Helgarpósturinn - 28.09.1995, Page 11

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Page 11
FIMMTUBÁGUR 28. SEPTEMBER JL99S 11 mjög skemmtilegt verkefni að semja tónlist með Hilmari við leikritið Krukkuborg eftir pabba hans. Virkilega gaman að þessu: gott leikrit, litrík og falleg sýning og bara ágætis tónlist. Sumt af tónlistinni hef- ur elst mjög vel — ekki síst það sem Hilmar gerði.“ Þess má geta að Hilmar samdi rokkóperu á háskólaár- um sínum í Munchen, en hún hefur að vísu aldrei verið sett upp þráttfyrir að síðar hafi hann notað lög úr óperunni í kvikmynd sinni, Eins og skepn- an deyr: titillagið og Allur lurk- um lamirtn. Haldinn „listrænu" Eitt sinn lét Guðni Guð- mundsson MR-rektor svo um mælt um Svein Einarsson, fyrrverandi leikhússtjóra, að hann hefði verið ágætis piltur, en haldinn „listrænu". Einn kunningja Hilmars rifjaði þetta upp og sagði að stundum gæti þetta eins átt við um Hilmar þarsem honum finnist afar mikið til listar og listsköpunar koma; listin ætti það jafnvel til að þvælast fyrir listsköpun- inni. Þessi gríðarlega innlifun Hilmars í listina kemur einnig á stundum fram sem snobb, en einsog annað þykir hann fara býsna vel með það sökum þess hversu mikið ljúfmenni hann er. Ekki eru þó allir jafnsam- mála því að Hilmar rembist við að vera listamaður: „Himmi hefur ekki orðið listamaður á sínu sviði einsog svo margir aðrir — rithöfundar eða mynd- listarmenn — með því að vinna að því leynt og Ijóst ár- um saman. Þetta er allt öðru- vísi hjá Himma, þar er ekkert listaofstæki eða tryllingur. Hann hefur gefið sér tíma og framvindan er eðlileg hjá hon- um,“ segir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. Stal glæpnum Hilmar ákvað loksins að leggja fyrir sig kvikmyndagerð í framtíðinni og útskrifaðist sem kvikmyndaleikstjóri frá Hochschule fúr Fernsehen und Film í Múnchen árið 1986. Þessi kvikmyndaháskóli þótti á þeim árum afskaplega góður — og fínn — og meðal stór- menna kvikmyndasögunnar sem voru viðriðnir þennan skóla voru Fassbinder og „ís- landsvinurinn“ Wim Wenders. í tengslum við nám sitt þar kom hann til íslands og gerði kvikmynd á'Snæfellsnesi, en líkt og Eins og skepnan deyr var það mynd sem mikið var lagt í miðað við efni og aðstæð- ur en var frekar misheppnuð. Samtíða honum í námi útí Mú- nchen á þessum tíma voru Guðni Bragason sendiráðu- nautur og Þórhallur Eyþórs- son íslenskufræðingur; fyrr- verandi skólafélagar Hilmars úr MR. Röð skemmtilegra tilviljana er bakvið þá ákvörðun Hilmars að fara útí kvikmyndagerð. Söguna segir Hallgrímur H. Helgason: „Eg veit alveg hvern- ig kvikmyndaferill Hilmars byrjaði. Þannig var að í fjórða bekk vorum við að búa til kvik- mynd saman og þá var ég með kvikmyndadraumana. Hilmar var og er hinsvegar — ásamt því að vera mikill tónlistar- maður — góður leikari og lék sem slíkur langstærsta hlut- verkið í þessari kvikmynd. Myndin er reyndar einhvers- staðar til í bútum, en við höf- um aldrei náð að koma henni saman. Þetta var heilsárs verk- efni, mikið umfangs og til dæmis þurftum við að klippa milli vors og sumars í nokkrum atriðanna. Síðan höfðum við náttúrlega ekki eirð í okkur til að bíða eftir að vetraði al- mennilega og allt var eftir þessu. Seinna sá ég að vísu kvik- mynd sem Loftur ljósmyndari gerði fimmtíu árum fyrr útfrá ■K hæð og ég næ ekki hvernig honum datt í hug að ég hefði klifrað uppá svalirnar um miðja nótt og komið inn. Þarna var Hilmar í alveg einstakri að- stöðu til að góma þennan stór- glæpamann, en náði því ekki. Svona gat hann verið ákaflega seinheppinn," segir Hallgrímur H. Helgason. Og ólukkan virðist elta Hilm- ar. Þannig var að Hilmar dvaldi í Montpellier við frönskunám og einsog Náttfarakvöldið var hann eina nóttina í fastasvefni þegar her af illvígum rottum gerði innrás og át eða beit í allt innanstokks nema Hilmar — sem vaknaði ekki frekar en fyrri daginn. Önnur útgáfa af rottusögunni er hinsvegar svona — frá fyrstu hendi: „- Þetta var þannig að ég og mað- urinn minn vorum nýbúin að leigja okkur íbúð og Himmi var ekki enn búinn að finna sér samastað. Hann fékk því að gista hjá okkur þangaðtil úr rættist. Eina nóttina vaknar hann upp með andfælum og þegar að er gáð er hann náföl- ur og fullyrðir að yfir sig hafi gengið mús eða rotta. Við leit- uðum og leituðum, en fundum þetta óargadýr þó aldrei. Við þóttumst að vísu hafa fundið ummerki eftir eina slíka því ég átti mussu með trétölum og mér sýndist ég finna þar tanna- för,“ segir Ragnheiður Gyða. Með Ijón á rölti í París Ragnheiður Gyða á jafnframt fjórðu, fimmtu og sjöttu sein- heppnissöguna í þessari syrpu — það er ekki einleikið hvernig þær virðast standa uppúr í minningum vina Hilmars („hann hefur verið mikill hrak- fallabálkur, greyið, og lendir í ýmsu“, segir Hróðmar Ingi): „Himmi er alveg hreint of- boðslega seinheppinn maður. En þó alltaf á einhvern svona skondinn hátt. Einn dag í Montpellier fór hann í bæinn og keypti sér rokdýr gleraugu: ég held að stærsti parturinn af námslánunum hafi farið í þau. Svo fór hann útað borða um kvöldið og þegar við kveðj- umst heldur hann á gleraugun- um og vinkar kumpánlega. Vitaskuld þeyttust gleraugun útá götu um leið, og bíll keyrði yfir þau á næsta augnabliki. Himmi byrjaði eiginlega á ljósmyndatökum. Hann tók af mér margar svarthvítar og þungbúnar myndir þarsem ég var ein að ganga að vetrarlagi um Montpellier og mátti alls ekki brosa. Á einni myndinni átti ég meira að segja að gráta uppvið hvítan vegg og þá sýndi Himmi hvernig hann deyr aldrei ráðalaus. Ég gat nefnilega allsekki grátið hversu illa sem mér leið og Himmi tók þá lauk, skar í sund- ur og nuddaði á húðina undir augunum á mér. Og jújú, ég grét og grét og grét — grét of- boðslega allan þann dag og næsta líka. Síðan er það sú sorglega staðreynd að hundar þola Himma ákaflega illa. Hann má bókstaflega ekki láta sjá sig ut- andyra ánþess að hundar í næsta nágrenni — sem annars láta aldrei frá sér hljóð — fari ekki að spangóla og gelta ein- sog óðir. Um jólin 1978 fórum við síðan til Parísar og þá hef- ur Himmi sennilega verið far- inn að velta kvikmyndagerð fyrir sér því hann fékk sér litla kvikmyndatökuvél og var van- ur að fara einn út á morgnana — enginn mátti koma með — að bardúsa með vélina. Himmi kemur svo heim einn morgun- inn gjörsamlega gráfölur og segist hafa mætt ljóni í þessum morgunleiðangri sínum: hann hafi gengið framá mann með ljón í bandi. Hundur þessi — sem mun raunar hafa verið í minna lagi — trylltist þegar hann kom auga á Himma og Himmi neyddist til að leggja á flótta: stökk inní næsta garð.“ Kann aö láta fólk njóta sín „Hilmar er óskaplega hlý manneskja og ég sá að Hrafn Gunnlaugs- son var að tala um það í bókinni sinni að Hilm- ar hefði lag á því að láta fólkið í kringum sig njóta hæfileika sinna: það fær að láta ljós sitt skína. Þetta held ég að sé hans stærsti kostur sem kvikmyndagerðar- manns: að smækka sjálfan sig og búa til góðan anda í góðum hópi. Með þennan hæfileika kemur hann sterkur inní kvik- myndabransann. En það er ekki nóg að hafa hæfileikana, maður verður líka að búa yfir þekkingu, og smám- saman hefur Hilmar orðið sér útum hana. Ein setning til að lýsa Himma? Hann er með hjartað á réttum stað og þaðan kemur allt gott í listsköpuninni,“ segir Hallgrímur H. Helgason. Tvö eðliseinkenni kallast sterklega á í fari Hilmars: ann- arsvegar þekkja menn kapp- sama atorkumanninn sem vílar ekki stórvirki fyrir sér, en á það til að hætti slíkra að vera fljótfær og hreint ótrúlega seinheppinn — það ber öllum sem hann þekkja saman um. Hinsvegar vita þeir sem með honum hafa unnið, að Hilmar er ákaflega vandvirkur og reyndar svo smásmugulegur að nálgast þráhyggju: hvert smáatriði skal vera þraut- skipulagt. Þannig teiknar hann sjálfur upp öll atriði sem fyrir koma í kvikmyndum hans á meðan menn einsog Friðrik Þór Friðriksson hafa látið sig hafa það að fara hálf- eða van- undirbúnir í tökur með sérís- lensku hugsjónina „þetta redd- ast“ að leiðarljósi. Hörkuduglegur Mönnum ber saman um að Hilmar hafi ávallt gegnt leið- togahlutverki og verið hjartað í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. „Himmi er hörkudug- legur og það er ekki laust við að hann sé leiðtogi í sér. Hann hafði að minnsta kosti ekki mikið fyrir því að keyra okkur áfram í Herranótt í MR,“ segir Ragnheiður Gyða. Tiltölulega jafnlyndur og glaðsinna maður sem ekki nokkur hefur séð reiðast og góður félagi, er ein- kunnin sem Hilmar fær. Og ekki virðist hann taka sjálfan sig of alvarlega: „Hann hefur mikinn húmor fyrir sjáifum sér og hlær manna mest og hæst að óheppnissögum af sjálfum sér.“ Það þykir ennfremur gott að vinna með Hilmari. „Hilmar er afar vandvirkur. Hann tekur öllum hugmyndum mjög vel, skoðar þær og íhugar — án þess þó endilega að láta af sín- um. Það er síðan auðvelt að vinna áfram með honum að þessum hugmyndum og þróa, sem er að sjálfsögðu mjög mik- ill kostur í samstarfi,“ segir Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson. „Varðandi þessi margendur- teknu umskrif á handritum, þá held ég að Hilmar hafi bara lært það af reynslunni að góð handrit eru grunnurinn að góðum bíómyndum; til að þau verði góð þarf að vinna þau mikið. Það er sjálfsagt rétt að það sé sjaldgæfur eiginleiki einsog hann hefur, að vera bæði mikilvirkur og kappsam- ur en jafnframt vandvirkur. En þessi vandvirkni er kannski ástæðan fyrir því að ekki meira hefur komið frá honum en raun ber vitni. Samtsem áður má ekki gleyma því að hann hefur verið að vinna ágætar sjónvarpsmyndir meðfram kvikmyndagerðinni. Og vita- skuld hefur hann verið óhepp- inn. Það er nú eitt; alltaf eitt- hvað sem kemur uppá,“ segir Hróðmar Ingi. Tár úr steini kom á óvart Hilmar kom íslenska kvik- myndaheiminum rækilega á óvart með því að senda frá sér jafn þroskað og vandað kvik- myndaverk og Tár úr steini. Eins og skepnan deyr þótti að vísu metnaðarfull mynd, en Hilmar gerði hana áðuren hann hafði aflað sér nægilegr- ar reynslu og þekkingar — áð- uren hann hafði öðlast tilskil- inn listamannsþroska — og var miskunnarlaust dæmdur eftir því. „Hann hefur verið lengi á leiðinni þessi drengur. Kvik- myndahéimurinn var svo gott sem búinn að afskrifa hann til stórra verka eftir að hafa fylgst með honum í heil sex ár að ve- senast með þessa mynd og senda frá sér hina afleitu Eins og skepnan deyr þar á undan,“ eru ummæli kvikmyndagerðar- manns sem þekkir vel til Hilm- ars og verka hans. Kannski hefur það verið sér- staklega erfitt fyrir Hilmar að öðlast ekki rækilega viður- kenningu fyrren eftir áratug í faginu, því einn helsti vinur hans í kvikmyndagerðinni er Friðrik Þór Friðriksson, sem allt hefur gengið í haginn hin síðari ár. Það hefur að minnsta kosti verið haft á orði, að oft og tíðum hafi það verið hart fyrir Hilmar að horfa uppá vel- gengni Friðriks Þórs. „Kannski hafa þessir erfið- leikar — og að hluta til sein- heppni — við að gera Tár úr steini verið lán í óláni því þannig fékk hann tækifæri til að þróa hana með sér, rækta myndina og dunda við hana,“ segir Ragnheiður Gyða. Óheppnin kom sér vel Hér á undan var komið að því nokkrum orðum hversu seinheppinn Hilmar gæti verið og er kvikmyndin Meffí — sem aldrei var gerð líktog frægt er — ágætt dæmi um það. Jón Ólafsson í Skífunni stóð með Hilmari að undirbúningi þeirr- ar myndar og rætt var um hinn bandaríska Eric Roberts í eitt aðalhlutverkið. Eins og skepnan deyr er einnig af sumum talin enn eitt dæmið um seinheppni Hilmars vegna fljótfærninnar við að senda hana frá sér. Tár úr steini er svo síðasta dæmið af óheppni Hilmars í kvikmyndagerð, en þar er komin seinheppnissaga af Hilmari Oddssyni sem endaði vel. Verkið var heil sex ár í smíðum og tók óteljandi um- breytingum á þeim tíma. Sein- heppni Hilmars varð þar að heppilegum eiginleika, því ein- sog áður var minnst á hefði hann að öðrum kosti hugsan- lega ekki náð að þróa verkið útá jafn farsælar brautir og raun ber nú vitni. „Hilmar er svona strákur sem var gjarnan alltof fljótur að rétta upp hönd í skólanum og missir útúr sér vitlausa hluti á vitlausum tíma á slæm- um stundum," segir einn vina hans. „Jújú, Hilmar getur átt það til að vera dálítið fljótfær, en hann er nú líka lifandi per- sónuleiki. Mig minnir að það sem batt enda á sellóleikinn hjá honum hafi verið þegar hann datt tvítugur í gegnum rúðu og skar í sundur einhverj- ar sinar í putta. Örið á kinninni á honum? Það er frá því að hann var fimm eða sex ára og leikfélagi hans barði hann með skóflu. Minnir mig,“ segir Hróðmar Ingi. Trylltist Það er á menntaskólaárun- um sem ein dæmigerðasta seinheppnissagan af Hilmari gerist. Hallgrími H. Helgasyni segist svona frá: „Einu sem oftar vorum við staddir í partýi, það var komið framá rauða morgun og allir orðnir frekar heitir. í miðjum klíðum sinnast tveimur vinum Hilmars útaf pólitík: annar var eldheitur kommi og hinn íhaldsmaður af góðu kapítal- istaheimili. Það gýs svona líka svakaleg rimma milli þeirra og endar rifrildið með því að ann- ar tekur í hönd hins og segir: Hérmeð er okkar vinskap lok- ið. Og labbar síðan út. Hilmar er þannig gerður að hann trylltist yfir þessum at- burðum og þoldi ekki að menn skyldu slíta ævilangri vináttu í augnabliksreiði — og það útaf pólitík. Partýið leystist upp einn, tveir og þrír og við löbb- uðum nokkrir útá götu. Þetta var held ég klukkan fimm eða sex að morgni og Hilmar var ennþá svo reiður útaf rifrildi vina sinna að hann sparkar í hjólkopp á næsta bíl og skemmir eitthvað. Og viti menn: eigandi bílsins var auð- vitað staddur útí glugga á þessu augnabliki, kom hlaup- andi út og Himmi þurfti að borga hjólkoppinn. Það er jú þannig að þeir sem eru með hjartað á réttum stað þurfa oft- ast að borga fyrir syndir ann- arra.“ „Viðureignin" við Náttfara Önnur þekkt seinheppnis- saga af Hilmari snertir Nátt- fara, frægan innbrotsþjóf í Reykjavík, sem braust inní tugi húsa á áttunda áratugnum áð- uren hann var handsamaður — og meðal annars inná heim- ili Hilmars: „Hilmar var í fasta- svefni, rumskaði þó við þrus- kið, reis uppvið dogg og spurði: Halli, hvað ert þú að gera hérna? Síðan lagðist hann á hitt eyrað og sofnaði aftur. Enn þann dag í dag skil ég ekki þessa tengingu. Hilmar átti nefnilega heima uppá þriðju sömu hugmynd. Mun- urinn á honum og okk- ur var afturámóti sá að hann kláraði sína mynd en við ekki. Þeg- ar þetta var lánaði ég Hilmari einhverntíma kvikmyndatökuvél til að taka smárispu og út- koman var alveg ægi- leg. Þarafleiðandi var ég fullkomlega sann- færður um að hann myndi leggja allt annað fyrir sig en þetta. En Hilmar stal semsagt glæpnum og síðan þá hef ég ekki mikið kom- ið nálægt kvikmynd- um.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.