Helgarpósturinn - 09.11.1995, Page 23
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
■ <»
Rokk og tjatjatja
meistarans
Væntanleg er á markað ný safnplata með broti af því besta sem Raggi
Bjarna hefur sungið í gegnum tíðina. Jakob Bjarnar Grétarsson
kunni sér ekki læti og náði tali af meistaranum.
egar fyrsta Dean Martin-kvöldið var haldið
í Þjóðleikhúskjallaranum var ég mættur og
sat til borðs með Einari Kára rithöfundi.
Við skemmtum okkur hið besta, enda báðir
Dínó-aðdáendur. En þegar Raggi Bjarna mætti á
sviðið var engin spurning hver var kóngurinn.
Með fullri virðingu fyrir öðrum sem þarna tróðu
upp þá var aðeins ein stjarna.
Þeir eru ekki margir á íslandi sem standa
Ragga Bjarna á sporði þegar dægurlögin eru
annars vegar. Það er helst núna að Egill Ólafs
eigi eitthvað í hann. Enda virðist sameinast í
honum það besta frá útlandinu: Sinatra, Dean
Martin og Elvis. Nú hefur Jónatan Garðarsson
unnið það þrekvirki að safna saman broti af því
besta sem komið hefur út með Ragga og eru
elstu upptökurnar frá árinu 1960.
Raggi Bjarna er á ferð og flugi en svaraði í
GSM-símann þar sem hann var að dæla bensíni
á bílinn.
„Já, ég er mjög ánægður með þetta. Ég söng
inn á einhverjar 40 plötur og kannski kominn
tími á að það kæmi eitthvað af þessu á einum
diski,“ segir Raggi þegar hann er spurður hvort
hann sé ekki hoppandi ánægður með framtakið.
Hann segist ekki ætla að gera neitt sérstakt til
að fylgja útgáfunni eftir. „Ja, ekki öðruvísi en að
láta fólk kaupa þetta,“ segir hann og hlær.
Og það eru tíðindi. Raggi Bjarna hefur ekki
gert sólóplötu síðan 1971 en nú stendur til að
setja eina slíka í vinnslu. „Já, ég ætla að gera
eina almennilega plötu. Ég hef ekki gert það svo
lengi. Maggi Kjartans ætlar að snúast í þessu
fyrir mig og það er eitthvert fínerí og miklar hug-
myndir í gangi.“ _
Það kemur á daginn, þegar Raggi er spurður
hvað hann sé að bardúsa þessa dagana, að það
eru mörg járn í eldinum.
„Það er sko nóg að gera. Ég er að syngja á
Mímisbarnum á föstudags- og laugardagskvöld-
um. Svo er ég auðvitað með bílaleiguna. Nú, ég
er alltaf með útvarpsþáttinn á FM 957 á sunnu-
dögum frá eitt til fjögur. Síðan er ég að spila á pí-
anó í veislum og held uppi stemmningu með
söng og bröndurum. Jájá, það er mikið að gera
hjá mér, komnum á sjötugsaldurinn. Enginn bil-
bugur, ekki til að tala um.“
En aftur að safndiskinum, sem heitir Heyr mitt
Ijúfasta lag. Landsmenn ættu að þekkja flest lag-
anna, enda hafa þau ómað í útvarpi í gegnum
tíðina. Raggi segir mikið af tónlistinni tekið upp í
Svíþjóð og Danmörku. Og þarna eru allskonar
hljómsveitir og menn sem koma við sögu. Þegar
Raggi er spurður um eftirlætislög á diskinum þá
nefnir hann strax „Ævintýri“, sem er eftir V.
Panzuti með texta eftir Pálmar Ólason. „Það er
eitt af þeim lögum sem ég hef mjög gaman af.
Við sungum það úti í Kaupmannahöfn, KK var
með mér í því. Það var svolítið öðruvísi lag en
við sungum í þá daga. Þá spilaði maður meira
upp á markaðinn og var ekki að syngja mikið
sem mann langaði til — meira svona það sem
maður hélt að yrði vinsælt. Þarna kemur lag
sem er úti á ystu nöf. Allt öðruvísi en allt annað.
Það varð aldrei neitt voðalega vinsælt en er
mjög fallegt lag.“
Raggi tiltekur einnig „Stafróf ástarinnar", er-
lent lag með texta eftir Loft Guðmundsson, sem
hann söng með Svavars Gests-hljómsveitinni.
„Svo er þarna „Kokkur á kútter frá Sandi“ — það
var svolítið gaman að því,“ segir Raggi. „Ég var
að fara til Svíþjóðar og vakti Öla Gauk upp úr
rúminu og dreif hann upp í Öskjuhlíð í leigubíl.
Þar samdi hann lagið. Svo var ég svo heppinn —
ég bara vissi það ekki þá — en nikkarinn
Andrew Walter, sem spilaði á plötunni með
mér, var frægasti harmonikkuleikari í Evrópu. Ef
ég hefði bara vitað það þá hefði ég látið hann
spila sólóa á plötunni. Þú heyrir það ef þú hlust-
ar á „Kokkur á kútter frá Sandi" hvað harm-
onikkuleikarinn er rosalega góður."
Á plötunni eru tvö lög eftir Ragga sjálfan,
„Rokk og cha cha“, sem hann samdi í leigubíl á
leiðinni út á flugvöll, og „Barn“, við texta eftir
Stein Steinarr. Ragnar hefur ekki verið afkasta-
mikill á því sviðinu að semja tónlist.
„Nei, tónsmíðar mínar hafa aldrei farið í þá átt
að ég setjist niður og fari að búa til lög. Það er
mest tilviljanir og eitthvert leigubílaandrúm
sem ráða ferðinni. „Barn“ varð til þannig að
Svavar Gests hringdi í mig og sagði að Savanna-
tríóið vantaði lög. Þetta eru þrjár ferskeytlur og
þú átt bara að redda þessu, sagði hann. Ég sagði
bara jájá, allt í lagi og svo var það bara komið.
Ég hef aldrei hugsað neitt um þetta. Það eru svo
margir góðir lagahöfundar til að ég hef ekkert
verið að veltast í þessu neitt. Bara gert þetta ef á
hefur þurft að halda."
að hætti
,Ég var að fara til Svíþjóðar og vakti Óla Gauk upp úr rúminu og dreif hann upp í Öskjuhlíð í leigubíl.
Þormar Ingimarsson gantast gjarnan með að hann hafi einungis
skemmt í gangnakofum. Frá honum er að koma út 14 laga plata með lög-
um við Ijóð Tómasar Guðmundssonar.
Þormar Ingimarsson er með öllu óþekktur lagasmiður sem á morgun, föstudag, sendir frá sér
sína fyrstu geislaplötu með eigin lögum við Ijóð Tómasar Guðmundssonar. Á plötunni er
Þormar í félagsskap Pálma Gunnarssonar, Björgvins Halldórssonar og Guðrúnar
Gunnarsdóttur.
Ekkert hnoð hjá Tómasi
Sundin blá heitir væntanleg geisla-
plata sem ber nánast sama titil og
þekkt ljóð Tómasar Guðmundsson-
ar, Um sundin blá. Platan inniheldur enda
fjórtán ný lög við Ijóð Tómasar, sem flest-
ir eru sammála um að sé eitt af merkustu
skáldum þessarar aldar. „Einhvern veg-
inn, eftir að ég komst yfir ljóðabók eftir
Tómas Guðmundsson, fóru smátt og
smátt að fæðast lög. Frá því fyrsta lagið
varð til eru liðin tíu ár,“ segir Þormar
Ingimarsson, 43 ára lagasmiður, sem á
sjálfur heiðurinn af því að platan er nú að
koma út.
Hann segir þó aldrei hafa staðið til að
gefa út plötu. „Lögin hlóðust hægt og ró-
lega upp þar til ekki varð lengur hjá því
komist að gera eitthvað við þau. Ekki
vildi ég farga neinu, þannig að ég fór á
stúfana og fékk til liðs við mig meðlimi
Ríó-tríós, Pálma Gunnarsson, Björgvin
Halldórsson og Guðrúnu Gunnarsdótt-
ur, svo einhverjir séu nefndir.“
Fyrsta lagið af plötunni sem heyrist á
öldum ljósvakans fór í loftið í vor í tilefni
Vesturbæjarhátíðarinnar sem þá var
haldin. Það var eðlilega lagið við ljóð
Tómasar / Vesturbœnum og hefur það ver-
ið spilað síðan við nokkrar vinsældir á
Rás 2 og á Bylgjunni. Ríó-tríó sér um
flutning á því lagi og tveimur öðrum á
plötunni. „Tómas höfðar mjög sterkt til
mín, enda er skáldskapur hans listilega
samansettur, sérstaklega höfða fegurðin
og húmorinn í Ijóðum hans til mín. Hann
er ekki með neitt hnoð og heldur ekkert
að bjarga einhverjum enda á ljóði með
rími.“
En hver er þessi Þormar Ingimarsson?
„Það er ekki nema von þú spyrjir. Þó að
ég hafi spilað á hljóðfæri frá því ég var 17
ára hef ég hvorki spilað í hljómsveit né á
pöbbum. Ég er á kafi í hestamennskunni
og ferðast því mikið á sumrin, — ég hef
sagt svona í gríni að ég spili mest í
gangnakofum. Annars hef ég helst spilað
uppi á fjöllum þar sem fimm tjöld koma
saman, innan um fjölskyldur, enda hef ég
kallað tónlist mína eyrnavæna fjölskyldu-
tónlist."
Hvað er eyrnavœn fjölskyldutónlist?
„Það er blanda af ballöðum með blús-
og djassívafi og kántrýtónlist. Mér skilst
að þeir, sem hafa hlustað á þetta, kalli
það melódíska músík," segir Þormar og
upplýsir okkur að lokum um að Steinn
Steinarr höfði einnig sterkt til sín.