Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 2
2 PÓsturinn Útgefandi: Miðill hf. Ritstjóri: Sigurdur Már Jónsson Framkvæmdastjóri: Kristinn Albertsson Auglýsingastjóri: Öm Isleifsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Leiðari í úttekt í blaðinu í dag má lesa um það hvernig góð- mennska samfélags- ins hefur eyðilagt heilu kynslóðirnar. Með því að breiða náðarfaðm félags- kerfisins yfir fólk sem á í tímabundn- um erfiðleikum sviptum við fólkið lífskraftinum. Það el- ur síðan börn sín upp til að verða „fé- lagslegir kerfisfræð- ingar“ sem sjá þá einu möguleika sem í félagskerfinu felast. Þetta allt saman veit starfsfólk kerfisins sem daglega glímir við þessi mál. Það þorir hins vegar ekki að tjá sig um þau nema undir nafn- leynd. Þetta eru nefnilega skoðanir sem ekki má hafa uppi. Það verður að halda áfram að bjarga fólki í tíma- bundnum erfiðleik- um og skapa þannig langvarandi vanda- mál. Þessi peninga- austur hættir síðan að verða í neinum tengslum við raun- veruleikann. Alltaf má finna einhverja sem má gera betur við og þurfa á að- stoð að halda. Um leið fjölgar þeim sem ekki fá aðstoð vegna mistaka starfsmanna kerfisins sem aldrei sjá út yfir vandann. Pásturinn Vesturgötu 2, Reykjavík sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjóm: 552-4666 símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4777 Auglýsingadeild: 552-4888 símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 HelgarPósturinn kostar 250 kr. Áskrift er 800 kr. á mánuði ef greitt er með greiðslukorti en 900 kr. annars. llppleið/niðurleSð Ólafur Tómasson, Póst- og símamálastjóri, stekkur úr öskustónni og beint á toppinn. Eftir hringl fram og til baka meö símaskrána er hann hættur að hlusta á ráðvillta ráðgjafa sína. Þess í stað ætlar hann að taka mark á símnotendum og stefna gulu og bláu skránni I eina græna og væna. Helgi Hjörvar, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, er á hröðu flugi upp á við en honum tókst að slá I gegn í hugvekju Sjónvarpsins síðastliðinn sunnudag, af öllum stöðum. Æðstipresturinn I Efstaleiti hefur sjaldan verið gerður jafnhlálegur opinberlega af öðrum en sjálfum sér og þá í óskastund- inni hans, af öllum stöðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri er á uppleið. Nú stefnir í að hallinn á borgarsjóði verði „aðeins" einn milljarður króna í ár en það er miklu minna en gamla meirihlutanum 'tókst að eyða á ári á síðast liðnum fimm árum. Hallgrímur Helgason eftir að hafa slegið ráeki- lega í gegn i sumar. Hall- grímur héfur fyljt Kaffileik- rð þrisvar sinnum þar sem hann hefur farið með gamanmál en nú ætlar hann að fara að hita upp hjá einhverri hljómsveit úti á landi. Guðni Ágústsson þingmaður kemst sennilega ekki neðar, hver veit annars? Hann fær ekki dulið lengur hvað hann er spældur yfir að hafa ekki fengið að vera ráðherra og er á hraðri leið yfir í Þjóðvaka. Þoröir þú aö fara á einhvem Jeik á HM? \ FI ril Ivl Tú D AGu R 2477\G u ST 19 9 5 Nei, ég vissi að þeir enduöu allirí „jeiíinu". Veðréttaflutningar seg/r Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar, en hann hyggst ekki gefa útyfir- lýsingu til skýringar á „Svavarsleiðinni". Sigurður E. Guðmundsson: „Opinberar stofnanir mega helst ekkert gera, þá er það kallað spilling og ég tala nú ekki um ef þjóðþekktir stjórnmálamenn koma þar einhvers staðar nálægt." „Forsendurnar fyrir undanþág- unum hafa aldrei verið neitt óskýrar þótt þær séu metnar í hverju tilfelli fyrir sig. Ég hef þetta á minni hendi og ber ábyrgð á því. Þetta hefur ekki verið neitt vandamál,“ segir Sig- urður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnun- ar ríkisins, um veðréttarflutn- inga byggingarsjóðslána, sem nokkuð hafa verið til umræðu að undanförnu. Veðréttarflutning- arnir komust í hámæli þegar PÓSTURINN sagði frá því 3. ágúst síðastliðinn að Svavar Gestsson alþingismaður hafi fengið veð- réttinn á rúmlega þriggja millj- óna króna húsbréfaláni fluttan af fasteigninni Jöldugróf 10 yfir á eign Guðrúnar Ágústsdóttur, konu sinnar, að Ártúnsbletti II, Reykja- vík. Almenna reglan undanfarna áratugi í meðhöndlun byggingar- sjóðslána hefur hins vegar verið sú að lán hafa fylgt þeim eignum sem þau voru tekin út á og hvorki Jóni Guðmundssyni, for- manni Féiags fasteignasala, né öðrum fasteignasölum var kunn- ugt um frávik frá þessari reglu þegar blaðið leitaði til þeirra vegna málsins. Fjöldi fyrirspurna um veðréttarflutninga hafa bor- ist til fasteignasala í kjölfar þess að fyrirgreiðslan sem Svavar fékk hjá Húsnæðisstofnun varð opinber og telja þeir forsendur veðréttarflutninganna óskýrar. Sigurður E. Guðmundsson seg- ir ekki standa til að gefa út yfir- lýsingu af hendi Húsnæðisstofn- unar til frekari skýringar á for- sendum veðréttarflutninga. Hann nefndi engu að síður nokk- ur dæmi máli sínu til skýringar. „Til að maður taki slík erindi til athugunar þurfa að vera fyrir hendi knýjandi aðstæður. Það getur verið allt mögulegt. Það hefur til dæmis komið í ljós að sumum gömlum konum er ekki vel við að lán hvíii á íbúðum sín- um. Maður hefur tekið því af skynsemi og með raunsæi eftir þvf sem aðstæður hafa leyft. Stundum hafa íbúðir eyðilagst og fólk hefur ekki verið tilbúið til að greiða upp lánin. Gott og vel, þá hefur maður ef til vill fallist á að flytja þau yfir á aðrar íbúðir. I öðrum tiivikum hafa íbúðir verið rifnar af sveitarstjórnum og fólk hefur verið búið að fá lán út á þær. Það hefur beðið um að fá að halda lánunum og þá hefur mað- ur ef til vill fallist á það. Þetta er það sem mér kemur helst í hug í augnablikinu." Hvort einhver þessara for- senda ættu við varðandi fyrir- greiðslu Svavars vildi Sigurður ekkert segja. „Ég hef lýst því yfir áður að það er ekki til umræðu að skýra frá því hvaða afgreiðslu ákveðnir einstaklingar fá hér. Ég lít þannig á að ég sé bundinn þagnarskyldu þar að lútandi og hegða mér samkvæmt því.“ Hann vísar einnig á bug öllum ásökunum fasteignasala um að fyrirgreiðslan sem Svavar fékk beri mark um spillingu innan Húsnæðisstofnunar. „Opinberar stofnanir mega helst ekkert gera þá er það kall- að spilling og ég tala nú ekki um ef þjóðþekktir stjórnmálamenn koma þar einhvers staðar ná- lægt. Það er ekki mitt að útskýra hvað það er sem einhver fast- eignasali kallar spillingu.“ Aðspurður hvort ekki sé óhentugt að meta beiðnir um veðréttarflutninga í hverju ein- stöku tilfelli sagði Sigurður: „Það er ekki hægt að setja regl- ur um allt í lífinu, það er ekki nokkur leið. Það verður að vera hægt að treysta forráðamönnum stofnana og fyrirtækja til að leysa úr aðsteðjandi vandamál- um.“ Lalli Jones Götuleikhús borgarstjórans íslendingar eru sérfræðingar í vandræðalegum uppákomum en hallærislegast af öllu er þegar við reynum að hefja upp suð- ræna karnivalstemmningu götu- leikhússins. Slíka kaótíska stemmningu mátti sjá við vígslu Hins hússins sem nú hefur tekið sér bólfestu í Geysishúsinu. Vígslan fór fram á afmælisdegi Reykjavíkur 18. ágúst og borgar- stjórinn mætti. Augljóslega var atburðurinn af ættkvísl uppá- koma „happenings" þar sem þátttakendur mættu í sínum furðubúningum og vonuðust til þess að rættist vel úr öllu. Fyrst heyrði maður gól og síð- an birtist eldgleypir á þaki Geys- ishússins. Utan á húsinu stóðu nokkrir unglingar í furðufötum og á meðan voru slökkviliðs- menn að reisa við stigann á gömlum slökkviliðsbíl. Utan á bílnum stóð vísir að kór ungra pilta sem tónaði misfalskar lag- línur og gætti þess vandlega að detta ekki inn í lag sem hafði hvorki upphaf né endi. Inni í áhorfendafjöldanum sást borg- arstjórinn kyssa heilbrigðisr- áherrann og nokkrar konur sem höfðu meikað það inn á þing eða í borgarstjórn. Þær voru allar mjög glaðar og héldu hópinn um stund og fögnuðu nýjum liðs- manni á mínútufresti. Það var greinilega föstudagur í þeim og þær voru á leið í gott kokkteil- boð sem augljóslega bjargaði deginum. Nú var búið að reisa við stig- ann og var þá eldgleypinum bjargað af þakinu. Þegar hann kom niður brunaði lúðrasveit út úr Geysishúsinu og lék lagið „Hér kemur lúðrasveitin" og renndi sér út á Ingólfstorg. Tveir krakkar utan á húsinu byrjuðu að dansa nokkur spor en hættu við þegar þau sáu að enginn hinna nennti því. Þar hélt borg- arstjórinn ræðu sem var ekki eins fyndin og þegar Davíð hélt borgarstjóraræðurnar en Ingi- björg er þó miklu skýrmæltari. Það var mikið að gera hjá Hlölla og í ísbúðinni. Það var augljóst að allir voru með í þeirri von að eitthvað sniðugt mætti lesa út úr þessu. Hvert og eitt atriði hafði augljóslega ekki merkingu tengda hinum atriðunum. Eina vonin var því í raun sú að eitt- hvert mynstur kæmi í ljós á gervitunglamyndum. Þeir sem voru á Ingólfstorgi gátu í það minnsta ekki séð neina merkingu út úr þessu. Ef einhver hefði ver- ið spurður að því hvað hann væri að gera þá hefði viðkom- andi líklega ekki getað svarað því. En svona er þetta; ef þú hef- ur ekki hæfileika til að stunda list þá skaltu ganga í götuleik- hús. Þar færð þú að taka þátt í listinni án þess að neinn geri kröfu til þess að þú hafir neitt fram að færa — aðalatriðið er að vera með. lalli jones

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.