Helgarpósturinn - 28.09.1995, Page 5

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Page 5
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 5 Arnar Gunnlaugs- son fótboltakappi hefur að sjálfsögðu verið umtalaður að und- anförnu, enda vann hann það einstæða afrek að skora fimmtán mörk í að- eins sjö leikjum á ís- landsmótinu í fótbolta. Hafa vísir menn reiknað út að hefði Arnar leikið alla átján leiki móts- ins með svipuðum glæsibrag hefði hann skorað þrjátíu og átta mörk (eða nákvæm- lega 38,5 mörk) og tvö- faldað markamet Péturs Péturssonar og Guð- mundar Torfasonar. Ekki mun sviðsljósið beinast frá Arnari í bráð, því hann er á nýjustu forsíðu Mannlífs, ekki einsamall þó, heldur með kærustunni sinni, Hrafnhildi Hafsteins- dóttur, sem er handhafi titilsins Ungfrú ísland... dag, fimmtudag, standa laganemar fyrir fundi um stefnu íslendinga í flótta- mannamálum, sem gæti orðið einkar fjörugur. Þar mætast sem frum- mælendur Einar S. Jónsson, formaður fé- lagsskaparins Norrænt mannkyn, og Hrafn Jökulsson, ritstjóri Al- þýðublaðsins, sem látið hefur málefni flótta- manna til sín taka. Ólík- ari skoðanir um málið er vart að finna en hjá þessum tveimur, en fundurinn hefst á há- degi í stofu 101 í Lög- bergi... --- 1. hæð---- Fimmtudags-, föstudags og laugardagskvöld Egill Ólafsson ásamt Jónási Þór -— 2. hæð---- Föstudags- og laugardagskvöld saLSA --- 3. hæð--- Dúndrandi diskó Frítt inn fimmtudags- og sunnudagskvöld. Aðgangseyrir 500 kr. eftir kl. 23:00 föstudags- og laugardagskvöld. ***1t'' Listaklúbbur Leikhús- kjallarans, sem setti töluverðan svip á lista- lífið í borginni síðastliðinn vetur, tekur aftur til starfa á mánudagskvöld eftir sumarfrí. Það er sem fyrr Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir sem hefur umsjón með listalífinu þar á bæ. Fljótt á litið má segja að dagskrá klúbbsins fram að áramótum verði að mestu með svipuðu sniði og síðasta vetur. Eitt nýtt er þar þó að finna; nú ætlar klúbburinn að tileinka sér „uppistand“, sem sló í gegn með Hallgrimi Helgasyni í Hlaðvarpanum í sumar. Fyrstur til að stíga á stokk á mánudagskvöld er Stuð- maðurinn Valgeir Guðjóns- son, sem lítt hefur kveðið að undanfarin ár, nema hvað hann gaf út skáldsögu fyrir þremur árum. Á uppi- standinu á mánudagskvöld ætlar Valgeir að fara með gamanmál og spjalla við gesti, auk þess sem hann mun syngja og leika nokkur Uppi varð fótur og fit á Ríkisútvarpinu á föstudag þegar hald- inn var fundur með Heimi Steinssyni útvarpsstjóra þar sem ætlunin var að ganga endanlega frá dag- skrá vetrarins í útvarpinu. Þegar á hólminn kom reyndist Heimir hafa allt aðrar hugmyndir en dag- skrárgerðarfólk, tilkynnti að skera þyfti niður um þrettán milljónir hjá rás 2 og fréttastofunni og sendi þannig dagskrána í raun út í ystu myrkur. Þetta fól meðal annars í sér að lík- lega yrði hætt við fyrirætl- anir um að fréttastofa tæki þátt í sameiginlegri morgu- nútsendingu rásar 1 og rás- ar 2, en að auki leit út fyrir að flestöllum lausráðnum dágskrárgerðarmönnum á rás 2 yrði sagt upp og dag- skránni að mestu leyti hald- ið uppi af fastráðnum starfsmönnum. Einn af þeim sem líklega hefðu þurft að hverfa á braut er útvarpsmaðurinn góðkunni Svavar Gests, en þættir hans á sunnudagsmorgnum njóta mikilla vinsælda. Mik- ilí úlfaþytur varð vegna f lög. Valgeir mun þegar hafa reynt fyrir sér sem „ein- grínungur“ í hópi útlend- inga, að sögn með ágætum árangri. En þeir eru fleiri en Valgeir sem bíða eftir að fá að vera með uppistand í Leikhúskjallaranum, því í októberlok hyggst Karl Ág- úst Úlfsson reyna fyrir sér með sama hætti. Auk uppi- standsins ætlar Karl svo að flytja okkur nýtt frumsamið örleikrit; í hvítu myrkri, sem frumsýnt verður á litla sviði Þjóðleikhússins eftir áramót... þessa á útvarpinu og ekki síður sökum þess að enginn taldi sig hafa haft pata af þessum fyrirætlunum út- varpsstjóra. Eftir mikil fundahöld mun Heimir hafa dregið eitthvað í land og mun nú beðið með endan- legar ákvarðanir eftir því að Markús Örn Antonsson, framkvæmdastjóri útvarps- ins, komi frá útlöndum. Ljóst þykir þó að frétta- magasíninu sameiginlega hefur verið bjargað. NÁTTÚRUAFURÐ I FYRIRRÚMI radiomidun Grandagaröi 9 • 101 Reykjavík Sími 511 1010 Svo virðist sem töluvert fleiri klæðskiptingar séu á íslandi en fólk grunar. í kjölfar einka- málaauglýsingar í DV síðastliðinn föstudag, þess efnis hvort klæð- skiptingar hefðu áhuga á sérstökum skráningarflokki á símatorgi Rauða torgs- ins, hefur verið stofn- aður skráningarflokk- ur fyrir klæðskiptinga. Viðbrögðin við auglýs- ingunni voru slík að strax var ákveðið að stofna þennan flokk. Eftir því sem næst verður komist hafa klæðskiptingar aldrei átt formlegan mótstað á íslandi. En nú er semsé svo komið að vilji klæðskiptingar ráða ráðum sínum, kynnast frekar og svo framvegis er ekkert lengur því til fyrir- stöðu, því símakerfi Rauða torgsins er þannig uppbyggt að viðmælendur vita hvorki nafn né síma- númer hvor annars, en geta spjallað sam- an og kannað grund- völl frekari viðræðna utan torgsins...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.