Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 21
ystuna í leikmannakaupum? Ensku félagsliðin hafa verið að styrkjast mikið fjárhagslega und- anfarið ár, þökk sé auknum sjón- varpstekjum, fækkun í úrvals- deildinni og fleiri áhorfendum. Má sem dæmi nefna að sjón- varpstekjurnar einar færðu Ar- senal 200 milljónir króna í fyrra og heildaráhorfendafjöldinn í úr- valsdeildinni var 11.213.371 sem var það mesta í 14 ár. Allt þetta hefur eflt tiltrú stuðningsaðil- anna sem slást um að komast að hjá stærstu félögunum. Þetta hefur reyndar þau aukaáhrif að liðin óttast ekkert frekar en að falla! Sem er kannski eðlilegt, en nú segja menn að fjárhagslegur skaði af því að falla á milli deilda sé svo gífurlegur að menn hrein- lega teygi sig of langt til að kaupa sig frá falli. Óttast menn að sum félögin skaði sig til fram- búðar fjárhagslega með of mikl- um leikmannakaupum. GÍFURLEGA MIKIL- . VÆGT AÐ KOMAST I EVROPUKEPPIUINA Knattspyrnan hefur tekið við sér á ný eftir að ensk lið fengu aftur aðgöngu að Evrópukeppn- inni — sem var forsenda fyrir því að alþjóðlegar stjörnur fengjust yfirleitt til þess að leika með enskum liðum. Englendingar njóta virðingar fyrir hugarfarið gagnvart íþróttinni og enska knattspyrnan hefur ótvíræða sérstöðu þrátt fyrir að slakt gengi enska Iandsliðsins hafi ýtt undir gagnrýnisraddir um að Englendingar hefðu setið eftir. En viðreisnin nú sýnir að mikil þróttur er í ensku knattspyrn- unni. Ef marka má ummæli manna eins og Ruud Gullit og Dennis Bergkamp þá telja þeir sig ýmislegt geta lært af enskri knattspyrnu. Reyndar má flokka það undir kurteisi því fleiri eru á því að þeir færi ensku knatt- spyrnunni meira en þeir þiggja. Svo mjög að enski landsliðsein- valdurinn Terry Venables leggur leið sína á völlinn til að horfa á Gullit þó væntanlega hann átti sig á því að hann eigi ekki heim- angengt í enska landsliðið. En knattsprusérfræðingar hafa áhyggjur. Óttast menn að fót- boltabullurnar láti til sín taka og jafnvel svo að þær eru taldar hafa Evrópukeppnina næsta sumar í hendi sér — verða þeir til friðs eða ekki? Þá benda þeir jarðbundnari á að síður en svo sé séð fyrir end- ann á skandölunum; enn sé eftir að rétta í mörgum málanna og þá sé eins víst að lyfjamál reki á fjörur manna fyrr en seinna. Ouppgerð dómsmál á milli Alan Sugar, eiganda Tottenham, og Terry Venables landsliðsein- valds gera það að verkum að gera má ráð fyrir nýju réttar- drama í boltanum. Þá hafa sumir áhyggjur af því að þessi mikli fjöldi erlendra leikmanna dragi úr möguleikum þess að enskir efnispiltar vaxi úr grasi. „Sem stendur erum við greinilega ekki að hugsa til fram- tíðarinnar og ég velti því fyrir mér hvort við ættum ekki að setja kvóta á þá erlendu leik- menn sem fá að leika hér,“ sagði David Pleat, framkvæmdastjóri Sheffield Wednesday. Einn maður fagnar þessu öllu og það er landsliðseinvaldurinn Terry Venables. Hann telur að koma allra þessara gæðaleik- manna geti ekki annað en bætt ensku knattspyrnuna og um leið aukið möguleika landsliðsins á því að sigra í Evrópukeppninni á næsta sumri. Venables fer mik- inn þessa dagana og lætur gjarn- an mynda sig á Wembley-leik- vanginum þar sem úrslitaleikur- inn fer fram. Þar vonast Englend- ingar til að endurtaka leikinn frá því fyrir þrjátíu árum er þeir urðu heimsmeistarar. BYGGT A THE SUNDAY TIMES OG THE EUROPEAN. Hollendingar ætla að halda forystu sinni í Evrópuboltanum Ajax í stówæðum en Feyenoord freystir á Það var gífurlegt tilstand á heima- velli Feyenoord þegar Ronald Koeman mætti á sinn fyrsta heimaleik. Hann hafði víst vonast eftir hljóðlátri byrjun. Miðað við alla athyglina sem knattspyrnan í Englandi fær núna gætu menn haldið að lítið væri að gerast annars staðar. Þetta vilja Hollendingar ekki samþykkja. „Allir sem halda því fram að við séum að gefa eftir í barátt- unni hafa litla þekkingu á leikn- um,“ segir Louis van Gaal, þjálfari Evrópumeistara Ajax. „Þegar kemur að leiksskilningi og tækni getum við enn kennt flestum þjóðum heims nokkuð. Ég segi þetta ekki aðeins af því að Ajax vann Evrópumeistaratitilinn heldur einnig af því að önnur fé- lög í Hollandi leika gæðaknatt- spyrnu.“ Van Gaal vonast til þess að verða sigursælasti þjálfarinn í glæstri sögu Ajax og hefur sett stefnuna á fimm titla; tvo heima fyrir, tvo í Evrópu og svo heims- bikarinn. Til þess að þetta geti orðið þarf liðið að leika tvisvar í viku í vetur. Álagið verður gífur- legt og hefur Van Gaal beðið UEFA um að leikurinn um Evr- ópubikarinn (milli meistaranna og bikarmeistara) verði bara einn en ekki heima og heiman. „Við höfum einfaldlega ekki tíma til að leika tvo leiki.“ Ajax hefur misst þá Frank Rijka- ard sem hætti og Van Vossen sem fór til Istanbulspor. Þetta hefur hins vegar ekki komuð í veg fyrir að liðið valtaði yfir Liverpool, Real Zaragoza og Lazio í nýlegu æfingarmóti. Liðið byggir sem fyrr á ungum leikmönnum sem aldir eru upp hjá félaginu og fjár- festi aðeins í brasilíska miðverð- inum Marcio Santos sem liði keypti á 200 milljónir króna (3 milljónir dollara) frá Fiorentina. Leikmaður sem flestir eru sam- mála um að falli frábærlega að leikstíl Ajax sem reyndar hefur tekið upp leikstílinn 4-4-2 í stað 4-3-3 sem gafst svo vel. Aðalkeppinautarnir í Feyeno- ord keyptu Ronald Koeman heim og hefur hann leikið svo vel und- anfarið að menn tala um að landsliðssæti bíði hans nú ef hann vill. Hefur landsliðsþjálfar- inn Guus Hiddink tekið undir það. Vinsældir hans eru gífurlegar og mættu 50 þúsund stuðnings- menn til að horfa á fyrstu æfingu hans. „Eftir tryllingin á Nou Camp ætlaði ég að komast í ró- legra umhverfi — það ætlar lík- lega ekki að ganga eftir,“ sagði Koeman. Feyenoord hefur selt 17 þúsund ársmiða og vonast til þess að í það minnsta 35 þúsund manns komi á leiki liðsins í vet- ur. BYGGT ÁTHE EUROPEAN Deikfl þeirra ísjónmáli Ef einhver undrast viðbúnað liða um alla Evrópu, sem teygja sig langt þessa dagana við leikmannakaup og upp- byggingu valla, þá skýrist þetta allt af einu: Menn vita það að evrópska súperdeildin er handan við hornið. Enn hef- ur enginn treyst sér til að segja til um hvenær deildin verður að raunveruleika en sumir eru farnir að tala um árið 1998. í deildinni yrðu á milli 30 og 40 bestu klúbbar Evrópu þannig að ljóst er að fá lið eiga þar trygga aðgöngu. Hugsanlegt er að deildinni yrði að einhverju leyti svæðisskipt; í norður og suðursvæði þar sem liðin byrj- uðu á því að leika fimm leikl heima og heiman. Fyrir stuttu skrifaði framkvæmdastjóri Glasgow Rangers grein í The European þar sem hann lýsir því yfir að deildin verði að raunveruleika. Kveður hann það sína skoðun að liðin ráði við þetta ef alltaf verði spilað á miðvikudögum. Heimadeildina megi spila um helgar. Það sem stórliðin sjá við þetta eru gífurlegar sjónvarps- tekjur þar sem stórlið séu allt- af að mætast — hver leikur verði nánast ígildi úrslitaleiks Evrópukeppninnar sem þegar skilar sigurvegurunum hundr- uð milljóna króna. En ljóst er að þetta verður lokaður klúbb- ur risanna. Kristinn Björnsson, þjálfari Vals í knattspyrnu, hefur hótað forráðamönn- um félagsins að hætta þjálfun liðsins vegna meints samn- ingsbrots þess við Hörð Hilmarsson. egar Herði var vikið frá störfum var ekki gert upp við hann fjárhagslega og leitaði hann þá til Knattspyrnuþjálfara- félags Islands til þess að vinna í sín- um málum. Forráða- menn knattspyrnu- deildar Vals höfðu tjáð Kristni að þeir hefðu lokið við að gera upp við Hörð enda setti hann þau skilyrði sem meðlim- ur í Knattspyrnu- þjálfarafélaginu. Sem kunnugt er hef- ur Val gengið mjög vel eftir að Kristinn tók við af Herði og lítur jafnvel út fyrir að þeim takist að forða sér frá falli í aðra deild. í PÓSTIN- UM í síðustu viku var sagt frá því að ekk- ert hefði heyrst frá Knattspyrnuþjálfara- félagi íslands við brottrekstur Harðar Hilmarssonar frá Val. Bjarni Konráðs- son, formaður Knatt- spyrnuþjálfarafé- lagsins, segir það ekki rétt og segir að félagið sé mikið að vinna í málum Harð- ar og Vals...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.