Helgarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 12
12 Félagshyggjufólk ræðir að nýju gamla hugmynd um sameiningu litlu blaðanna Draumurinn um eitt mál- gagn félags- hyggjufólks er langt frá því að vera nýrafnál- inni. Slíkar hugmyndir hafa oft verið uppi og náðu ákveðnum há- punkti í kring- um andlát Þjóðviljans með félags- skapnum Ný- mæli, árið 1990 til 1991, sem teiknaði og hannaði nýtt blað sem síðan aldrei fór á koppinn. Forsprökkun- um reiknaðist þá til að fram- kvæmdin myndi kosta á bilinu 200 til 250 milljónir. Þeir peningar voru ekki til en útreikningar sýndu að slíkt blað gæti stað- ið sig markaðs- lega. Hugmyndir eru uppi um sameiningu vinstriblaðanna í eitt málgagn félagshyggjufólks og verður fyrsti formlegi fundurinn haldinn sunnu- daginn 17. september á skrifstofu Vikublaðsins til að kanna viðhorf til slíkrar framkvæmdar. Frumkvæðið er komið frá Vikublaði Alþýðu- bandalagsins, en hljómgrunnur við hugmyndina er meðal fleiri flokka, til dæmis Þjóðvaka. Þar á bæ hafa menn haldið hugmyndinni um sameiningu flokkanna mjög á loft. Til fundarins eru boðaðir full- trúar Alþýðublaðsins, Veru, Þjóðvaka og Vikublaðsins, en Tíminn fær ekki að fljóta með að þessu sinni. Draumurinn um eitt sameinað málgagn félagshyggjufólks er langt frá því að vera nýr af nál- inni. Slíkar hugmyndir hafa oft verið uppi og náðu ákveðnum hápunkti í kringum andlát Þjóð- viljans með félagsskapnum Ný- mæli, árið 1990 til 1991, sem teiknaði og hannaði nýtt blað sem síðan aldrei fór á koppinn. Forsprökkunum reiknaðist þá til að framkvæmdin myndi kosta á STEFÁJVI JÓIU HAFSTEIIU „Ég reyndar held að það nægi að hafa góða pen- inga og gott starfsfólk og þá skipti flokkarnir engu máli til eða frá. Ég held að ef það á að stofna öflugt dagblað þurfi það að vera skipu- lagt og hugsað á allt ann- an hátt en þau málgögn flokkanna sem nú eru við lýði. Til að eiga mögu- leika á markaðnum þarf það að vera laust við pól- itíska forsjá. Slíkt blað þarf mikla peninga í stofnkostnað en ég tel víst að það ætti góða möguleika á markaðnum eins og hann er, en flokk- arnir eru ekki hæfastir til að koma því á koppinn." bilinu 200 til 250 milljónir. Þeir peningar voru ekki til en útreikn- ingar sýndu að slíkt blað gæti staðið sig markaðslega. Ríkis- stjórnarþátttaka Alþýðuflokks var þó ekki sá samstarfsgrund- völlur sem hefði verið æskilegur og ekki löngu seinna keypti Frjáls fjölmiðlun upp Tímann og þaggaði sameiningardrauminn þar með niður. Að sögn Óskars Guðmundssonar blaðamanns ræddu menn oft þessa hugmynd sín á milli, allt frá því í kringum 1970 og fram á miðjan níunda áratuginn, þegar aðstæður höguðu því þannig að gömlu flokksblöðin voru prent- uð í sömu prentsmiðjunni, Blaðaprenti. „Það var þó ekki SOIUJAB. JÓniSDÓTTIR „Nýjar kynslóðir félags- hyggjufólks eru ekki jafn- líklegar til að láta gömul ágreiningsefni stöðva sig í umræðunni um samein- ingu félagshyggjuflokk- anna og þeir sem eldri eru. Ef vel tekst til og það kemur fram nýr, ferskur fjölmiðill félags- hyggjufólks stuðlar það óhjákvæmilega að sam- einingu." HAniniES HOUMSTEIIVini GISSURARSON Það er alltaf verið að spjalla um þessa hluti og ég hef fylgst með því út- undan mér í gegnum árin að áhugi sé fyrir því að stofna sérstakt félags- hyggjublað, en það gæti aldrei gengið, frekar en frjálshyggjublað gæti gengið. Reynslan kennir okkur að slík blöð eiga enga lífsmöguleika, því að almenningur vill skemmtilegt og fræðandi efni í blöðunum en ekki innpakkaðar skoðanir þröngs hóps sem telur sig hafa fundið sannleik- ann. Vinstrimenn mega gefa út dagblað og tapa á því mín vegna, en það væri vænlegra fyrir þá að gefa út tímarit til að koma skoðunum sínum á framfæri, því það er frek- ar vettvangur fyrir hug- myndafræðilega um- ræðu. En félagshyggju- fólk er aumt í sinni hug- myndafræði og það þyrfti að styrkja hana. Ég er í símaskránni og get gefið þeim góð ráð gegn vægu verði." fyrr en skórinn fór að kreppa all- verulega, um það leyti sem Þjóð- viljinn lagði upp laupana, að þessi hugmynd fékk byr undir báða vængi og var reifuð af fullri alvöru, en slíkt blað var á teikni- borðinu og allar markaðsað- stæður kannaðar." „Til að búa til alvöru valkost þyrfti um það bil tíu manna rit- stjórn og seld eintök yrðu að vera á bilinu tíu til fimmtán þús- „Ég þekkti þessa umræðu betur þegar hún var í gangi fyrir nokkrum ár- um meðan Þjóðviljinn sálugi var enn á lífi. Þá átti að sameina flokks- málgögnin á vinstri vængnum, en af því varð ekki. En umræðan núna er ómarkviss og lítið hef- ur komið fram og ekkert nýtt. Mér virðist sem ver- ið sé að endurvekja þessa gömlu umræðu og finnst lítil ástæða til að taka hana alvarlega enn sem komið er. En við i Þjóð- vaka erum mjög opin fyr- ir samvinnu og viljum taka þátt í umræðu um slíkt." SIGURQUR A. MAGIUUSSOIU „Það vantar algerlega gott málgagn fyrir fé- lagshyggjufólk. Fjölmiðl- ar eru allir komnir í eigu sömu aðila og á snæri hægriaflanna og því vantar blað sem túlkar önnur sjónarmið. Prak- tískir hlutir eru auðvitað óráðin gáta, því að þetta gæti aldrei orðið mál- gagn flokkanna heldur yrði þetta að vera gott dagblað og framtíð þess færi algerlega eftir því hvernig að málum væri staðið. Það gerir hlutina enn erfiðari að Fram- sóknarflokkurinn er úr myndinni hvað slíkar við- ræður varðar. Það verður erfitt að fá alla þessa flokka til að taka saman en auðvitað er alveg sjálfsagt að kanna alla möguleika til að rétta við þessa óstjórnlegu hægri slagsíðu sem er á öllum fjölmiðlum í landinu."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.