Helgarpósturinn - 28.09.1995, Síða 8

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Síða 8
8 HMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 Fyrrverandi verslunarstjóri Miðvangs í Hafnarfirði: Seldi gamalt kjöt, stakk andvirðinu ofan í skúffu og var látinn hætta Hilmar Kristensson, fyrrverandi verslunarstjóri matvöruverslunarinnar Miðvangs í Hafnarfirði, segist hafa verið þvingaður til uppsagnar á grund- velli staðlausra sakargifta. Hilmar seldi meðferðarheimilinu Barónsstíg 13 í Reykjavík, sem líknarfélagið Takmarkið rekur fyrir drykkjusjúklinga í eft- irmeðferð, frosið kjöt og kjötfars sem komið var fram yfir síðasta söludag. Ávísun, sem Hilmar tók við vegna kaupanna, stakk hann ofan í skúffu og var síðan sakaður um að hafa œtlað að stela henni. Það er Kaupfélag Suð- urnesja sem á og rekur Miðvang. Hilmar segir að sér hafi verið bolað úr starfi til að rýma fyrir Þresti Karlssyni, persónulegum vini kaupfélagsstjór- ans, Guðjóns Stefánssonar. Þröstur var þá forseti bœjarstjórnar í Mosfells- bœ en átti að láta afþví starfi í júnílok. Hilmar Kristensson segist hafa veríð hrakinn úr starfi til að rýma fyrir vini yfir- manns síns. „Ég var verslunarstjóri í Mið- vangi þegar Mikligarður rak verslunina. Svo fór Mikligarður á hausinn eins og menn vita og Kaupfélag Suðurnesja tekur við Miðvangi og ég er beðinn að halda áfram,“ segir Hilmar. „Eftir síðustu áramót er sett- ur eftirlitsmaður í að taka út ýmsa hluti, ávexti, kjöt og eitt og annað.“ TORTRYGGINIU EFT- IRUTSMAÐUR — GAIVJALT KJOT SELT A HALFVIRÐI „Það var farið að skoða í kjötkælana og þá kemur í ljós að kjötmaðurinn, Jónas Rafn Jónsson, hafði safnað upp ýmsu sem var útrunnið á stimplum. Mér fannst það vera hagur fyrirtækisins að reyna að losna við þetta og ég þekkti stjórnendur hjá meðferðar- heimilinu á Barónsstíg 13, sem hafa fengið hjá mér vörur sem svipað er ástatt um, svo ég hringdi í þá og bauð þeim að taka þetta á hálfvirði," segir Hilmar. „Einn þeirra, Valgeir Helgason, kom og kíkti á þetta og keypti kjöt fyrir 35 eða 36 þúsund og borgaði með ávís- un. Einhverra hluta vegna sétti ég ávísunina ofan í skúffu og gleymdi henni þar einhvern stuttan tíma. Þá gerist það að kjötmaðurinn klagar í áður- nefndan eftirlitsmann, sem heitir Þröstur Karlsson og er úr Mosfellssveit. Einn daginn, þegar ég er að koma úr laug- inni, liggur Þröstur á gólfinu og er eitthvað að veltast í kassa- rúllunum að leita að þessari upphæð, hvort hún hafi verið stimpluð inn. Hann leggur dæmið þannig upp fyrir Guð- jóni Stefánssyni kaupfélags- stjóra að ég hafi stolið and- virði kjötsins og á þeim for- sendum er ég kallaður á teppið suður í Keflavík til Guðjóns," segir Hilmar. PÍIUDUR TIL AÐ SEGJA UPP „Guðjón ber það beint upp á mig að ég hafi stolið þessu. Sagði við mig að ef ég ekki ját- aði alveg eins og skot þá myndi hann kæra mig til rann- sóknarlögregl- unnar strax klukkan níu dag- inn eftir. Ég fæ hálfgert tauga- áfall en stend náttúrulega harður á móti þessum áburði, enda var það aldrei í mínum huga að stela neinu. Þetta var að kvöldi til og Guðjón var að fara til útlanda morguninn eftir. Hann lagði á það þunga áherslu að málið yrði klárað áður. Ég viður- kenndi að hafa kanski brotið einhverjar reglur með því að stimpla ekki inn þessa af- greiðslu um leið og hún fór fram, en sagði jafnframt að ávísunin væri þegar komin í banka. Guðjón trúði mér ekki og hann hafði ekki tækifæri til að tékka það af þarna um kvöldið. Þetta var náttúrulega klúður af þeirra hálfu, en Guð- jón trúði Þresti augljóslega betur en mér,“ segir Hilmar. „Guðjón sagði meðal annars við mig að ég væri áreiðanlega ekki maður til að standa undir þeim yfirheyrslum og vitna- leiðslum sem í hönd myndu fara ef til kæru kæmi. Á endan- um píndi hann mig til að segja upp. Nú, ég sat uppi með það að vera sakfelldur fyrir að hafa stolið því sem ég stal ekki,“ segir Hilmar. EFTIRLITSMADUR- inilU TEKUR VIÐ STARFI HILMARS „Ég fékk náttúrulega þann stimpil á mig að ég hefði verið rekinn úr Miðvangi fyrir þjófn- að og hef hann á mér enn. Þetta hefur verið rosalegt and- legt niðurbrot,“segir Hilmar. „Það varð að samkomulagi milli mín og Guðjóns að ég ynni þá einu viku sem eftir var af marsmánuði en léti síðan af störfum. Þröstur Karlsson var á þeim tíma forseti bæjar- stjórnar Mosfellsbæjar. Hann er vinur kaupfélagsstjórans og var að verða atvinnulaus og eitthvað segir mér að það hafi átt að koma mér frá með ein- hverjum ráðum. Þröstur vann hér hjá Sambandinu en var seinna í ýmsum sérverkefnum fyrir Kaupfélag Suðurnesja. Síðan þetta gerðist hefur Þröstur verið verslunarstjóri í Miðvangi," segir Hilmar. FÆR EKKI GREITT , ORLOF SEM HAIUIU A IIUIUI „Eftir að þetta gerðist hringdi ég í stjórnarformann kaupfélagsins, Magnús Har- aldsson, og fór suður í Keflavík með bréf sem ég afhenti hon- um og krafðist þess að þetta yrði tekið fyrir hjá stjórn fé- lagsins. Þá sagði hann við mig að Guðjón hefði sagt að það væri alveg borðleggjandi að ég hefði stolið þessu. Magnús og Guðjón trúðu augljóslega Þresti þótt enginn fótur væri fyrir áburði hans. Það að ávís- unin fór ekki inn í kassann al- veg á þeim tíma sem þeim hentaði sjálfum er eina ástæða þessa áburðar. Þeir hefðu get- að fundið þessa ávísun í bank- anum ef þeir vildu,“ segir Hilm- ar. STARFSFÓLKI UPPÁ- LAGT AD SEGJA AD HILMAR HEFDI HÆTT SJALF- VIUUGUR „Viku eftir að ég hætti í Mið- vangi hélt Skúli Skúlason, starfsmannastjóri kaupfélags- ins, fund með starfsfólkinu og sagði því að ef einhver spyrði hvers vegna ég hefði hætt ætti það að segja að ég hefði hætt af fúsum og frjálsum vilja. Einnig bannaði hann starfs- fólkinu að ræða málið frekar sín á milli,“ segir Hilmar. „Ég hef skrifað þeim nokkur bréf en þeir hafa ekki svarað neinu þeirra. Ég skrifaði um daginn stjórn kaupfélagsins og krafðist afsökunarbeiðni, en þeir hafa ekki svarað heldur. Svo setti ég á þá lögfræðing núna, ég ætla að innheimta or- lofskröfu sem ég á á þá. Ég er með skýrslur sem sýna að ég á þetta orlof inni og þeir hunsa bara allt. Ég hef fengið greidd- an uppsagnarfrestinn, þrjá mánuði, en ekki þann hluta or- lofs sem ég átti inni frá fyrri ár- um,“ segir Hilmar Kristensson að lokum. Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja: „Hilmari fínnst þetta greinilega stcerra mál en mér(í Helgarpósturinn bar frá- sögn Hilmars undir Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Suðurnesja. Voru Hilrnari seltir þeir kost- ir aö segja upp eða verða rek- inn ella'! „Ég sé nú ekki að það skipti máli. Það er svo algengt í rekstri að maður þurfi að taka menn á teppið fyrir eitthvað sem þeir hafa gert öðruvísi en þeir eiga að gera og það leiðir stundum til þess að þeim er sagt upp eða þeir segja sjálfir upp. Það er ekkert alvarlegt í sjálfu sér, það er svo oft sem slíkt gerist. Hilmari finnst þetta greinilega stærra mál en mér. Þetta var ekki stór af- greiðsia og ekki miklir pening- ar, en það er bara prinsippmál hvernig menn afgreiða vörur út úr búðinni. Það er bara þetta eina tilfelli sem við höf- um deilt um, en það segir í rauninni ekkert um það hvort þau hafa verið fleiri eða færri, enda var það ekkert inni í mál- inu. Við Hilmar gátum ekki orðið sammála umm starfsað- ferðir. Það er ekki það að sal- an sé skráð vitlaust, hún er bara ekki skráð þegar hún fer fram. Það var aldrei lagður á það neinn dómur hvort það stæði til hjá Hilmari að stinga þess- um peningum undan og Hilm- ar hafði sínar skýringar á þessu, en ég gat bara ekki sætt mig við þær og að þetta hefði gerst.“ Hilmari finnst eins og hann hafi verið hrakinn úr starfi til að koma að manni sem vant- aði vinnu. „Nei, þú getur rétt ímyndað þér hvort maður fer að ráða mann af einhverri góð- mennsku í stjórnunarstörf í verslun í hörðum samkeppn- insheimi. Það væri nú sér- kennilegt." Er enginn ágreiningur á milli ykkar Hilmars? „Nei, nei. Það er enginn ágreiningur milli okkar.“ Hvað um bréfin sem hann segist hafa sent og þið látið ósvarað? „Það er ekki óskað neins svars í þessu bréfi og eigin- iega ekkert tilefni til svara, nema þá til að kvitta fyrir mót- töku ef til vill. Ágreiningurinn snertir það meðai annars hvernig staðið var að afgreiðslu Hilmars til þessa meðferðarheimilis. Ég trúi því nú ekki að hann hafi verið að selja útrunnar vörur, eins og hann segir, og það bætir nú varla málstað hans ef satt er. Ágreiningur okkar var um að afgreiðslan er ekki skráð þegar hún fer fram.“ Hilmar segist eiga inni hjá ykkur ógreitt orlof. „Ég skal ekki fullyrða hvort hann getur átt einhverja daga inni, það má vera, ég þekki það bara ekki.“ Hafið þið ekkert bréf fengið um það frá honum? „Það kom bréf frá honum um stöðu orlofsins hans og það hefur verið notað til grundvallar uppgjöri við hann.“ Þannig að þið teljið ykkur bána að gera upp við Hilmar og þú vísar þvt á bug að hann hafi verið neyddur til að hœtta? „Já, já. Hann sagði upp með eðlilegum hætti. Auðvitað hafði ýmislegt farið fram á milli okkar, sem er nú ekki blaðamatur. Það er yfirleitt ekki blaðamál að menn í stór- um fyrirtækjum ræði sín á milli um starfsreglur. Þjófnað- armál kom þessu ekkert við.“

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.