Helgarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 11
„Kynlíf er talið góð skemmtun sem beri að njóta oft fremur en eitthvað sem á að stunda með Ijósin slökkt..." KYIULÍF „Því er haldið fram að í landshlutum þar sem útlend skip komu til ísiands hér áður fyrr hafi æ síðan verið margt um dökkhærð og dökkeyg börn. Ein afleiðingin var sú að pláss á Austfjörðum gekk í almennu tali undir nafninu Kongó. Þetta gefur í skyn að viðhorf íslendinga til kynferðismála hafi alltaf verið fremur frjálslegt, og kynlíf talið góð skemmtun sem beri að njóta oft fremur en eitthvað sem á að stunda með ljósin slökkt. Á þessu hefur ekki orðið nein brejding. Þetta frjálslynda viðhorf felur í sér að íslenskir karlmenn hafa aldrei haft fyrir því að þróa samræðulist með því augnamiði að „tala konur til“. Einfalt „já“ eða „nei“ er eiginlega öll samræðan sem á sér stað áður en hafist er handa. Ein afleiðing þessa er að íslenskar kon- ur eru hrifnar af eriendum karlmönnum sem eyða hálfri nótt- inni í að „tala þær til“ áður en tekið er til óspilltra málanna.“ „íþróttin er ævagömul, iðkendur hennar eru með þjóð- leg belti og stíga langan dans áður en hin eiginlega keppni hefst..." ÍÞRÓTTIR „Þjóðaríþróttin er glimci, eins konar fangbragðaíþrótt. Glíma er eingöngu stunduð á íslandi, enda þótt hún sé ekki ósvipuð fjölbragðaglímunni sem er iðkuð á Samóaeyjum. Ekki hefur þó verið sýnt fram á neinn skyldleika, og þangað er um langan veg að fara til keppni. íþróttin er ævagömul, iðkendur hennar eru með þjóðleg belti og stíga langan dans áður en hin eiginlega keppni hefst. Slíkar eru vinsældir hennar að hún er aldrei sýnd í sjónvarpi.“ „íslendingar voru sannfærðir um að þeir myndu vinna. í blöðunum var talað um ójafnan leik..." EVRÓVISIOIU „Annars staðar í Evrópu álíta menn Evrópusöngvakeppnina í besta falli lélegan brandara. Um árabil horfðu Islendingar á keppnina með samblandi af öfund og fyrirlitningu. Þeir vildu fá að vera með en vissu að lögin þeirra voru svo afburða góð að þeir hlytu að vinna. Um þetta var skipuleggjendum keppninar fullkunnugt og það liðu mörg ár áður en þeir vildu leyfa Islend- ingum að taka þátt. íslendingar voru sannfærðir um að þeir myndu vinna. í blöðunum var talað um ójafnan leik og keppnis- kvöldið voru göturnar auðar, allir voru innandyra að fylgjast með hinum óumflýjanlega sigri. Ósigurinn var áfall fyrir ís- lenska menningu og það tók mörg ár (og miklar umræður um samsæri) að komast yfir hann.“ - „Gamansamur gestur getur skemmt sér við að telja trén — það mundi ekki taka langan tíma..." lUÁTTÚRUVERIUD „Þegar víkingar settust að á Íslandi voru skógar þar sem nú er ekki annað en mosavaxin eyðimörk. Víkingarnir hjuggu trén til að smíða sér skip. Núorðið geta þeir sem kæra sig um farið í Þjóðarskóginn sem er spölkorn frá Akureyri. Gamansamur gest- ur gæti skemmt sér við að telja trén — það mundi ekki taka lang- an tíma — en það er varla ráðlegt að fræða hina innfæddu um fjöldann; í því tilviki gæti kímnigáfa íslendinga skroppið saman og dáið.“ VIÐMÓT „íslendingum finnst þeir ekki vera bundnir af kurteis- isvenjum siðmenntaðra sam- félaga. Þeir aðhyllast ekki formlegheit eins og að segja „góðan daginn" eða „hvernig líður þér?“ Dæmigerður ís- lendingur er þögull og hlé- drægur. Á fundum er hann maðurinn sem segir ekki neitt og furðar sig á þeim sem spyrja spurninga. Sér- staka forundran vekur fólk eins og Ameríkanar sem geta talað lengi um afmörkuð efni. Islendingurinn á þvert á móti í mestu erfiðleikum „Þeir sitja í þrúgandi þögn, með nefið á kafi í dagblöðun- með að tala í fimm mínútur, um. Ef einhver gefur frá sér hljóð uppsker hann helkalt jafnvel þótt hann sé sérfræð- augnaráð..." ingur á heimsmælikvarða. Til að sjá íslendinga á heimavelli er rétt að fara á kaffihúsið Prikið í Reykjavík. Þangað koma ís- lenskir karlmenn snemma til að drekka kaffi, löngu áður en búðirnar opna. Þeir sitja í þrúgandi þögn, með nefið á kafi í dagblöðunum. Ef einhver gefur frá sér hljóð uppsker hann helkalt augnaráð, eins og venjulega er ætlað fólki sem hnerrar á almenningsbókasafni. Mennirnir eru annaðhvort ljós- hærðir eða skeggjaðir. í einu horninu situr maður með fjaðurhatt og vel snyrt yfirvaraskegg. Hann les Morgunblaðið, dagblað allra landsmanna, og sýpur á kaffinu með tortryggnissvip. Ef þú situr þarna allan daginn sérðu hann ekki fara. En ef þú hefur augun af honum eitt augnablik muntu sjá þegar þú lítur aftur að í hans stað er kominn annar maður, eiginlega alveg eins. Þessi almenna hlédrægni á sér þó enga samsvörun í hógværð einstaklingsins. Augliti til auglitis er íslendingurinn málglaður og í gegnum feimnina brýst dágott sjálfsálit. Hann gerir ráð fyrir því að þú viljir heyra skoðanir hans um allt og alla. Sú staðreynd að skoðanir hans komi þér kannski ekk- ert við, eða þá málinu sem um er rætt, mun ekki hafa nein áhrif á hann. Hann er íslendjngur og þú ert áheyrendahópurinn (hversu lítill sem hann kann að virðast), svo þú verður að gera þér að góðu að hlusta.“ OVlWHRtl&I ■BíFREUxnjwfm ÖMEIMIL. 0U.OH ER FK8LST RD CRtfCRUMSXÍciHM KVIKMYIUDIR „íslendingar eru áhuga- samir um bíó, en það er ekki einungis vegna kvik- myndanna sem eru flest- ar frá Bandaríkjunum eða Bretlandi og eru sýndar með íslenskum texta. Megnið af áhorfendunum getur skilið það sem sagt er en notar textann sér til hægðarauka, sem þýðir að það þarf ekki að sperra eyrun eftir hverju orði. Þetta er mikill kostur sök- um þess að hin ástæðan fyrir því að fólk fer í bíó er gegndarlaust poppkorn- sát og kókdrykkja. Undir- eins og myndin byrjar upphefst hávaðinn úr mörg hundruð maulandi munnum með tilheyrandi soghljóðum úr mörg hundruð rörum. Eftir svona þrjú kortér, einmitt þegar ætlar að fara að draga til tíðinda í mynd- inni, hættir hún allt í einu og ljósin kvikna. Afleið- ingar alls þambsins verða nú augljósar; áhorfendur standa upp allir sem einn og flykkjast út. Tíu mínút- um síðar koma allir aftur með nýjar birgðir í stór- um ílátum og sama at- höfnin hefst á nýjan leik.“ SAMFÉLAG ÞJÓD- AIUIUA „íslendingar eru Evr- ópuþjóð, en aðeins upp að vissu marki, mörkin liggja um 200 mílur undan ströndum landsins. Þeir vildu gjarna ganga í Evr- ópusambandið, í þeirri trú að þar muni framlag þeirra reynast ómetan- legt. En á því eru tor- merki. Eitt er að þjóð sem álítur sig merkustu þjóð á jarðríki á erfitt með að ganga í klúbb þar sem Frakkar eru einnig með- limir. Það er líka erfitt fyr- ir íslendinga að sætta sig við að þeir myndu ekki hafa sama atkvæðisrétt og Bretar og Þjóðverjar. Þegar þeim er bent á að þeir séu fámennir í sam- anburði við þessar þjóðir verða þeir alveg skilning- svana. Reglan hlýtur að vera: Ein þjóð, eitt at- kvæði?“ PRJÓniASKAPUR „Fyrir þrjátíu árum hefði prjónaskapur verið talinn álíka mik- il árátta meðal þjóðarinnar og pólitík og veðrið. Sumsstaðar til sveita er svo enn, en borgarbúar eru fyrir löngu hættir að stunda þessa iðju sveitarlima, að minnsta kosti á almannafæri. Margir af framúrskarandi ungum listamönnum á íslandi eru konur sem hafa lagt frá sér prjónana og tekið fram málingar- pensla í staðinn. Sögur um prjónaáráttu eru útbreiddar. Smalar eru sagðir hafa prjónað er þeir gengu yfir hrjóstrugt landið. Það er meira að segja sagt að húsfreyjur til sveita hafi prjónað með- an þær nutu ásta með bændum sínum.“ STÍLL „íslendingar hafa stíl. Þeir búa við loftslag sem í besta falli verður lýst með orðinu ömurlegt, en láta það ekki aftra sér frá því að ganga í nýjasta tískufatnaði. Ef þetta felur í sér að skórnir skuli vera opnir í tærnar, þá ganga þeir í svoleiðis skóm, jafnvel þótt sé tveggja metra jafnfallinn snjór. íslendingar kynnast því snemma hvað er stíll. Taktu þér stöðu utan við hvaða skóla sem er og þú færð að sjá sýningu á nýjustu heimstískunni. Meira að segja íslenski hesturinn er ekki ósnortinn af þessu; hann hefur fimm gangtegundir ólíkt öðrum hestum í heiminum sem láta sér nægja fjórar.“ Ymsar getgátur eru uppi um tilkomu kýla- veikinnar í Elliðaán- um og laxeldisstöð- inni í Kollafirði. Oj> inberir aðilar, sem hafa eitthvað látið hafa eftir sér um málið, virðast hallast að þeirri tilgátu að kýlaveikin hafi borist með flökkufiski frá nágrannalöndunum, en ekkert er fullsann- að í þeim efnum. Rannsóknir á kýla- veikibakteríunni og skyldleika hennar við svokallaðan kýla- veikibróður hafa far- ið fram á tilrauna- stöðinni á Keldum um árabil og finnst sumum það ein- kennileg tilviljun að veikin skuli nú koma upp í fiski beggja vegna við stöðina en ekki austast á land- inu, þar sem styst er í erlend smitsvæði. Á Keldum er hins vegar fullyrt að þess- ar rannsóknir hafi farið fram undir ýtr- asta eftirliti og óhugsandi að bakt- erían hafi borist það- an í sjó. Þeir sem eru vantrúaðir á þá skýr- ingu benda á að þeg- ar minkur var fluttur hingað til lands á sínum tíma hafi hann aldrei átt að sleppa út í umhverf- ið og hann sé nokk stærri en kýlaveiki- bakterían.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.