Helgarpósturinn - 28.09.1995, Síða 31

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Síða 31
RMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 31 Betri ferð Sœvars og Tryggva „Þetta er þægileg tónlist fyr- ir venjulegt fólk,“ segir Tryggvi Hubner gítarleikari, en á dögunum kom út „instru- mental“ plata með honum sem kallast Betri ferð. Titill plöt- unnar er óbein tilvitnun í bar- áttu Sævars Ciecelski fyrir að fá mannorð sitt hreinsað, en Tryggvi telur hann hafa verið sakfelldan fyrir glæp sem hann var saklaus af. „Ég hef lesið allt sem skrifað hefur verið um þetta mál, þar með talið öll fáanleg málsskjöl, og treysti mér því til að full- yrða að lögreglurannsóknin var allan tímann á villigötum og fjöldi manna dæmdur til refsingar á hæpnum forsend- um,“ segir Tryggvi. „Platan heitir Betri ferð, en menn minnast þess kannski að þegar Sævar var dæmdur til sautján ára fangelsisvistar í Hæstarétti þá fékk hann leyfi til að ávarpa dómarana. Hann vitnaði til lokaorðanna í varnarræðu Sókratesar þar sem hann tal- aði um betri ferð og þannig er titillinn til kominn. Eg get ekki orða bundist yfir þessu máli, því meðferðin sem Sævar hef- ur fengið í kringum það er ís- lendingum ekki til vegsemdar. Sævar hefur hvergi fengið ' Tryggvi Hubner segir meöferð yfirvalda á Sævari Ciecelski íslendingum til skammar. nokkurn stuðning og þótt ég þekki hann lítið get ég ekki annað en borið virðingu fyrir baráttu hans. Barátta Sævars er þjóðþrifamái. Því langaði mig að skírskota til hennar með nafninu á plötunni.“ Tryggvi leikur á gítar og hljóm- borð á plötunni en honum til fulltingis eru þeir Pálmi Gunn- arsson á bassa og Tómas Jó- hannesson á trommur. Af með höfuðið BRAVEHEART HÁSKÓLABÍÓI/REGN- BOGANUM ★★★ Þegar Skotarnir hans Mels Gibson eru að fara í bar- daga fletta þeir upp um sig pilsum og sýna óvinunum rassinn á sér. Þetta eru glaðir stríðsmenn, ögn óheflaðir en viðkunnaniegir. Svo tekur al- varan við, fylkingum lýstur saman og af fjúka fætur og höfuð, menn eru höggnir í tvennt og í herðar niður, hross frýsa, en örvar smjúga inn um höfuðskeljar, augu og eyru. Ailar eru þessar limlesting- ar sýndar í óvenjulegum smá- atriðum og ekkert verið að fela hversu höggorrustur miðalda hafa sjálfsagt verið ógeðslegar uppákomur. Þetta eru tilkomumiklir bardagar og kotbændurnir sem þarna eiga í vígaferlum eru ólíkt flottari garpar en kotlýðurinn sem íslenskir höfðingjar sendu í stríð um svipað leyti; eða er ekki sagt að í Örlygs- staðabardaga hafi þurft fjöru- tíu sverðshögg áður en loks tókst að lemja Sighvat til bana, svo bitu vopnin illa. Hér höggva þau hins vegar allt í spað. Foringi Skotanna er sjálfur Mel Gibson — með sítt að aft- an. Hann leikur fjálsræðishetj- una góðu sem fer í stríð við vondan enskan kóng, en þó ekki fyrr en búið er að drepa fyrir honum foreldrana og konuna og brenna ofan af honum bæinn — eins og allar sannar hetjur er hann sein- þreyttur til vandræða en fer- legur viðureignar þegar hon- um leiðist þófið. Vondi kóngurinn er enginn annar en gamli „Harðjaxlinn“, Patrick McGoohan, raunar nán- ast óþekkjanlegur vegna elli. Hann á samkynhneigðan son sem að vonum mætir litlum skilningi. Tengdadóttur á hann líka, franska þokkadís, sem fellur í stafi þegar hún hittir Mel Gibson uppi á fjalli; ólíkt Gunnari á Hlíðarenda kann hann bæði latínu og frönsku og þá list að hafa kon- ur góðar. Allt endar þetta með þeim ósköpum að Skotar eru ennþá undir Englandi, að öðru leyti en því að þeir hafa sína eigin deild í fótboltanum. Englend- ingar voru auðvitað þvílíkar skepnur að þeir kúguðu þá mest sem stóðu þeim næst, nema Walesverja sem voru sjaldan með uppsteyt; þegar kvislingar úr flokki skoskra aðalsmanna svíkja Gibson í hendur Englendinga taka þeir til óspilltra málanna að pynta hann með klípitöngum og alls kyns skurðtólum. Lýðurinn hefur gaman af en í kastalan- um situr prinsessan og græt- ur beisklega. Þetta er óhemju fjölmenn kvikmynd, hrikalega löng, og má ekki á milli sjá hvort er hrjóstrugra, skosku heiða- löndin eða veðurbarin og fúl- skeggjuð andlitin á statistun- um. Þeir sem hafa lítið ofbeld- isþol ættu að halda sig fjarri, aðrir munu sjá hvað Mel Gib- son er vel heppnaður tappi, greindarmaður með sjálfs- traustið í lagi og sjálfsagt fer- lega laglegur. Sagnfræðin stenst líklega enga skoðun en mitt í blóðinu og forinni nær hann að kveikja í þessu líf. Týndu sokkamir koma í leitirnar Unun-flokkurinn er á túr og fyrst í stað höngum við í Kaupmannahöfn. Spiluðum á eðalbúllu sem Lpppen heitir. Hún var smekkfull af landflótta lönd- um sem æstu okkur upp í geggjað sveitaballastuð þótt ætlunin hafi verið að leika yf- irvegað og listrænt pró- gramm. Heiða greyið var bauluð niður þegar hún ætl- aði að vera international og kynna á ensku — „talaðu ís- lensku!" Krádið minnti mig á týnda sokka, sem þjóðsagan segir að safnist saman á dul- arfullum stað fjarri sokka- skúffunni. Hér var allt liðið mætt sem maður hafði ekki séð síðan á gulialdarárum Roxzý við Skúlagötu; kaffi- húsagengilbeinur sem snögg- lega höfðu horfið af kaffihús- unum, nágrannar sem jörðin hafði gleypt. Nú voru týndu sokkarnir komnir í leitirnar, góðglaðir af hræbillegum bjór og sögðu sögur af kostum borgarinnar. Hér er víst hægt að skúra tröppur á borgar- stjóralaunum eða hreinlega fara í endalaust frí og hala inn tvöfaldar póstútburðartekjur. Ég veit ekki hvort veggja- krot er útbreitt á Grænlandi, en þar fyrir utan gæti Kristj- anía verið niðurníddur smá- bær í því ágæta landi. Sleða- hundarnir hvíldu lúin bein í öllum nornum og uppflosnað- ir Inúítar í Jamaica-bolum í hneggjaðri hassvímu mænd- uðu ðeir ón bisness eða skáru út líkneski í rekavið. Ég reyndi að sýnast kúl og sýna brún- kökunum áhuga, en þótt það „Hér var allt liðið mœttsem maður hafði ekki séð síðan á gullaldarárum Roxzý við Skúlagötu; kaffi- húsagengilbeinur sem snögglega höfðu horf- ið af kaffihúsunum, nágrannar sem jörðin hafði gleypt. “ sé nóg pláss held ég að ég eft- irláti Línu langsokki og öðrum hasshausum rýmið. Jónas Hallgrímsson datt víst niður einhvern stiga hérna við hliðina á barnum sem ég sit á núna. Það goð- sagnakennda drykkjustapp er vottað framan á húsinu með skildi. Aðrir í hópnum fóru í dýragarðinn, en ég gat ekki beðið og fór í gær. Mér leist best á mörgæsirnar sem voru fullar af fjöri, sprelluðu í laug- inni og stilltu sér upp með mér til myndatöku. Hin dýrin nörtuðu í uppþornaða ávexti eða sýndu ótvíræð merki geð- veiki með því að ganga eirðar- laus í hringi eða lemja hausn- um í trjáboli. Flest héngu þó gapandi og störðu út í loftið, enda framtíð þeirra og nútíð ráðin af verndandi fæðisgef- andi hendi að ofan. Að því leyti minna þau mig á Dani, dýrin, nema hvað þau drekka ekki jafnmikinn bjór og gefa ekki frá sér jafnbjánaleg hljóð. Meira síðar! Barþjónn vikunnar... Kristinn M. Thoraren- sen er fljótur að koma kúnnum Bíóbarsins í gott skap, enda flinkur að blanda kokkteila sem snar- virka á stundinni. Á mynd- inni sést Kristinn blanda Pinacolada, þann suðræna drykk, sem hann segir afar vinsælan um þessar mund- ir. Kristinn segist ekki vita af hverju Pinacolada geng- ur svo vel í fólk á þessu kalda hausti en líklegasta skýringin er sú gamal- reynda; að þegar ein belj- an mígur þá byrja allar hin- ar. Vinsælasta skotið á Bíóbarnum er hins vegar íkveikjugjörningurinn Thunderball, en líkt og Pin- acolada-kokkteillinn snar- virkar hann. Báðar þessar uppskriftir eru algert leyn- dó. Nýtt tölublað tímaritsins Mannlífs er nú um það bil að berast í verslanir. Meðal forvitnilegs efnis í blað- inu ber að nefna forsíðuviðtal við aðalkærustuparið í bænum og æskublóma íslands, þau Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, fegurðardrottningu íslands, og Arnar Gunnlaugsson knatt- spyrnukappa. í samtali við blaðið segja þau meðal annars frá því þegar þau lásu það í blöðunum eftir fyrsta stefnu- mótið að þau væru nýjasta parið í bænum! En fleira efni en um æskublóma íslands er að finna í nýjasta Mannlífi, því þar er líka dregin upp dökk mynd af íslensku réttarkerfi í grein um þann hrottalega of: beldisglæp sem nauðgun er. í ítarlegri úttekt Gerðar Krist- nýjar um málið kemur meðal annars^ fram að mörgum finnst sem á íslandi sé tekið á nauðg- urum með silkihönskum... Sem kunnugt er varð Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir Ieikkona léttari á dögunum og ól um miðjan ágúst myndarlegt stúlkubarn. Þótt ekki sé búið að skíra stúlkuna hefur hún þegar hlotið nafn. Nafn þeirrar litlu er þó ekkert lítið, sé tekið mið af því að ein af okkar mestu leikkonum heitir því nafni einnig. Nafnið er semsé Bríet Ólína, í höfuðið á móður- inni og móðurömmu, leikkon- unni Bríeti Héðinsdóttur...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.