Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 24.08.1995, Blaðsíða 6
HM '95 á Islandi — klúður ársins? jölmidlar Stjörnuskin Það fór lítið fyrir klausunni í Morgun- blaðinu í gær þegar sagt var frá skelfileg- um dómi á geisla- disksútgáfu á Aidu í flutningi Kristjáns Jó- hannssonar. í raun var dómurinn svo harður að hann hefði verð- skuldað sérstaka um- fjöllun en hann er mjög á skjön við þá einhliða og barna- legu mynd sem gjarn- an er dregin upp af frama Kristjáns er- lendis. Þetta minnir mig hins vegar á það dauðahald sem ís- lenskir fjölmiðlar gjarnan halda í frægðarferil landans erlendis. Oftast nær er viðkomandi einn um að mata fjölmiðl- ana og er frægt í því sambandi þegar ónefndur atvinnu- maður í knattspyrnu með erlendu liði sendi gjarnan heim miklar frægðarlýsing- ar af sjálfum sér og skipti þá engu hvort hann spilaði eða ekki; alltaf stóð hann sig best. Frægðin er hins vegar viðkvæmt mál og stórlyndir menn eins og Krist- ján og hans fjöl- skylda hafa aldrei tekið því þegjandi ef hallar á frægðina. Er mér til dæmis minn- isstætt þegar ættingi Kristjáns fyrir norð- an bauðst til að keyra suður og henda mér út um gluggann sem ég sat þá við vegna ein- hverrar greinar sem birst hafði í Pressunni sálugu. Skipti litlu þótt ég reyndi að bjarga lífinu með því að benda á að ég hafði ekki skrifað greinina. En þessi of- urviðkvæmni og þjónkun stórra miðla eins og Morgunblaðs- ins og Stöðvar 2 hafa gert það að verkum að „stjörnur" okkar skína aðeins hér heima. SIGURÐUR MÁR JÓNSSON „Framkoma þeirra í minn garð hefur verið mjög sérkennileg svo ekki sé meira sagt," Nú þegar þrír mánuðir eru liðnir frá lokum Heimsmeistara- keppninnar í handbolta á íslandi logar allt í illdeilum. Fram- kvæmdanefnd HM ‘95 hefur kært Halldór Jóhannsson, eiganda Ra- tvís, sem sá um miðasölu á HM, til RLR fyrir fjárdrátt. „Ástæða kærunnar er sú að Halldór hefur ekki gert skil á þeim greiðslum sem hann hefur innheimt vegna miðasölunnar og ekki sýnt fram á að þær fjárhæð- ir séu til staðar. Við lítum alvar- legum augum að þessum pening- um sé ekki skilað,“ segir Helgi Sigurdsson, lögmaður Fram- kvæmdanefndarinnar. „Inni á bankabók í Sparisjóði Mývetninga sitja 20 milljónir í beinhörðum peningum, sem ég lagði fram sem tryggingu á sín- um tíma, auk trygginga bæjarins, þannig að þarna eru 40 milljónir í tryggingum," segir Halldór sem hefur véfengt uppgjör HSÍ. Hall- dóri og HSÍ ber ekki saman um nokkur uppgjörsatriði og Hall- dór segir jafnvel spurningu um hvort hann eigi ekki eitthvað inni hjá þeim vegna vanefnda. Halldór bætti við að starfsmenn HSÍ hafi ekki viljað ræða við sig um sínar kröfur af neinni sann- girni og hafi á stundum látið mjög dólgslega við sig og sitt starfsfólk. „Framkoma þeirra í minn garð hefur verið mjög sér- kennileg svo ekki sé meira sagt,“ bætti Halldór við. MISMUIUAniDI REIKIU- iniGSAÐFERÐIR Deilur Halldórs og Fram- kvæmdanefndar HM standa um útreikninga við miðasölu. Þeir sem vel til þekkja segja að HSÍ hafi verið búið að koma upp skotheldu kerfi. Allir miðar voru númeraðir og dagsölu hvers dags var skilað í viðskiptabanka sambandsins. Þetta gekk eftir í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópa- vogi. Á Ákureyri var dagssölu skilað jafnt og þétt til að byrja með, en að endingu mun dags- salan ekki hafa skilað sér og þarna sé komin undirrót mála- ferlanna sem nú eru að hefjast. Samkvæmt samningnum sem Halldór og nefndin gerðu með sér átti Halldór að fá 5 milljónir þegar miðasalan næði 80 milljón- um og aðrar 5 milljónir við 100 milljóna króna markið. Halldór segir að miðar hafi verið seldir fyrir um 100-110 milljónir, en for- ystusveit HSÍ telur þá upphæð mun lægri, eða nálægt 90 millj- ónum. HSÍ segir að Halldór hafi ekki gert skil á öllum þeim pen- ingum sem komu inn í kassann. KLÚÐUR FRÁ UPPHAFI TIL EIUDA Það er nokkuð ljóst að HM ‘95 verður rekið með tapi. Hversu miklu er erfitt að segja til um að svo stöddu. Heimildarmenn Póstsins telja að ekki sé hægt að kenna neinu einu um. Ratvís hafi verið eina ferðaskrifstofan sem gat lagt fram nægilegt trygginga- fé og því HSl nauðugur einn kost- ur að semja við Halldór. Aðrar ferðaskrifstofur voru hins vegar mjög fúlar yfir einkaleyfisveit- ingu Halldórs og voru ekki liðleg- ar honum og hans fólki. Bókun- armiðstöðin, sem er í eigu Úr- vals Útsýnar, Samvinnuferða Landsýnar og Ferðaskrifstofu ís- lands, tók til dæmis frá allt hótel- rými á stór-Reykjavíkursvæðinu og Akureyri í október ‘94. í lok febrúar 1995 var hins vegar til nægt hótelrými. Þessi vinnu- brögð eru mjög sérkennileg og eru ekki líkleg til að laða að. Þetta varð til þess að á besta sölutíma erlendis var allt hótel- rými upppantað. Tilhögun sölu á miðum til íslendinga var með þeim hætti að erfitt var fyrir venjulegt fólk við að eiga. Miða- verð var einfaldlega of hátt. Einnig hafi tíðar útsendingar Sjónvarps sett strik í reikning- inn. Þeir sem til þekkja segja út- spil Ólafs B. Schram, formanns HSÍ, þegar hann kom fram í sjón- varpinu og sagðist vera að hugsa um að hætta við keppnina, hafa verið ákaflega vanhugsað. Eftir það hafi komið upp neikvæðir tónar sem voru ansi lífseigir. SETID VID SJOIUVARPIÐ Til að fá að halda keppnina urðu HSÍ-menn að sjá til þess að keppnin yrði tekin upp. Þegar HSI fór fram á það við RÚV að taka upp keppnina settu þeir það skilyrði upp að þeir mættu sýna beint þá leiki sem þeir vildu. Þetta ákvæði nýttu þeir sér svo til hins ýtrasta og rúm- lega 30 leikir voru sýndir beint. Þetta hafði svo mikil áhrif á að- sókn á leikina. Ólafur Schram tel- ur frammistöðu íslenska liðsins og fjölda beinna sjónvarpsút- sendinga helstu ástæður dræmr- ar aðsóknar landans. ÖRFÁIR SEM KOMU AÐ UTAIVI GAGMGERT A KEPPMIIUA Fjöldi erlendra keppenda og forráðamanna var í kringum 500 manns. Erlendir blaðamenn voru um 400 og túristar sem komu gagngert á keppnina voru nálægt 300. Þessa dagana er Ferðamálaráð, með Magnús Ás- geirsson í broddi fylkingar, að kanna hvernig til hafi tekist með markaðsetningu HM ‘95. Von er á niðurstöðum með haustinu. Jafnvel verstu hrakspár um fjölda erlendra ferðamanna brugðust algerlega, en hvers vegna? „Það er ekkert launungarmál að miðasala á HM gekk verr en áætlað hafði verið. Miklu færri komu til landsins á keppnina en til stóð,“ segir Halldór Jóhanns- son. Halldór segir háu flugverði til landsins og almennri dýrtíð um að kenna að hluta. Það sé umhugsunarvert að á meðan ferðir til landsins frá Luxemburg hafi verið seldar fyrir um 50 þús- und, sem apex-fargjöld þá bjóð- ist íslendingum nú ferðir um hvippinn og hvappinn fyrir um 20 þúsund. Hjá Svíum var tals- verður áhugi á að koma til lands- ins en þeir höfðu ekki áhuga á að borga 40 þúsund krónur fyrir flugið. Það er athyglisvert að á knattspyrnulandsleik íslands og Sviss í forkeppni EM komu um 1500 áhorfendur frá Sviss. Það er töluvert fleiri áhorfendur en komu til samans á HM ‘95. LOKAUPPGJÖR EKKI EMM TILBUIÐ Að sögn Hákonar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra HM- nefndar- innar, er verið að skoða fjárhags- lega afkomu keppninnar þótt ekki sé enn búið að gera keppn- ina upp, ýmislegt sé ógert enn. Til dæmis er uppgjöri Ríkissjón- varpsins og HSÍ ekki enn lokið. Þess má geta að Rudy Glock, gjaldkeri Alþjóðasambandsins, var staddur hér á landi ekki alls fyrir löngu og, eins og Hákon orðar það, „kvittaði á ýmsa pappíra sem kemur sambandinu við, eins og kostnað við alþjóða- sambandsmennina, miðasölu og fleira“. Það er ljóst að tap af HM lendir á HSÍ og eins og staðan er á þeim bæ gæti það orðið bana- biti sambandsins sagði heimilda- maður Póstsins innan handknatt- leikshreyfingarinnar. Debet Kredit „Aðalkostur Baltasars er hvað hann er helvíti skemmtilegur og hvað það er gífurlegur kraftur í honum,“ segir Ingvar Þórðarson, hjá Flugfíélaginu Lofti. „Einn af stóru kostum Baltasars er hvað hann getur verið einbeittur í starfi,“ segir Kristjana Samper, móðir Baltasars. „Hann þekkir takmörk sín, veit hvað hann veit og veit hvað aðrir vita betur en hann. Það er of- boðslega stór kostur, eftir að hafa unnið með mönn- um sem halda að þeir viti og kunni allt og hlusta ekki á aðra,“ segir Davíð Þór Jónsson, félagi. „Hann býr yfir miklum persónutöfrum og er fjölhæfur og kraftmikill listamaður. Hann gerir vel það sem hann tekur sér fyrir hendur," segir Heiðrún Anna Björnsdóttir, fyrrver- andi kærasta. Baltasar Kormákur „Hann er betri hestamaður en ég," segir Ing- var Þórðarson. „Hann getur ekki einbeitt sér að neinu öðru á meðan," segir Kristjana Samper. „Hans stærsti galli er að hann er ekki og verður aldrei Hafnfirðingur. Auk þess á hann við sína ka- rakterbresti að striða eins og allir góðir lista- menn. Aðrir þekkja þá betur en ég," segir Davíð Þór. „Hann þyrfti sennilega fleiri en 24 tíma í sólarhring. Ég held að hann gleymi að hvíla sig," segir Heiðrún Anna Björnsdóttir. BALTASAR KORMÁKUR HEFUR GJARNAN SÝNT HÆFILEIKA SlNA í LEIKHÚSUNUM. SÍÐAST LEIKSTÝRÐI HANN VEL HEPPNUÐUM SÖNGLEIK, ROCKY HORROR.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.