 [þróttaþátturinn Hitað upp fyrir bikarinn. 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Flauel 19.00 Geimstöðin 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.40 Hasar á heimavelli Ameriskur besserwisser húmor. 21.05 Draumaprinsinn Bandarísk bíómynd frá árinu 1994. 22.45 Valkyrjur Bandarísk mynd frá 1981. 00.35 Útvarpsfréttir SUNNUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.30 Hlé 15.00 Bikarkeppni KSÍ Fram og KR á Laugardalsvelli. 17.00 Amandaverðlaunin Norrænri kvikmyndaiðnaður verðlaunar sjálfan sig. Tár úr steini Ný ósýnd mynd eftir Hilmar Oddson er framlag (slendinga. 17.55 Atvinnuleysi Fimmti og síðasti þáttur. 18.10 Hugvekja Ekki veitir af. 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Ghana Dönsk barnamynd 19.00 Úr ríki náttúrunnar Flugnavatniö. 19.25 Rosanne 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Náttúrurminjar og friðlýst svæði 20.55 Til hvers er lífið? Flæmskur myndaflokkur í sex bútum. Fyrsti bútur. 21.50 Helgarsportið 22.10 Efri árin Bandarisk bíómynd frá 1993 um fylgifiska ellinnar. 23.30 Útvarpsfréttir Leiðarvísir Póstsins um lendurlUStllflífsíflS KAFFIBARINN Sjúskaöur en sjarmerandi og á góöri leið með að verða ódauð- legur, ekki síst fyrir einhverja lélegustu kvennasalernisaðstöðu sem um getur. Baltasar Kormákur bætir það upp, hafi maður hann í augsýn, má alveg halda í sér svolítið lengur. SIBERIA Heitur og umfram allt sveittur. Þeim sem ætla að leggja leið sína þangað er ráðlegt að fara léttklæddir. Nýjasti staðurinn í fjöl- breyttri skemmtistaðaflóru borgarinnar. Síbería er nánast eitt dansgólf (og það ekki stórt) og einn bar. Gestirnir eru flestir á aldrinum 20-25 ára og mæta svotil eingöngu til að dansa við glerharða danstónlistina sem glymur úr hátölurunum. Aðal- drykkurinn á barnum er vatn; en það er ekki af því að allir eru svo streit. ___ Eina athvarf harðra leðurjakkatöffara á landinu sem neita að láta skerða hár. Enda ræður þar ríkjum Sigurjón rokkhjarta Skæringsson, gallharður rokkari til margra ára, vel síðhærður og ávallt í einhverju fataplaggi úr leðri. Þetta er ekta búlla, sagði einhver og meinti það! I ASTRO Ekki mjög kræsilegur skemmtistaður en framúrskarandi veit- ingahús sem hefur opið fyrir mat til klukkan þrjú á nóttunni um helgar. Eigendur Astro mættu taka það til athugunar að vernda þá sem vilja borða síðla kvölds fyrir vafrandi fólkinu af efri hæð- inni, svona að minnsta kosti til klukkan eitt. Hægt að skapa frábæra klúbbstemmningu í Leikhúskjallaranum ef glansgallarnir og diskóljósin styngju ekki svona í stúf. Engu að síður skemmta misgamlir diskóaðdáendur sér þar mjög vel - sem er fyrir mestu. Þeim skal hins vegar beint á að nostalgían er að færast nær okkur í tíma, diskóið hefur verið á hraðleið út. HOTEL ISLAND Tvöfaldur asni, strípur og Ijós, segir allt sem segja þarf um þenn- an eina sveitaballastað í höfuðborginni. Höfuðvígi Björgvins Halldórssonar sem myndi ekki fara út þótt húsið hryndi. Bo á Hótel ísland eins og Frankie boy átti Las Vegas á sínum tíma. [pFl [£= Vanmetinn skemmtistaður í seinni tíð, einkum með það fyrir aug- um að þarna má dvelja langdvölum úti undir beru lofti undir ein- hverjum bestu yljurum landsins. Breytingin sem var gerð á staðn- um í vor var hins vegar ekki til bóta. Nýju salirnir eru alls ekki vel hugsaðir og eru soldið eins og kýli á góðu lókali. SOLON ISLANDUS Sólon Islandus er kjölfestan í kaffihúsakúltúrnum í Reykjavík og á örugglega eftir að lifa um ókomin ár. Á kvöldin breytist staðurinn í góðan bar sem hefur notið jafnra vinsælda. Gestirnir eru yfirleitt vel til fara og framkoma þeirra ákaflega settleg; enda varla annað við hæfi þar sem stórir gluggar Sólons gerir það að verkum að þeir sem eru þar innandyra eru nánast eins og til sýnis fyrir þá sem fyr- ir utan eru. KOFI TOMASAR FRÆNDA Þetta er heimavöllur þeirra sem leggja stund á boltaíþróttir. Þegar eitthvert lið ætlar að fagna sigri er farið á Kofann og staðurinn hertekinn. Kvenkyns gestir staðarins eru nánast eingöngu svokall- aðar íþróttagrúppíur þannig að þeir sem ekki eru keppnismenn eiga þar tæplega séns. TUNGLIÐ Ferill Tunglsins hefur í gegnum tíðina verið eins og rússíbana- ferð. Á bestu stundunum, á hæstu bungunum, slær enginn staður Tunglinu við. En svo koma niðursveiflurnar og þá er ömurlegt í Tunglinu. Núna er staðurinn einhvers staðar á miðri hæð og það er ómögulegt að segja hvort hann sé á upp- eða nið- urleið. Ný útgáfa af Spartacus Gay Guide segir að Kaffi list sé eina hommakaffihúsið í Reykjavík. Fastagestir staðarins skrifa þó seint undir þá lýsingu og er líklegra að fréttaritari handbókarinnar hafi ruglast eitthvað á ferð sinni hingað. Á Kaffi list sitja allir sem fastast við sitt borð, eða við barinn og reykja og drekka; og gera mikið af hvorutveggja. *§2 OÐAL Gamla Café-Rómance-liðið sem ekki er búið að yngja upp skemmtir sér manna best á Óðal, auk slatta af liði sem kom af Kaffi Reykjavík. Óðal hefur farið ágætlega af stað og var það óneitanlega nokkur lyftistöng fyrir Austurvöll og Austurstræti að fá staðinn þarna í staðinn fyrir diskópöbbinn Gullið sem var subbubúlla. w\ t HAFNARKRAIN Fyrst og fremst staður sterkra drykkja og gæfuleysis. Gestirnir eru flestir af sama sauðahúsinu; fólk sem kann sögur af glötuð- um tækifærum og róstursömu lífi. Á Hafnarkrána koma menn ekki til þess að skemmta sér heldur eingöngu til þess að drekka. SKUGGABARINN Fór glæsilega af stað en missti fljótlega flugið. Sem er eiginlega sorglegt því þetta er prýðis bar sem státar af súper góðum bar- þjónum og skemmtilegu umhverfi. <7 BOHIM Með tilkomu Café Bóhem tók Reykjavík enn eitt skrefið í átt að því að líkjast stórborgum úti í heimi. Þetta er eini nektardans- klúbburinn í Reykjavík og hér er enginn tepruskapur á ferðinni. Stelpurnar fara úr hverri spjör og nudda sér utan í gestina ef svo liggurá þeim. 7 BIOBARINN Má muna sinn fífil fegurri. Fáir staðir státa hins vegar af jafn- góðum bar og Bíóbarinn og bjórinn er hvergi betri. Staðurinn hefur undanfarnar vikur notið góðs af vinsældum Síberíu sem er í kjallaranum. Og nú má sjá stöku teknótæfur- og töffara í bland við harðsvíraða drykkkjumennina sem hafa ráðið þar ríkj- um síðustu ár. 1 ÍAl Róííl fej B X/ Er nú á þremur hæðum; Á neðstu hæðinni sitja hinir gagnkyn- hneigðu, á þeirri númertvö dansa þeir samkynhneigðu, en á þriðju hæðinni tryllast býflugurnar. <7 KAFFI REYKJAVIK Þarna ber vel í veiði, en það hefur hvorki með greind né fegurð að gera. Stemmningin er dálítið eins og á Calypsó, aðal skemmtistað Eyjamanna, því eins og þar skemmta margar kynslóðir sér saman á Kaffi Reykjavík. Fráskildir sækja staðinn grimmt og hvergi er lengri röð um helgar. Notalegur Lifandi tónlist Fínir Berir aö ofan Leiðinlegur Rómantískur Beib Kokkteilar Leður Rokk Bjór Fráskildir Trendy íþróttamenn Teknó Ekkert að gerast Dóp Baltasar Djass Sterkt Rauðvín

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.