Helgarpósturinn - 28.09.1995, Side 26

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Side 26
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 Terence Etheridge er breskur danshöfundur sem er að setja upp leikgerð sína af Carmina Burana í íslensku óperunni. Hann fer ekki auðvelda leið, því ekki einasta lætur hann kór óperunnar syngja heldur dansar hann lika af Irfs og sálar kröftum. Egill Helgason hitti hann í æfingahléi. Cold Fever sýnd í Bretlandi Eiginlega of „kúl“ Skrýtnir íslenskir skór Það er ekki á hverjum degi sem maður rekst á skrýtna íslenska skó, hvað þá íslenska spariskó. En ný- ir ísienskir skór litu dagsins ljós á tískusýningu í Loft- kastalanum á dögunum þeg- ar þær Ragna Fróðadóttir og Hulda B. Ágústsdóttir sýndu afrakstur vinnu sinn- ar. Skórnir, eða öllu heldur klossarnir, eru hannaðir af Rögnu en skornir út af eigin- manni hennar, Þorkeli Harðarsyni. Plastið ofan á er hins vegar verk Huldu B. Skórnir voru sérstaklega hannaðir fyrir tískusýning- una en fást nú í versluninni Kirsuberjatrénu á 5.000-kail parið. Aðeins fáein pör eru til af þessum sérkennilegu en skemmtilegu íslensku spariskóm. Það kann að hljóma eins og hálfgalin hugmynd að setja upp danssýningu með sundur- leitum hópi fólks á ýmsum aldri, fimmtíu manna hópi sem á eiginlega fátt sameiginlegt nema að hafa góða söngrödd og syngja saman í kór — sem raunar er einn besti kór á ís- landi, ef ekki sá albesti, kór ís- lensku óperunnar. En hvað sem líður sönghæfileikum, þá hefur það varla tíðkast hingað til að setja upp danssýningar með áhugafólki. Breski listdanshöfundurinn Terence Etherídge er að fást við svona verkefni. Hann ætlar að setja upp Carmina Burana, þetta einkennilega skemmti- lega tónverk eftir Carl Orff sem hann samdi við hálfblautleg kvæði eftir flökkumunka og farandskáld, eins konar hippa hinna myrku miðalda. Yfirleitt hefur verið vaninn að flytja þessa músík í hljómleikasöl- um; nú ber svo við að undir- leikurinn verður einungis tvö píanó og slagverk, kunnir ein- söngvarar þenja raddböndin, en kórinn gerir hvort tveggja að syngja og dansa. Hvað veld- ur? Er islenska óperan máski orðin svo aðkreppt að hún hef- ur ekki lengur efni á að ráða til sín hljóðfæraleikara og mennt- aða dansara? Terence Etheridge. sem hef- ur þrívegis komið til íslands og hvort tveggja starfað með ís- lenska dansflokknum og ís- lensku óperunni, gerir sér upp skilningsleysi: „Líkt og dans- flokkurinn á óperan í fjárhags- vandræðum, sem er dapurlegt, því þetta er góður dansflokkur og góð ópera en engir pening- ar. Mér finnst erfitt að skilja hvað örvunin er lítil — það eru svo miklir hæfileikar í þessu landi.“ Astarforítninn tekur völd Eins og segir: þetta átti aldr- ei að vera auðvelt, annars er varla neitt gaman. Þegar ég kem á æfingu snemma á þriðjudagskvöldi virðist um stund að dansmeistarinn sé farinn að ramba á barmi ör- væntingar. Hann endasendist um sviðið og salinn, bendir og Cold Fever, kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, verð- ur frumsýnd í kvikmyndahús- um í Bretlandi á föstudag, 29. september. Myndin hefur feng- ið nokkra umfjöllun í breskum blöðum og segir til dæmis í dómi í Empire, víðlesnu kvik- myndablaði, að myndin sé svo „kúl“ að það hljóti næstum að teljast einum of. Sjálf myndin og hetja hennar, Japaninn Nag- ase, séu við þvílíkt frostmark, að stundum sé hún eins og ís- veggur sem erfitt er að brjót- ast í gegnum. Samt klykkir gagnrýnandinn út með því að myndin sé skringilega indæl og gefur henni þrjár stjörnur af fimm. Að myndinni er einnig vikið í viðtali sem kvikmyndablaðið Premiere á við Lili Taylor, leik- Uli Taylor: „A köfium hafði ég ekki minnstu hug- mynd um hvað ég ætti að gera, en ég var á Is- landi svo ég hugsaði með mér. Skitt með það, þetta er stórskemmtilegt.“ konuna amerísku sem fór með hlutverk í Cold Fever. Taylor, sem kýs að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá Hollywood, segir að hún hafi þegið hlutverkið vegna þess einfaldlega að hana langaði að sjá ísland. Hún seg- ist ekki einu sinni hafa lesið handritið. „Þetta var einkenni- legt hlutverk,“ segir Lili Taylor ennfremur, „á köflum hafði ég ekki minnstu hugmynd um hvað ég ætti að gera, en ég var á íslandi svo ég hugsaði með mér: Skítt með það, þetta er stórskemmtilegt.“ patar, en einfaldar bendingar sem dansari myndi bregðast við umhugsunarlaust eins og strengjabrúða reynast eins og torráðin gáta fyrir þá sem hafa látið sér pirouettur og pas de double í léttu rúmi liggja; alltaf kemur einhvers stðar upp hönd á vitlausum stað, hálfur hringur verður að heilum hring, tveimur hringjum. Þegar músíkin verður venju fremur munúðarfull þurfa kórfélagar, sem kannski eru ekki vanir nánari kynnum en að syngja í sömu tóntegund, að eiga í faðmlögum á sviðinu; þetta er eins konar orgía þar sem öllum hömlum er aflétt og ástar- bríminn sem kraumar í verkinu tekur völd. Faðmlögin eru þó heldur feimnisleg og einhver hvíslar að mér að á æfingu kvöldið áður hafi dansmeistar- inn ávítað dansarana sína fyrir að „káfa ekki nóg“. Það er ekki fyrr en söngdrottningin Diddú stendur efst á sviðinu og Iyftir pilsfaldinum djarflega upp fyr- ir hné að hann tekur gleði sína og hrópar kátur: „Gott, gott!“ KynferðisJeg músík Terence Etheridge, eða Terry eins og hann er kallaður, setti upp Carmina Burana með íslensku óperunni fyrir einum fimm árum. Það var rómuð sýning sem meðal annars fékk mikið lof þegar hún var færð upp í Gautaborg. En þá hafði hann sjö atvinnudansara sér til trausts og halds. Ég spyr hvort hann sé ekki að reyna hið ómögulega, að setja upp sýningu sem byggist að miklu leyti á dansi, með óvönu fólki? „Þetta hefur aldrei verið gert áður með þessum hætti," svar- ar hann. „Og ég gæti varla gert þetta með neinum öðrum kór, þetta er einstakur kór. Ég gæti ekki gert þetta með kórnum í Covent Garden-óperunni.“ - Ég veit að þau eru góðir söngvarar, en dansarar... „Þau eru mjög meðfærileg. Þetta er auðvitað músíkalskt fólk og það ber gott skynbragð á hreyfingar. Þetta var gott þegar ég hafði dansara, en ég held það verði ennþá betra með kórnum. í upphafi hafði ég áhyggjur af því að þurfa að gera þetta á þremur vikum, en núna held ég að þetta verði mjög spennandi sýning." - Ertu kannski að slœgjast eft- ir einhverju sem þú gœtir ekki laðað fram með alvöru dönsur- um? „Já. Ákveðnum hrjúfleika og milliliðalausri tjáningu. At- vinnudansarar myndu gera þetta á miklu fágaðri og snyrti- legri hátt, en þau kýla á það, láta vaða. Auðvitað gera þau mistök, það er óhjákvæmilegt, en breiða þá yfir þau með söngnum." - En þarftu þá ekki að gera hlutina fram úr hófi einfalda? „Einfalda, já, en ekki of ein- falda. Þau eru ekki kjánar — raunar er þetta skýrleiksfólk. Auðvitað geta þau ekki dansað ballett, en ég vil heldur ekki að þau dansi ballett. Ég vil að þau líti eðlilega út.“ - Nú er þessi músík afar lík- amleg, stundum kröftug, stund- um dillandi, stundum óhemju viðkvæmnisleg... „Og kynferðisleg. Þegar Orff skrifaði verkið var ekki ætlun hans að það yrði sungið á tón- leikum, heldur var hugmynd hans að þetta yrði eins konar helgiathöfn; hann sá alla söngvana fyrir sér á hreyfingu. Ég skynja það líka eins og helgiathöfn, eins og tryllta messu, sem stígur og magnast og endar nánast eins og full- næging." _ - En eru Islendingar ekki allt- of bældir til að ná tökum á svonalöguðu? „Ekki í þessu verki, vona ég. Kannski vildi ég að þau slepptu betur fram af sér beisl- inu í orgíuatriðinu, en ég held að það komi allt þegar þau kynnast félögum sínum betur.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.