Helgarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 14
14
FlMIVmiDAGllR 9. NOVEMBER1995
\
Forsvarsmenn kvikmynda-
gerðar mun hrylla nokkuð
við að þurfa enn eitt árið
að leggja út í baráttu gegn því
að framlög í Kvikmyndasjóð
íslands verði skorin niður. Það
hefur verið árviss viðbuíður
að framlögin séu skorin niður í
fjárlagafrumvarpi, en síðan
hefur upphafist mikill lobbý-
ismi til að afstýra því. í fyrra
tókst að bjarga málinu fyrir
horn, ekki síst fyrir tilstuðlan
Vilhjálms Egilssonar, sem er
stjórnarformaður Kvikmynda-
sjóðs. í fjárlagafrumvarpinu í
ár er gert ráð fyrir 96 milljóna
króna framlagi í sjóðinn, en að
öllu jöfnu telja kvikmynda-
gerðarmenn að það ætti að
vera 111 milljónir. Þetta mun
þýða að aðeins verða 30 millj-
ónir til skiptanna við næstu út-
ur Briem trommuleikari, sem
spiluðu á dögunum með Ma-
donnu í þættinum Top of the
Pops sem frægt er orðið. Fyrir
nokkrum vikum kveikti íslend-
ingur á ferð í Lundúnum á
sjónvarpstækinu sínu og við
blasti útsending frá afhend-
ingu Mercury-verðlaunanna.
hlutun, en þegar er ráðstafað
40 milljónum í styrkvilyrði til
kvikmyndanna Djöflaeyjan og
Ungfrúin góða og húsið...
Það eru fleiri að gera það
gott í Bretlandi þessa
dagana en Friðrik Karls-
son gítarleikari og Gunnlaug-
Þar var margt um stjörnuna,
en á sviðinu stóð hljómsveit
með sjálfan Van Morrison í
broddi fylkingar. Innan um
fleiri kappa var svo enginn
annar en Sigurður Flosason
saxófónsnillingur, sem tók
sóló eins og honum einum er
lagið og hlaut mikið klapp fyrir
frá áhorfendum...
Allt er enn á huldu um
þjálfaramál hjá fyrstu-
deildarliði Vals í fótbolt-
anum. Önnur félög eru búin að
ganga frá ráðningu þjálfara og
ljóst að. ekki er um auðugan
garð að gresja fyrir Valsmenn
eftir að Kristinn Bjömsson
hafnaði boði um að halda
áfram að þjálfa liðið. Hefur
verið rætt um að Valur muni
leita hófanna í útlöndum, en
eins og áhugamenn um fót-
bolta vita getur þar brugðið
mjög til beggja vona. Nú virð-
ist líka nokkuð víst að Vals-
menn missa einn öflugasta
liðsmann sinn frá í fyrra, en
Davíð Garðarsson mun vera
að hugsa sér til hreyfings og
væru ábyggilega mörg lið til-
búin að nýta krafta
hans. Davíð mun enn
vera fremur ósáttur við
stjórn Vals eftir að
hann fékk lítið að leika
fyrrihluta íslandsmóts-
ins í fyrra...
Nú er beðið úr-
skurðar Héraðs-
dóms Reykjavík-
ur um hvort beri að
framselja íslending til
Svíþjóðar svo þarlend-
ir dómstólar fái sótt
hann til saka vegna lík-
amsárásar á sænska
konu. Það er ákæru-
valdið í Umeá-héraði
sem æskir framsalsins.
Þar sem eitt af skilyrð-
unum fyrir framsali
mun vera að leitað sé
eftir að minnsta kosti
fjögurra ára fangelsis-
vist, en einungis á að
biðja um tveggja ára
fangelsisvist í þessu til-
viki, þykir ólíklegt að
orðið verði við fram-
salskröfunni...
Raunasaga hlutafé-
lagsins Mótvægis,
sem átti að reisa
Tímann við til fornrar
frægðar fyrir fáeinum
árum, er nú orðin að
framhaldssögu fyrir
dómstólum. Þannig
Spyrðu
hvert við fljúgum ekki!
SAS flýgur til 800 staða um allan heim
Samstarf SAS viö önnur flugfélög gerir farþegum SAS kleift aö feröast til fjölmargra áfangastaöa
um allan heim. Nú þegar er hafin samvinna SAS og Flugleiða milli íslands og Skandinavíu en
nýjustu samstarfsflugfélögin eru Lufthansa og frá og með 1. janúar 1996 bætist United Airlines
viö. Önnur samstarfsflugfélög SAS eru Air New Zealand, Austrian Airlines, British Midland,
Continental Airlines, Qantas Airways, Spanair, Swissair, Thai Airways International og Varig. Meö
þessu samstarfi nærflugnet SAS til um 800 staöa um allan heim.
//////JMS
SAS á íslandi
Laugavegi 172 Sími 562 2211
Haföu samband viö feröaskrifstofuna þína
eöa söluskrifstofu SAS.
hafa Jón Einar Jakobsson
(faðir Þórs Jónssonar, fyrrver-
andi ritstjóra Tímansj og
Bárður G. Halldórsson stefnt
þrotabúi Mótvægis hf. fyrir
Héraðsdóm Reykjavíkur þar
sem þeir höfða mál til riftunar
á hlutafjárloforði sem þeir
höfðu gefið. Þeir Jón Einar og
Bárður telja að forsendur fyrir
riftuninni séu helstar þær að
ekki hafi verið gefnar réttar
upplýsingar um stöðu hlutafé-
lagsins á sínum tíma og eins
hafi ekki safnast allt það hluta-
fé sem gefið var upp. Málið
verður flutt fyrir Héraðsdómi í
lok nóvember...
Enn bætist í nafnasúpuna í
forsetalotteríinu. Nýjasta
tillagan sem komin er á
kreik er nafn Ólafs B. Thors,
forstjóra Sjóvár-Almennra.
Þótt nafnið beri með sér
aristókratískan íhaldsblæ
sannfregnar HP að ólíklegustu
menn á vinstri kanti stjórnmál-
anna hafi lýst yfir að þeir væru
reiðubúnir að styðja Ólaf, gæfi
hann kost ásér...