Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 26
26 Fl M MTU D7TGU Rw2'477fGUST-1,99'51 kaltj MAKATIL- FLUTNINGAR Haustið er tíminn til þess að taka til í til- hugalífinu; ýmist I þeim tilgangi að skipta um maka ell- egar koma sér upp einum. Þó má ekki hugsa þá hugsun til enda þar sem haust kemur eftir þetta haust. Ástæðan fyr- ir axjóninni nú er að skammdegið læðist að okkur. Þeir sem voru einir í fyrra geta ekki hugsað þá hugsun til enda að vera án gæludýrs aftur í ár. Þeir sem eru hins vegar á mörkum sambandslita nú mega muna fífil þeirra fegurri. TENKÓ- HÁTÍÐIR eru ekki nema rétt ylvolgar á Is- landi. Því til sönn- unar er nýafstaðin Uxa-hátíð sem grátbólgin við- skiptahjörtu syrgja en reyna að klóra í bakkann með því að segja að aðeins um framtíðarfjár- festingu hafi verið að ræða. Teknó er heitt úti í heimi og án vafa á það eftir að skila sér á end- anum til Islands, en með framkvæmda- stjórn Uxa sannast hið fornkveðna; þeir njóta sjaldnast eldanna sem tendra þá. BEIB OG DUDAR Ef til vill er það þroskamerki hjá X- kynslóðinni að dud- ar og beib eru ekki lengur eins áber- andi meðal þessar- ar kynslóðar og áð- ur. Það er enda bú- ið að hampa þess- ari kynslóð svo lengi að hún hlýtur að fara að fá bæði andlega og líkam- lega fyllingu. Klass- ísk andagift og feg- urð er nú á hraðri uppleið á kostnað beiba og hins helm- ingsins duda sem aldrei hafa náð með góðu móti að skapa eina heild. Góðir skór vöðlur eða Á sunndaginn var hófst gæsaveiðitíma- bilið og óþreyjufullir veiðimenn sátu fyrir gæsum víða um sveitir landsins. Ein þeirra sem tóku þátt í veiðinni þennan fyrsta dag tímabilsins var Margrét Pétursdóttir, en hún er nú á fjórða ári í veiðimennskunni. Margr- ét hefur ásamt manni sínum, Sigurði Magn- ússyni, og fleirum, bækistöðvar á Hvoisvelli og gerir þaðan út á gæsina. Þau höfðu tvær gæsir upp úr krafsinu á sunnudaginn en veður til veiða var ekki hagstætt, rok og rigning. Pósturinn leitaði til Margrétar og fékk hjá henni góð ráð varðandi nauðsynlegan út- búnað til veiðanna. Hún varð fúslega við beiðninni og hafði á orði að ekki veitti af að auglýsa konur í skotveiði því þær væru allt- of fáar. í henni ur Hvað tekur veiðimaðurinn Margrét Pétursdóttir með sér á gæsaveiðar? Gott höfuðfat gjarnan lambhús- hetta eftir veðri Gæsaflauta lokkar að gæsir með réttu kalli Hundaflauta til að stjóma hundinum Skot þarf ekki mikið af skot um ef maður er góð skytta! Best hentar haglastærð tvö til fjög- Felugalli Goretex sem heldur vatni og vindi Vasaljós sumri er tekið að halla Bjami Hafþór Holcpason fréttamaður Hvaða orð eða setningar ofnot- arðu? „Það eru ýmis ljót biótsyrði sem ég, því miður, nota oft sem venjuleg lýsingarorð, til dæmis; „mikið djöfull er þetta fallegt,“ sem er náttúrlega ekki fallegt." Hverju sérðu eftir? „Ég man það ekki sem betur fer og ég hef það sem lífsspeki að reyna ekki að rifja það upp.“ Hvernig heldurðu að fullkomin hamingja sé? „Hún er í litlum augnablikum úti um allt, sem maður áttar sig aðallega á þegar þau eru um garð gengin." Hvað óttastu mest? „Að missa af vélinni norður til Akureyrar, sem þú ert nú um það bil að orsaka." Hvaða sögulegu persónu kanntu best við? „Pétur Þríhross í Heimsljósi Laxness er minn maður; dásam- legur út í eitt.“ Hvaða núlifandi persónu dáir þú? „Maður veit aldrei hverjir eru lifandi akkúrat núna.“ Hvaða núiifandi persónu fyrirlít- ur þú? „Mig langar að segja Eggert Skúlason á Stöð 2 en ætla ekki að gera það því við förum saman í veiðiferð eftir nokkra daga.“ Yfir hvaða hæfileikum vildirðu helst búa? „Ég minnist þess ekki að mig skorti neina hæfileika." Hvaða eign þína þykir þér vænst um? „Eiginkonuna og börnin; þetta er eign sem aldrei þarf að endur- meta og verður ekki afskrifuð." Hvar myndirðu annars staðar vilja búa? „Mér er alveg sama ef ég bara er ekki á vergangi." Hvað er það í eigin fari sem þú vildir breyta? „Ég er svo fjölgallaður að þetta er spurning um að endurfæðast í heild ef á annað borð á að fara út í breytingar." Hvað er það sem þú þolir ekki hjá öðrum? „ímyndanir um annað fólk. Mannskepnan er ánægjulega ófullkomin og á ekki að eyða orku sinni í ímyndanir um annað fólk.“ Hvernig nýturðu lífsins? „Jafnóðum." Hvert er uppáhalds ferðalagið þitt? „Ég ferðast um ísland hátt og lágt og ég hef farið í kringum hnöttinn. Styttri ferðalög, til dæmis út í bíl, heilla mig mest.“ Hvar og hvenær varstu ham- ingjusamastur? „Hverjir lesa þetta blað???“ Hvað kanntu best að meta í fari karlmanna? „Ég hef ekki spáð í farið á þeim.“ Hvað kanntu best að meta í fari kvenmanna? „Ég hef auðvitað spáð i farið á þeim en á erfitt með að svara spurningunni. Hverjir lesa þetta blað???“ Hvað eða hver er ástin í lífi þínu? „Ég á bara eina raunverulega ást. Ég kynntist henni í mennta- skóla og það brunnu allir rofar í höfðinu á mér pndanlega á skömmum tíma. Ég get aldrei orðið ástfanginn aftur og mér er alveg sama því hún giftist mér.“ Hvað heldurðu að þú verðir í næsta lifi? „Um það bil einn og níutíu en aðeins léttari en nú.“ Hvernig viltu deyja? „Helst hissa.“ Hvert er mottóið þitt? „Hver er sínum spurningum líkastur.“ Þú kemst ekki í qeqmim vikuna... ...nema ad þú fréttir af því að einhver hafi verid að ganga í það heilaga. ..Án þess ad vera gódur vid dýrin. Þad fer ad fenna og því fara þau hvað úr hvetju að fara inn í hús.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.