Helgarpósturinn - 28.09.1995, Page 12

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Page 12
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Kristinn Albertsson Ritstjóri: Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúar: Guðrún Kristjánsdóttir Stefán Hrafn Hagalín Augiýsingastjóri: Örn ísleifsson Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Ósvinna í Reykholti Isíðustu viku átti sér stað einkar ruddaleg lögregluað- gerð í Reykholtsskóla, heimavistarskóla í Borgar- firði. Stjórnendur skólans plötuðu nemendur til að sækja sameiginlegan tíma í „Samskiptum og tjáningu", en þeir voru varla setztir þegar fíkniefnalögreglunni og hundum hennar var sigað inn í herbergi þeirra á heima- vistinni. Þar var rótað í einkahirzlum, þefað og þreifað, og innan um sokkaplögg og prívateigur fundust nokkrar pípur, sem má nota til að reykja hass. Við þetta er meira en lítið að athuga. Fyrsta ályktunin, sem má af þessum aðgerðum draga, er að skólastjórnendur, sem Ijúga að nemendum sínum til að fá frið til að róta í herbergjum þeirra, séu ekki hæf- ir til starfs síns. Hvaða skilaboð er verið að færa æsk- unni, sem þarna stundar nám? Að það sé í lagi að ljúga og svíkja, ef það er í góðum tilgangi? Að valdhafar, hvort sem er í skólum eða á vinnustað, geti umgengizt aðra af fullkominni fyrirlitningu og hroka? Að þeir sem hugsanlega brjóta reglur eigi engan rétt? í öðru lagi hlýtur að verða spurt: hvað segir þetta um skoðun stjórnenda skólans á friðhelgi einkalífsins, sem verndað er með sérstakri klausu í stjórnarskránni? Hafa þeir rétt til að vaða á skítugum skónum inn á herbergi nemenda og róta þar í einkaeigum að eigin lyst? Lítur málið kannske öðruvísi út af því að einhverjir voru grunaðir um að reykja hass? Hefði verið framkvæmd húsleit með aðstoð ef grunur hefði verið um áfengisneyzlu? Síðast en ekki sízt: hver er líklegur árangur af þessum fautaskap? Er líklegt að þeir, sem á annað borð vilja fikta við hassreykingar, hætti því? Það er kjánalegur dagdraumur skólayfirvalda. Líklegra er að þeir gæti sín einfaldlega betur og fari enn betur á bak við stjórnend- ur skólans. Það kallast að fela vandamál neðanjarðar, ekki að leysa það. í Reykholtsskóla stunda nám unglingar sem af ýmsum ástæðum una sér ekki í hefðbundnum framhaldsskól- um. Hver verða örlög unglinganna, sem aðvörunarlaust og fyrirvaralaust voru reknir úr skóla fyrir að eiga hasspípur? Er líklegt að mennta- og þroskabrautin liggi beinni og breiðari fyrir þessu unga fólki eftir þessar að- gerðir? Svari hver fyrir sig. Það ætti að bjóða stjórnendum Reykholtsskóla í skoðunarferð um hvaða framhaldsskóla landsins sem er. Það er hætt við að þeir rækju augun í eitthvað annað og meira en nokkrar hasspípur. Þó heyrist ekki af nein- um lögregluaðgerðum til að tryggja eðlilegt skólastarf þar. Enda gersamlega óþarft. Líklegt má telja, að nýr skólastjóri hafi með þessum vanhugsuðu vinnubrögðum viljað sýna mátt sinn og megin, að allt sé nú í góðum höndum eftir deilur síðustu mánaða um Reykholtsskóla, þar séu engir „hassistar" eins og hún orðaði það. Það styrkir ofangreint álit blaðsins, að hún sé ekki hæfur stjórnandi. Góðir skóla- stjórnendur þurfa ekki að beita valdi, heldur byggja upp aga sem á rætur í virðingu fyrir þeim sjálfum og stofn- uninni. Þess í stað er valdhrokinn yfirgengilegur, dómgreind- arleysið algert og dónaskapurinn fullkominn. Helgarpósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfsími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn 552-4666, símbréf 552-2243, auglýsingadeild 552-4888, símbréf 552-2241, tæknideild 552-4777, dreifing 552-4999, smáauglýsingar 552-5577. Fréttaskotið: 552-1900 Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en kr. 900 annars. Stjórnmál Auðvitað íslenskan her Auðvitað þurfum við ís- lenskan her. Þegar sá am- eríski verður sendur úr landi má landið okkar ekki verða varnarlaust. Hér er líka góð lausn á vanda atvinnulífs á Suðurnesjum við brottför her- námsliðsins. Þá gæti slíkur her gegnt lykilhlutverki er við sækj- Helgi Hjörvar um eigur okkar í greipar Dra- kúla-kynslóðarinnar. Og ekki síður er við sækjum auðlindir þjóðarinnar til sægreifanna. Slíkur her væri einnig þáttur í ört vaxandi ferðamannaþjón- ustu. Skipuleggja má ferðir með farþega sem millilenda í Kefla- vík, í hverjum þeir gætu skoðað íslenska herinn. Leiðsögumenn gætu sagt sem svo að víst sé þetta minnsti her í heimi, en miðað við höfðatölu óvefengjan- lega sá stærsti. Eg hef borið þessa hugmynd undir nokkra vini mína hér í Madrid og er ekki að orðlengja það, að þeir telja ísland hafa mun meira aðdráttarafl með þjóðlegum her en amerískum. Sumir þessara vina minna mundu jafnvel gera sér sérstaka ferð til að sjá íslenska herinn að æfingum. Þetta mætti þróa. Þannig gæti herinn verið vígbúinn að þjóð- legum sið, með atgeir og skjöld. Inntökuskilyrði væri þó að menn gætu stokkið hæð sína í fullum herklæðum og bitið í skjaldarrendur framan í ferða- menn. „Agi verður að vera í hern- um,“ sagði Forrest Gump. !s- lenskur ráðamaður hefur rétti- lega bent á að okkur íslending- um væri hollt að kynnast hinum heilaiausa heraga. Rétt einsog „Svona á ekki að tefla“ á að vera skyldulesning í öllum skólum. Heragi er holl lexía um víti til varnaðar. Hann felur í sér allt það sem frjálslyndur og víðsýnn þegn í upplýstu lýðræðisþjóðfé- „ íslenskur ráðamaður hefur réttilega bent áaðokkur íslendingum uæri hollt að kynnast hinum heilalausa heraga. “ lagi óttast. Þessi himinhrópandi andstæða fjölbreytni og frjálsr- ar hugsunar. Hugsunarháttur liðinna alda og allra þessara þrjátíu ára stríða. Andstæðingur hins frjálsborna, skapandi ein- staklings sem móta mun hið sí- breytilega samfélag 21. aldar- innar. Sem í sjálfsaga sínum þor- ir að óhlýðnast, skerpir á and- stæðunum og afhjúpar nýjar leiðir á göngu okkar. Ég þekkti einu sinni siátrara í Budejovice... HÖFUNDUR ER FRAMKVÆMDASTJÓRI BLINDRAFÉLAGSINS. Palladómur Guðlaun fyrir Vilhjálm Egilsson Það hefur einhvernveginn æxlast þannig, að allir þingmenn eiga sér uppá- haldsmál. Eina ástríðu. Bara eitt mál sem þeir verða að koma í gegnum þingið tilað geta svo dregið sig í hlé, saddir lífdaga og ánægðir með ævistarfið. Hér áðurfyrr voru menn stór- huga. Þá byggði Halldór E. brú yfir Borgarfjörð, Jón G. Sólnes var guðfaðir Kröflu, Lúðvík Jós- epsson byggði frystihús á hverju krummaskuði og Ingólfur á Hellu bjó til landbúnaðarkerf- ið. Misábatasöm afrek, en afrek samt. Þeir tímar eru bölvanlega horfnir. Seinna komu menn ein- sog Ingi Björn Albertsson sem hafði þá pólitísku skoðun eina að kaupa ætti franska þyrlu handa Landhelgisgæslunni. Og Arni Johnsen sem mun ekki hætta sjálfviljugur á þingi fyrren við fáum að ráða því sem stend- ur á bílnúmeraplötunum okkar. Þá mun hann setjast í helgan stein, selja mótorhjólið og kaupa sér bíl með skráningar- númerinu „GÖLLI“. Ástríðan er hin sama hjá þess- um piltungum og fyrritíðar- mönnum, en allt er hugarfarið risminna. En lengi er von á einum. Enn leynast eldhugar í sölum þings. Vilhjálmur Egilsson hefur það að Iífsmarkmiði að koma íslandi og íslendingum inní nútímann. Það er hans hjartans mái, hans eina ástríða, hans stærsti metn- aður. Það er ekki í lítið ráðist, en Vil- hjálmur er líka maður einfaldra lausna og hagkvæmra. Færum klukkurnar okkar áfram einu „ Vilhjálmur hefur það að lífsmarkmiði að koma íslandi og íslendingum inní nútímann. Það erhans hjartans mál, hans eina ástríða, hansstœrsti metnaður. “ sinni á ári einsog aðrar sið- menntaðar þjóðir, segir hann, og þá rennur hér upp bjartari tíð þarsem bíssniss blómstrar og útsýn eykst. Þetta hefur Vil- hjálmur sagt í nokkur ár, aftur og aftur, og svo einu sinni til. Og einsog eldhuga er siður fer Vilhjálmur hraðferð framúr samtíðarmönnum sínum. Hann lumar þessum hugmyndum um eitt allsherjar tímaflakk íslend- inga framhjá okkur ánþess að nefna það aukateknu orði hvernig við eigum að komast til baka úr þessari framtíð vors og blóma. Vilhjálmur veit hvað hann er að gera. Hann veit að okkur mun ekki langa aftur í myrkrið og depurðina sem hangir yfir okkur nútildags einsog niðdimm mið- aldaþoka. Hann veit sem er að við munum færa klukkurnar okkar fram ánþess að koma nokkurntíma til hugar að færa þær aftur. Þetta gerum við ár eftir ár, jafnvel oft á ári, vitandi að hvert handtak færir okkur nær nútímanum sem Vilhjálmur sér og okkur er hulinn, þartil við náum til fyrirheitna landsins og horfum með foragt afturá sveit- alarfana sem hírðust í fortíðinni öll þessi ár án þess að skynja sinn vitjunartíma. Guðlaun fyrir þá sem enn hafa döngun í sér til að vísa frammá veginn. Guðlaun fyrir þá sem hafa enn takmark í lífinu sem er þess virði að berjast fyr- ir. Guðlaun fyrir nútímavæðing- una. Guðlaun fyrir Vilhjálm Eg- ilsson. SVEINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.