Helgarpósturinn - 28.09.1995, Síða 25

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Síða 25
RMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 Aldrei framar kvikmyndahátíð Listahátíðar Nýog betri kvikmyndahátíð Kvikmyndahátíð Listahátíðar verður ekki haldin framar, enda þótti hún orðið úr sér gengin. Áhorfendum hafði snarfækkað og úrvali kvikmynda hrakað. í staðinn eru uppi stórar fyrirætlanir um kvikmyndahátíð í Reykjavík sem yrði haldin árlega og þar sem keppt yrði til verðlauna. Friðrík Þór Fríðríksson, Krístín Jóhannesdóttir og Þór Elís Pálsson sitja í nefnd sem hefur gert tillögur um veglega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þau bíða eftir svarí frá menntamálaráðuneytinu. Það virðist nokkuð ljóst að kvikmyndahátíð Listahátíðar, sem haldin hefur verið á tveggja ára fresti síðan 1978, heyrir sögunni til. Áhorfend- um er varla mikill söknuður í hátíðinni, enda hefur aðsókn á hana farið hríðminnkandi síð- ustu árin; á fyrstu hátíðunum voru gestir hátt í tuttugu þús- und, á hátíðinni sem haldin var fyrir tveimur árum voru þeir ekki nema um fjögur þúsund. Kvikmyndahátíð hefur verið eins konar undirdeild í hinni eiginlegu Listahátíð, síðustu árin hálfpartinn hornreka. Á sama tíma hefur til dæmis kvikmyndahátíðin í Gautaborg aukist og eflst, en hún var sett á laggirnar á svipuðum tíma og kvikmyndahátíð Listahátíðar og var framan af með svipuðu sniði. Kvikmyndafólki er tæpast neinn söknuður í hátíðinni heldur. Þegar hún var sett á laggirnar hafði hún einfaldlega þann tilgang að kynna íslend- ingum kvikmyndir af því tagi sem ekki hlutu náð fyrir augum hérlendra bíóstjóra. Síðan þá hefur úrvalið í íslenskum bíó- húsum orðið ögn fjölbreyttara, en ekki hefur síður reynst erf- itt að kvikmyndahátíðum í heiminum hefur snarfjölgað og nú er miklu torveldara en áður að fá verðugar myndir til sýn- ingar á kvikmyndahátíð hér. Að öðru leyti hefur kvik- myndahátíð Listahátíðar líka átt undir högg að sækja and- spænis stærri hátíðum; hér hafa ekki ver- ið nein verð- laun eða við- urkenningar til að keppa að sem gætu orðið bíó- myndum til framdráttar og því eftir af- ar litlu að slægjast fyrir erlenda fram- 1 e i ð e n d u r annað en að kynna • verk sín fyrir örfá- um Islending- um. Að sama skapi hefur reynst erfiðara að fá hingað er- lenda gesti sem ná einhverju máli, að minnsta kosti örðugra en á árabilinu þegar komu hingar frægir leikstjórar á borð við Wim Wenders, Roman Pol- anski, Ettore Scola, Krysztof Zannussi, Carlos Saura, Istvan Szabó og Margarete von Trotta. Fulltrúaráð Listahátíðar mun hafa ákveðið að ekki verði framar haldin kvikmyndahátíð á vegum Listahátíðar, en í staðinn var afráðið að skipa nefnd til að gera tillögur um framtíðartilhögun kvikmynda- hátíðar í Reykjavík. í nefndinni sitja kvikmyndagerðarmenn- irnir Þór Elís Pálsson, Kristín Jó- hannesdóttir og Friðrik Þór Frið- riksson. í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að kvikmynda- hátíð verði haldin árlega, sem þykir nauðsynlegt til að skyn- samleg samfella sé í starfinu, enda munu kvikmyndatvíær- ingar varla þekkjast í heimin- um. Ætlunin er að kvikmynda- hátíð verði sjálfstæð stofnun, rekin í samstarfi ríkis, Reykja- víkurborgar, samtaka kvik- myndagerðarmanna og hugs- anlega fleiri aðila. Reykjavíkur- borg hefur þegar goldið jáyrði við þessum hugmyndum en enn stendur á svari frá menntamálaráðuneytinu. í ljósi nýlegra skrifa Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra um kvikmyndagerð hiýt- ur að mega teljast líklegt að það verði jákvætt. Ekki er talið að ríki og borg þyrftu að hafa af hátíðinni umtalsverðan kostnað, heldur yrði hún að megninu til fjármögnuð með aðgangseyri. Ætlunin var að hátíðin yrði haldin í fyrsta skipti í breyttri mynd á þessu ári, en það verð- ur varla úr þessu. Enn á eftir að finna heppilega tímasetn- ingu fyrir hátíðina, en flestir munu telja heilladrýgst að halda hana að hausti eða í byrjun vetrar. Enn gæti semsé liðið ár þangað til næst verður haldin kvikmyndahátíð í Reykjavík, og hafa þá liðið þrjú ár milli kvikmyndahátíða. Ef óskir kvikmyndagerðarmanna ræt- ast yrði þetta stærri atburður en fyrr, bæði í þjóðlífinu hér heima og á alþjóðavettvangi, enda er gert ráð fyrir að hátíð- in verði að einhverju leyti í formi verðlaunasamkeppni. Tragedía alls vors samtíma Leikfélag Reykjavíkur Ljúdmfla Rasúmovskaja: Hvað dreymdi þig Valentína? Þýðing :Árni Bergmann Leikstjóm: Hlín Agnarsdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Leikaran Guðrún Ásmundsdótt- ir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ásta Arnardóttir Við þessa sýningu er fátt annað að gera en að hrósa henni. Allt gert samkvæmt ýtr- ustu kröfum, þeim sem uppi eru hafðar á vorum tímum og — af alefli. Samt dreg ég ekki fjöður yfir það að hún fór í taugarnar á mér. En það er ekki sýningunni að kenna heldur því að þær kröfur sem uppi eru á vorum tímum eru ekki mínar kröfur og allt þeirra alefli yfirþyrmir mig fremur en veitir fullnægju. Eins og nauðgun. Leikritið er fimlega samið og minnir oftlega bæði á Gorkí og Tsékov, enda önnur hver setn- ing tekin beint upp úr þeim. Það verður hinsvegar ekki sagt að sú einstaklingsbundna og frumlega snilli sem þessir tveir réðu yfir sé þarna komin. Leik- urinn ber þess greinilega merki (og kann að fara fyrir brjóstið á fleirum en mér) að höfundurinn hefur gengið í leikritunarskóla. Allar sömu formúlurnar og þeir nota við gerð fjöldaframleiddra sjón- varpsþátta í Amríku blasa við augum. Þess vegna verður svo sem allt sem gerist fyrirsjáan- legt og óvænt ekki neitt, — nema þykjast. Mörgum áhorf- andanum þykir þetta náttúr- lega til þægindaauka, líkt og börnum þykir endurtekning kunnuglegra hluta í sögu: Kola- maður mér kol, ég kol járn- smið, járnsmiður mér sleggju, — stendur í brekku Brúsa- skeggur og bíður mín þar... o.s.frv. Þýðing Árna Bergmanns er fljúgandi, — fimleg, iífleg og full af skemmtilegum og eðli- legum orðum handa kvenfólki af þessu tagi að hafa í munni. Svona þýðing leggur miklu meira til grunnsins að góðri sýningu en leikhúsmenn al- mennt virðast hafa hundsvit á, — því miður. Og trúlega hefði hvorki hún né heldur leikritið sjálft verið tekið til sýningar nema af því einu að það hent- aði þessu ákveðna tilefni; af- mæli Gunnsu minnar. Til ham- ingju með það, nóta bene. Þá er komið að því: Leikhús- fólk, — það er; leikstjórar, hönnuðir, leikarar, tæknimenn o.s.frv., halda að miklu meira sé undir þeim komið en raun- verulega er og kæfa gjarnan það sem höfundur og, í þessu tilfelli, þýðandi, voru búnir að leggja grunninn að, það er samband áhorfandans við skáldskapinn sjálfan, með óþarfri fyrirferð sjálfs sín og sinnar snilli. Hlín Agnarsdóttir lætur heil- mikið til sín taka í leikstjórn- inni, sendir leikarana langar leiðir fram og aftur um sviðið (til áhersluauka) og semur að eigin frumkvæði ýmiss konar tabló og interlúdur til að lík- amsgera það sem hún telur inni fyrir búa. Hún sparar held- ur ekki þá hluti sem almennt eru hafðir til að gera sýningar „rússneskar" og er víst allt í einu orðið fínt: Kórsöngurinn, harmonikkan, balalækan, brjáluðu geðsveiflurnar og hinn frægi rússneski tregi, eins og Englendingar vilja hafa hann, — allt flæðir þetta um sviðið í stríðum straumum. En mikið að óþörfu. Leikritið er rangtúlkað. Persónurnar á sviðinu eru ekki þær sem höf- undur reynir að lýsa í leikrit- inu. Þar eru þær, — í sem stystu máli, — miklu vitlausari og allt sem þær iðka falskara. Tilbúnir draumar, tilbúnir harmar, tilbúið umhverfi. Meir að segja ást ungu stúlkunnar; ímyndun ein. Þær eru líka létt- vægari og — hallærislegri. Hin stóra sterka sveifla býr ekki í þeim. Þær flaustra, stíga spor- ið, flögra um og blaðra og æða úr einni vitleysunni í aðra, rétt eins og efnahagslífið á íslandi, eða réttara sagt úr einni vit- leysunni ofan í þá sömu. Og einmitt það er tragedían, ekki einasta þeirra heldur alls vors samtíma. En þetta er vorkunnarmál. Rangtúlkun skáldskapar er í tísku á vorum tímum, er meir að segja kennd í háskólum og „Leikritið er rangtúlkað. En rangtúlkun skáldskapar er í tísku á vorum tímum, er meir að segja kennd í háskólum og heitir þar fínu nafni: Endursköpun. “ heitir þar fínu nafni: Eiidur- sköpun. Leikkonurnar þrjár standa sig með glæsibrag, undir þeim formerkjum ofleiksins sem þær gefa sér. Sissa eys út öll- um mögulegum og ómöguleg- um flötum á sínu fjölbreytilega talenti; talar í öllum tónteg- undum, fremur margvíslegar hreyfi- kúnstir, lifir í flestum hugsanlegum tilfinn- ingum skalans, steypir stömpum og flettir upp um sig, sem er að sjálfsögðu vel þegið (aldrei verður of mikið af henni séð og öll er konan hin errileg- asta, hvar sem á er litið), enda þótt það færi manni kannski engar fréttir aðrar en þær sem fyrr voru kunnar. Það gladdi mig að sjá Ástu Arnardótt- ur. Hún var, án rétt- lætis, dæmd frá skólavist í Leiklistar- skólanum, út á það eitt að tvíburasystir hennar Harpa var tekin inn. Það var slys. Menn eiga að velja það sem gott er en ekki láta stjórnast af uppdikt- uðum hagræðingar- forskriftum. Báðar eru þær óskadraum- ur og ekkert minni þótt til séu tvö sam- hljóða eintök. En þetta hlutverk er ekki hennar. Leikmynd Steinþórs Sigurðs- sonar var sem vænta mátti; stafaði ef til vill frá sér meira lífi, sannleik og krafti en flest annað á sviðinu enda þótt hún stæði allan tímann kyrr og þegði. Amal Rún Quase, móöir meö meiru Þoliekki batóal og illgimi Hvaða orð og setningar notarðu í óhófi? „Ég bara veit ekki hvaða orð ég nota í óhófi.“ Hver er bestur núlifandi kvik- myndagerðarmanna? „Það er mjög stórt spurt, en ég verð að viðurkenna að ég fylg- ist ekki náiö með kvikmynda- gerð.“ Hvað óttastu mest? „Að missa son minn.“ Hvert er mesta illmenni íslands- sögunnar? „Það er tvímælalaust Stein- grímur Njálsson barnaníöingur. Eg vildi láta hengja þann mann.“ Hvaða kæk vildirðu helst losna við? „Ég held að ég sé bara ekki meö neina kæki.“ Hvað þolirðu ekki í farí annarra? „Baktal og illgirni." Hvar og hvenær varstu hamingju- sömust? „9. febrúar 1993, daginn sem strákurinn minn fæddist." Hvað kanntu best að meta í farí karlmanna? „Áreiðanleika, athafnasemi, snyrtimennsku og góöa fram- komu.“ Hvað kanntu best að meta í fari kvenmanna? „Það sama og í fari karl- rnanna." Hvað kanntu best við í farí dýra? „Þegar maður opnar ísskápinn hjá sér og allt I honum er meira og minna af dýrum. Þaö kann ég mjög vel að meta.“ Hvað eða hver er fyrsta ástin í lífi þínu? „Það hlýtur að vera Skúli, strák- urinn minn." Hvað telurðu þig hafa veríð í síð- asta lífi? „Ég bara trúi ekki á fyrri líf.“ Hver er uppáhaldsvísindagreinin þín? „Ef stjórnmálafræöi og sagn- fræði teljast til vísinda, þá eru það uppáhaldsvísindagreinarn- ar mínar." í hvaða íþrótt hefurðu komist næst metorðum? „Ekki í neinum. Það eina sem ég geri er aö hoppa upp og niö- ur I World Class." Hvernig viltu deyja? „Sofandi með bros á vör.“ Hvert er mottóið þitt? „Aö vera góð móðir og reynast stráknum mínum vel.“

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.