Helgarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 27
Heiðar Ingi Svansson er
rekstrarfræðingur og
gleðimaðursem les-
endur geta hitt á Kaffi-
barnum.
Segistvissum aö
endurfæðastsem
„danska popp-
stjarnan Makríll-
■ u
inn
Hvaða orð eða setningar of-
notarðu?
„Orðið „Ógæfumaður“ í
frjálslega víðum skilningi."
Hver er bestur núlifandi tón-
listarmanna?
„Jón Laxdai, skáld, mynd-
listarmaður og meðlimur
hljómsveitarinnar Norðan-
pilta, hefur gefið orðinu tón-
list nýja merkingu með því
að finna ómeðvitað upp nýja
tóntegund.“
Hvað óttastu mest?
„Hártoppa."
Hvaða persónu í mannkyns-
sögunni kanntu best við?
„Svan Kristbergsson (í
trausti þess að mannkyns-
söguritarar samtímans hafi
þegar tekið frá fyrir hann
blaðsíður)."
Hvaða núlifandi persónu fyr-
irlítur þú?
„Ég fyrirlít þá sem fyrirlíta
aðra.“
Hvað er það í eigin fari sem
þú vildir breyta?
„Örlítið meiri þolinmæði -
takk fyrir.“
Hvað er það sem þú þolir
ekki hjá öðrum?
„Fermingarveislur."
Hvar og hvenær varstu ham-
ingjusamastur?
„I móðurkviði fyrir margt
löngu.“
Hvað kanntu best að meta í
fari karlmanna?
„Enginn veit fyrr en reynir
á hvort vini áttu þá.“
Hvað kanntu best að meta í
fari kvenmanna?
„Traustur vinur getur gert
kraftaverk."
Hvað eða hver er ástin í lífi
þínu?
„Dóttir mín, Steinunn
Lilja.“
Hvað heldurðu að þú verðir í
næsta lífi?
„Ég held að ég endurfæðist
sem danska poppstjarnan
Makríllinn.“
Hver er uppáhaldsdrykkurinn
þinn?
„íslenskt brennivín er eðal-
drykkur."
I hvaða íþrótt varstu efnileg-
astur?
„Borðtennis, ég komst í B-
sveit Hrafnagilsskóla í Eyja-
firði 1984. Það var kænsku-
bragð til að styrkja B-sveit-
ina, enda unnum við glæstan
sigur á Þelamerkurskóla í
„Derby-viðureign“.“
Hvernig viltu deyja?
„Fullnægður."
Hvert er mottóið þitt?
„Gærdagurinn var í gær!“
„Söguþráðurinn
er æðislegur"
- segir Sigrún Liliiendahi, leikkona í myndinni Tár úr steini, en myndin
fjallar um tíu ár í lífi Jóns Leifs tónskálds
„Stelpan er ekkert mjög ólík mér,“ segir
Sigrún Lilliendahl um eldri dóttur Jóns
Leifs, en Sigrún fer með hlutverk hennar í
bíómyndinni Tár úr steini, sem verður
frumsýnd í Stjörnubíói á föstudaginn.
Myndin fjallar að mestu um tíu ár í lífi tón-
skáldsins eða Berlínardvöl hans árin 1932
til 1942 og er ieikstýrt af Hilmari Oddssyni
sem jafnframt skrifaði handritið ásamt
Hjálmari H. Ragnarssyni og Sveinbirni I. Bald-
vinssyni.
Póstinum lék forvitni á að vita hvernig líf
dóttur Jóns hefði verið og hvernig leikkon-
unni ungu gekk að koma því til skila.
„Þetta gekk vonandi vel hjá mér. Ég hef nú
reyndar leikið áður, bæði í barnatíma Út-
varpsins, í Sjónvarpinu og í auglýsingum
þannig að ég er ekki alveg óvön. Ég naut
líka góðrar aðstoðar, bæði leikstjóra og
leikara, þannig að þetta var ekkert mjög
erfitt fyrir mig,“ segir Sigrún, en hún var
valin í hlutverkið úr stórum hópi umsækj-
enda. Þótt Sigrún hafi átt frekar auðvelt
með leikinn var eitt öðru erfiðara. „Það
eru nokkur atriði mjög tilfinningaþrungin
og þau voru erfiðust fyrir mig. En þetta er
örugglega frábær mynd og söguþráðurinn
er æðislegur. Það er eitthvað af öllu í
myndinni; hún er spennandi, falleg og
sorgleg," segir Sigrún.
En hvernig pabbi varJón Leifs?
„Samband okkar tveggja var víst ekkert
mjög náið. Hann var meira með yngri dótt-
ur sinni en ég með mömmu. En eins og ég
skil myndina þá held ég að hann hafi verið
mjög góður pabbi,“ segir Sigrún.
Sigrún Lilliendahl leikur eldri dóttur
Jóns Leifs í myndinni um tónskáldið.
bíó
BÍÓBORGIIU
Ógnir í undirdjúpunum
Crimson Tide ★★★ Góð
spenna þótt flestir viti fyrirfram
aö heimurinn ferst ekki. Hljóðíö
er smart.
Englendingurinn sem fór
upp hæðina en kom niður fjall-
ið ★★ Hugh Grant er eins og
skopmynd af sínu hummandi
sjálfi, að öðru leyti notaleg kó-
medía.
Á meðan þú svafst While
You Were Sleeping ★★ Sandra
Bullock er skotin í manni en
fellur svo fyrir misheppnuðum
bróður hans.
BÍÓHÖLUN
Congo ★ Langt inni i frum-
skóginum gæta frændur King
Kong náma Salómons konungs.
Die Hard With a Vengeance
★★ Bruce Willis fær hjástoð
sem er aumari en hann.
Að eilifu Batman Batman
Forever ★ Leiktjöldin eru betri
en plottið.
Konungur Ijónanna The Lion
King ★★★★ Ekkert fúsk hjá
Disney.
HÁSKÓLABÍÓ
Tom & Viv ★★ T.S. Eliot,
þurr eins og gamalt dagblað,
yrkir Eyðilandið og lætur loka
konuna sína inni á vitlausra-
spitala.
Casper ★★★ Þeir sem tíma
ekki að kaupa Kasper-dót geta
fengið sér hvítt lak og klippt á
það tvö göt.
Congo ★ Mennskasta per-
sónan er api sem talar ensku.
Franskur koss French Kiss
★★ Kevin Kline er flottari en
Meg Ryan.
Hvernig fannst þér
Lína langsokkur?
Arnór Benónýsson: „Mér fannst
voða gaman og Margrét Vil-
hjáimsdóttir mjög góð sem Lína.
Leikmyndin var fín og leikurinn
heilt yfir nokkuð góður þótt auð-
vitað megi gagnrýna þar einstök
atriði ef maður leggst í það. Það
var helst að söng- eða tónlistar-
atriðin hefðu mátt vera kraft-
meiri. En í heildina fannst mér
sýningin vel unnin, ég hef bara
ailtaf svo gaman af Astrid Lind-
gren.“
Asa Richardsdóttir: „Mér fannst
þetta yndisleg sýning og fyrir
alla aldurshópa. Ég fór með tvö
börnin mín, tveggja og þriggja
ára. Sonur minn tveggja ára var
að fara í fyrsta sinn í leikhús og
skemmti sér konunglega. Leik-
myndin var falleg, sýningin litrík
og Margrét Vilhjálms var ekta
Lína og dró fram alla kosti henn-
ar. Aðrir voru líka mjög skemmti-
legir eins og Helga Braga og
Fanney litla, sem var yndislegur
lítill api. Mér fannst sýningin
gerð eins og á að gera svona sýn-
ingar; allt það besta í verkinu er
dregið fram og því leyft að njóta
sín en ekki hitt að hlaða inn ein-
hverjum aukahlutum sem til-
heyra ekki. Mér finnst, sérstak-
lega í klassískum barnaleikrit-
um, að verkin eigi að fá að vera
eins og þau eru og mér fannst
það gert í þessu tilfelii."
Þórunn Elísabet Bogadóttir, 9
ára: „Mér fannst gaman allan tím-
ann en síðasta atriðið var
skemmtilegast. Þá kemur pabbi
Línu og hún ætlar að fara með
honum en hættir við af því vinir
hennar vilja ekki að hún fari. Ég
veit ekki alveg hvernig mér
fannst lögin, ég kann þau alla-
vega ekki.“
Elísabet Elma Líndal, 6 ára:
„Gaman, sérstaklega þegar hún
ætlaði að ná karamellunni án
þess að snerta kökuna. Svo var
rosalega skemmtilegt í skólanum
þegar kennarinn fékk krítina í
framan. Það var líka rosalega
skemmtilegt hvernig hún og
pabbi hennar heilsuðust, þau
sneru rössunum saman og
hristu sig og sögðu „AAAA“.“
Sókn er besta vörnin; Kaffibarssóknarboltarnir Ingvar, Balt-
asar og félagar. Eftir því sem næst verður komist hefur
Baltasar jafnað sig í lærinu.
Sigursælt knattspyrnuliö Kaffibarsins á pub-cup á sunnudag:
Vann á franska
keppnisandanum
Brúðkaup Muriel Muriel’s
Wedding ★★★ Líkt og Abba
hefur Muriel sigur í striðinu við
liðið sem allt þykist vita betur.
LAUGARÁSBÍÓ
Víkingasaga 9
Óskiljanlega kjánalegt. Eða
er kannski verið að gera grín
að (slendingum?
Johnny Mnemonic ★ Allir
girnast heilabúið í Keanu Ree-
ves.
Don Juan De Marco ★★★-
Brando, feitur eins og loftbelg-
ur, dregur myndina upp í skýin.
Neðan úr honum hangir Johnny
Depp.
REGNBOGINN
Dolores Claiborne ★ Fjallar
ekki um sturlað morðkvendi
heldur fórnarlömb heimilisof-
beldis. Er að sama skapi leiðin-
legt.
Gleymdu Paris Forget Paris
★ ★ Hjónabandi verður ekki
forðað nema gleymist að ástin
var eitt sinn skemmtileg.
The Madness of King Ge-
orge ★★★ Nigel Hawthorne
skemmtir sér konunglega við
að leika kóng sem gengur af
göflunum.
Knattspyrnulið Kaffibarsins
bar sigur úr býtum á hinu árlega
Pup-cup-móti sem haldið var á
sunnudag. Eftir æsispennandi
mót, sem stóð yfir allan daginn,
varð ekki ljóst fyrr en á lokamín-
útum úrslitaleiksins, sem lyktaði
með engu marki gegn engu, að
lið Kaffibarsins myndi hampa
titlinum í ár, en þess má geta að
liðið fékk ekkert mark á sig á
mótinu.
Alls tóku níu lið þátt í keppn-
inni sem endaði með því að Öl-
föng; Warsteiner-umboðið og
Kaffibarinn kepptu til úrslita, en
meðal annarra keppenda í ár
voru Gaukur á Stöng, Glaumbar,
Rauða ljónið og fleiri, sem sum
hver státa af landsþekktum
knattspyrnumönnum.
Ekki fór þó mótið vel af stað
fyrir Kaffibarsliðið því í fyrsta
leik tognaði Baltasar Kormákur
á læri og varð að verma bekkinn
það sem eftir var dags. Náði
hann engu að síður að skora eitt
mark. Þegar öllu var á botninn
hvolft reyndust lærismeiðsl Balt-
asars ekki koma að sök, því það
sem eftir lifði leiks gat hann
Oeik)stýrt liðinu af bekknum í
staðinn.
Haft er á orði að tvennt í fari
Kaffibarsliðsins hafi ráðið úrslit-
um um gott gengi þess á mótinu:
Annars vegar beitti liðið hinni
svokölluðu frönsku aðferð, en
frá því heimsmeistaramótið í
handknattleik var haldið í vor
hefur franski djamm/íþróttaand-
inn, sem tryggði Volle og félög-
um heimsmeistaratitilinn, átt
vaxandi fylgi að fagna; farið var
að dæla bjór ofan í Kaffibarsliðið
stréix í miðri keppninni. Þess má
geta að Kaffibarsknattspyrnulið-
ið var einmitt stofnað í þeim til-
gangi að auka drykkjuþrek. Einn-
ig var ljóst að andstæðingarnir
báru óttablandna virðingu fyrir
Kaffibarsliðinu vegna glæsilegra
sérhannaðra búninga sem þeir
skörtuðu á mótinu.
Alls skoraði sigurliðið fjögur
mörk á mótinu. Eins og áður
kom fram skoraði Baltasar eitt
mark, en auk hans skoruðu eitt
mark hver þeir Jóhannes Ara-
son, Stefán Magnússon og Ámi
ÓIi.
Eitt sinn striðsmenn Once
Were Warriors ★★ Mikið húð-
flúr er notað til aö fela að þetta
ersápa.
SAGABÍÓ
Casper ★★★ Fínar brellur
og ærsl. Að auki svífur þægileg
angurværð yfir vötnunum.
Bad Boys ★★ Þeldökk út-
gáfa af Lethal Weapon. Bara
furðu sniðug.
STJÖRNUBÍÓ
Einkalíf ★★ Þráinn er sum-
part eins og fullorðinn maður
sem lendir í partíi með ungling-
um, óboðinn. En reynir að
þrauka.