Helgarpósturinn - 09.11.1995, Side 6
6
nMMTUDAGUR 9. NOVEMBER1995
Umdeildar fjárfestingar í Bolungarvík
1 i [•
kaupir einbýlistiús
alþinglðinoan
— á meðan 27 félagslegar íbúðir á staðnum standa auðar. Stjórnarformaður prestsetrasjóðs og biskupsritari
segja húsnæðið heppilegast með tilliti til fjölskyldustærðar og starfsemi sóknarprests, ásamtþví sem það hafi
fengist á hagkvæmum kjörum.
Fyrir skemmstu fjárfesti prestsetra-
sjóður, sem rekinn er með föstum
fjárveitingum frá ríkissjóði — og
þarmeð skattgreiðendum — í einbýl-
ishúsi Einars Krístins Guðfinnsson-
ar, alþingismanns Sjálfstæðisflokks-
ins, í Bolungarvík og verður það fram-
vegis nýtt sem prestsetur sóknar-
prestsins í Bolungarvík, séra Agnesar
Sigurðardóttur. Kaupverð einbýlis-
hússins var ellefu milljónir króna og
það staðfesti Guðmundur Þór Guð-
mundsson, lögfræðingur og stjórnar-
formaður prestsetrasjóðs, í stuttu
spjalli við HP.
Nokkur urgur er í íbúum Bolungar-
víkur vegna málsins þarsem sýnt þyk-
ir að þarna hafi ríkissjóður „í léiegu
dulargervi prestsetrasjóðs verið að
bruðla með skattpeninga fólksins í
landinu vegna þess að hér standa
hvorki fleiri né færri en tuttugu og sjö
félagslegar íbúðir auðar — og það til
að kaupa fína húsið af honum Einari
Kristni“, einsog einn íbúa orðaði það í
samtali við HP. Sami Bolvíkingur var
heldur óhress með þetta fyrirkomu-
lag og taldi að ríkissjóður hefði getað
notað tækifærið sem gafst til að spara
„svosem einsog nokkrar krónur“.
Nokkrir af þeim fjölmörgu Bolvíking-
Baldur Kristjánsson biskupsritari: Það bár-
ust ótal tilboð, en þetta var það hagstæð-
asta. Það er ekkert skrýtið þó að einhverjir
aðiiar séu ósáttir við að einhver önnur hús
en þeirra voru keypt. Málið er að þetta
ákveðna hús var boðið á ntjög hagkvæm-
um kjörum og það hentar afskaplega vel.
um, sem buðu eignir sínar falar en
fengu afsvar, munu einnig skiljanlega
vera ósáttir við kaupin á húsi Einars
Kristins og tala um pólitískt sam-
hengi.
„Eg vissi svosem að það yrðu ein-
hver læti vegna þess að við kaupum
þarna af alþingismanni, en sú staða
hans kom þessu máli bara ekki neitt
við og það er fráleitt að ýja að öðru.
Ég stend bakvið þessa ákvörðun og
get rökstutt hana hvar og hvenær
sem er,“ sagði stjórnarformaður
prestsetrasjóðs.
Þegar blaðið hafði samband við
bæjarskrifstofurnar í Bolungarvík og
grennslaðist fyrir um málið var svar-
að að því miður væri enginn þar
staddur sem upplýst gæti um hvernig
væri í pottinn búið eða staðfest þenn-
an tiltekna fjölda lausra íbúða í félags-
lega kerfinu. Hinsvegar kvað sá bæjar-
starfsmaður sem varð fyrir svörum
þessa tölu vel geta staðist.
„Jújú, vitaskuld horfa menn á slíkt,“
sagði Baldur Kristjánsson biskupsrit-
ari aðspurður í samtali við HP hvort
ekki væri athugað allt tiltækt húsnæði
á stöðum þarsem prestsetrasjóður
hyggst festa kaup á húsum. „Það er
því ekkert skrýtið þó að einhverjir að-
ilar séu ósáttir við að einhver önnur
hús en þeirra skuli hafa verið keypt. í
kaup á þessu tiltekna prestsetri í Bol-
ungarvík bárust ókjör af tilboðum,
en málið er að þetta ákveðna hús
var okkur boðið á mjög hagkvæm-
um kjörum og það hentar afskap-
lega vel undir þá starfsemi sem
prestsetri er ætlað. Prestsetrasjóð-
ur keypti húsið á verði sem var tölu-
vert lægra en það sem sett var upp í
byrjun. Fyrir utan það að við þurf-
um að horfa til fjölskyldustærðar
viðkomandi sóknarprests verður
líka að taka tillit til að presturinn
þarf að hafa þar skrifstofu- og mót-
tökuaðstöðu með sérinngangi og
þessháttar."
Baldur kveður þessar kröfur setja
prestsetrasjóði nokkrar skorður og
í samtali HP við stjórnarformann
prestsetrasjóðs kom einnig fram að
stjórnin reyndi ávallt að festa kaup
á heppilegum eignum og liti þá með-
al annars til þess að þær væru í
þannig ásigkomulagi að allt viðhald
yrði með viðráðanlegra móti.
Einar Krístinn Guðfinnsson alþingismaður: Bauð einbýlishús sitt á slíkum kostakjörum að
prestsetrasjóður ákvað að taka það frekar en fjölda annarra lausra húsa á staðnum.
Stjórnarformaður sjóðsins segir fráleitt að pólitísk sjónarmið blandist inní málið og
kveðst standa við ákvörðunina hvar sem er.
Gríðarmikil sjóflóð hafa mörg undanfarin ár valdið milljónaskemmdum á
r
Isafirði — sérstaklega á Eyrinni þar sem allt er nú á suðupunkti
Bæjaryfirvöld hafa
lofað flóöavörnum
f fimmtán ár
- en ekki staðið við eitt einasta loforð, segir Höskuldur Guðmunds-
son, íbúi í Fjarðarstræti 38, sem hefur ásamt fjölda íbúa í húsunum í
kring orðið fyrir stórtjóni af völdum mikilla sjóflóða er hafa eyðilagt
heilu húsagarðana og rutt sér leið inn í kjallara. Höskuldur og ná-
grannar hans ætla ekki að sitja þegjandi í málinu.
ísafjörður: Ofarlega hægra megin á kortinu má glöggt sjá hversu nálægt sjónum Fjarðarstræti og Hnífsdalsvegur
liggja, en sjór flæðir þar hvað eftir annað inn í hús og garða og eyðileggur allt sem fyrír verður. Ibúar við götum-
ar em foxillir vegna slælegra viðbragða bæjaryfirvalda.
Fimmtudaginn 26. október síðastliðinn flæddi
mikill sjór yfir stóran hluta af norðanverðri
Eyrinni á Isafirði, braut sér leið inn í kjallara
nokkurra húsa, fyllti þá að megninu til og stór-
skemmdi og eyddi gróðri og girðingum. Þessi
miklu sjóflóð hafa átt sér stað hvað eftir annað
undanfarin ár, en bæjarstjórnin hefur lítið sem
ekkert aðhafst í að koma upp hæfilegum sjó-
varnagörðum að sögn íbúanna, sem eru æva-
reiðir og krefjast úrbóta strax.
Þeir húseigendur sem urðu fyrir mestu tjón-
inu núna búa í húsunum númer 14, 32 og 38 við
Fjarðarstræti, en í öðrum flóðum undanfarin ár
hafa húsin númer 8 og 10 við Hnífsdalsveg orðið
illa úti. íbúar á öðrum stöðum á Eyrinni hafa
sömuleiðis orðið fyrir stórtjóni þegar sjór hefur
ætt inn í hús þeirra. Þetta kom fram í samtali
sem HP átti við Höskuld Guðmundsson, íbúa í
Fjarðarstræti 38, sem hefur ásamt fjölda íbúa í
húsunum kringum hann orðið fyrir stórtjóni.
„Svona tjón erum við búin að lifa við á hverju
ári undanfarin ár — og jafnvel oft á ári ef út í það
er farið. Það er ómögulegt að meta hversu mikið
tjónið er á heildina litið, en það skiptir milljón-
um. Og það er ekki bara hérna á þessu svæði
sem íbúar húsa hafa orðið fyrir stórtjóni, því
neðar á Eyrinni, á horni Fjarðarstrætis, stendur
til dæmis fjögurra hæða blokk sem sífellt flæðir
inn í,“ sagði Höskuldur.
Að sögn hans féllu þessi miklu sjóflóð dauð
niður á slétta sandfjöruna og gerðu ekki mikinn
skaða. „En síðan gerðist það árið 1980, að bæjar-
yfirvöld byrjuðu á þeirri ósvinnu að hrúga niður
grjóti fyrir hina og þessa og þá versnaði allt til
mikilla muna. Nú er búið að mynda víkur með
grjóthrúgunum og milli þeirra koma rastir í flóð-
unum og sjórinn æðir langt upp á land, brýtur
sér leið inn í hús og garða og rífur allt niður sem
í vegi verður."
Höskuldur sagði að þegar íbúarnir kvörtuðu
fyrst yfir þessu ófremdarástandi við bæjar-
stjórnina fyrir fimmtán árum hefðu svörin öll
verið á sömu bókina lærð: Við skulum ræða
þetta, við skulum athuga þetta og svo framveg-
is. „Stundum hafa þeir þó lofað bót og betrun og
ég sé hér í pappírum mínum að þegar eitt af
þessum flóðum varð, í nóvember árið 1983, var
það til dæmis gert. I nóvember árið 1986 varð
svo enn verulegt tjón á svæðinu, því þá var hér
mikið brim sem skolaði gríðarmagni af sjó og
þara - þúsundum tonna af þara — á land. Upp úr
miðjum nóvember fórum við tvisvar til bæjar-
stjóra og hann lofaði að gera að minnsta kosti
eitthvað fyrir áramót. Frá þessum tíma hefur ná-
kvæmlega ekkert gerst og það eru teygjanleg
áramót sem endast í níu ár. Arið 1987 kom síðan
enn eitt flóðið og þá var aftur lofað en ekkert
efnt,“ sagði Höskuldur.
„Á Hnífsdalsvegi átta hefur orðið mikið tjón.
Þar hafa farið girðingar, sólpallur, allur gróður
og kjallari fyllst af sjó, eyðilagt þvottavélar og
annað sem þar var. Svipaða sögu er að segja af
Fjarðarstræti 38, þar sem sjóhæðin fór núna allt
upp í áttatíu sentimetra í kjallaranum. Fjarðar-
stræti 32 og Fjarðarstræti 14 lentu einnig í tjón-
inu núna, þrátt fyrir að kjallarar hafi að mestu
leyti sloppið. Hnífsdalsvegur 10 lenti ekki í
þessu tiítekna flóði. Hnífsdalsvegur 8 slapp
einnig með skrekkinn núna, því þar er búið að
steypa vegg. En ef hann hefði farið, eins og
stefnir í þegar flóðhæðin eykst, hefði voðinn
verið vís. Þá fer bókstaflega allt á kaf í sjó. Allt
þetta svæði er ein rofabörð upp í götu má
segja."
Höskuldur segir íbúana, sem fyrir sjótjóni
hafa orðið, vilja að bæjarstjórnin byrji á að láta
slétta úr grjóthrúgunum og leiti síðan til vita- og
hafnamálastjórnar, sem sér um að koma upp
sjóvarnagörðum, og krefjist úrbóta. „Það þýðir
ekkert fyrir bæjarstjórnina að láta sem málið
komi þeim ekkert við, því þeir eiga auðvitað að
vinna fyrir okkur og biðja um úrbætur. Bæjar-
stjórnin á að sinna sínum verkum. Það er stóra
málið," sagði Höskuldur að lokum.