Helgarpósturinn - 28.09.1995, Síða 23

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Síða 23
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 Egill Helgason ímyndar sér að Vigdís vilji ekki lengur vera forseti og veltir fyrir sér nokkrum álitlegum forsetaefnum. Biðröðin við Bessastaði Flestir telja líklegt að Vigdís Finn- bogadóttir ætli að sitja fímmta kjörtíma- bilið í embætti, þótt hún hafí að undan- förnu orðið fyrir gagn- rýni sem hefði þótt fá- heyrð fyrr á forseta- ferli hennar. í Gallup- könnun sem birtist í vikunni kom fram að 72 prósent þjóðarinnar vilja að hún sitji áfram, en 28 prósent eru mót- fallin. Þeir sem eru andsnúnir Vigdísi virð- ast þó hafa óljósar hug- myndir um hveijir gætu orðið arftakar hennar. í könnuninni voru nefnd nöfn Guð- rúnar Agnarsdóttur, Steingríms Hermanns- sonar, Pálma Matthías- sonar, Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur og Davíðs Oddssonar. Hér er bætt við nokkrum valinkunnum íslend- ingum sem hafa verið orðaðir við Bessastaði. Guðrún Agnarsdóttir læknir Kostir: Hefði án efa svipaðan stíl og Vigdís, milda umhyggju- semi, lag á að tala með falleg- um og almennum orðum í eyra þjóðarinnar, nokkurn menn- ingarbrag og umhyggju fyrir þjóðararfinum. Líkleg til að halda þeim sið Vigdísar að halda sig fjarri pólitík og yrði vísast eins konar framlenging á forsetatíð hennar. Ókostir: Fortíð í Kvennalist- anum, flokki sem líkist núorðið meira sellu en stjórnmála- hreyfingu og heyrir brátt sög- unni til. Þreyta í kvennahreyf- ingunni gæti líka komið henni illa. Stuðningsmenn: Menntafólk á vinstri vængnum sem hefur talið Vigdísi sína eign og mun taka því fagnandi að hún ríki áfram í einhverri mynd. Eldra fólk sem þykir Guðrún hafa hlýtt viðmót. Andstæðingar: Þau tuttugu og átta prósent þjóðarinnar sem eru orðin þreytt á Vigdísi. Karlmenn í stjórnunarstöðum sem kæra sig ekki um hina mildu móðurhönd. Líkur á framboði: Skerist Vigdís úr leik er víst að fjöldi fólks, einkum konur, muni skora á hana að fara í framboð. Guðrún mun taka sér góðan umhugsunarfrest, en nýupp- gerðir Bessastaðir toga í hana. Pálmi Matthíasson prestur Kostir: Sléttur og felldur maður sem gæti höfðað til al- þýðu manna, ekki ósvipað og Guðlaugur Þorvaldsson fyrir fimmtán árum. Vanur tækifær- isræðumaður. Ókostir: Sléttur og felldur maður sem varla hefur nein framúrskarandi persónuein- kenni. Ekki víst að menningar- arfurinn sé honum nógu munntamur. Stuðningsmenn: íþrótta- hreyfingin sem á í honum vin, útivistarfólk sem hefur hlýtt á messurnar hans í Bláfjöllum. Andstæðingar: Menningar- fólk sem er orðið vant því að hafa menningarvita eins og Kristján Eldjárn og Vigdísi í embættinu og finnst Pálmi vera á of lágu plani. Líkur á framboði: Ef staðan losnar verða nógir til að hringja í Pálma og hann mun ekki skella á. En kannski gæti hann alveg eins látið sér nægja að verða nútímalegur biskup. Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri Kostir: Uppsöfnuð pólitísk reynsla í áratugi. Hluta þjóðar- innar finnst hann vera sá stjórnmálamaður síðari ára sem hefur skilið sig best — svona á sinn hátt. Gæti ef til vill léð embættinu meiri pólit- ískan þunga en áður; hann myndi varla sætta sig við ann- að en að vera talinn skörulegur forseti á alþjóðavettvangi. Luralegt fas sem vekur vænt- umþykju í huga helmings þjóð- arinnar. Ókostir: Eftir alla menning- una og þjóðræknina eru íslend- ingar tæpast reiðubúnir fyrir pólitíkus í forsetaembættið, sérstaklega ekki langgleyminn klækjaref eins og Steingrím. Ymis cixarsköft sem auðvelt er að herma upp á hann þegar hentar. Of púkó; hinn helming- ur þjóðarinnar lætur luralegt fasið fara í taugarnar á sér. Stuðningsmenn: Framsókn- armenn hefðu stutt hann þeg- ar þeir voru að reyna losna við hann úr formannsstöðunni. Þeim tókst að koma honum annað og styðja varla Stein- grím nema af skyldurækni eða gömlum vana. Clausen-bræð- urnir. Andstæðingíir: Evrópusinn- ar sem geta ekki fyrirgefið Steingrími hringlandann í þeirra hjartans máli. Annars fólk úr öllum flokkum, neraa framsóknarmenn, sem munu fara vel með að þeir kjósa hann ekki. Þeir eru að reyna að verða nútímamenn og Stein- grímur minnir of mikið á gamla Framsóknarflokkinn. Líkur á framboði: Metnaði Steingríms er varla svalað í Seðlabankanum, að minnsta kosti ef honum svipar eitthvað til síns gamla sjálfs. Hins vegar hefur hann látið fara Iítið fyrir sér að undanförnu, kannski eru það þreytumerki. Ef Stein- grímur hugsaði sér til hreyf- ings kæmist hann fljótt að því að framboðið á honum er meira en eftirspurnin. Ingibjörg S. Gísladóttir borgarstjóri Kostir: Skásta leiðtogaefni sem vinstrimenn hafa eignast í áraraðir. Hefur komist hjá því að ólánsstimpillinn sem loðir við Kvennalistann festist við hana. Allir vita hvað hún er gáfuð. Á huggulegan mann. Ókostir: Hörkulegt fasið, hefur fremur öðlast vinsældir út á persónustyrk en persónu- töfra. Lætur manninn sinn sjá um húsverkin og yrði allsendis ósannfærandi í hlutverki mildrar húsfreyju á menning- arheimili. Hefur ótvíræða hæfi- leika, en þeir myndu ekki njóta sín í skoðanaleysinu á Bessa- stöðum. Fortíð yst á vinstri kantinum. Er ekki nema fertug og ólíklegt að þjóðin kæri sig um svo ungan forseta. Stuðningsmenn: ‘68-kyn- slóðin. Panelaðallinn í Vestur- bænum. Kvennalistakonur, að undanskildum þeim sem hún hefur móðgað. Andstæðingar: Atkvæða- styrkur sjálfstæðismanna dygði einn og sér ekki til að halda henni frá Bessastöðum, en þeir myndu leggja dag við nótt í baráttunni gegn henni. Líkur á framboði: Sama og engar, hún telur sig hafa allt annað og meira hlutverk í pól- itíkinni en að verða forseti. Davíö Oddsson forsætisráðherra Kostir: Hefur tileinkað sér landsföðurlegt yfirbragð, er næstum hættur að vera ófyrir- leitinn, getur brugðið fyrir sig menningararfinum án mikilla erfiðismuna. Meira að segja andstæðingar Davíðs eiga erf- itt með að sjá fyrir sér annan forsætisráðherra. Ókostir: Sjálfstæðismaður og verður aldrei annað og hve- nær sem sjálfstæðismenn hafa reynt að koma sínum manni á Bessastaði hafa allir íslending- ar sem ekki eru sjálfstæðis- menn sameinast um að koma í veg fyrir það. Andstæðingar: Fyrir flesta vinstrimenn er það eins og hryllingsmynd að hugsa sér Davíð á Bessastöðum. Nema kannski þyki hentugt að koma honum út úr pólitíkinni, þá gætu einhverjir linast í and- stöðunni. Stuðningsmenn: Sjálfstæðis- menn, nema þeir sem eru svo sáttfúsir að þeir myndu nánast telja það vonda mannasiði að bjóða hann fram. Líkur á framboði: Þótt vitað sé að Davíð ætli sér ekki að verða ellidauður í forsætis- ráðuneytinu er líklegt að hann eigi þar eftir mörg góð ár. Eftir það gæti hann hugsað sér til hreyfings og flutt sig um skrif- stofu í Stjórnarráðshúsinu. Ólafur Jóhann Ólafsson forstjóri og rithöfundur Kostir: Geðþekkur maður, ritfær, kann að stjórna stóru fyrirtæki, varfærinn og kurteis. Ókostir: Of ungur. Er ekki nema 33 ára og aldurstakmark- ið á Bessastaði er 35 ár. Stuðningsmaður: Ólafur Ragnarsson í Vöku/Helgafelli. Andstæðingar: Þeir sem finnst hann vondur rithöfund- ur. Líkur á framboði: Engar — en hefur þó alla mannkostina til að verða forseti. Ólafur Egilsson sendiherra Kostir: Grandvar diplómati, óaðfinnanlegur maður og kurt- eis^ heimsborgari. Ókostir: Péturs Thorsteins- sonar-sýndrómið. íslendingar álíta að diplómatar séu menn sem hafa það náðugt í útlönd- um, alveg burtséð frá því hvað þeir eru gáfaðir, vel lesnir og tala mörg tungumál. Stuðningsmenn: Þeir sem trúa að siðfágun sé glæsileg- asti eiginleiki forseta. Andstæðingar: Alþýðan. Líkur á framboði: Eftir að þjóðin hafnaði Pétri finnst dip- lómötunum að störf þeirra á erlendri grund séu ekki metin að verðleikum. Þeim finnst það vera eins og að kasta perlum fyrir svín að fara í framboð. Sigríöur Snævarr sendiherra Kostir: Fyrsta íslenska kon- an sem gegnir sendiherraemb- ætti og því eins konar frum- kvöðull í kvennabaráttunni. Vel ættuð. Ókostir: Eiginkona Kjartans Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn: Sá hluti Kvenfélagasambandsins sem aldrei skipti yfir í mussur myndi treysta henni vel í emb- ættið. Andstæðingar: Kvenfélags- sambandskonurnar sem eru búnar að skipta yfir úr muss- unum. Líkur á framboði: Litlar. Tryggvi Gíslason rektor Kostir: Er að norðan og hef- ur bevís upp á að hafa ekki sofnað á verðinum um íslenska tungu. Ókostir: Hefur yfir sér skandínavískan kaupfélagsblæ sem þykir gamaldags. Stuðningsmenn: Þeir sem trúa því að Menntaskólinn á Akureyri sé merkasta stofnun á Islandi og finnst Tryggvi hafa gætt hennar vel. Andstæðingar: Gamlir nem- endur hans úr MA. Líkur á framboði: Nemend- ur Tryggva telja að hann myndi sjálfur treysta sér full- komlega í embættið, spurning- in er hvort aðrir séu sama sinnis. Guörún Erlendsdóttir hæstaréttardómari Kostir: Hefur verið handhafi forsetavalds og þykir hafa yfir sér einarðan virðuleikablæ. Er kona, en án þess að gera sér rellu yfir því. Ókostir: Veit fólk yfirleitt hver hún er? Stuðningsmenn: Vekur eng- an eldmóð, en gæti orðið mála- miðlun milli hægri- og vinstri- kvenna. Andstæðingar: Martröð Stígamótakvenna er að sjá Örn Clausen við matarborðið á Bessastöðum. Líkur á framboði: Litlar, nema ekki finnist annar kven- frambjóðandi. Sigmundur Guöbjarnason prófessor Kostir: Háskólamaður sem þótti aðsópsmikill í embætti rektors og talaði gegn Evrópu- sambandinu í hátíðarræðum. Ókostir: Er horfinn úr sviðs- ljósinu en flestir muna hvað nafnið hans er óþjált. Stuðningsmenn: Framsókn- armennirnir sem fannst hann tala af mikilli skynsemi um Evr- ópusambandið. Andstæðingar: Þeir sem hlustuðu á ræðurnar hans um Evrópusambandið og fannst að þar hefði afdalamennskan náð óvenjulegri hreinræktun. Líkur á framboði: Fyrst hann fór ekki á þing þegar máski var lag fer hann varla lengra.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.