Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.09.1995, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Qupperneq 32
Posturínn Nokkur spenna ríkir vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu, enda margir um hituna. Samkvæmt heimildum HP meðal framsóknar- manna kunnugum mál- inu er talið líklegast að Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítala, hreppi hnoss- ið. Þá losnar staða hans, en í hana hafa framsóknar- menn hugsað sér að ráða Guðmund G. Þórarinsson verk- fræðing. Guðmundur gerþekkir málefni Ríkisspítala eftir langa stjórnarformennsku þar, en það dregur ekki úr að hann á hönk upp í bakið á framsóknarmönnum sem voru búnir að lofa honum stöðu Seðlabankastjóra á sínum tíma, en létu hana svo ganga til Steingríms Hermanns- sonar, við lítinn fögnuð Guðmundar... Ur herbúðum Reykjavíkurlistans fregnar Helgarpóst- urinn að loft hafi vægast sagt verið lævi blandið þegar Helgi Hjörvar varaborgarfulltrúi (Alþýðu- bandalagi) mætti á fyrsta meirihlutafund listans eftir hin harðorðu skrif sin gegn fargjaldahækkun SVR. Að sögn viðstaddra voru borgarfulltrúarnir Steinunn V. Óskars- dóttir (Kvennalista) og Arthúr Morthens (Alþýðubanda- lagi) ein um það að tala af krafti gegn Helga eftir að hann hafði skýrt frá ástæðum fyrir greina- skrifum sínum. Þetta vakti vitaskuld nokkra athygli, en þess má geta að um átján manns sitja umrædda meirihlutafundi að jafnaði. Önnur orð en þessi þóttu hins vegar sæta stórtíðindum á fundinum, en það var þegar Alfreð Þorsteinsson (Framsóknarflokki) lét að því liggja, ið hefði grein Helga Hjörvar verið birt svo sem eins og viku fyrr þá hefðu fargjaldahækkanirnar aldrei nokkurn tíma hlotið samþykki hjá meirihlutanum. Alfreð mun aftur á móti ekki hafa verið einn um þessa skoðun á fundinum, því Gunnar L. Gissurarson (Alþýðuflokki) borgar- fulitrúi tók víst í svipaðan streng. Annars bölva býsna margir í hljóði innan Reykjavíkurlistans í dag yfir því að hafa ekki haft kjark Helga Hjörvar til að rísa gegn meintu rang- læti á hendur börnum, fátækiingum og gamaimennum... estir veitingahúsa í miðbænum hafa veitt því at- hygli að svo virðist sem eftirlitsmenn leggi ákveðna staði í einelti, laumist þar um eins og gráir kettir, en láti aðra aiveg eiga sig. Einn þeirra fyrrnefndu er hinn sí- vinsæli Kaffibar við Bergstaðastrætið, sem ítrekað hefur mátt sæta óvenjulegum afskiptum eftirlitsmanna. Ein af- leiðing þess er sú að lögreglustjóri hefur fyrirskipað lok- un staðarins næstkomandi föstudag klukkan 23:30. Þetta er óvenjuleg aðgerð, en frá þessum tíma og til klukkan þrjú er vitanlega mest að gera. Erfitt er að meta fjárhags- tjónið sem veitingahúsið bíður af því að vera of vinsælt, en það nemur væntanlega umtalsverðum fjárhæðum... ' Urslit síðusiu spurnfngar: Siðast var spurt: Áforsetinn aÖ njó skattfríðinda umfram aðra íslendinga ? I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 904 1516. Nú er spurt: Hvort á að taka við af Vigdísi, séra Pálmi Matthíasson eða Guðrún Agnarsdóttir? 1. Séra Pálmi 2. Guðrún slenska kvikmyndasam- steypan, fyrirtæki Friðriks Þórs Friðrikssonar, hefur gert samning við Stjörnubíó um sýningar á sjö íslenskum bíómyndum. Þetta felur í sér að þær kvikmyndir sem þetta öfluga fyrirtæki á einhvern hlut í verða allar sýndar í Stjörnubíói, það þýðir í raun flestallar bíómyndir sem fram- leiddar eru á íslandi. Síðustu vikurnar hefur bíóið sýnt Einkalíf og Tár úr steini, en næstu misserin fara þar meðal annars á hvíta tjaldið Benjam- ín dúfa í leikstjórn Gísla Snæs Eriingsson- ar, Draumadís- ir eftir Ás- dísi Thor- oddsen og Djöflaeyja Friðriks Þórs. Það fer því ekki á milli mála að Karl Schiöth er haukur í horni íslenskrar kvikmyndagerðar... Um næstu helgi fer fram upp- skeruhátíð knattspyrnu- manna og verður þá tilkynnt hvaða fótboltamann leikmenn í fyrstu deild hafa valið sem leik- mann ársins. Venjan er að leik- maður ársins komi úr liði íslands- meistara, í fyrra var það Sigur- steinn Gíslason og í hitteðfyrra Sigurður Jónsson, báðir frá Akra- nesi. Ólíklegt þykir að brugðið verði út af vananum á þessu ári og telja flestir langlíklegast að Ól- afur Þórðarson, fyrirliði Skaga- manna, verði valinn ieikmaður ársins. Hann hefur spilað mjög vel í ár og auk þess skorað tíu mörk í deildinni. Einnig er valinn efnileg- asti leikmaðurinn og telja margir líklegt að Hermann Hreiðarsson, varnarmaðurinn ungi frá Vest- mannaeyjum, hreppi hnossið. í kvennaboltanum þykir Sigrún Ótt- arsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, lík- leg til að verða valin leikmaður ársins, en einnig þykir Guðrún Sæmundsdóttir, fyrirliði Vals, koma til greina. Kristbjörg Inga- dóttir úr Val og Inga Dóra Magn- úsdóttir úr KR þykja sigurstrang- legar í kjörinu um efnilegustu fót- boltastúlkuna... 1. október eru 25 ár síðan Blómaval tók til starfa. Af því tilefai veitum við Aii/ /l/afslátt af öllum vörum fimmtudag til sunnudags. . .. sunnudaginn 1. október bjóðum við viðskiptavinum okkar til mikillar afmælisveislu. Kl. 14 byrjum við að skera 25 metra langa afmælistertu og bjóðum upp á kaffi og gosdrykki. Landsfrægir tónlistarmenn skemmta gestum með léttri tónlist. yéfflwcil

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.