Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.12.1995, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 28.12.1995, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER1995 X Áríð í fáum dráttum. „Erum Lélegasta kosningaloforð ársins Tvö þúsund ný störf á ári, sagði Framsóknarflokkurinn fyrir kosningar. Það hefur ekki verið imprað á því síðan. Versta hugmynd ársins rún Helgadóttir vildi kalla það dagblað sem þjóðin ræki, aðrir kölluðu það einfaldlega ríkis- dagblað. Flestum fannst þetta fyndið. Óvinir ársins Guðrún Pétursdóttir sagði að Hrafn Gunnlaugsson væri dóni sem ekki hefði mátt nefna á nafn við matborðið á Gljúfra- steini. Hrafn þóttist ekki muna eftir því að Guðrún hefði verið með sér í menntó. Mynd ársins Málverkið af Bjarna Ben sem Reykjavíkurlistinn gat ekki lát- ið í friði. i Katastrófa ársins HM í handbolta. Það var sama hvað Mókollur reyndi, þetta var dæmt til að mistakast. Endurkoma ársins Hjörleifur Guttormsson fann sitt gamla sjálf þegar ál bar aft- ur á góma og rifjaði upp gamla góða daga með því að halda fjögurra tíma ræðu. Það var næstum eins og aftur væri komin hækkun í hafi. Vonlausasti félagsskapur ársins Sjálfstæðar konur sem fengu engan ráðherra og fá engan varaformann heldur. Versta partí ársins Kosninganóttin hjá Kvennalistanum. „Erum við ennþá inni á þingi, stelpur?" Gott á þá Karlarnir í útlendingaeftirlitinu fengu loks á baukinn þegar þeir ætluðu að henda saklausu stúlkubarni frá Rúmeníu úr landi. Megi þeir aldrei rísa upp aftur... Ömurlegasta staðreynd ársins íslendingarnir fjórtán hundruð sem flúðu land. Ástarævintýri ársins Svavar Gestsson og Jón Bald- vin töluðu saman á fundum og skrifuðust á í Alþýðublaðinu. Og þótt þá greindi á um margt ríkti með þeim einhver ný- sprottinn kærleikur. Bálköstur ársins Snorri í Betel sagði amen og upp í him- ininn liðaðist „grillarinn" og allt hans hyski með Kissplöt- um, Darwin og svoleiðis dóti. Trúleysingi ársins Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sem rak Hjálpræðisherinn á dyr í Ráðhúsinu og dró í staðinn inn fólk sem ástundar borgaraleg- ar fermingar. Vonlausasta hús ársins Nýuppgerð Laugardalshöllin sem hefur að geyma svo vond- ar minningar að handbolta- landsliðið spilar leikina sína í Hafnarfirði. Dóni ársins Önundur Ásgeirsson bað út- varpsstjóra þráfaldlega um af- sökunarbeiðni vegna kláms og siðleysis í sjónvarpinu. Séra Heimir þagði þunnu hljóði. Maður á rangri hillu Krakkarnir í spurningakeppni framhaldsskólanna litu á Ómar Ragnarsson með sama svip og þegar börnum þykir elliheimil- islykt vond. Eru menn svo að tala um að kynslóðabilið sé hugarburður einn? Mannshvarf ársins Eftir að Ólafur Ragnar Gríms- son sá að hann fengi ekki fram- haldslíf með því að komast í ríkisstjórn lét hann sig hverfa. Og það hefur ekki heyrst í hon- um síðan. Hættir ekki að falla Markús Örn gerðist fram- kvæmdastjóri útvarpsins. Það er eins og að vera kokkur á tog- ara þar sem maður var einu sinni skipstjóri. Gestur ársins Benny Hinn; næstum tíu pró- sent þjóðarinnar reyndu að láta hann hafa djúp áhrif á líf sitt. Misskilningur ársins Það héldu allir að Björgvin Halldórsson væri rétti maður- inn til að fara í Eurovision. Við reyndumst ein um þá skoðun. Spútník ársins Friðrik Skúlason tölvugúrí sem samkvæmt skattframtal er með 2,8 milljónir í mánaðar laun. Het j a ársins Jón Arn- ar Magn- ú s s o n tugþraut- arkappi. Er maður- inn ekki annars úr sveit? Ummæli ársins Guðni Ágústsson um Árm Johnsen: „Hann hagar séi stundum eins og fyllibytta, er eins og allir vita er hann stak asti bindindismaður." Mannvirki ársins Glæsilega uppljómaðar bensín stöðvar sem er komið þannit fyrir að þær skyggja á aðrai byggingar og setja svip á borg armyndina. Þeir gengu út á lands- fundi Þjoövaka Guðbjörn Jónsson Hilmar Jónsson Pjetur Hafsteinn Lárusson Jóhannes Gunnarsson Njáll Harðarson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.