Helgarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 5
Byggt þrátt fyrir mótmæfi íbuanna,------------ r« „Eins og rottur í búrl segir Magnús Sigmundsson, talsmaður þeirra íbúar á Laugavegi 24a og b við grunninn að fjölbýlishúsinu á Klapparstíg 35. „Maður verður eins og rotta í búri,“ segir Magnús Sigmundsson tónlistarmaður, einn íbúanna á Laugavegi 24a, en byggingar- nefnd hefur tekið ákvörðun um að heimila Gerpi hf. byggingu átta íbúða fjölbýlishúss á Klapp- arstíg 35 þrátt fyrir áköf mót- mæli húseigenda og íbúa í nær- liggjandi húsum. Undanfarin ár hafa verið bíla- stæði á lóðinni, sem er við hlið- ina á versluninni Hamborg. Eftir að Gerpir hf. óskaði heimildar til að byggja áðurnefnt fjölbýlishús sendi byggingarfulltrúinn í Reykjavík húseigendum í ná- grennlnu upplýsingar um fyrir- hugaða framkvæmd, samkvæmt reglugerð um svokallaða grennd- arkynningu. í regiugerðinni segir meðal annars að áður en leyfi sé veitt fyrir nýbyggingu skuli ná- grönnum, sem byggingarnefnd telur að eigi hagsmuna að gæta, gefinn kostur á að tjá sig um fyr- irhugaðar framkvæmdir. Sigurður Helgi Guðjónsson lög- maður sendi Magnúsi Sædal Svav- arssyni byggingarfulltrúa bréf fyr- ir hönd húseigenda í kjölfar grenndarkynningarinnar, þar sem byggingu fjölbýlishússins er mótmælt harðlega. Segir í bréf- inu að umræddir húseigendur telji að fyrirhuguð bygging rýri verulega verðmæti og notagildi eigna þeirra og þeim sé með öllu óskylt að una við það. Telja þeir að fjölbýlishúsið muni byrgja fyrir sól svo og útsýni frá eignum sínum, auk þess sem aðkoma að þeim takmarkist við port um Laugaveg. Erindi íbúanna var tekið fyrir á fundi byggingarnefndar 27. júlí þar sem mótmælum íbúanna var hafnað og var samþykkt bygg- ingarnefndar staðfest af borgar- ráði 1. ágúst. Magnús Sædal byggingarfulltrúi er fram- kvæmdastjóri byggingarnefndar. Hann segir nefndina ekki hafa talið mótmæli íbúanna eiga við rök að styðjast og fagleg sjónar- mið hafi ráðið ferðinni við ákvörðun hennar. „Mér finnst stundum að fólk haldi að mót- mælin séu tekin og þeim hent út í horn, en það er alls ekki rétt,“ segir hann. „Það er farið vand- lega yfir öll mótmæli, því það er hlutverk byggingarnefndar að vinna samkvæmt reglugerðinni. Það er mjög auðvelt að sækja mál, hafi byggingarnefndin brot- ið á þessum rétti, vegna kæru- möguleikans til umhverfisráðu- neytisins. Þess vegna hljótum við að vanda afgreiðslu okkar eins og kostur er til að verða ekki heimaskítsmát.“ Framkvæmdir við fjölbýlishús- ið á Klapparstíg 35 hófust 21. ág- úst og telja íbúarnir þær stað- festingu á að þeir hafi verið sviptir réttinum til að mótmæla. I gær sendu þeir kröfu til bygg- ingarfulitrúa þess efnis að þær verði stöðvaðar innan þriggja daga og áskilja sér rétt til að skjóta málinu til umhverfisráð- herra. íbúarnir óska svars bygg- ingarfulltrúa innan þriggja daga og berist það ekki hyggjast þeir leita tii dómstóla til að fá frekari framkvæmdir stöðvaðar. Þá hafa þeir kynnt umkvartanir sínar fyr- ir borgarstjóra. Sími: 551 0100 Vift bjóöum: Morgunmat frá kl. 08:00 - 11:00 Hádegishlaðborð frá kl. 12:00 Franskar pönnukökur með fyllingu að eigin vali Ótrúlegt úrval af kökum og tertum Sjávarréttahlaðborð frá kl. 18:00 Veitingastjóri: Stanisias Bohic KRAMHUSIÐ ■ Kripalu jóga ■ Tónmennt 4-6 ára ■ Leiksmiója 16-20 ára ■ Bakleikfimi ■ Karlaleikfimi ■ Salsa ■ Argentískur tangó ■ Afró og kalypso ■ Jassdans 7-9 ára ■ Leiklist 4-6 ára ■ Alexandertækni I Leiksmi&ja ■ Músíkleikfimi ■ Tai chi ■ Leiklist 10 - 12 og 13 - 15 ára ■ Myndlist 7-9 ára ■ Jassdans 10-12 ára ■ Leiklist 25 - eldri ■ Chi - kung Námskeiðin hefast mánudaginn 11. september u Innritun stendur yfir í símum 551 5103 & 551 7860 ' ........................................................................ ummæli ÞAI) MÁ ALLTAF FÁ OPIIERLM „Ég myndi ekki slá lán út á þessi seiði, í það minnsta ekki strax." JAK0B JAK0BSS0N FISKIFÆLA. HIIMRSMII FER „Fyrir þremur ára- tugum var Jón Bald- vin í Alþýðubandalag- inu. Þá var Ólafur Ragnar í Framsókn eða eðalnámi úti í Bretlandi, Jóhanna í Alþýðuflokknum og Össur í barnaskóla." ÚLFAR Þ0RMÓÐSS0N SEM ALDREI HEFUR SKIPT UM SK0ÐUN. SEMSAIíT; EI^íKASLYS „Mér finnst þetta fáránleg niðurstaða. Þar er eins og um- ferðarslys eigi að vera einkamál þeirra sem lenda í slysum." Þ0RGEIR Þ0RSTEINSS0N LÖGREGLUSTJÓRI. AFÍiLIÍIST Vl\L „Ef ég fæ ekki bolt- ann geri ég ekkert.“ JURGEN KLINSMANN B0LTAMAÐUR.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.