Helgarpósturinn - 15.05.1996, Blaðsíða 9
MtÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996
9
Hræðsluáróðri markvisst dreift gegn
Ástþóri Magnússyni og Friði 2000
ERU ISLENSK STJORNVOLD
HANDBENDI PENTAGON?
Á liðnum vetri var í þriðja sinn lagt fyrir Alþingi
Islendinga frumvarp til laga um friðlýsingu Islands
fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum og bann við
umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Flutningsmenn
frumvarpsins í þessari lotu eru hinir sömu og áður að
undanskildum framsóknarmönnunum Páli Péturssyni
núverandi félagsmálaráðherra og Steingrími
Hermannssyni seðlabankastjóra, sem báðir voru
óbreyttir alþingismenn við fyrri flutning þess. Enginn
núverandi stjórnarþingmanna eða ráðherra stendur að
flutningi frumvarpsins. Eðlilegt verður að teljast að
Steingrímur Hermannsson sé ekki lengur meðal
flutningsmanna þar sem hann hefur látið af
þingmennsku. Hitt er óeðlilegt og vekur furðu að Páll
Pétursson er horfinn úr hópi flutningsmanna og
enginn úr röðum framsóknarmanna kom í stað
Steingríms, sem þó hefði verið ofureðlilegt, ekki síst í
ljósi þess hve nauðsynleg samþykkt þessa frumvarps
er lífsafkomu okkar Islendinga.
Framsóknarmenn á Alþingi íslendinga hafa sett sig
mjög gegn framgangi og afgreiðslu þessa frumvarps
eftir að þeir gengu í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.
Ástæðan virðist vera sú að forystusauðum á þeim
bænum var svo mikið í mun að komast í ríkisstjórn að
ekki aðeins kosningaloforð voru léttvæg fundin,
heldur hafa þeir látið lönd og leið öll önnur
grundvallarbaráttumál flokksins, að minnsta kosti
þetta frumvarp.
Mikil eru völd Davíðs innan Framsóknarflokksins sem
og síns eigin, ef raunin er sú að hann geti endurskoðað
stefnuskrá samstarfsflokksins eins og honum sýnist,
sem ljóst má vera að hann gerir. Það hefur aldrei dulist
neinum að sjálfstæðismenn hafa haldið þannig á
málefnum landsins gagnvart NATO og
Bandaríkjunum, að helst mætti halda að þeir væru í
hlutastörfum hjá Pentagon, ef ekki fullum störfum. Og
nú hefur framsóknarflokkurinn bæst í þann hóp, enda
spurðu menn á þingmannafundi nokkrum, eftir að
hafa hlýtt á tölu Halldórs Ásgrímssonar
utanríkisráðherra, sem haldinn var á einu
Norðurlandanna fyrir skemmstu, hvort hann væri
fulltrúi Pentagon á fundinum. Svo mjög fannst
þingmönnum þessum skoðanir hans hafa tekið
öndverða stefnu miðað við það sem hann hafði haft í
frammi áður.
Er þetta háttalag kallað stefnubreyting eða lauslæti í
stjórnmálum? Raunar kemur út á eitt hverju svarað er,
því mergurinn málsins er sá, að enn sem komið er
byggjum við Islendingar afkomu okkar á hreinleika
lands og sjávar. Það er hins vegar óvíst hversu lengi
við getum það ef stjórnvöld svara ekki kalli þeirrar
kröfu að stuðla að ábyrgri umhverfisvernd með öllum
tiltækum ráðum og meðulum, sem þau forðast og best
sést á hundahlaupi framsóknarmanna frá áðurgreindu
frumvarpi.
Danir lugu að Grænlendingum — Hafa
íslensk stjórnvöld logið að almenningi?
Menn minnast Chernobylslyssins með hryllingi þar
sem yfir fjögur þúsund manns létust og eru þeir þá
ótaldir sem létust síðar að ógleymdum öllum þeim
konum sem hafa alið af sér vansköpuð börn eftir
slysið. Það þarf ekki að leita alla þessa leið, því
flestum er í fersku minni þegar Danir lugu að
Grænlendingum um slysið í Thule. Grænlendinga fór
ekki að gruna neitt misjafnt, fremur en okkur
Islendinga, fyrr en grænlenskir hreinsunarmenn létust
í óeðlilegum mæli af völdum hvítblæðis og börn tóku
að líta þennan heim stórlega vansköpuð. Vitað er að á
hafsbotninum allt í kringum Island liggja
kjarnorkuknúnir kafbátar og ryðga hröðum skrefum.
Þegar náttúran hefur skilað sínu verki má allt eins
Ástþór Magnússon hefur lagt hart
að sér að vekja fólk til umhugsunar
um ástandið í heiminum og hvað sé
til úrbóta.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hefur ekki hirt um að svara
fyrirspurn Ástþórs, sem er hreint
og klárt brot á nýju
stjórnsýslulögunum.
Halldór Ásgrímsson og
meðreiðarsveinar hans í framsókn
vörpuðu kosningaloforðum fyrir
róða ásamt flestu öðru til að
komast í ráðherrastólana
Jón Baldvin Hannibalsson
fyrrverandi utanríkisráðherra og
væntanlegur forsetaframbjóðandi
tvímennti á sömu
Pentagonbykkjunni með Davíð
meðan allt lék í lyndi.
Fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins stillti sá frómi maður, Bjarni
Sigtryggsson sér upp, til þess að dylgja um málefni sem ráðuneytið sendi
ekki rétta boðleið í réttri röð.
búast við kjarnorkumengun og geislun á gríðarlegu
svæði allt í kringum landið. Þetta þýðir auðvitað
ekkert annað en það að öll fiskimið okkar eru í
stórhættu, strendur og það lífríki sem þeim heyrir til.
Þá er ótalinn sá skaði sem menn geta orðið fyrir af
völdum slíkrar mengunar. Þrátt fyrir þessar
staðreyndir gera íslensk stjórnvöld ekkert til að koma í
veg fyrir enn frekari slys. Hjá stjórnarherrum þessa
lands fyrirfinnst enginn vilji þar um. Sennilega bíða
þeir rólegir þar til slysið ríður yfir og lítið eða ekkert
verður að gert.
Stjórnvöld berjast fyrir tilvist
kjarnorkuvopna
Á alþjóðavettvangi hafa íslensk stjórnvöld sett sig
gegn banni við kjarnorkuvopnum, beinlínis stutt
kjarnorkuvopn. Árið 1994 lagði
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fram tillögu á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem lagt var
til, að Álþjóðadómstóllinn í Haag skæri úr um
lögmæti kjarnorkuvopna á þeim forsendum, að þau
væru slík ógn við framtíð mannkyns, að það að hafa
slík gereyðingarvopn sem varnatæki einstakra þjóða
væri brot á mannréttindum. Svíar sýndu af sér þann
manndóm að styðja tillöguna en Jón Baldvin
Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra og Davíð
Oddsson forsætisráðherra felldu hana. Fádæma
skammsýni sem þessir menn sýndu af sér og hafa
sjálfsagt haldið sig vera að skipta á meiri hagsmunum
fyrir minni, en þar fataðist þeim hrapallega. Vonandi
kemur aldrei að því að við þurfum að súpa seyðið af
þeirri skammsýni, heldur vona að heppnin verði
okkur hliðholl. En hvers vegna eru íslensk stjórnvöld
svona áfram um að styðja tilvist kjarnorkuvopna?
Fyrir þremur mánuðum ritaði Ástþór Magnússon
Davíð Oddssyni bréf þar sem hann óskaði svara við
þeirri spurningu hvers vegna hann hefði sett sig gegn
tillögu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Svar
forsætisráðherra hefur enn ekki borist. í blöðum mátti
sjá hvar Ástþór auglýsti eftir svari forsætisráðherra, en
allt fór á sömu leið. Svar hefur ekki borsit. Hvers
vegna?
Dylgjur og óvönduð vinnubrögð
Það er vegna þess að forsætisráðherra veit upp á sig
skömmina og hann veit, að almenningur er orðinn
hálfu meðvitaðri en áður um þá vá, sem af hvers kyns
kjarnorku stafar. Það er því ekki nein tilviljun að
ráðuneyti utanríkismála hefur lagt sig í líma við að
ófrægja Ástþór Magnússon og þann friðarmálstað sem
hann stendur fyrir með aðstoð ákveðinna fjölmiðla.
Bjarni Sigtryggsson blaðafulltrúi ráðuneytisins hefur
slag í slag látið draga sig út fyrir húsakynni
ráðuneytisins, stillt sér þar upp með merki þess í
bakgrunn og dylgjað um einhverjar erlendar
peningakröfur sem hann segir ráðuneytinu hafa
borist. Þessi blaðafulltrúi, sem raunar var ráðinn inn í
ráðuneytið af Jóni Baldvini eins og fleiri, lét ekki svo
lítið að láta Ástþór Magnússon vita um þessar meintu
kröfur, heldur valdi hann þann kostinn að valsa beint í
fjölmiðla. Allt þetta mál er slíkur tilbúningur af hálfu
ráðuneytis og fjölmiðla að það hálfa hefði verið nóg.
Þessir sömu fjölmiðlar hafa einnig gert sig seka um að
nálgast aðeins aðra hlið málsins, sem best sést á
eilífum einhliða tilvitnunum í Júlíus Þorfinnsson
forsvarsmann Eureka, þegar málefni Friðar 2000 og
fyrrgreinds fyrirtækis hafa verið til umræðu. Eureka á
ekkert hjá Friði 2000 eða Ástþóri Magnússyni; nær er
að það sé öfugt.
Islenskum stjórnvöldum er illa við þá umræðu sem
Friður 2000 hefur vakið upp hér á landi á síðustu
vikum, kannski er nær að segja að þau séu hrædd við
téða urnræðu. Það er álit manna að það sé ekki
tilviljun að Bjarni Sigtryggsson blaðafulltrúi hefur
hagað sér eins og raun er á. Honum hefur að sögn
fróðra manna verið att út í þessi óvönduðu
vinnubrögð til þess að kasta rýrð á Ástþór
Magnússon, Frið 2000 og friðarumræðuna eins og hún
leggur sig.
Nú er komið að almenningi að taka upp þráðinn með
Ástþóri og leggja að stjórnvöldum að samþykkja
fyrrgreint frumvarp og leggjast gegn
kjarnorkuvopnum hvar sem því verður við komið.
Stuðningsmenn við frið