Helgarpósturinn - 09.11.1995, Page 1
HELCARPÓSTURINN
9. NÓVEMBER 1995 73. TBL. 2. ÁRG. VERÐ 250 KR.
„Það er auðvitað ófyrirgefan-
legt hvernig ég hagaði mér á
Akureyri í október, sérstaklega
gagnvart eiginkonu minni og
mínum nánustu. En ég gat ekki
betur skilið en að maðurinn,
sem nú hefur kært mig, væri
alveg sáttur við nærveru mína.
Hann bað mig í það minnsta
aldrei að fara út úr herberg-
inu. Ég tel að óprúttið fólk hafi
verið að notfæra sér annarlegt
ástand mitt,“ segir Heiðar
Jónsson í opinskáu viðtali við
HP.
Mynd af Heiðari hálfnöktum
hefur verið dreift á Inter-
netinu um heim allan og á sú
myndbirting líklega rætur
sínar á Akureyri.
„Hafi ég sært svona illa blygð-
unarkennd þessa manns álít ég
að hann hefði átt að biðja mig
að fara í stað þess að ljós-
mynda mig í bak og fyrir, að
mér forspurðum og án þess að
ég vissi nokkuð af því.
Ég hef ekki í hyggju að breyta
eðli mínu, en ég mun gera mitt
besta til að bregðast ekki mín-
um nánustu aftur. Ég er ekki
syndlaus frekar en aðrir menn.
Mig langar heldur ekkert til að
þekkja svoleiðis fólk.“
Heiðar Jónsson sætir kæru vegna
kennd ungs manns a Akureyri