Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.09.1995, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Qupperneq 10
RMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 Ævi og hrakfallasaga Hilmars Oddssonar „Hann var lengi aleiðinm þessi drengur“ - „Kvikmyndaheimurmn var svo gott sem búinn að afskrifa hann til stórra verka eftir að hafa fylgst með honum í heil sex ár að vesenast með þessa mynd og senda frá sér hina afleitu Eins og skepnan deyrþar á undan," eru ummæli kvikmyndagerðar- manns um Hilmar Oddsson leikstjóra, sem baðað hefur sig í sviðsljósinu undanfarnar vikur í kjölfar frumsýningar kvikmyndarinnar Tárúrsteini. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og jafnvel talað um að loksins hafi verið gerð alvörukvik- mynd á íslandi. Það var snemma Ijóst að Hilmar skorti ekki hæfileikana, en framyfir tvítugt var ekki vitað hvaða listgrein yrði fyrir valinu. Hann virðist þar á ofan vera eitt seinheppnasta Ijúfmenni ís- landssögunnar einsog Stefán Hrafn Hagalín komst að á dögunum þegar hann kynnti sér manninn og mýtuna... Hilmar Oddsson er kraftmik- ill og klár maður; einlægur, með stórt hjarta, án þess þó að vera í dýrlingatölu í vinahópi sínum; fljótfær á köflum og um- fram margt annað seinheppinn með afbrigðum. Gagnvart ókunnugum getur hann í ákafa einlægni sinnar virkað hálf- kjánalegur, sérstaklega í aug- um og eyrum lokaðra íslend- inga sem einhverra hluta vegna telja þögla menn gjarn- an öðrum greindari. „Himmi er einstakur öðlings- maður og eldhugi þegar hann tekur sér eitthvað fyrir hend- ur. En hann er enginn dýrling- ur og getur verið þrjóskur og þrasgjarn. Þegar við vorum saman útí Montpellier vildi Himmi stundum fá að vera einn og þá var viðkvæðið að hann þyrfti endilega að fara heim og taka til í plötusafninu sínu. Hann er heill í öllu sem hann gerir og það er ekkert fals eða fláræði til í honum. Einlægnin getur jú stundum virkað dálít- ið einfeldningsleg, en hann er enginn einfeldningur. Hann er blátt áfram. Vitaskuld getur maður þó ekki sagt að Himmi sé eðlilegur; það er til dæmis ekki einleikið hvað maðurinn er einstaklega seinheppinn,“ segir Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir dagskrárgerðarmaður sem var samtíða Hilmari eitt ár í námi útí Frakklandi eftir að stúdentsprófi lauk. Félagsmálafrömuður En aftur til æskuáranna. Hilmar lét að sér kveða í fram- varðasveit félagsmálafrömuða strax sem gagnfræðaskóla- nemi í Hagaskóla og seinna í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann var þannig formaður Herranætur og stóð ásamt fleirum fyrir svokölluðum FALM-tónlistarkvöldum í Tónabæ á þeim árum. Hilmar var meira að segja svo heltek- inn af félagslífinu og listinni að harin neyddist til að taka tvo bekki saman í MR svo hann gæti útskrifast á tilskildum tíma. í Menntaskólanum í Reykja- vík var Hilmar í klíku með nokkrum hugmyndaríkum strákum sem sífellt voru eitt- hvað að bardúsa. Einn viðmæl- enda blaðsins gekk svo langt, að segja klíku þessa hafa „átt skólann". Meðal klíkubræðra voru Karl Roth, frændi Hilm- ars, Guðni Bragason sendi- ráðunautur, Gunnar Hrafns- son bassaleikari, Gunnlaugur Johnson arkitekt, Finnbogi Rútur Arnarson sendiráðu- nautur og Hallgrímur H. Helgason rithöfundur. Hallgrímur segir reyndar: „Ég held að það sé of mikið sagt að klíkan okkar í MR hafi átt skólann. Þetta kemur yfir fólk stundum, að það fer í ein- hverja stemmningu, en við vorum aðallega í þeirri stemmningu að vera ungir og vitlausir einsog gengur — og fórum kannski misjafnlega vel með það.“ Glæsilegur knattspyrnu- ferill en stuttur Og ekki má gleyma knatt- spyrnuferli Hilmars, sem var stuttur en einkar glæsilegur. Hann spilaði stöðu hægri bak- varðar með Val og æfði uppí þriðja flokk með ósigrandi kyn- slóð knattspyrnumanna sem unnu hvern Islandsmeistaratit- ilinn á fætur öðrum: Guð- mundi Þorbjömssyni, Atla Eð- valdssyni, Sævari Jónssyni, Bjarna Guðmundssyni og fleirum. Hilmar hefur æ síðan verið mikill knattspyrnuáhuga- maður og greiðir skilvíslega sitt árgjald í Val — uppá prinsippið að gera, að sögn fé- laga hans. Sprettharka Hilmars þótti einn stærsti kostur hans í bolt- anum — ásamt framsækninni. „Já, Hilmar var ákaflega sprett- harður — og vogaður með ein- dæmum. Þegar dróst til að mynda að skila bókum á bóka- safnið var hann alltaf fenginn til að skila þeim: spretti bara úr spori, henti bókunum frá sér og hvarf einsog blátt strik. Þetta þorði enginn annar,“ seg- ir Hallgrímur H. Helgason. Kringum MR-klíkuna á sínum tíma varð svo til Ungmennafé- lagið Myndavélin sem enn lifir í einhverju formi. Annarsvegar er þetta knattspyrnufélag og hinsvegar félagsskapur gleði- manna. Þess má geta að Myndavélinni var neitað um þátttöku í 4. deildinni fyrir nokkrum árum þarsem nafnið þótti ekki tilhlýðilega virðu- legt. Lislamaöur meö stóru L-i Hilmar einsetti sér ungur að árum að verða Listamaður með stóru L-i. Vinir hans og kunningjar leiða líkur að því að þar komi til sterk áhrif frá föð- ur hans, Oddi Bjömssyni rit- höfundi, og víst er að Hilmar nálgast umfjöllunarefnið list og listamenn af stakri virðingu þess sem lítur fátt í veröldinni æðra. Það sést vel í kvikmynd- unum Eins og skepnan deyr og Tár úr steini þarsem viðfangs- efnið í báðum tilvikunum er listamaður sem á í stöðugri baráttu við umhverfi sitt og innri mann. Hilmar ólst annars upp hjá móður sinni, Borg- hildi Thors yfirþroskaþjálfa, og tekur vafalaust eftir henni lífsgleðina og ljúfmennskuna þarsem vinir hans hafa á orði að Oddur faðir hans sé maður þungbúinn og á köflum erfiður í lund. Listamannseðlið er ríkt í föð- urættinni og föðursystir hans, Sigríður Bjömsdóttir, er þekkt myndlistarkona og myndlistar- þerapisti. Sigríður og fyrrver- andi eiginmaður hennar, Diet- er Roth myndlistarmaður, eru reyndar foreldrar elsta vinar Hilmars, Karls Roth, líffræð- ings og tölvufræðings. Eins er önnur föðursystir Hilmars Sig- rún Bjömsdóttir, leikkona og dagskrárgerðarmaður. Hefði allteins getað orö- ið tónlistarmaöur „Hilmar kemur náttúrlega úr mikilli listafjölskyldu og hafði mikinn metnað sem tónlistar- maður á þessum Melchior-ár- um. Hann var að læra á selló sem unglingur, spilaði smáveg- is á píanó og þessháttar. Menn voru nokk með það á hreinu að hann yrði tónlistarmaður. Eftir stúdentspróf tók hann sér meira að segja frí í eitt ár frá námi til að stunda tónlistina. Ég held að það sé alveg ör- uggt að það kom aldrei neitt annað til greina hjá Hilmari en að verða einhverskonar lista- maður. Hann byrjaði mjög ung- ur að læra á hljóðfæri og elst hálfpartinn upp í tónlistar- skóla. Hann tók einnig þátt í uppfærslum á barnaóperum eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem krakki. í Hagaskóla var hann strax farinn að stofna hljómsveitir þannig að hann var alltaf á kafi í tónlist,“ segir Hróðmar Ingi Sigurbjömsson tónskáld. Á árunum 1974 til 1979 gaf Hilmar út þrjár plötur með hljómsveitinni Melchior: Björg- úlfur, Benóný og Grímúlfur... (1974), Silfurgrœnt ilmvatn (1978) og Balapopp (1979). í hljómsveitinni voru ásamt Hilmari meðal annarra Björg- úlfur Egilsson tónlistarmaður, Amþór Jónsson tónlistarmað- ur (og sonur Jóns Ásgeirsson- ar tónskálds), Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld, Karl Roth líffræðingur og tölvu- fræðingur og Gunnar Hrafns- son tónlistarmaður. Eftir því sem árin liðu varð tíminn sem meðlimir hljómsveitarinnar gáfu sér í spilamennskuna sí- fellt naumari og þeir þróuðust tónlistarlega hver frá öðrum. Melchior Ieystist uppí góðu. Áhöld um gæöi tónlist- arinnar Hilmar hefur vissulega sýnt af sér tónlistarhæfileika með tónsmíðum við kvikmynda- gerð sína og plötugerð og spilamennsku í Melchior — aukþess sem hann lagði stund á sellónám um átta ára skeið í æsku. Þó eru áhöld um hversu inni- haldsrík tónlistarsköpun Hilm- ars hefur verið gegnum tíðina. „Flinkur tónlistarmaður? Æi, það er þannig með Himma að það er allt svo huggulegt sem frá honum kemur. Hann var ekki trylltur rokkari, en gat hinsvegar samið ákaflega hug- ljúfar melódíur,“ segir Ragn- heiður Gyða. Hróðmar Ingi Sigurbjörns- son tekur í svipaðan streng, en gerir þó meira úr tónlistar- hæfileikum Hilmars: „Það var HHmar í hnotskum Fjölskylda: Hilmar Oddsson er fæddur 19. janúar 1957 I Reykjavík. Foreldrar hans eru Borg- hildur Thors yfirþroskaþjálfi frá Reykjavík og Odd- ur Björnsson rithöfundur frá Ásum \ Skaftár- tungu. Hilmar á eina systur, Elísabetu Álfheiöi rit- ara. Dóttir hans og Þóreyjar Sigþórsdóttur leik- konu heitir Hera og er á sjöunda ári. Menntun: Hilmar varö stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík áriö 1977 og útskrifaöist sem kvikmyndaleikstjóri frá Hochschule fúr Fernse- hen und Film f Múnchen áriö 1986. Hann stund- aöi sellónám á árunum 1965 til 1973. Starfsferill: Hilmar starfaöi sem leikstjóri, dag- skrárgerðarmaður, klippari og tónskáld í lausa- mennsku hjá Bíó hf. 1985 til 1986, Saga Rlm 1986, Ríkissjónvarpinu 1987 til 1991, Stöö 2 1988 til 1990 og Nýja bíó hf. 1989 til 1990. Frá árinu 1990 hefur hann veriö í föstu starfi hjá Nýja bíói hf. sem leikstjóri, dagskrárgeröarmaöur og fleira. Hilmar hefur stjórnaö og haft umsjón meö fjölda sjónvarpsþátta, tónlistarmyndbanda og stuttmynda. Ennfremur sá hann um kvik- myndagagnrýni fyrir Þjóöviljann áriö 1986 og annaðist kvikmyndaumfjöllun í þættinum Skugg- sjá í sjónvarpi árið 1990. Hilmar sat í undirbún- ingsnefnd Kvikmyndahátíöar I Reykjavík árin 1987, 1989 og 1991. Kvikmyndagerð: Kvikmyndirnar Eins og skepn- an deyr — handrit, leikstjórn og tónlist að hluta (1986) og Tár úr steini — handrit, leikstjórn (1995). Sjónvarpsleikritin Öskubuska og maður- inn sem átti engar buxur — handrit að hluta, leik- stjórn og tónlist (1987) og Sjóarinn, spákonan, blómasalinn, skóarinn, málarinn og Sveinn — handrit aö hluta og leikstjórn (1991). Heimildar- myndirnar Allir þessir dagar (1988), Listaskáldin vondu (1989), Aö láta boltann tala (1990). Tónllst: Tónsmíöar og flutningur tónlistar á hljómplötunum Skepnan (1985) og Og augun opnast (1989). Einnig gaf hann út þrjár plötur meö hljómsveitinni Melchior: Björgúlfur, Benóný og Grímúlfur... (1974), Silfurgrænt ilmvatn (1978) og Balapopp (1979). Ásamt Hróömari Inga Sigurbjörnssyni samdi Hilmar tónlist viö barnaleikritiö Krukkuborg (1979).

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.