Helgarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 2
2 St. FIMIVTTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 HP spyr Hvað ætlarðu að gera við fimmkallinn? Guðný Guðbjömsdóttir: „Ég mundi leggja hann í púkk hjá verkalýðsforingj- unura sjálfum, gá hvort þeir þurfi ekki pínulítið meira sjálfir svo þeir geti staðið sig betur í barátt- unni fyrir hönd verkalýðs- ins í landinu.“ Ágúst Einarsson: „Gagnrýni mín á tillögur forsætisnefndar þingsins vegna launamála þing- manna hefur komið fram opinberlega. Ég get vel skil- ið reiði fólks, en þessi að- ferð Austfirðingsins þykir mér hvorki skemmtileg né innlegg í umræðuna." Hjálmar Jónsson: „Tvær krónur ganga náttúrulega til ríkisins í skatta. Hinum þremur mundi ég skipta jafnt milli þessara manna: Benedikts Davíðssonar, Þórarins V. Þórarinssonar og Magnús- ar L. Sveinssonar.“ Guðjón Guðmundsson: „Ætli ég mundi ekki senda manninum hann aft- ur og biðja hann að ráð- stafa þessu til einhvers sem þyrfti meira á honum að halda en ég.“ Magnús Stefánsson: „Ég er að hugsa um að láta hann liggja áfram í hjálparsjóði Rauða kross- ins ef hann kæmi einhverj- um þingmanni, sem þarfn- ast hans meira en ég, til góða.“ Karl Hjelm í Neskaupstad safnaði 323 kránum til þurf- andi þingmanna. Hver þing- maður fœr fímm krónur i sinn Margrét sigrar Steingrím 1 Gallup-könnun Ólíklegasta tilviljun nkunnar Hinn 28. september árið 1855 lést Rósa Guðmundsdóttir sextug að aldri. Hún var þekkt fyrir stökur sínar og gjarnan nefnd Skáld-Rósa eða Vatnsenda-Rósa. Hinn 28. september árið 1988 var minnisvarði um Ragnar H. Ragnar, tónlistarskólastjóra og söngstjóra, afhjúpaður á ísafirði. Þennan dag hefði hann orðið níræður. Á morgun verða væntanlega birtar niðurstöður úr skoðana- könnun sem Gallup gerði og tengist formannskjörinu í Al- þýðubandalaginu. Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins eru helstu niðurstöður þær, að Margrét Frímannsdóttir nýtur umtalsvert meiri stuðnings meðal almennings en Steingrím- ur J. Sigfússon. Það sama gildir um flokksbundið Alþýðubanda- lagsfólk, en í úrtakinu er hlutfall þess alltof lágt til að vera mark- tækt. Nánari greining leiðir í ljós að Margrét nýtur mests stuðn- ings láglaunafólks og kvenna, ekki síst kjósenda Kvennalist- ans, en mörgum flokksmönnum þykir sem tengslin við þá kjós- endahópa hafi heldur rofnað á síðustu árum. HP fregnar að meðal stuðningsmanna Samkvæmt skoðanakönnun Gall- up er Margrét Frímannsdóttir lík- legrí en Steingrímur J. Sigfússon til að afla Alþýðubandalaginu aukins fylgis. Margrétar sé litið svo á að nið- urstöðurnar styrki stöðu henn- ar í slagnum um formannsemb- ættið, enda sýni þær að hún sé líklegri en Steingrímur til að færa flokknum aukið fylgi og þá meðal þeirra sem Alþýðubanda- lagið þurfi helst að ná til. Fjórar Ijóðabækur væntanlegar frá Einari Má Guðmundssyni, þar af: Tvœr goðsagna- kenndar og ein ný Ólafur Ragnar Grínisson ...fyrir að hafa haft svona hægt um sig. Nú á Ólafur varla nema mánuð eftir sem formaður og það er engu líkara en hann beri þá umhyggju fyrir þjóðinni að hann er byrjaður að venja hana af sér, svona til að um- skiptin verði ekki of snögg. Ólaf- ur hefur verið lítt sýnilegur síð- ustu mánuðina, sem þýðir að við erum vel búin undir að hann verði ósýnilegur... Alþingismönnum þjóðarinnar áskotnuðust rúmlega þrjú hundruð krónur eftir neyðarsöfnun þeim til handa á Norðfirði. Það er fimmkall á kjaft — skattfrjálst. Bjöm Grétar Sveinsson er heppnasti maður vikunnar. Hann er allt í einu orðinn þjóðhetja og allt er það kjaradómi að þakka. „Það er undarlegt uppátœki hjá ungu skáldi sem er að gefa út í fyrsta sinn að senda frá sér tvær bœkur í einu.“ Þetta eru orð bókmenntarýnis Helgar- póstsins, Gunnlaugs Ástgeirs- sonar, sem fyrir 15 árum skrif- aði ritdóm um tvær nýútkomn- ar ljóðabækur núverandi handhafa bókmenntaverð- launa Norðuriandaráðs, Einar Más Guðmundssonar. Bækur þessar bera titilinn Sendi- sveinninn er einmana og Er nokkur í kórónafötum hér inni? og hafa allar götur síðan haft á sér goðsagnakenndan blæ. Auk þess sem bækurnar þóttu fylla upp í ljóðrænt tómarúm í byrjun pönktímabilsins fer enn þann dag í dag sögum af óbil- andi sölumannshæfileikum Einars sem stóð í Austurstræt- inu og víðar — hvernig sem viðraði — og seldi grimmt. Sagt er að sumir eigi að minnsta kosti tvö eintök af hvorri bók í fórum sínum. „Ég mundi alveg svipta hulunni af goðsögunni ef ég segði hvert upplagið var. Menn eru að taia um þúsundir bóka,“ sagði Ein- ar Már þegar Helgarpósturinn — 15 árum síðar — knýr hann um svör. „Þeim hjá prentsmiðj- unni Odda fannst ég hálfbrjál- aður að ætla að gefa út tvær ljóðabækur í einu, en höfðu samt samúð með mér og vildu ólmir lána mér fyrir prentun- inni. Ég borgaði þeim hins veg- ar á borðið. Þetta var enda á tímum gömlu myntarinnar og því gátu upphæðirnar orðið svolítið háar. Það segir kannski líka sitt um sölu bók- anna að þegar þær komu út hafði ég sagt lausu starfi mínu sem hreingerningamaður hjá danska sjóhernum, sem ég þurfti ekki að snúa mér að aft- ur.“ Þess má geta að upp úr þessu fór Einar Már að finna fyrir fjárhagslegu frelsi og skrifaði Riddara hringstigans. Báðar ljóðabækurnar þóttu ná tungutaki tímans, auk þess sem Einar segist sjálfur hafa skynjað hið ljóðræna tómarúm sem þá ríkti. En rýnum aftur í ritdóm Gunnlaugs, í niðurlagi hans segir: Þessar bœkur eru allrar athygli verðar og lofa góðu um þennan höfund, þó að þœr séu alls ekki tímamóta- markandi í bókmenntasögunni. Ástæðan fyrir endurútgáfu bókanna er, þrátt fyrir goð- sagnakennda sölu á sínum tíma, eftirspurn, enda hafa sjálfsagt margir flutt búferlum eða lánað kunningjunum bóka- kostinn og ekki fengið til baka á þessum fimmtán árum. Fyrsta bókin, Sendisveinn- inn er einmana, kemur út fyrir jól, en auk hennar og Er nokk- ur í kórónafötum hér inni? er ljóðabók hans Róbinson Krásó snýr aftur einnig væntanleg. Fáir vita að glæný ljóðabók er sömuleiðis væntanleg frá Einari fyrir jól. Ber sú titilinn / auga óreiðunnar og undirtitill- inn er: ljóð eða eitthvað í þá áttina. „Þetta eru svona at- hugasemdir í ljóðaformi," upp- lýsir Einar, en í bók þessari fer hann vítt og breitt um vígvöll þjóðfélagsins. gk Ljóð úr nýrri Ijóðabók Einars Más Síðasta tilboð íslendinga Því miður, herra framkvæmdastjóri, ég hef ekkert að bjóða íþessum samningaviðrœðum nema þrjú tonn af kokteilsósu, örfá eintök afdýrafrœði Jðnasar frá Hriflu og allar hljómplötur Áma Johnsens. Hrósið fœr Umrœðuefni vikunnar Rúmlega fjórðungur þjóðarinnar vili annan forseta í stað Vigdísar Finnbogadóttur. Það voru góðu fréttirnar. Vondu fréttirnar eru að flestir vildu Davíð Oddsson eða Steingrím Hermanns- son í staðinn. Einhver ótrúlega frumlegur hugsuður fékk hundrað þúsund króna verðlaun fyrir nafn á nýju sjónvarpsstöðina. Já, einmitt: Stöð 3.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.