Helgarpósturinn - 28.12.1995, Page 2

Helgarpósturinn - 28.12.1995, Page 2
2 c FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER1995 Það bar fleira til tíðinda annó 1995 en að Vigdís Finnbogadóttir ætlar ekki aftur að gefa kost á sér. Guðrún Kristjánsdóttir horfði yfir farinn veg og gróf upp eitt og annað sem kemst örugglega ekki í annála... IoXa ri Brjóstastækkunarparadísin J Uppistand Það var mikið um uppistand á árinu. Radíusbræður höfðu nánast verið einir um hituna þegar ótrúlegstu „grínistar“ uppgötvuðu eigin hæfileika og framkölluðu svokallað „stand up“. Um mitt sumar kom hingað til lands bandarískur kvengrín- isti á vegum flugfélagsins Lofts. Reyndar skildu fáir húm- or hennar en það var samt nóg til þess að uppistandið varð ærið. Skemmst er að minnast Hallgríms Helgasonar sem „stóð uppi“ fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld í Kaffileikhús- inu. Sagt er að hann hafi haft meira upp úr krafsinnu fyrir grínið en bókina sem hann gaf út fyrir síðustu jól. Upp úr vel- gengni Hallgríms varð mikið uppistandsfár; Valgeir Guð- jónsson reyndi kombakk sem reyndist ekki upphafs nýs fer- ils í lífi hans. Ollu verri voru þó sögukvöldin í Kaffileikhúsinu þar sem prestar og þingmenn tóku upp á að segja brandara hver um annan þveran. GSM-síminn Á þessu ári hættu menn að segja brandara af uppum með GSM-síma; sími þessi er nefni- lega orðinn allt að því almenn- ingseign. GSM-síminn bætti auk þess ímynd Pósts og síma, sem tók sönsum á fleiri sviðum á árinu; fyrirtækið fór að taka við debetkortum og gerði sér síðast en ekki síst grein fyrir því að símaskráin er best kom- in í einni bók. Ár alsælunnar Eiturlyfið alsæla hefur reyndar verið þarna úti í ein- hver ár, en fyrst í ár má segja að alsæluneytendur hafi fund- ið sér athvarf fyrir hvatir sínar í eigin klúbbi. Teknótæfur og -töffarar komu sér þar makindalega fyr- ir, gleyptu töflur, drukku vatn og hlustuðu á harða tónlist. Þetta hljómar allt að því skemmtilegt. Það verður þó ekki sagt um skelfilegar af- leiðingar alsæluneysl- A unnar, sem æ betur koma í ljós. Sumir ganga svo langt að líkja tíðarandanum nú við tíðaranda ‘68-kynslóð- arinnar hvað viðvíkur neyslu eiturlyfja. Ar vatnsins Ótal íslenskar Perríertegundir flæddu yfir 'L land og lýð á jjfe árinu. í s 1 e n s k t K vatn — hugs- K ið ykkur Tk þetta sem Mmt rennur í f gegn a ser- JKf hverju ís- Si lensku heim- ili — sló í gegn átappað í fokdýrum um- búðum á árinu. Vatnið kostar ekki neitt, svo það hljóta að vera umbúðirnar sem eru svona dýrar: Krist- all, Toppur, Sódavatn, Bergvatn... Fimleika menn ársins Hjólabrettaíþróttir áttu miklu fylgi að fagna á árinu. Á Ingólfstorgi — allt frá því í vor og nú fram að jólum (vegna snjóleysis) — áttu gangandi vegfarendur fótum fjör að launa vegna bráðungra brun- andi hjólabrettatöffara sem fóru í loftköstum um svæðið. Sjarmerandi samt fyrir bæjar- braginn. Röskun ársins Naðurvaldinn, þrettánda stjörnumerkið, var uppgötvað snemma á árinu sem þýddi röskun alls dýrahringsins; Ljón urðu Meyjar, Vatnsberar að Fiskum, Tvíburar að Kröbb- um og svo framvegis. Öllu verra fannst þó merkiskonum eins og Hjördísi Gissurardótt- ur kaupmanni, Guðrúnu Gísla- dóttur leikkonu og Ágústu Johnson íþróttafræðingi, sem töldust frá fæðingu tilheyra Bogmannsmerkinu, að vera orðnar Naðurvaldar. Það var einkanlega nafnið á nýja merk- inu sem hleypti upp gæsahúð- inni á þeim sem áður töldust til tignarlegra Bogmanna. Nað- urvaldi hvað?! sagði Gulli stjarna og lét vísindin sem vind um eyru þjóta. Ajlir vildu kúlurass {fyrra var það bústinn barm- ur, en varla er hægt að skarta svo áberandi barmi án þess að hafa botninn í lagi. Eftir að meira og minna allar konur höfðu komið sér upp Wonder- bra á síðasta ári varð nýjasta tilhneigingin eftir jólavertíðina í fyrra að skella sér í líkams- rækt og láta reyna á lendar, lær og rass. Kúlurassinn var það sem allir vildu skarta, jafnt konur sem karlar. Reyndar tókst konum misvel upp í lík- amsræktinni, satt að segja gáf- ust þær flestar upp snemma árs. Nýju kúlurassasokkabux- urnar frá Oroblu, sem bárust hingað til lands nú í lok árs, komu því eins og sending af himnum. Makalausa árið í huga þjóðarsálarinnar, sem löngum hefur litið á fjölskyld- una sem hornstein samfélags- ins, er sérhver skilnaður þyngri en tárum taki. Þegar svo við blasir sú staðreynd að annað hvert hjónaband fer í vaskinn verður ekki þverfótað fyrir svona eins og Ameríkanar kalla „moral majority“-liði sem reynir að klína sínum þröngu skoðunum upp á aðra. Að sama skapi hafa hinir fráskildu og þeir sem kosið hafa að sneiða hjá „hamingju" hjóna- bandsins verið litnir hornauga, sem birtist meðal annars í því að þeir, sem ekki eru lengur tvítugir en langar að vera úti á lífinu, hafa fram á mitt þetta ár annaðhvort þurft að hírast í barholum ellegar gengið með veggjum á misvirðingarverð- um skemmtistöðum. Til allrar hamingju breyttist þetta á ár- inu — reyndar á vordögum — með tilkomu veitingastaðarins Astró í Austurstrætinu. Loks, já loks var komið á fót skemmtistað fyrir makalausa komna yfir 25 ára aldur. Astró hýsir semsé til helminga hina fráskildu á móti þeim sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki gengið út og eru stoltir af því. Veggspjald ársins Sú var tíðin að það voru ein- ungis bílaverkstæði sem innan um smurolíuna skörtuðu vegg- myndum af fá- k 1 æ d d u m meyjum. Þ a ð breytt- ist hins vegar h e 1 d - u r betur á ár- i n u þegar jafnvel snyrti- 1 e g a r s k r i f - s t o f u - blækur í virðulegustu fyrirtækjum landsins límdu baðstrandar- drottninguna Pamelu Ander- son upp á vegg sér til yndis- auka. Sjálfsagt er það að ein- hverju leyti komið til af því að virðulegasta dagblað landins, Morgunblaðið, hafði ekki und- an að vekja athygli á einkalífi Pamelu; fósturláti hennar og svo framvegis. í hinni snilldar- vel gerðu kvikmynd Shaws- hank-fangelsinu, sem sýnd var á þessu ári, mátti meðal ann- ars sjá sögu veggspjaldanna; fyrst var það Rita Hayworth, síðan Marilyn Monroe og að síðustu Bond-beibið Ursula Andress. Til að hlaupa hratt yfir sögu var það svo Pamela vinkona okkar þetta árið. Par ársins Tilkynnt var um nýjasta par- ið í bænum á síðum dagblað- anna um mitt sumar: Eftir fyrsta stefnumótið var á allra vitorði að Hrafnhildur Haf- steinsdóttir, fegurðardrottning íslands, og Amar Gunnlaugs- son knattspyrnutvíburi væru farin að stinga nefjum saman. Tilkynning þessi minnti óneit- anlega á það þegar settar voru tilkynningar í dagblöð um hina nýtrúlofuðu í gamla daga. Þá og nú giltu um það sömu regl- ur; það er ekki sama Jón og séra Jón. Frétt þessi vakti svo mikla athygli að áður en varði voru þau komin á forsíðu út- breidds tímarits. Andlitin sýnileg á ný Eftir úr sér gengna endurreisnar- hippatísku, sem dróst fram úr hófi hér á landi, fór loks að glitta í andlit ungu kynslóðar- innar á ný. S a m - kvæ m t þess- ari síðhippatísku lét unga kyn- slóðin hár sitt vaxa óáreitt með þeim afleiðingum að vart var hægt að greina á milli misvel hirtra hárlubbanna. Þetta tók allt enda á árinu og gekk reynd- ar svo langt að skína fór í skall- ann á sumu af þessu sama fólki. Flestar síðhærðu skvísurnar fóru þó milliveginn og létu að- eins skera á sig þvertopp. Stórafmæli ársins Áttu aðalpoppari, aðalrokk- ari og aðaltrúbador landsins: Eitt hundrað og fimmtíu ára samanlagt urðu tónlistarmenn- irnir Rúnar Júlíusson, Megas og Gunnar Þórðarson, hver um sig fimmtugur. Ár strippsins Auglýsingafár og fár almennt í kringum athafnir eins og „Sú sí baðar sig“ er löngu liðin tíð Eftir margra ára æsing og læt má segja að í ár hafi stripp- dans loks fundið sér farveg á íslandi þegar veitingastaður- inn Bóhem fór að bjóða reglu- lega upp á slíkar uppákomur. Eins og venja er þegar fram- andi kúltúr er um það bil að nema land á íslandi rísa upp raddir sem ekki kunna að meta slíkan „sóðaskap“. Þær raddir þögnuðu þó fljótt þegar Bó- hem var fluttur frá Vitastígn- um austur á Grensásveg. Þótt velflestar strippdansmeyjarn- ar séu frá Norðurlöndum fór í fyrsta sinn síðan Pan-hópurinn var og hét að bera á íslenskum nektardansmeyjum fyrir ís- lenska karlmenn. íslenskt, já takk! náði semsé líka til þess umdeilda á íslandi — sem reyndar er orðið því sem næst óumdeilt. Hallærisútlit Það er nokkuð sem varð heitt árinu. Allt í einu tóku kon- ur upp á að blanda saman kannski bleiku vesti og rauð- rósóttu pilsi. Það hefði þótt merki um að vera ósmekklegur fyrir fáeinum árum. Tíkarspen- ar á fullorðnum konum segja líka meira en mörg orð. Það að vera hallærislegur þótti sem- sagt smart á árinu.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.