Helgarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 31
MTHD7fG0R~7rSEPTEMBER~Ír9T9'5 31 íarwi STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ MYNDLISTAR- MAÐUR UM MYNDINA AF SJÁLFUM SÉR: „Það er eitthvað einkennilegt, trú- arlegt yfirbragð yfir manninum á myndinni en hún er sennilega tekin á safni einhvers staðar í Asíu eða í klaustri í Tíbet. Maðurinn virðist vera á mörkum þess að vera í hugleiðslu- ástandi en brosið á vörum hans býr bæði yfir dulúð og fullvissu. Hann lít- ur niður á við og það mætti ætla að hann vilji ekki að aðrir taki eftir því sem hann er að horfa á. Það er ekki laust við að einhver pervertsjón sé falin í augnatillitinu og hann sé bú- inn að finna það sem hann hefur leit- að lengi. Ef til vill gerir hann sér loks grein fyrir að hann er með báða fæt- ur á jörðinni. Hann ætlar að fara að taka mynd af því til að setja hana upp á vegg heima hjá sér. Myndin á veggnum fyrir aftan hann gæti allt eins verið geislabaugur." Þórarinn Eyfjörð leik- stýrir „í djúpi dag- anna" eftir Gorkí, sem sýnt er í Lindarbæ þessa dagana. „Norðanmanni nærð þú ekki verkfæralaus" Hvaða orð eða setn- ingar of- notarðu? „Já og nei." Hver er besta leik- sýning sem þú hefur séð? „ M a r g a r góðar, til dæmis Ein- leikið með Þráni Karlssyni og Hamlet á Lilia The- ater í Helsinki." Hvað óttastu mest? „Börnin mín." Hvaða persónu í mannkynssög- unni kanntu best við? „Gutenberg." Hvaða núlifandi persónu fyrirlítur þú? „Spurningin er ekki svaraverð." Hvað er það i eigin fari sem þú vildir breyta ? „Breytilegt." Hvað er það sem þú þolir ekki hjá öðrum ? „Undirferli og óhreinskilni." Hvar og hvenær varstu hamingju- samastur? „22.12 1982, 25.04 1989 og 30.05 1995." Hvað kanntu best að meta í fari karlmanna ? „Vitsmunalega hreinskilni í bland við fjalla- og veiðidellu ásamt óslökkv- andi lífsþorsta." Hvað kanntu best að meta í fari kvenmanna ? „Óslökkvandi llfsþorsta ásamt vits- munalegri hreinskilni í bland við veiði- og fjalladellu." Hvað eða hver er ástin í lífi þinu? „Konan mín, börnin og mamma." Hvað heldurðu að þú verðir í næsta lífi? „Ferðalangur á hinum eilífu veiðilend- um." Hver er besti leikarinn á íslandi í dag? „Þessa dagana eru þeir 17." Hvernig viltu deyja ? „Sáttur." Hvert er mottóið þitt? „Norðanmanni nærð þú ekki verk- færalaus." Jet Black Joe LAUGARDAGUR Rúnar Júlíusson og Tryggvi Hubner flottir á Blúsbarn- Karma sem ku hafa slegið í gegn á Þjóðhátíð í Eyjum leikur fyrir dansi á Hótel íslandi um helgina. Gleðigjafarnir taka svo eftir RúRek á Hótel Sögu. Galíleó galar á Gauknum, annað kvöldið í röð. Jón Ingólfsson í hægagangi á Fógetanum í kvöld. Nuno og Milljónamæringar halda uppteknum hætti þrátt fyrir breyt- ingar á Ommu Lú. Hjörtur Howser og allt hans komp- aní á Sólon Islandus. Diskó og karokie, geri aðrir betur, á Tveimur vinum í kvöld. SUNNUDAGUR Teitur Guðnason tekur að sér að vera á Fógetanum í helgar- lok. SVEITABÖLL Hafurbjörninn, Grindavík Jet Black Joe vakna úr dvala og halda órafmagnaðir hring- inn í kringum landið, eins langt og þeir komast. Þeir verða í Grindavík á föstu- dagskvöld. Diskó verður eftir að einkascunkvæmi lýkur um miðnætti á Tveimur vinum. Á meðan aðrir spila eru Jet Black Joe í hvíld og meðan aðrir tengjast aftengjast Jet Black Joe. Hvers vegna? Á því eru einfaldar skýringar. Því heldur Gunnar Bjarni Ragnars- son, aðalsprauta sveitarinnar, að minnsta kosti fram. „Það bara þróaðist svona í sumar,“ sagði hann er hann svaraði fyrri spurningunni og...“bandið hljómar bara svo vel þannig,“ var svar hans við þeirri seinni. En órafmagnað er eitthvað svo „out“. „Ja, sko við byrjuðum með órafmagnað en þegar við hætt- um kom MTV með þetta. Svo bara ákváðum við að byrja á byrjuninni enda viss stemmning sem fylgir órafmögnuðu." Að öðru leyti er það af band- Rotturnar Jet Black Joe rísa upp þegar það byrjar að myrkvast. inu að frétta að það ætlar frá og með næstu helgi að hefja spilerí á ný eftir óralanga pásu, að mati aðdáenda. Að vísu tóku sveitin forskot með SSSól í Njáls- búð um síðustu helgi en það var bara upphitun því á föstudagskvöldið verða þeir hvorki meira né minna en órafmagnað- ir á Hafurbirninum í Grindavík eftir smá fimmtudagsgigg á Gaukn- um. Plötu er ekki vænta fyrr en næsta vor en þangáð til mun eitt og eitt lag skreyta safnplötur vetrarins. Að vísu þarf hljómsveitin að bíða eftir söngleikjastjörnufári Páls Rósinkrans, en eins og flestir ættu að vita er hann í einu aðalhlutverk- anna í Lindindinni í ís- lensku óperunni. En ef hann slær þar í gegn, hvað þá?'

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.