Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 leikhús Glerbrot — Þjóölelkhús, fös. Frumsýning. Þórhildur Þorleifs leikstýriryerki Millers. Þrek og tár — Þjóöleikhús, sun. (Uppselt) Stakkaskipti — Þjóöleikhús, lau. Síöasta sýning. Guðmundur Steinsson tekur upp jrráðinn þar sem frá var horfið í Stundarfriði. Kardemommubærinn — Þjóöleikhús, lau. (uppselt), sun. (uppselt) „Ég er þess fullviss að þessi drengur [Bergur Þór Ingólfssonj verður einn af þeim stóru, nóta bene; ef ekki hendir slys „þarna uppi“, hverju guð forði.“ (EE) Sannur karlmaður — Þjóöleikhús, Litla sviö, fös. og lau. „Kúgun konunnar hefur troðið sér inn í þessa sýningu ófyrirsynju ásamt með tilhneigingu til að deila á yfirgang karlrembusvínsins Fernandos Krapp.“ (EE) Taktu lagið, Lóa — Þjóöleikhús, Smíöaverkstæöi, sun. Lína langsokkur — Borgarleikhús, lau. og sun. Klassískt barnaleikrit. Tvtskinnungsóperan — Borgarleikhús, lau. „Fjörið verður minna en skyldi. Hin háttvísu, bundnu fagmanns- tök handanna í sviðsetningunni fella nokkurn fjötur á hið glettna óstýrilæti andans í höfundarverk- inu. Leikstjórinn hefur sem sagt ekki skilið höfundinn rétt!“ (EE) Við borgum ekki, við borgum ekki — Borgarleikhús, fös. Hvað dreymdi þig, Valentína? — Borgarleikhúsiö, fös. (uppselt) og lau. „Leikritið er rangtúlkað. Persón- urnar á sviðinu eru ekki þær sem höfundur reynir að lýsa í leikrit- inu. Þar eru þær — í sem stystu máli — miklu vitlausari og allt sem þær iðka falskara." (EE) Bar-par — Borgarleikhús, fim., fös. (upp- selt) og lau. (uppselt) „Þetta er sýningin.“ (EE) Súperstar — Borgarleikhús, lau. kl. 23.30 Sex ballettverk — Borgarleikhús, fim. frumsýning og sun. Drakúla — Leikfélag Akureyrar, lau. Carmina Burana — íslenska óperan, lau. „Það er einfaldlega svo mikið fjör og lífsþróttur í sýningunni að taugaveikluðustu menn gleyma hvað þeir eiga oft erfitt.“ (EH) Madama Butterfly — íslenska óperan, fös. (frumsýning). Rocky Horror — Loftkastalinn, fös. (uppselt) og lau. plús miönætursýning Himnaríki — Gamla bæjarútgeröin í Hafnar- firöi, fim., fös. (uppselt), lau. (upp- selt), og lau. miönætursýning. Sápa þrjú og hálft — Hlaövarpinn, fim. og fös. Farsi eftir Eddu Björgvinsdóttur. Kennslustundin — Hlaövarpinn, lau. (frumsýning). Frábært leikrit eftir Rúmenann lo- nesco í leikstjórn Bríetar Héðins- dóttur. Ævintýrabókin — Möguleikhúsiö viö Hlemm, lau. „Alveg frá upphafi skapaðist eitt- hvert það trúnaðartraust milli Ieikaranna allra — og áhorfenda — sem gerir það að verkum að ekkert annað skiptir verulegu máli.“ (EE) Smásagnasafnið f síðasta sinn var að koma út. litillinn vísar ekki til þess að höfundurinn, Ágúst Borgþór, sé að syngja sitt síðasta á ritvellinum eins og Jakob Bjarnar Grétarsson komst að í spjalli við hann. Hættulegt að segja of mikið Ágúst Borgþór: „Einhvern veginn finnst mér sögurnar vera þannig að þær fái þokkalega dóma. En kannski er þetta bara barnaskapur og bjartsýni." (Ef maður má vera skáldleg- ur): Ein af þeim bókum sem eru að lauma sér svona rétt eins og lækjarspræna í jóla- bókaf(óðið er smásagnasafn eftir Ágúst Borgþór Sverris- son. Skjaldborg gefur út. Bókin heitir /síðasta sinn og inniheld- ur níu sögur. Á kápunni má lesa: „Eitt af meginstefjum bók- arinnar er sjúklegt hömluleysi þar sem áður viðurkennd fíkni- efni koma ekki við sögu heldur kynlífsfíkn, matarfíkn og spila- fíkn.“ HP heyrði í höfundinum, en auk þess að skrifa starfar hann hjá kynningardeild Stöðv- ar 2 og hjá Miðlun, í hálfu starfi á hvorum stað. Ágúst Borgþór neitar því síður en svo að hann teljist ekki til atvinnumanna í rithöfundastétt, „enn hef ég ekki tekjur af ritstörfum," segir hann. Þetta er önnur bók hans, en fyrir átta árum gaf hann sjálfur út smásagnasafnið Síð- asti bíllinn. Ágúst Borgþór seg- ir einkum tvennt hafa ráðið því að hann notast við smásagna- formið. „Formið heillar mig. Sérstak- lega eftir að ég fór að kynnast tilteknum höfundum, aðallega amerískum smásagnahöfund- um, til dæmis Carver sem skrifaði sem skrifaði sögurnar í „Short Cuts“, myndina hans Roberts Altman, og fleirum. Svo hafa praktískar aðstæður hreinlega haft sitt að segja. Ég hef verið að vinna svo mikið og maður sér fyrir endann á smá- sögu. Hins vegar hefur mér fundist formið mjög erfitt og ég var lengi að skrifa þessar sögur. Ég skrifa alltaf voðalega mikið og þá þarf að skera nið- ur. Eins þarf ég að vara mig á að segja of mikið, sem er það hættulegasta í smásögum." Það eru til margar gerðir smásagna og Ágúst Borgþór segir sínar vera afhjúpandi og írekar hefðbundnar að formi til. „Ég tefli ekkert ýkja djarft með það að brjóta upp form og slíkt, heldur legg áherslu á að láta það ganga upp sem ég er að gera.“ En huað kemur til að hann erað bjástra við ritstörf? „Þetta byrjaði sem bók- menntaáhugi á unglingsaldri og í menntaskóla ákvað ég að verða rithöfundur eins og mjög margir. Kannski hefur sá áhugi minnkað almennt." Ágúst er fæddur ‘62 og hann segir að það hafi verið mikið um það á sokkabandsárum sínum að menn ætluðu sér hluti á þessu sviði. Það má benda á menn eins og Ólaf Jó- hann, Friðrik Eriingsson og Braga Ólafsson, sem einnig eru ‘62-módel, því til staðfest- ingar að sú tilfinning Ágústs er ekki úr lausu lofti gripin. Ágúst Borgþór segist hafa upplifað ritstíflu eftir að fyrra smásagnasafn hans kom út. „Þannig að ég fór ekkert að leggja út á þetta sem starfs- vettvang heldur var þetta nokkúð sem ég hafði bak við eyrað. Ég hélt að þessi draum- ur væri fokinn, en núna virðist ég vera kominn í þessar rithöf- undarstellingar sem ég var allt- af að stefna að. Það er gaman.“ Ágúst ætlar sér að sækja um starfslaun og sjá til. Hann er byrjaður á skáldsögu. „Ég held að hún verði að veruleika. Það skiptir miklu máli fyrir mig að vera í sambandi við útgefanda. Ég var í meira en tvö ár að hnoða saman sex sagnanna í þessari bók. Síðan sendi ég það útgefendum og fékk samn- ing hjá Skjaldborg í febrúar og þá skrifaði ég þrjár sögur á ein- um og hálfum mánuði. Samt var ég í fullri vinnu og með ný- fætt barn heima hjá mér.“ Ágúst gerir sér góðar vonir um að fá útgefanda að skáld- sögu sinni. Hann gerir þó ekki mikið úr möguleikum sínum að brjótast í gegn að þessu sinni, það ríki hörð samkeppni á þessu sviði og hann ekki þekktur fyrir. En skyldi hann óttast hákarla í gagnrýnenda- stétt? „Ég er bjartsýnn á ritdóma um þessa bók,“ segir hann. „Ég er hins vegar ekki bjartsýnn á söluna. Bæði er ég nýr á mark- aðinum og það er gefið svo mikið út um jólin. Eins er Skjaldborg, sem er vissulega góðra gjalda verður útgáfuað- ili, kannski ekki það forlag sem nýtur mestrar athygli í bók- menntaheiminum. En einhvern veginn finnst mér sögurnar vera þannig að þær fái þokka- lega dóma. En kannski er þetta bara barnaskapur og bjartsýni. Ég veit það ekki.“ Ágúst sér ekki betur en smá- sagan sé í sókn en hefur engar skýringar á því hvað veldur. „Kannski er það bara tilviljun. Það var svipuð bylgja fyrir tæplega tíu árum. Núna eru þetta allt upp í sjö söfn hjá stærri forlögum sem koma út. En það er ennþá tiltölulega lít- ið skrifað af raunsæissmásög- um á íslandi. Gyrðir (Elíasson) er alveg sér á parti og Súsanna (Svavarsdóttir) jafnvel líka. En oft virðist smásagnaformið notað í draumkenndum skáld- skap og ljóðrænum. Ég er reyndar ekki búinn að skoða þær skáldsögur sem koma út núna, þannig að ég veit ekki al- veg hvort þær smásögur, sem ég hef verið að óska eftir, sjást.“ Borgardætur eru með nýja plötu og halda útgáfutónleika á þriðjudagskvöld. HP heyrði í blondínunni í söngtríóinu góða. „Ég ER Malla Mó Islands“ etta verður voða gaman. Fullt af fólki og spilurum — þrettán undirleikarar, hvorki meira né minna. Svo verða þrír leynigestir, eitthvert grín og glens og svona. Það er svo mikið svoleiðis hjá okkur Dætrunum," segir Andrea Gylfadóttir, sem ætlar til dæm- is að hoppa á annarri löpp. Það var lán í óláni að Mezzóstrák- arnir þurftu að fresta fyrirhug- uðum tónleikum í Borgarleik- húsinu. Borgardætur sættu fær- is, gripu gæsina og verða með útgáfutónleika sína þar næst- komandi þriðjudag. Nýja platan þeirra heitir Bitte-nú. „Og bittenú og bittenú og hopp og hí og trallala... Nafnið kom eiginlega út frá því að í ein- um textanum kemur bitte-nú fyrir nokkrum sinnum. Svo er þetta bara svo þægilegt og snaggaralegt nafn,“ segir Andr- ea aðspurð um nafngiftina. Fyrri plata Borgardætra heitir Já, svo sannarlega og kom út fyrir tveimur árum. Bittenú spannar fleiri víddir tónlistar- lega séð þó að músíkin sé öll frá vissu tímabili — 1940 til ‘50. Borgardætur hafa haft hægt um sig þetta árið. „Við höfum ekkert sungið op- inberlega en komið fram í ein- staka prívatveislum. Það stend- ur til bóta. Eftir útgáfutónleik- ana ætlum við að fara að spila á fullu, hér í borg sem annars staðar á landinu,“ segir Andrea, en hún er einnig í hljómsveit- inni Tweety sem er óstarfhæf vegna þess að þrír meðlimanna eru fastir í Rocky Horror. Lögin á plötunni eru erlend en í textagerðinni er Friðrik Er- lingsson mjög atkvæðamikill, á níu texta af ellefu. Þegar Andrea er spurð hvort þarna sé kominn nýr Þorsteinn Eggerts segir hún að Friðrik sé miklu betri. „Textarnir á plötunni eru ýmist þýðingar eða skáldaðir frá rótum. Við létum ýmsa fá texta til þýðingar og stað- færslu en þeir lágu á þeim og gekk misjafnlega að endur- heimta þá. Friðrik var hins vegar eldsnöggur, kom ein- hverjum klukkutímum seinna með þýðingu, þannig að við létum hann bara hafa meira. Og við vorum svo ánægðar með hann að það endaði með því að hann var kominn með megnið af þeim textum sem eru á plötunni.“ Þó að lögin á plötunni séu erlend frá vinsælu tímabili í dægurtónlistinni segir Andrea að þau hafi fæst heyrst hér- lendis. „Það eru þarna for- vitnilegir hlutir inn á milli,“ segir hún. „Ég fæ til dæmis að syngja eitt Möllu Mó- (Marilyn Monroe) lag. Ég ER Malla Mó íslands. Það lag heitir „Þú yrð- ir æst“. Þekktasta lagið á plöt- unni er líklega „Don’t fence me in“ en það heitir hjá okkur „Frelsi ég finn“. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir útvarps- kona samdi textann og það er lag sem ég heyri fyrir mér heilu hestamannamótin kyrja á björtum sumarnóttum. Ég vona að það taki við af „Undir bláhimni". Það er orðið svolít- ið þreytt.“ - JBG

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.