Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 18
18
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
Sil
forsetaefni vikunnar
Hörður
Sigurgestsson
Hörður Sigurgestsson þarf
ekkert á því að halda að
verða forseti. Hann veit og
það vita allir sem þekkja til
Harðar að hann myndi lækka
í tign við það — og líka í laun-
um: Hörður er foringi kol-
krabbans. Þar sem hann situr
innan við rökkvaðar liarðvið-
arþiljurnar í Eimskipafélags-
húsinu stjórnar hann örmum
kolkrabbans. Allir bera virð-
ingu fyrir Herði, sumir óttast
hann jafnvel, fæstir hafa séð
hann. En það getur verið
jrreytandi að vera alltaf í
ieyni og innst inni þráir Hörð-
ur að koma út í dagsljósið.
Við verðum að vona að hann
skorist ekki undan þegar kali-
ið kemur — eða eins og Bald-
ur Hermannsson segir í
prýðilegri grein sem birtist í
Dugblaðinw. Það er mái að
viðra Bessastaði, reka út ilm-
vatnið og hleypa inn rakspír-
anum. Hvaða rakspíra skyldi
Hörður nota? Það skyldi þó
ekki vera eitthvað karlmann-
legt eins og Old Spice?
.nethausínn
Þarftu að sjarmera álitlegan
lífsförunaut eða hugsanlegt
einnar-nætur-dæmi? Dömpa
elskhuga eða hjákonu með
stíl? Skilja við maka þinn á
dramatískan máta eða tendra
ástareldinn með eldvörpuað-
ferðinni? Ef svo lík-
lega vill til að ein-
hver þessara val-
möguleika (og fjöldi
annarra í svipuðum
stíi) höfðar til þín
skaltu smella þér
rakleiðis inná
http://wu)iv. nand
o.net/toys/cyrano.
html og láta sjálfan
Cyrano frá Berger-
ac aðstoða þig við
bréfaskriftir til um-
ræddrar persónu. Á
Cyrano-stöðinni eru
nethausar í tjá-
skiptavandræðum
leiddir gegnum sjálf-
virkar bréfaskriftir
með því að finna þau
stikkorð sem best
lýsa klemmu þeirra
og veseni. Eini gall-
inn er sá að Cyrano
ritar einungis á
enska tungu fyrir
nethausa, en sjáið
nú til: hvort viljið
þið senda ástvinin-
um eða hinum hataða klúðurs-
legt bréf á íslensku eða gera
það með stæl og bravúr uppá
engilsaxneska vísu? Jæjaþá,
þetta er altént hin besta
skemmtun... — Microsoft-ris-
inn hefur nú loksins náð að
klára hönnun netrekilsins Int-
ernet Explorer sem er sérstak-
lega sniðinn að þörfum og
möguleikum Windows 95 og
má nálgast á
h ttp://u)ww.microsoft. com
eða í næstu tölvusjoppu. Expl-
orer hefur uppá ýmsa kosti að
bjóða, en þykir heldur þunnur
þrettándi við hliðina á hinum
fullkomnu netreklum Netscape
Navigator 2.0. Ed Ricketts, að-
stoðarritstjóri hins virta tölvu-
tímarits PC Format, skrifar
þannig grein í nýjasta .net
(langbesta netblaðið) og þykir
lítið koma til þessarar nýjustu
afurðar Bills Gates og félaga.
Vissulega sé margt sniðugt að
finna í Explorer, en
forritið bara alltof
seeeiiinvirkt. Máli
sínu til sönnunar
bendir Ricketts á
að á meðan
Netscape Naviga-
tor sé einungis
nokkrar sekúndur
að hlaða inn ákveð-
in gögn þá taki það
Internet Explorer
allt uppí mínútu.
.nethausinn stend-
ur algjörlega með
Ricketts og .net í
þessu máli og hvet-
ur menn til að
halda sig við Netsc-
ape Navigator með-
an Microsoft getur
ekki gert betur...
— Nethausar sem
lifa í stöðugum ótta
við gríðarháa síma-
reikninga geta nú
smellt sér inní fjög-
ur forritasöfn og
náð sér í gismó sem
alltaf eru lifandi á
skjánum og sýna sjálfvirkt
lengd og kostnað við hverja
tengingu fyrir sig. Macintosh-
múlar geta farið inná
ftp://src. doc.ic.ac.u k/pa cka
ges/macumich/util/comm/
macpppt imerl.42.sit.hqx.gz
eöaftp://src. doc. ic.ac.uk/pa
ckages/macumich/util/com
m/macpppt imerl.5.sit
.hqx.gz og Windows-vippum
skal bentá ftp://demon.
co. uk/pub/ibmpc/windows
/fonecost.zip eðaftp://gate
keeper.dec. com:/. 6/FF-PRO
GS/CLOCKCAL/STOPWTCH.
LZ H og haldið bókhaldinu í
lagi þaðanífrá...
-shh
Svipmynd frá Cyrano-
stöðinni sem aðstoðar
nethausa í brýnum
tjáskiptavandræðum.
Allt um það í pistli
vikunnar...
Ætli færi ekki um þá Bjöm Bjamason og Jean-Paul Sartre ef þeir
hittust á götu? Það gæti jafnvel farið svo að þeir faeru að efast um
tilvist sína. Auðvitað er ekki mögulelki á að leiðlr þessara tveggja
hugsuða liggi saman. Sartre er dauður — Björn ekki. En það er
gaman að velta þessu fyrír sér. Þeir eru alveg eins nema hægra
auga Sartre vísar meira til hægr! en auga BJörns?! Eða er það
Blörn sem er svona rangeygur? Báðir eru þeir existensíalistar.
Maður er þaö sem maður ’gerir. En ifP þorir að veðja að þegar
Björn fær Nóbelinn þá afsalar hann sér honum ekki eins og Sartre.
I því liggur nú allur munurinn.
■ " ;• ’
— J Sl
! fMB
ÉF á. dk fájír' In
„Ég er mjög þjálfaður hattamaður“
Hattamaður vikunnar er eng-
inn annar en Guðfinnur Hall-
dórsson bíiasali, en þessi hatt-
ur er ættaður frá Mið-Evrópu.
Guðfinnur var reyndar hálf-
hissa á því að vera ekki fyrstur
í röðinni. Hann segist nefnilega
vera einn helsti hattamaður
þjóðarinnar: „Ég á flesta hatta
á íslandi, alls tuttugu, og fer
aldrei neitt án þess að vera
með hatt. Þannig hefur það
verið í fimmtán ár,“ segir hann.
Guðfinnur segir að vísu að
Gulli vinur sinn (Guðlaugur
Tryggvi) sé sannur hattamað-
ur og er hrifinn af tírólahattin-
um hans. „En ég geng aldrei
með kúrekahatta. Mér finnst
þeir hallærislegir."
Aðspurður segir Guðfinnur
að djásnið í safninu sé hattur
sem hann keypti í Salzburg í
Austurríki. Það er mjög
vandaður óperuhattur, serr
hann setur ekki upp nema á
stórhátíðum. Þá á Guðfinn-
ur einn góðan sem heitir
Banana Republic, sem
hann ætlar að bera þegar
hann fær fálkaorðuna.
Guðfinnur kvartar ekki
undan roki eins og félagar
hans í hattabransanum.
„Ég hef aldrei tapað hatti í
roki. Ég er mjög þjálfaður
hattamaður. Ég kann að bera
mig með hatt í roki. Þetta Iær-
ist. Maður verður að beita
höfðinu rétt,“ segir Guðfinnur
en hann nefnir annað sem
hann telur verra, sannkallaða
pjágu sem hrjái hattamenn.
„Ég hef mikið gaman af því að
fara út og fá mér að dreklca
með vinum og kunningjum. ís-
lendingar eru mikið fyrir að
rífa hatta af manni á skemmti-
stöðum og ég hef tapað tveim-
ur þannig.
Þetta er einn mesti dónaskap-
ur sem þú getur sýnt fólki. Fólk
fær ekki frið með hattana sína
á veitingastöðum af því að það
Guðfinnur bílasali: „Fólk
fær ekki fríð með hatt-
ana sína á veitingastöð-
um af því að það er ein-
hver vitleysingur sem ríf-
ur af því hattana."
er einhver vitleysingur sem ríf-
ur af því hattana. A landi þar
sem allir eiga að vera svo of-
boðslega gáfaðir og klárir?!“
FYRIR 15 ÁRUM
Enginn
mannasættir,
Hannes
„Á sambandsráðsfundi
Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna í síðasta mánuði
urðu m.a. miklar umræður
um innanflokksvandamál
Sjálfstæðisflokksins. Var
lögð fram tillaga um að
Gunnar Thoroddsen og
Geir Hallgrímsson sætt-
ust og ynnu saman að því
að efla flokkinn innan frá,
en vikju ella úr trúnaðar-
störfum fyrir hann. í fund-
argerð þessa fundar er
sagt frá þessu, en svo
greint frá því að Hannes
Hólmsteinn Gissurarson
hafi borið fram frávísunar-
tillögu og var hún sam-
þykkt. Samkvæmt fundar-
gerðinni er því lítill áhugi á
því hjá SUS að þeir Gunnar
og Geir sættist. Meiri
slagsmál og fjör___“
14. nóvember 1980.
„Ég myndi skjóta ömmu mína til
að ná í þrjú stig á laugardegi“
Helgarpósturinn og íþróttablaðið taka höndum saman og velta fyrir sér fleygum um-
mælum úr ensku knattspyrnunni - „en ekki illa — það dygði að særa hana aðeins,“
sagði orðhákurinn og knattspyrnuþjálfarinn Brian Clough eitt sinn um einstakan
sigurvilja sinn.
Hið öldungis ágæta íþrótta-
blað tekur skemmtilega
spretti á köflum, enda með rit-
höfundinn Þorgrím Þráins-
son við stjórnvölinn. í síðasta
tölublaði fór tímaritið þó lítil-
lega útaf sporinu þegar það
birti skemmtileg ummæli úr
ensku knattspyrnunni ánþess
að snara þeim yfir á íslensk-
una — og bætti gráu ofaná
svart með því að bera þá af-
sökun fyrir sig að einungis á
frummálinu^ myndu ummælin
njóta sín. ímyndið ykkur ef
Jón Þorláksson á Bægisá
hefði viðhaft álíka fyrirslátt
þegar hann þýddi Paradísar-
heimt eftir Milton Helgar-
pósturinn bætir hér úr þessum
léttvægu mistöku íþróttablaðs-
ins og vonar að Þorgrímur
virði okkur það til betri vegar.
„Þetta var leikur tveggja
hálfleikja, en við gátum ekkert
í hvorugum þeirra.“
Brian Horton
„Ó, þetta er vel hlaupið á
sprettinum.“
John Motson
„í sömu andrá og boltinn
kom yfir á vænginn fleygði
Speed höfði sínu að honum.“
Brian Moore
„Það er einsog hann hafi
leysigeisla á brjóstinu sem
laðar að sér boltann."
Jimmy Hill
„Ég myndi skjóta ömmu
mína ef það yrði til þess að ná
í þrjú stig á laugardegi. En
ekki illa — það dygði að særa
hana aðeins."
Brian Clough
„Við vorum að minnsta
kosti samkvæmir sjálfum okk-
ur — einskis nýtir í vörninni,
einskis nýtir í miðvallarspil-
inu og hörmulegir í sókninni.“
Ron Atkinson
„Ef guð hefði ætlast til þess
að fótbolti væri spilaður í há-
loftunum hefði hann sett gras-
ið í skýin.“
Brian Clough
„Ánþess að taka út einhvern
tiltekinn leikmann, þá fannst
mér Mark Wright stórkostleg-
ur.“
Graham Souness
„Hann minnir á Kenny Dalgl-
ish þegar hann slengir aftur-
endanum svona utaní fólk.“
Terry McDermot
„Fyrsta markið var brotlegt,
annað markið rangstaða og
þeir hefðu aldrei skorað
þriðja markið ef ekki hefðu
komið til þessi fyrstu tvö.“
Steve Coppeil
„Þessar dyr eru jiess eðlis
að þær verða opnaðar ef þið
lokið þeim ekki.“
Terry Venables
„Það er ekki til það starf í
fótboltanum sem ég hef sóst
eftir. Þetta er eina starfið í fót-
boltanum sem sóttist eftir.“
Joe Royle
„Ég vildi bara veita þeim
tæknilega ráðgjöf. Ég sagði
þeim að leikurinn væri haf-
inn.“
Ron Atkinson
„Það eru tvær leiðir færar til
að ná boltanum — sú fyrri er
að fá hann frá samherja þín-
um og það er eina leiðin.“
Terry Venables
„Ég hef aldrei spáð nokkru
og ég mun aldrei nokkurn tím-
ann gera það.“
Paul Gascoigne
„Ef við spiluðum á þennan
hátt í hverri viku þá værum
við ekki svona ósamkvæmir
sjálfum okkur.“
Bryan Robson
„Ég hef ekkert að sanna. Ég
verð að sanna fyrir Southamp-
ton að ég geti enn skorað
mörk.“
Alan Shearer
„Ég hefði getað skrifað und-
ir hjá Newcastle þegar ég var
sautján ára, en ég ákvað að ég
væri betur settur hjá Carlisle.
Ég hafði aðeins fengið mér í
glas þetta kvöld.“
Peter Beardsley
„Við skulum loka augunum
og sjá hvað gerist.“
Jimmy Greaves
„Ef þú getur aldrei af þér
mark, þá muntu tapa í fleiri
leikjum en þú sigrar í.“
Brian Moore
- shh
í§
.